Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 33
I>V LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 33 dans fslenski dansflokkurinn: Annasamt starfsdr fram undan Starfsár íslenska dansflokksins er nú senn að hefjast. Hinn 14. október næstkomandi verður fyrsta frumsýn- ing ársins og segja má að hún sé til- einkuð ungum danshöfundum því sýnd verða þrjú ný verk eftir íslenska höfunda, auk þess sem tónlistin við þau er íslensk og samin sérstaklega fyrir sýningrma. Verkin þrjú eru „NPK“ eftir Katrínu Hall og er fyrsta verk hennar síðan hún tók við listrænni stjóm ís- lenska dansflokksins. Tónlistin er eft- ir hljómsveitina Skárr’en ekkert og verður hún flutt lifandi á sýningum. Annað verk sýningarinnar er Maður- inn er alltaf einn, eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur og er byggt á verki sem hún sendi í Danshöfundasamkeppni ÍD haustið 1998. Verkið hlaut ekki náð fyrir augum dómara en fékk góðar viðtökur á alþjóðlegri danshátíð í mars á þessu ári. Tónlistin er frum- samin af Halli Ingólfssyni. Þriðja verkið í sýningunni, Æsa, er sam- starfsverkefni íslenska dansflokksins og Pars pro toto, Láru Stefánsdóttur, danshöfundar, Guðna Franzsonar tón- skálds og Þórs Tuliniusar leikstjóra. Árið 1627 var strandhögg gert á ís- landi og um það bil 400 íslendingum rænt. Þeir vora fluttir til Marokkó og Alsír þar sem þeir voru hnepptir í þrældóm. Aðeins 40-50 þeirra komust aftur til heimalandsins en örlög hinna eru ókunn. Fyrsta frumsýning vetr- arins er tileinkuð ís- lenskum höfundum í dansi og tónum. Síðan verður flokkurinn með sýningar bæði hár heima og erlendis fram á næsta haust Goðsagnirnar og Baldr Önnur sýning starfsársins verður 11. febrúar og nefnist Diaghilef: Goðsagnimar og er lokahluti þríleiks eftir Jochen Ulrich um hinn rúss- neska impresarío sem bylti ballett- heiminum með uppfærslum sínum hjá Les Ballets Russes í París á fyrstu áratugum aldarinnar. Verkið er samið sérstaklega fyrir Islenska dans- flokkinn og er hér um heimsfrumsýn- ingu að ræða. Fyrri hlutarnir tveir voru gerðir fyrir Innsbruckballettinn og Euregio. Sýningin er á dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evr- ópu árið 2000. Á listahátíð í vor verður sýnt verk fyrir böm eftir Nönnu Ólafsdóttur og er verkið pantað í tilefni Listahátíðar barna. íslenski dansflokkurinn tekur einnig þátt í risavöxnu verkefni á veg- um Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000. Er það Baldr eftir Jón Leifs, samið fyrir stóra hljómsveit og dansara. Auk íslenska dansflokks- ins taka þátt í þeirri sýningu Sinfón- íuhljómsveit íslands, dansarar úr finnska Þjóðarballettinum og fleiri listamenn. Það er finnski dansahöf- undurinn Jorma Uotinen sem semur dansana við tónlist Jóns Leifs en hann er einnig listrænn stjómandi finnska Þjóðarballettsins. Heimsflutningur á þessu mikla verki verður í Laugardalshöll 18. ágúst árið 2000 og síðan verða sýning- ar í Bergen 31. ágúst og Helsinki 7. og 8. september. Sýningar víða um Evrópu Á næsta ári tekur íslenski dans- flokkurinn einnig þátt í TransDanceE- urope 2000, verkefni sem hefur að markmiði að tengja saman menning- arborgir Evrópu með sameiginlegri danshátíð sem ferðast á milli þeirra á árinu. Hátíðin hefst i Avignon í lok febrúar, heldur svo áfram til Bergen, Prag, Bologna, Brussel, Helsinki og lýkur loks í Reykjavík í byrjun nóvem- ber. Flokkurinn tekur þátt í hátíðinni fyrir hönd Reykjavikur og mun ferð- ast til a.m.k. þriggja af hinum erlendu borgum, Avignon, Prag og Bologna, og sýna verk eftir íslenska danshöfúnda. FUJIFILM WWW.fUjNilm.iS VEIUU BESTU FMMKÖIUININA FUJIFILM CRYSTAL ARCHIVE ENGINGARBESTI UÚSMYNDAPAPPÍR SEMTILER FUJIFILM FRAMKÖILUN UM ALLT LAND Skipholti 31, sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, sími 461 2850 Opi&: Virka daga 10-18:30, laugardaga 10-17, sunnudaga 12-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.