Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Side 12
p.lötudómur
vikuna
16.12 - 23.12 1999
50. vika
Ellefu ár í bransanum og enn á
toppnum, a.m.k. þessa vikuna. Sálin
hans Jón míns slær öllu nýjabruminu
við og toppar listann með nýju lagi af
tónleikaplötunni sinni. íslenska þjóðin
er að fíla Stebíba og félaga, það er sko
alveg á tæru.
Topp 20 (01) Okkarnótt Sálin hans Jóns míns Vikur á lista /*
(02) The Dolphins Cry Live 5
(03) The World is Not Enough Garbage /3
(04) The Bad Touch Bloodhound Gang 2
05 OtherSide Red Hot Chilli Peppers ' 1
(06) Sun Is Shining Bob Marley & Funkstar /13
(07) Under Pressure (Rah Mix) Queen & David Bowie ~ 1
08 : ILeamedFmm The Best Whitney Houston 3
(09) Satisfy You PuffDaddy /*
(10) Ifl Could Turn Back.. R.Keiiy New Day wycief 3
(11) Örmagna Land og Synir 3
(12) Learn To Fly Foo Fighters 2
13 Just My Imagination The Cranberries /8
(74) NewDay WyClefJean & Bono 9
(15) Rise Gabrielle /3\
16 IAm Selma 4
17) Kerfisbundin ást Maus 2
[18) Á þig (Órafmagnað á Mono) Á móti sól 2
(19) ModelCitizen Quarashi /3
(20) To Be Free Emiliana Torrini /13
Sætin 21 til 40
topplag vikunnar 21. Keep Oíl Moviíl Five 6
. 22. WhatlAm Emma Bunton & Tin Tin 4
æ nastökkvari __ « jm vikunnar 23. Svifum Skitamórall 3
24. Alltáútsölu Buttercup 5
X nýttálistanum 25 KingforaDay Jamiroquai 4
'j-q'' stendur l staí 26. Stick’Em Up Quarashi 7
a hækkar sig fri 21' Dear Lie TLC 2
1 s/ðjstu viku 28. WhatAGirlWants Chrístina Aquilera 2
i lækkar siq frá 29. Tungubrögð siiistu viku 30 Misssarajevo Ensími 3
George Michael 2
fall vikunnar 31. NoOneToLove Páll Óskar 2
* 32. BugABoo Destiny's Child 8
33. LiftMeUp Geri Halliwell 4
34. TheBestofMe BryanAdams L 1
35. (You Drive Me) Crazy Britney Spears 14
36. MariaMaria Santana “í í;
37. Flying Without Wings Westlife 5
38. Sexbomb (Remix) Tom Jones L1 :
39. Heartbreaker Mariah Carey 14
40. Sexual Healing Michael Bolton
Ifókus
Mínus - Hey, Johnny! ★ ★★
Uppbyggilegt
og kraumandi
Hver hefur ekki séð rautt og
brjálast eitt augnablik og kannski
gert eitthvað sem hann átti ekki að
gera? Brjálsemin stendur ekki lengi
yfir hjá meðalmanni, hann nær
kannski að grýta einum postulíns-
hundi í gólfið áður en reiðin rennur
af honum og þá fer hann oft að grenja
og vorkenna sjálfum sér. Þeir sem
ráða ekki viö reiðina enda á hæli eða
í fangelsi. Strákarnir í Mínusi beina
ofsanum í heilbrigðan farveg: Þeir
rokka úr sér reiðina og „Hey,
Johnny!“, þeirra fyrsta plata, er sam-
fellt æðiskast i 35 mínútur.
Vitaskuld eru fimmmenningarnir
ósturlaðir með öllu. Þeir hafa gott
vald á ofsanum og pakka honum
snyrtilega inn í ellefu lög. Þar steyp-
ist brjálunin fram eins og straum-
hörð jökulá og veldur jákvæðum
skemmdum á eyrum hlustenda. Þeir
vita hvað þeir eru að gera, strákarn-
ir; trommur og bassi skrölta áfram
eins og drullugir skriðdrekar, gítar-
arnir æpa eins og djöfullegir vél-
byssukjaftar eða rispa og skera eins
og mannhæðarháir ostaskerar. Mitt í
djöfullegum niðnum stendur svo
Krummi og gargar og gólar eins og
froðufellandi spámaður. Ágætt hefði
verið að vita um hvað allur æsingur-
inn snýst, textablaö hefði semsagt
verið ákjósanlegt, en það má geta í
eyðurnar og nöfn laganna.
