Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 58
,0 Qfmæli LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 JjV Sigurður Sigurðarson Sigurður Sigurðarson, dýralækn- ir á Keldum, er sextugur i dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Sigurðarstöð- um í Bárðardal og ólst þar upp til þriggja ára aldurs. Hann átti heima að Keldum á Rangárvöllum til sjö ára aldurs, síðan á Selalæk í sömu sveit en flutti þaðan á tíunda ári að Hemlu í Landeyjum og átti þar heima fram yfir tvítugt. Sigurður lauk stúdentsprófi frá * MA 1961, dýralæknisprófí frá Nor- ges Veterinærhögskole í Ósló 1967, M.Sc.-prófi í meinafræði búfjár við The Royal Veterinary College, Uni- versity of London 1970, og sérfræði- prófi í sjúkdómum sauðfjár og naut- gripa í Ósló 1995. Hann hefur jafn- framt verið við framhaldsnám og farið í náms- og fyrirlestraferðir í dýralæknisfræðum til Svíþjóðar, Danmerkur, Grænlands, Finnlands, Skotlands, Þýskalands, Lettlands og Litháens auk Noregs. Sigurður gegndi embættum hér- aðsdýrcdækna í afleysingum í Borg- arfjarðarumdæmi 1968 og sá jafn- framt um kennslu í líffærafræði við Bændaskólann á Hvanneyri, síðan í Laugarásumdæmi, Helluumdæmi og ’ Reykjavíkurumdæmi. Hann var framkvæmdastjóri Sauðfjársjúk- dómanefndar 1976-77 og sérfræðing- ur hennar 1969-93, síðan hjá emb- ætti yfirdýralæknis og var settur yf- irdýralæknir 1987. Sigurður hefur lengst af stundað rannsóknir, sjúkdómagreiningar og leiðbeiningastörf við Tilraunastöð HÍ að Keldum, m.a. rannsóknir á riðuveiki í sauðfé hin síðari ár. Fjölskylda Sigurður er kvæntur Halldóru Einarsdóttur, f. 21.3. 1942, dóttur Ein- ars Sverrissonar, bónda og rafvirkjameistara frá Kaldrananesi í Mýrdal, og k.h., Ragnhildar Sig- ríðar Guðjónsdóttur, úr Vestmannaeyjum. Börn Sigurðar og Halldóru: Sigurður, f. 1969, fiskeldisfræðingur og tamningamaður; Ragnhildur, f. 1970, golf- kona og kennari við Árbæjarskóla; Einar Sverrir, f. 1973, rekur Bif- reiðaverkstæði Reykjavikur; Sölvi, f. 1978, húsasmiður og tamninga- maður. Bróðir Sigurðar er Skúli Jón, f. 20.2. 1938, framkvæmdastjóri og for- maður Rannsóknarnefndar flug- slysa, kvæntur Sjöfn Friðriksdóttur kennara og eiga þau tvo syni á lífi, Friðrik tölvunarfræðing, og Sigurð Darra, kerfisfræðing og tölvunar- fræðinema. Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Jónsson, f. 8.1. 1909, d. 22.10. 1939, bóndi og smiður á Sigurðarstöðum í Bárðardal, og Kristín Skúladóttir, f. 30.3. 1905, d. 13.6. 1995, kennari. Síðari maður Kristínar var Ágúst Andrésson, bóndi í Hemlu i Vestur- Landeyjum, en þau áttu ekki böm saman. Böm hans af fyrra hjónabandi voru Magnea Helga, húsfreyja í Hemlu, d. 1998, og Andrés Haukur, bifreiðarstjóri og skrifstofumaður í Reykjavík. Ætt Sigurður var sonur Jóns, b. á Sigurðarstöð- um, Jónssonar, b. í Baldursheimi, Illuga- sonar, b. þar, Hallgríms- sonar, ættfóður Hraun- kotsættar, Helgasonar. Móðir Jóns eldra var Þuríður Eyjólfsdóttir, systurbarn við Jón Sig- urðsson á Gautlöndum en Þuríður, amma hennar, var formóðir Skútustaðaættar. Móðir Jóns yngra var María Friðriksdótt- ir, Þorgrímssonar frá Hrappsstaða- seli, af Hraunkotsætt. Móðir Sigurðar Jónssonar