Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 32
32
fólk
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 I>V
r
Edda Sóley Oskarsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla:
Samstarf við skólann er hluti
af foreldraskyldunum
- skólastarf og foreldrastarf er forvarnarstarf
„Heimili og skóli eru áhugamannasamtök og markmiö þeirra er aö bæta uppeldis- og menntunarskilyrði barna og
unglinga og bæta hag fjölskyldna’ segir Edda Sóley Óskarsdóttir.
„Áhugi minn á skólamálum
kviknaði nú bara einfaldlega við
það að fylgjast með börnum mínum
í skóla. Börnin þurfa að vera í skóla
í tíu ár og hafa ekkert val þar um.
Við foreldrar, sem berum frumá-
byrgðina á uppeldi bama okkar,
þurfum að leggja okkur fram í sam-
starfi heimila og skóla til að barn-
inu líði vel í skólanum, það á engu
barni að þurfa að líða illa í skóla.
Hluti af foreldraskyldunum finnst
mér vera að sýna áhuga fyrir nám-
inu, aðstoða við heimanám og vinna
að því að umhverfið i skólanum sé
sem allra best. Það hlýtur að vera
samstarfsverkefni mitt og skólans
að barnið nái góðum árangri í
námi. Ég verð aö leggja eitthvað af
mörkum til að geta gert kröfur á
skólayfirvöld á móti.“, segir Edda
Sóley Óskarsdóttir sem tók við
stöðu framkvæmdastjóra Heimilis
og skóla i febrúarmánuði síðastliðn-
um.
Heimili og skóli eru áhuga-
mannasamtök og markmið þeirra er
að bæta uppeldis- og menntunar-
skilyrði bama og unglinga og bæta
hag fjölskyldna. Enn fremur hafa
samtökin það að leiðarljósi að
stuðla aö samstarfi heimila og skóla
og annarra sem að menntun, upp-
eldi og forvörnum koma.
Hvaó eru samtökin Heimili og
skóli?
„Þetta eru landssamtök foreldra
sem voru stofnuð árið 1992 og starf-
semin byggist fyrst og fremst á ár-
gjöldum félagsmanna en við erum
einmitt að vinna að því að afla
nýrra félaga um þessar mundir til
að geta starfað með enn meiri
krafti. Við höfum ýmsar hugmyndir
sem við viljum koma í framkvæmd
og ýmislegt efni sem við viljum
koma til foreldra. Stjómarmenn,
sem eru níu, koma víðs vegar af
landinu. Við erum með tvo starfs-
menn, einn í fullu starfi og einn í
hálfu starfi, en það er í rauninni allt
of lítið. Við erum í samstarfi við
evrópsk foreldrasamtök og einnig
norræn og stundum lítum við öf-
undaraugum á reksturinn hjá þeim
en við fáum líka fjölmargar hug-
myndir þaðan sem við getum nýtt
okkur. Það er alveg óþarfi að allir
séu að finna upp hjólið og miklu
betra að reyna að nýta það sem
reynt hefur verið annars staðar."
Mikilvægi samstarfs
/ hverju felst starf framkvæmda-
stjóra, hvernig er dœmigeróur dagur
í vinnunni?
„Síminn tekur drjúgan skerf, fólk
hringir mikið til þess að leita upp-
lýsinga varðandi almennt foreldra-
starf, bæöi vegna starfsemi foreldra-
félaga og foreldraráða. Margir
hringja til að ræða ýmis mál sem
eru efst á baugi í skólamálum eða
leita upplýsinga um lög og reglu-
gerðir, t.d. fjölda kennslustunda á
viku eða hvort sérstakar reglur
gildi varðandi skólaakstur. Við
fáum líka töluvert af símtölum frá
foreldrum sem eiga börn sem hafa
verið lögð í einelti og jafnvel frá for-
eldrum barna sem lagt hafa önnur
börn í einelti. Auk þess fáum við
ýmis önnur vandamál inn á borð til
okkar en við fáum einnig að heyra
sögur af góðu gengi í skólum og það
er alltaf gleðilegt. Við reynum eftir
bestu getu að liösinna og leiðbeina
öllum sem til okkar leita með er-
indi..
Svo þarf að sinna samskiptum við
við önnur félagasamtök, undirbúa
málþing og fundi, huga að efni sem
hægt er að nota og ýmislegt fleira."
Hvaða úrræði hafið þið að bjóða
þeim sem til ykkar leita? „Fyrst og
fremst stuðning og aðstoð en við
höfum ekki opinbert valdsvið. Við
reynum að hjálpa fólki að greina
vandann ef það hefur ekki þegar
gert það og finna leiðir sem færar
eru og hlusta. Oft er það svo að for-
eldrarnir þurfa bara smástuðning
og uppörvun til að kljást við málin
og við reynum að veita hann. Við
leggjum áherslu á nauðsyn þess að
samstarf heimila og skóla sé gott og
það skilar sér í betri námsárangri
barnsins og betri líðan þess.“
Foreldraverðlaunin
Heimili og skóli hafa á undan-
fómum áram reynt að vekja já-
kvæða eftirtekt á grannskólanum
og þvi gróskumikla starfi sem þar
er unnið, bæði af nemendum, for-
eldrum, kennurum og skólastjóm-
endum.
Frá árinu 1996 hafa samtökin
veitt foreldraverðlaunin áriega til
þeirra sem unnið hafa vel í þágu
foreldra og barna. Nú í vor fóru
verðlaunin til Barnaskólans á Eyr-
arbakka og Stokkseyrar vegna nem-
endasamninga sem þar eru gerðir.