Hvernig virkar svo kraumandi
hrúgan? Jú, hún virkar fint. Blóð-
þrýstingurinn vex og aðalmálið er að
spila plötuna eins hátt og nágrann-
arnir þola. Þá fær maður blóðnasir af
heilbrigðri rokkreiðinni og kýlir
kodda kalda. Tilbúin reiði Mínus er
uppbyggileg. Ég myndi segja að ein
yfhferð yfir plötuna væri álíka góð
fyrir andann og líðanina eins og
spinningtími er fyrir líkamann.
En er reiði skemmtileg? Það er svo
annað mál og verður ekki svarað hér.
Hver og einn verður að gera það upp
við sig um leið og hann másar að-
framkominn á milli laga en þar hafa
Mínus-menn sett búta úr gömlum
Film Noir myndum, sem er skemmti-
legt uppbrot. í endann kemur svo
minu s
Hey, Johnny! er fyrir þá sem
vilja útrás. Af svitataumum
þeirra skuluð þér þekkja þá.
Siggi Pönk með brjálað ljóð sem hann
flytur í óreiðukenndu umhverfi.
Hvað sem hægt er að segja um
skemmtigildi þessarar plötu er alveg
víst að hún er reiðasta plata sem
komið hefur út á Islandi. Þungt og
brjálað rokk hefur ekki verið gert
eins vel á íslandi fyrr og hér kemur
Jón Skuggi sterkur inn og kreistir
sannfærandi sánd úr ólmum strákun-
um. Þeir sem vilja melódíur eða
„gúddí filing" skulu leita annað. Hey,
Johnny! er fyrir þá sem vilja útrás.
Af svitataumum þeirra skuluð þér
þekkja þá.
Dr. Gunni
plötudómur
Heartheat
- Sunday Session in Reykjavík ★★★★
Brjóstið vrð að bresta
Hjartsláttarkvöldin góöu sem
haldin voru á Kaffi Thomsen voru
svalt framlag í tónlistarflóruna
hérna hjá okkur Skerverjum. Þama
fengu Hjartsláttargengið (GusGus,
Björk og Hr. Örlygur) marga af heit-
ustu jaðartónlistarmönnum samtím-
ans til að kíkja yfir og spila fyrir
tónþyrsta gesti á sveimandi sunnu-
dagskvöldum. Þar myndaðist oft
ógleymanleg stemning og á maður
eflaust eftir að hugsa til baka til
kvöldanna ef eitthvað af þessum
tónum dettur í farveg meiksins og
verður daglegt poppbrauð. En alla-
vega, sem betur fer, var farið til
Thule sem sér um aö gefa út þennan
geisladisk þessum kvöldum til heið-
urs. Þetta er vægast sagt frábær
diskur með endalausum rjóma.
Hann fer mjög sterkt af stað með
lagi J-Walk, This is Soul Vibration,
og er það nokkuð góð vísbending
um hvað koma skal, rólegt gripandi
grúf sem fær mann til að íhuga um-
heiminn um leið og maður grípur
byssuna, kyssir gelluna og kinkar
kollinum í takt. Næst koma hip hop-
trúðamir í Fúnf Steme Deluxe með
fint lag, Sprachkurs deluxe/ Hip
Hop Clowns & Party Rapper. Það
viröist einmitt loða við þessa plötu
að lögin em með voðalega flóknum
nöfnum (allt er þetta dub, exclusive
eða einhverjar mega remix endur-
vinnslur). Að vísu er næsta lag með
DMX Crew án flókins nafns og
fídusalaust, Come to me, en það vill
svo skemmtilega til að þetta er eitt
besta lagið á plötunni, germanskt
stálvinnslutrans, algjör snilld. Næst
ríður GusGus-flokkurinn á vaðið
með exclusive af Ladyshave, Lady-
punk. Það er frekar leiðinlegt lag.
