Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Side 63

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Side 63
LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1999 75' jSgaœm^g^aa^asfæi'iFMgæ; ", ' K'WvV 550 5000 Rafvirkjar óskast Erum með ný og spennandi verkefni fyrir rafvirkja sem geta tekist á við ný og krefjandi verkefni.Þurfa að geta unnið sjálfstætt. Tölvukunnátta æskileg. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Uppl. gefur Ljósvirki ehf. í síma 898 8888. Vilt þú góð laun og breytilegan vinutíma? Frá og með 1. október sl. yfirtók Ræsting ehf. alla starfsemi ræstingardeildar Securitas hf. Hjá Ræstingu ehf. vinnur góður og samhentur hópur fólks sem vinnur eingöngu við hreingerningar. Hreingerningar eru umfangsmeiri þrif en dagleg ræsting þar sem húsnæði er tekið í allsherjarþrif. Nýir starfsmenn fá kennslu og þjálfun í upphafi. í boði eru fastar stöður þar sem unnið er eftir ákveðnu vaktakerfi. Byrjunarlaun eru 120 þús. á mánuði fyrir fullt starf. Við leitum að fólki sem líkar vel við hópvinnu og getur unnið breytilegan vinnutíma. Upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfsmannastjóra, Síðumúla 23. Verkstæðisskemma S A. Verktak ehf. óskar eftir tilboðum í verkstæðisskemmu, sem er við Sultartangavirkjun. Skemman er 400 fermetrar, einangruð bogaskemma úr bárujárni með innkeyrsludyrum í báðum endum. Skemmuna skal fjarlægja af staðnum. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Uppl. eru veittar á skrifstofu í síma 577 5700, fax 577 5707. Mosfellsbær Óskum eftir að ráða fólk til afgreiðslu o. fl. Störfin laus nú þegar. Mosfellsbakarí, Urðarholti 2. — Sími 566 6145. 1> A KOPAVOGSBÆR Frá Smáraskóla Vegna stækkunar skólahúsnæðisins vantar okkur fleiri góða gangaverði/ ræsta í 50% störf frá kl. 13.00 - 17.00. Um er að ræða lifandi og skemmtileg störf, þar sem sérstaklega góður andi ríkir meðal samstarfsfólks og starfs- umhverfi er til fyrirmyndar. Störf þessi henta vel bæði körlum og konum á öllum aldri. Laun samkvæmt kjara- samningi Eflingar við Kópavogsbæ, Upplýsingar veitir Örn Sævar Eyjólfsson húsvörður í síma 554 6100 og 863 5301. Eignarhaldsfélagið Kringlan mun opna í október 9.200 fermetra viðbót við verslunarmiðstöðina Kringluna. í hjarta nýbyggingarinnar á þriðju hæð verður Stjörnutorg, nýtt og glæsilegt veitingasvæði. Torgið samanstendur af sjö skyndibitastöðum sem raðað er í hálfhring með um 300 sætum í miðjunni. Auk skyndibitastaðanna munu sfanda fjögur veitingahús við torgið. Eignarhaldsfélag Kringlunnar óskar eftir að ráða til starfa drífandi og hressa einstaklinga til starfa við tiltekt og þrif á Stjörnutorgi. Stjörnutorg verður opið milli kl. 11.00 og 21.00. Starfsfólk vantar í bæði fullt starf og í hlutastörf. Sendu okkur umsókn ef þú hefur áhuga á að starfa í samhentum, líflegum hópi, ert snyrtileg/ur og létt/ur í lund, ásamt því að vera góð/ur í mannlegum samskiptum. Skriflegar umsóknir óskast sendar til DV fyrir 1. október, merktar „Stjörnutorg“. BYGGÓ BYGGINGAFÉLAG GYLFA 0G GUNNARS Verkamenn í byggingavinnu. Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða verkamenn í byggingavinnu. Upplýsingar gefur Kristján í síma 892 1148, Árni í síma 893 4629 og Steinar í síma 696 8560. Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur ■é RALA Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarsamband Suðurlands auglýsa stöðu tilraunastjóra. Staða tilraunastjóra á tilraunastöðinni á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi er laus til umsóknar. Tilraunastöðin á Stóra-Ármóti er rekin sameiginlega af Rannsóknastofhun landbúnaðarins og Búnaðarsambandi Suðurlands í samræmi viðlög nr. 29 1981 og samstarfssamning þessara aðila frá 1983. t samræmi við þetta er óskað eftir umsóknum frá aðilum sem hafa sérmenntun sem tengist nautgriparækt, einkum fóðurfræði eða sambærilegum sviðum, sem nýtast myndi starfseminni. Skipulag á rekstri stöðvarinnar og áherslur í rannsóknastarfseminni eru í endurskoðun og er þess vænst að nýr tilraunastjóri taki virkan þátt í þeirri skipulagningu.Á Stóra-Ármóti er ný tilraunaaðstaða sem byggð heftir verið upp á síðustu fimmtán árum en starfsemi á staðnum hófst árið 1987 og er framhald af starfsemi sem unnin var í Laugardælum. Möguleiki er á búsetu á staðnum. r Umsóknum ber að skila fyrir 20. október nk. til Þorsteins Tómassonar, forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti. Upplýsingar veitir einnig Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. HnMMMH Arctic Experience er bresk ferðaskrifstofa sem m.a. sérhæfir sig í ferðum til íslands og hefur áralanga reynslu af sölu á ferðum hingað til lands. Ferðaskrifstofan er staðsett í útjaðri London. Á skrifstofunni starfa um 20 manns. Viðkomandi einstaklingur fær aðstoð við að finna hentugt húsnæði. Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur Starfsfólk óskast til ýmissa starfa ístarfsmenn óskast til ýmissa starfa í Grunnskólum Reykjavíkur. Meginmarkmið með störfunum: Að taka þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer innan skólans þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda. Starfsfólk til að annast nemendur í leik og starfi, við gangavörslu, þrif o.fl. Árbæjarskóli, sími 567 2555 100% Möguleiki á lægra starfshlutfalli ýmist fyrir eða eftir hádegi. Hamraskóli, sími 567 6300 50-100% störf. Húsaskóli, sími 567 6100 60-100% störf. Langholtsskóli, sími 553 3188 100% og hlutastörf. Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740 Þroskaþjálfi, 50% starf. Starfsfólk til að annast nemendur í leik og starfi, skóladagvist o.fl.: Árbæjarskóli, sími 557 2555 50% starf Kennarar Árbæjarskóli, sími 567 2555 Stærðfræði í unglingadeild. 1/1 staða Engjaskóli, sími 510 1300 íslenska og stærðfræði 17. bekk og stuðningskennsla í 5. bekk, 1/1 staða. Réttarholtsskóli, sími 553 2720 Sundkennsla, hlutastarf Rimaskóli, sími 567 6464 Alm. kennsla, afleysingar í 7. bekk vegna barnsburðarleyfis. 100% staða. Seljaskóli, sími 557 7411 Stærðfræði og íslenska í unglingadeild. 1/2 staða. Almenn kennsla á yngsta stigi. 1/2 staða. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar. Umsóknir ber að senda í skólana.Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. MMMHMnMMHMMMM Vegna aukinna verkefna óskar Arctic Experience eftir að ráða starfsmann. Helstu verkefni eru: • Sala á ferðum til íslands. • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til viðskiptavina. • Farseðlaútgáfa. • Önnur tilfallandi störf á ferðaskrifstofu. Við leitum að einstaklingi sem er duglegur og ábyrgur í spennandi og krefjandi starf. Gerð er krafa um þjónustulund og samviskusemi. Góð enskukunnátta er skilyrði. Ef þig hefur alltaf dreymt um að starfa við ferðaþjónustu erlendis er þetta þitt tækifæri! Um er að ræða framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi hafi búið erlendis eða hafi reynslu af því að vinna með erlendum aðilum. Umsóknir á ensku ásamt mynd óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „London" fyrir 12. október nk. Upplýsingar eru veittar hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers alla virka daga kl. 08.30 til 14.00. PricB/VáTerhouseQopers % Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.