Samningamir varða velferð nem-
andans og ná hvoru tveggja til
námslegra og félagslegra þátta.
Verðlaunin vora afhent í apríl síð-
astliðnum að viðstöddum mennta-
málaráðherra.
Einelti kennara
Þið eruð augljóslega lifandi afl i vit-
und foreldra en hvað um skólana
sjálfa. Leita skólamir til ykkar? „Það
er að aukast. Kennarar hafa komið til
okkar og til dæmis kom nýverið til
okkar kennari sem ræddi um eitt af
viðkvæmari málefnum skólanna, þeg-
ar kennari leggur barn i einelti. Hann
var að velta þessu fyrir sér og kanna
úrræði. Ég vona að þetta sé afar fátítt
en því miður virðist þetta koma upp
af og til þó auðvitað séu kennarar vel
vakandi fyrir vandanum. Reyndar tel
ég að flestir sem starfa í skólanum séu
vel vakandi yfir að þeir starfa með
börnum og hegða sér í samræmi við
það. Mér er mjög minnisstætt atvik
sem ég varð vitni að í verslun einu
sinni. I búðinni var staddur ganga-
vörður í skóla. Lítil stúlka sem nær-
stödd var hnippti í móður sína, benti
á gangavörðinn og sagði: Mamma,
þarna er Erla gullperla. Sú stutta hef-
ur eflaust lent í hremmingum ein-
hvern tímann og Erla gullperla komið
henni til bjargar. Mér fannst þetta ai-
veg yndislegt og undirstrikar mikil-
vægi þess að gott fólk starfi í skólum
landsins."
Áhugi og árangur fara
saman '
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
aó þaó er fylgni milli þess hve mik-
inn áhuga foreldrar sýna námi
barnsins og skólastarfi og námsár-
angurs barna.
„Á heimilinu upplifir bamið já-
kvæð viðhorf gagnvart skólanum og
það hvetur barnið áfram. Ég vil líka
meina það að börn finni fyrir öryggi
þegar foreldramir þekkja vel til
skólans og þess staifs sem þar fer
fram og þau geta jafnvel átt von á að
hitta foreldra sína á göngunum á
spjalli við starfsmenn skólans."
Foreldrasamningurinn
Heimili og skóli hafa verið meó for-
varnarverkefni í gangi sem œtlaó er
foreldrum.
„Við höfum veriö með foreldra-
samning þar sem foreldrar bindast
samtökum um að virða útivistartím-
ann, leyfa ekki eftirlitslaus partí,
kaupa ekki áfengi fyrir börnin og
fleira. Með þessu forvarnarverkefni er
lagður grunnur að umræðum foreldra
á miili um atriði sem skipta máli fyr-
ir farsælt uppeldi og forvamir gegn
vímuefnaneyslu. Samtakamáttur for-
eldra er geysimikill og er að skila sér
hægt og bítandi. í rauninni er verið
að vinna að viðhorfsbreytingu alls
samfélagsins og draga úr því mikla
umburðarlyndi sem þjóðfélagið hefur
haft gagnvart unglingadrykkju. Hug-
myndin er að fá sérstakan starfsmann
sem sinnir einvörðungu þessu verk-
efni og getur fylgt því vel eftir með
því að mæta á fundi þar sem þess er
óskað.“
En hver eru ykkar tengsl vió stofn-
anir ríkisvaldsins, svo sem mennta-
málaráöuneytió?
„Við höfum átt mjög gott samstarf
við menntamálaráðuneytiö og til
dæmis átti Jónína Bjartmarz, formað-
ur Heimilis og skóla, sæti í nefnd á
vegum ráðuneytisins sem vann að
endurskoðun reglugerðar um aga og
skólareglur og enn fremur starfaði
hún með ráðuneytinu að undirbún-
ingi almenns hluta nýju aðal-
námskrárinnar. Við eigum • einnig
fulltrúa í stjórn Námsgagnastofnunar
í undirbúningshópi stóru upplestrar-
keppninnar.
Við erum að byija að kynna fyrir
foreldrum nýja aðalnámskrá grunn-
skóla í samstarfi við menntamála-
ráðuneytið og svæðasamtök foreldra.
Við reynum að vera í tengslum og
góðu samstarfi við alla þá aðila sem
við getum, t.d. með málþingum eins
og „Frá foreldrum til foreldra" sem
við munum standa fyrir þann 30. nóv-
ember næstkomandi í samstarfi við
ísland án eiturlyfla, Kópavogsbæ,
Samfok, Samkóp og Vímulausa æsku.
Að lokum var Edda Sóley spurð hver
hennar framtíðarsýn í skólamálum
væri.
„Draumurinn er öflug foreldrafélög
og kappsöm foreldraráð. Skólinn er í
eðli sínu íhaldssöm stofnun og það
þarf hann að vera upp að vissu marki,
það er ekki hægt að breyta einvörð-
ungu breytinganna vegna. Hins vegar
er hverri stofnun hollt að skoða stöðu
sína og meta hana hverju sinni. Þar
sem samstarf viö skólann er nauðsyn-
legur þáttur í uppeldi barnanna og
hluti af foreldraskyldunum ætti að
vera hægt að vinna í góðu samstarfi
allra í skólasamfélaginu að betri skóla
fyrir börnin.“ -þor