Fyrst svo er er einkar jákvætt að fá
exclusive video mix af Bjarkarball-
öðunni All is full of Love til að vega
upp á móti. Svo himneskt er það
eymakonfekt að maður fer að gráta.
Þá er líka Mike Paradinas-lagið þar
á eftir frábært. Annar rappslagari
skýtur upp kollinum um miðbik
plötunnar, Precious Methods, en þar
segir Skitz: „Action verse graphics/
flow from out of traffic/ heard over
by the hits/ sprung out like plastic
on Technics/ virtually interactive/
It’s only Die, Rhetna and Skitz/ now
were doing the tracks/ leaving digi-
tal fingerprints in the audio
format." Ágætt en ekkert brill. En
svona án þess að taka hvert einasta
lag fyrir er ágætt að stelast aðeins
meira og minnast á lag State of
Bengal, Flight IC 408 sem flýgur með
mann í drum ‘n bass sítartransi ein-
hvers staðar yfir Indlandi. Til fróð-
leiks má geta þess að flug IC 408 er
Þó svo að lögin séu kannski ekki
öll upp á tíu er það helst breidd
disksins sem skorar mest.
flugið á milli Varanasi og Delhi með
Indian Airlines.
Þó svo að lögin séu kannski ekki
öll upp á tíu er það helst breidd
disksins sem skorar mest. Ekkert
þeirra jaðrar við að vera líkt hinum
sem gerir það að verkum að löng
hlustun er góð. Ekki er þá verra að
hafa ofursmellina í bland sem mað-
ur stelst alltaf til að hlusta aftur á
en verður að passa sig á að nauðga
ekki. En án frekari málalenginga þá
er þetta frábær eign fyrir þá sem
vilja vita vots hott en vots nott og
alla hina sem þykjast hafa vit á
svona hlutum. Hjartslátturinn er
svo sterkur að brjóstið er við það að
bresta. Halldór V. Sveinsson
plötudómur
✓ x
Osk Oskars- Draumur hjarðsveinsins ★
Ósk Óskars hefur verið dugleg að
framleiða tónlist undanfarin ár.
„Draumur hjarðsveinsins" er
þriðja platan sem hún sendir frá
sér og allt er þetta gefið út af henni
sjálfri. Á nýju plötunni semur Ósk
alla tónlist sjálf, ein eða í samvinnu
við aðra, en textamir eru flestir eft-
ir Jakobínu Johnson.
Tónlistin er eins konar visnagutl
með þjóðlegum blæ. Það sem ein-
kennir hana umfram annað er
söngstíllinn. Ósk syngur í rammís-
lenskum skessustU. Svona söngur
er ágætur sem stutt innskot í torf-
bæjardrama í Stundinni okkar eða,
af því að það eru að koma jól, sem
hljóðtúlkun á Grýlu en að hlusta á
þetta út heUa plötu er helv. pirr-
andi.
Platan er brotin upp með lögum
sem Anna Lucy, dóttir Óskar, syng-
ur. Miðað við mömmuna hljómar
hún eins og engUl. Hún syngur líka
besta lag plötunnar að mínu mati,
„Hvaðan kemur þú?“, sem er sér-
staklega einfalt og smekklegt
stykki.
Eitt lagið á plötunni sker sig
nokkuð úr en það er rokklagið „Jú
ég hef áður unnað“ sem Ósk gerir í
samvinnu við Mike Pollock og
Gunnþór Sigurðsson. Þetta er ein-
hvers konar valíumpönk (karlarnir
eru jú famir að eldast) og er vel-
komin tUbreyting.
Þessi plata er á heUdina litið fjöl-
breyttari en fyrri plötur Óskar.
Þetta er heldur að skána. Útsetn-
ingar eru t.d. stundum nokkuð vel
Þessi plata er á heildina fjöl-
breyttari en fyrri plötur Osk-
ar. Þetta er heldur að skána.
gerðar. Enn þá er þetta samt útgáfa
sem ætti kannski helst að gleðja
vini og aðstandendur.
Trausti Júlíusson
12
f Ó k U S 17. desember 1999