var Jónína, dóttir Sölva Magnússonar, Einarssonar, b. í Nesi í Loðmundar- firði. Móðir Jónínu var Anna Stein- unn Einarsdóttir, systir Stefáns í Möðmdal á Fjöllum, Einarssonar, b. á Brú á Jökuldal. Sölvi og Anna Steinunn bjuggu á Grunnavatni á Fljótsdalsheiði, í Klausturseli á Jökuldal en flúðu Öskjugosið 1875 að Svínadal í Keldu- hverfi, síðan bjuggu þau á Gríms- stöðum á Fjöllum, Reykjahlíð við Mývatn, Svartárkoti í Bárðardal en síðast á Kaupangi við Eyjaljörð. Systkini Sigurðar Jónssonar voru María, kona Elíasar Aarseth í Ála- borg, Gunnlaugur, b. á Sunnuhvoli í Bárðardal, Jón Baldur, b. á Stóra- völlum, Sölvi Steinar, b. á Sigurðar- stöðum, og Anna Steinunn, fyrri kona Sigurðar Baldurssonar, b. á Lundarbrekku. Kristín, móðir Sig- urðar, var dóttir Skúla fræðimanns og b. á Keldum, Guðmundssonar, b. þar, Brynjólfssonar, b. í Kirkjubæ á Rangárvöllum, Stefánssonar, b. í Ár- bæ, Bjarnasonar, ættföður Víkings- lækjarættarinnar, Halldórssonar. Guðmundur Brynjólfsson á Keldum var þrígiftur og átti tuttugu og fimm böm. Mikill ættbogi er frá honum kominn. Móðir Skúla á Keldum, Þuríður Jónsdóttir, Sigurðssonar frá Skarðshlíð, var þriðja kona Guð- mundar. Alsystkini Skúla á Keldum voru Vigfús fræðimaður, kenndur við Engey, siðar á Laufásvegi 43 í Reykjavík, Sigurður bóndi á Sela- læk, Jón, b. á Ægisíðu, Júlía, kona séra Ingvars Nikulássonar á Skeggjastöðum, og Guðrún í Gufu- nesi, kona Filippusar Filippussonar. Móðir Kristínar Skúladóttur var Svanborg Lýðsdóttir, b. í Hlíð, Guð- mundssonar frá Skarfanesi, Þor- steinssonar, Halldórssonar, b. á Rauðnefsstöðum, en hann var sonur Bjama á Víkingslæk. Systkini Kristínar voru Aldís, kona Haraldar Thorarensen á Mó- eiðarhvoli, Þuríður, kona Theodórs Árnasonar frá Hurðarbaki, Guð- mundur og Lýður, bændur á Keld- um, og Helga, fyrri kona Jóns Egils- sonar, b. á Selalæk. Ffóstursonur Svanborgar og Skúla á Keldum var Engilbert Kristjánsson, síðast b. i Pulu i Holtum. Sigurður og Halldóra, kona hans, bjóða ættingjum, vinum og kunn- ingjum að samfagna og þiggja þjóð- legar veitingar í Iðnaðarmannahús- inu á horni Ingólfsstrætis og Hall- veigarstígs í Reykjavík laugardag- inn 2.10., kl. 14.00-17.00. Sigurður Sigurðarson. Þórður G.E. Guðmundsson Þórður Gunnar Edward Guð- mundsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsvirkjunar, Ás- búð 29, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þórður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykja- vík 1967-69, í rafmagnstæknifræði við Tækniskólann i Reykjavík 1969-72, rafmagnsverkfræði við HÍ 1972-75 og raforkuverkfræði við Tækniháskólann í Þrándheimi 1975-78. Þórður var verkfræðingur í rekstrardeild Landsvirkjunar frá 1978, deildarverkfræðingur frá 1980, yflrverkfræðingur frá 1988, rekstr- arstjóri frá 1992 og framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs frá 1994. Þórður sat í tækniráði Sambands íslenskra rafveitna 1992-96 og var formaður þess 1995 og 1996, sat í fagstjórn raforkusviðs Samorku 1995-97, i fagráði raforkusviðs Sam- orku frá 1998 og er formaður þess frá 1999. Hann er formaður Ljós- tæknifélags íslands frá 1999, stjóm- arformaður TNets frá 1999, situr í skólanefnd Rafiðnaðarskólans frá 1996, Endurmenntunar vélfræðinga frá 1998 og formaður Hafnarnefndar Garðabæjar frá 1986. Fjölskylda Þórður kvæntist 18.12.1971 Gerdu Farestveit, f. 6.3. 1949, leikskólasér- kennara. Hún er dóttir Einars Farestveit, f. 9.4. 1911 í Modalen í Noregi, d. 14.8. 1994, forstjóra, og Guðrúnar Farestveit Sigurðardóttur, f. 6.12. 1913 á Æsustöðum í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu, d. 11.12. 1996, húsmóður. Gerða varð fimmtug fyrr á árinu. Börn Þórðar og Gerdu eru Bergur Þór Þórðar- son, f. 21.12. 1973, raf- eindavirki í Reykjavík, kona hans er Unnur Dóra Einarsdóttir, f. 28.6. 1976, tækniteiknari, Þórður Gunnar Edward Guðmundsson. hans er Ásdís María Rúnarsdóttir, f. 14.2. 1977 háskólanemi; Hjördís Eva Þórðar- dóttir, f. 15.3. 1982, nemi við MR. Systir Þórðar er Andrea Katrín Guð- mundsdóttir, f. 2.8. 1955, félagsráðgjafi. Foreldrar Þórðar era Guðmundur R. Karls- son, f. 7.2. 1930, bifvéla- virki í Reykjavík, og Hjördís S. Þórðardótt- ir, f. 2.2.1933, læknarit- ari. og eiga þau einn son; Einar Frey Bergsson, f. 1.8. 1999; Atli Freyr Þórðarson, f. 27.7. 1977, flugmaður, sambýliskona Gerða og Þórður taka á móti gest- um i Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík, í dag, laugardaginn 2.10., frá kl. 20.30. Marteinn Njálsson -ý Marteinn Njálsson, bóndi að Vestri-Leirár- görðum, Leirár- og Melahreppi, verður fimmtugur á mánudag- inn. Starfsferill Marteinn fæddist á Vestri-Leirárgörðum og ólst þar upp. Hann fékk sína bamaskólamennt- un í farskóla, stundaði nám við Bændaskólann _ á Hvanneyri og lauk > þaðan búfræðiprófl 1971, stundaði nám við Iðnskólann á Akranesi, hóf sextán ára nám í húsasmíði, lauk sveinsprófi í þeirri grein og er húsamíðameistari frá 1973. Marteinn stundaði almenn land- búnaðarstörf á unglingsárunum, vann við smíðar i Borgarnesi og á * Akranesi til 1970, er hann hóf bú- fræðinám, og aftur frá 1971. Er Marteinn stund- aði smíðar var hann búsettur á Akranesi. Hann flutti aftur að Vestri-Leirárgörðum 1974, hóf þar búskap og hefur verið bóndi þar síðan. Marteinn situr í sveitarstjóm Leirár- og Melahrepps, situr í skólanefnd Heiðar- skóla, situr í stjórn Hrossaræktarsambands Vesturlands, situr í sóknarnefnd Leirársóknar og hefur setið í stjórn ýmissa félaga, s.s. Hestamannafé- lagsins Dreyra og ungmennafélags- ins Hauks. Fjölskylda Marteinn kvæntist 25.3.1972 Dóm Líndal Hjartardóttur, f. 9.8. 1953, tónmenntakennara. Hún er dóttir Hjartar L. Sigurðssonar, ökukenn- ara og Akranesi, og Dóra Bjarna- dóttur húsmóður. Böm Marteins og Dóra Líndal era Njáll Líndal, f. 15.1. 1971, nemi við KHÍ, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Ásdís Margrét Rafns- dóttir; Ómar Líndal, f. 3.12. 1973, tannlæknanemi, búsettur í Reykja- vík en kona hans er Ingibjörg Mar- ía Halldórsdóttir; Karen Líndal, f. 2.3.1983, fjölbrautaskólanemi. Systkini Marteins eru Klara, f. 18.8. 1945, hjúkrunarfræðingur í Amarholti á Kjalamesi; Þórdís, f. 15.12. 1946, kennari aö Reykjum í Torfulækjarhreppi í Húnavatns- sýslu; Ingibjörg, f. 1.7. 1948, d. 24.11. 1993; Sveinbjörn Markús, f. 6.10. 1954, skólastjóri í Mýrarkoti á Álfta- nesi, búsettur í Bessastaðahreppi; Steinunn, f. 27.6. 1953, kennari í Keflavík; Hjalti, f. 18.4. 1958, bifvéla- virkjameistari og forstjóri eigin fyr- irtækis, búsettur á Akranesi; Smári, f. 1.12. 1960, vélvirki á Akranesi; Kristín, f. 16.11. 1963, félagsráðgjafi og forstöðumaður, búsett í Reykja- vík; Sæunn, f. 16.11. 1963, tóm- stunda- og æskulýðsráðgjafi, búsett í Hafnarfirði. Foreldar Marteins: Njáll Markús- son, f. 18.12. 1918, d. 15.12. 2978, bóndi að Vestri-Leirárgörðum frá 1948, og Fríðar Þorsteinsdóttir, f. 26.8. 1925, húsmóðir. Ætt Njáll var sonur Markúsar, b. á Ölviskrossi, Benjamínssonar, b. á Hrófbjargarstöðum, Jónssonar. Móðir Markúsar var Katrín Mark- úsdóttir, b. að Austurkoti í Kjósar- hreppi. Móðir Njáls var Kristfríður Sveinbjörg Hallsdóttir, Bjömssonar, og Guðrúnar Gunnlaugsdóttur. Marteinn tekur á móti gestum að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd laugar- Marteinn Njálsson. lil hamingju með afmælið 2. október 90 ára Þórhildur Bergsteinsdóttir, Stórholti 30, Reykjavík. 80 ára Haraldur Hálfdánarson, Hábæ 33, Reykjavik. Eiginkona hans er Ragnhildur Guðbjörnsdóttir. Þorsteinn Jónasson, Vallholtsvegi 7, Húsavík. 70 ára Jón Páll Halldórsson, Engjavegi 14, ísafirði. Ólafur Oddgeirsson, Stapaseli 13, Reykjavík. Soffia S. Haraldsdóttir, Sólheimum 24, Reykjavík. Þórarinn Brynjar Þórðarson, Vatnsnesvegi 32, Keflavík. Þórður Magnússon, Laufási 5, Garðabæ. 60 ára Hallgrímur Daníelsson, Kirkjubraut 33, Akranesi. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Stapagötu 21, Njarðvík. Sesselja Jónsdóttir, Skagabraut 33, Akranesi. Stella Björgvinsdóttir, Markarlandi 7, Djúpivogi. Valmundur Eggertsson, Lyngheiði 18, Kópavogi. 50 ára_______________________ Ágúst Karl Gunnarsson, Vesturhólum 23, Reykjavík. Elba Bára Núnes Altuna, Strandaseli 6, Reykjavík. Guðbjörg S. Eggertsdóttir, Hafnartúni 4, Siglufirði. Jón G. Magnússon, Nesbala 88, Seltjamamesi. Jón Karlsson, Selvogsbraut 1, Þorlákshöfn. Júlíanna Maria Nilssen, Háaleiti 20, Keflavík. Katrín Pálsdóttir, Stóragerði 22, Reykjavík. Kristín Magnúsdóttir, Túnbrekku 4, Kópavogi. Lára M. Ellingsen, Þórannarstræti 93, Akureyri. Pétur Pétursson, Maríubakka 10, Reykjavík. Sigríður Bjamadóttir, Kríubakka 4, Bíldudal. Svandís J. Sigurðardóttir, Langholtsvegi 79, Reykjavik. Þórður G. Guðmundsson, Ásbúð 29, Garðabæ. Þórður Hannesson, Stekkjarhvammi 13, Hafnarfirði. 40 ára_______________________ Ágúst Elfar Þorvaldsson, Sólvallagötu 40b, Keflavík. Bima Jónsdóttir, Nýbýlavegi 102, Kópavogi. Björg Jónatansdóttir, Fjóluhvammi 10, Hafnarfirði. Edda Olsen, Stórateigi 12, Mosfellsbæ. Elín Heiður Kristjánsdóttir, Digranesheiði 22, Kópavogi. Gísli Sverrir Ámason, Hrísbraut 10, Höfii. Guðbjörg Hinriksdóttir, Lundarbrekku 16, Kópavogi. Guðrún Gunnarsdóttir, Fannafold 241, Reykjavik. Ingigerður A. Konráðsdóttir, Bólstaðarhlíð 58, Reykjavík. Jóhannes Eggertsson, Vallarási 4, Reykjavík. Júlía Laufey Guðlaugsdóttir, Tindaseli ld, Reykjavík. Kristinn L. Brynjólfsson, Lágabergi 1, Reykjavík. Pálmi Jóhannesson, Geitabergi, Akranes. Runólfur Ólafsson, Granaskjóli 22, Reykjavík. Valdimar G. Jakobsson, Hátúni 10, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.