Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Side 28
Auga-
steinninn
minn
Ein af jólamyndunum í Há-
skólabíói er spænska kvik-
myndin Augasteinninn minn
(La Nina de tus ojos), gaman-
söm kvikmynd sem gerist á tim-
um borgarastríösins á Spáni.
Eins og borgarar landsins hefur
kvikmyndaiðnaðurinn skipst í
tvennt. Kvikmyndaverin í Ma-
dríd og Barcelona eru trú lýð-
ræðinu en sumir hallir undir
Franco hershöfðingja. Tii að
lýsa stuðningi sínum við
Franco býður Hitler hópi
spænskra kvikmyndagerðar-
manna sem hliðhollir eru hers-
höfðingjanum að gera kvik-
mynd og á ein útgáfan að vera á
þýsku og önnur á ensku. Við-
fangsefniö er spánskur söng-
leikur, Stúlka drauma minna.
Kvikmyndagerðarmennirnir
eru fegnir að losna úr stríðs-
hrjáðu heimalandinu en upp-
götva fljótt að þeir hafa farið úr
einu stríði í annað og það að
gestgjafmn Joseph Gobbels vill
fá sitthvað fyrir sinn snúð.
Leikstjóri Augasteinsins
míns er Femando Traeba, einn
þekktasti leikstjóri Spánverja í
dag. Eftir hann er meðal annars
Belle Epoque, sem fékk ósk-
arsverðlaun sem besta erlenda
kvikmyndin 1993. -HK
Jólamynd spennu-
fíkilsins í ár er
nýjasta kvikmynd
austurríska vöðva-
tröllsins Arnolds
Schwarzeneggers,
End of Days, þar
sem hann berst
gegn myrkrahöfð-
ingjanum sem
hefur ákveðið að
dagar lífs á jörðu
séu taldir.
Arnold Schwarzenegger leikur bjargvættinn Jericho Cane.
Stórmyndin End of Days verður
frumsýnd í fimm kvikmyndahús-
um í dag, Kringlubíói, Regnbogan-
um, Bíóhöllinni, Nýja bíói, Kefla-
vík, og Nýja bíói, Akureyri. Þetta
er fyrsta kvikmyndin sem Arnold
Schwarzenegger, sem hlýtur að
teljast hæst launaði leikari aldar-
innar, leikur í, allt frá því hann lék
í jólahasarnum Jingle All the Way
og Batman and Robin fyrir þremur
árum. Og Schwarzenegger hefur
ekki valið óvininn í
lægri þrepum
þorpara held-
ur er það
skrattinn
sjálfur sem
er óvinur-
inn.
S a g a n
hefst i New
Gabriel Byrne leikur þann í neðra sem
kominn er upp á yfirborö jaröar.
York árið 1979. Á spítala í Man-
hattan fæðist það ár fallegt bam,
stúlka sem skírð er Christine.
Sama dag eru páfa á heimaslóðun-
um i Vatíkaninu færðar fréttirnar
af þessari fæðingu. í margar aldir
hefur verið beðið eftir fæðingu
þessa barns, bams sem hefur fæð-
ingarblett eins og antikristur mun
hafa, samkvæmt fomum spádómi.
Víkur nú sögunni til 28. desember
1999 þegar heimurinn er að búa sig
undir nýja öld. Jericho Cane, fyrr-
um lögreglumaður (Arnold
Schwarzenegger) vaknar að
morgni og býr sig undir enn einn
daginn sem öryggisvörður. Hann
er orðinn hundleiður á starfinu
og auk þess þjáður af lífsleiða eft-
ir lát eiginkonu sinnar og bams.
Hann og félagi hans Chicago
(Kevin Pollack) rekast á heimilis-
lausan mann sem varar þá við
heimsendi. Þeir félagar taka lítið
mark á honum og snúa sér að því
að bjarga ungri stúlku en ráðist
hefur verið inn á heimili hennar,
stúlku sem heitir Christina York
(Robin Tunney). Þessi björgun
stúlkunnar hefur afdrifaríkar af-
leiðingar því um er að ræða barn-
ið sem Vatíkanið óttast. Christine,
sem orðin er falleg stúlka, hefur
allt sitt líf orðið að vera á meðul-
um þar sem hún fær sýnir sem
valda henni miklum sársauka. Það
sem hún veit ekki er að dularfull-
ur maður (Gabriel Byrne) fylgist
með henni. Maður þessi er sjálfur
myrkrahöfðinginn, kominn upp á
yfirborð jarðar í mannsmynd til að
fylgjast með stúlkunni sem á að
verða brúður hans.
Handritið að End of Days var
samið með Arnold Schwarzen-
egger í huga og hafði hann mikið
að segja um endanlega gerð þess.
Og eins og oft vill verða þegar að-
alstjama myndarinnar hefur úr-
skurðarvald rekast á ýmis sjónar-
mið og leikstjórinn Marcus Nispel,
þekktur úr músíkbransanum, sem
hafði verið ráðinn til að leikstýra
myndinni, var rekinn áður en
hann byrjaði vegna skoðanaá-
greinings við Schwarzenegger. I
staðinn kom hinn reyndi spennu-
myndaleikstjóri Peter Hyams sem
Leikstjori End of Days, Peter Hyams,
ásamt Arnold Schwarzenegger.
meðal annars lagði i að gera fram-
hald af meistaraverki Stanleys
Kubricks, 2001, A Space Odyssey,
2010, með ágætum árangri. Peter
Hyams er einn fárra leikstjóra sem
ávallt stjóma einnig kvikmynda-
töku og er End of Days engin und-
antekning. Hyams byrjaði feril
sinn sem handritshöfundur en
áður hafði hann verið þekktur
sjónvarpsfréttamaður og var með-
al annars einn helsti sjónvarps-
haukur CBS í Víetnamstríðinu.
Gerði hann síðar heimildarmyndir
um striðið. Fyrsta handritið sem
hann seldi í Hollywood og gerð var
kvikmynd eftir er T.R. Baskin.
Hugur hans stóð þó til sjálfstæðrar
kvikmyndagerðar og var leið hans
greið strax eftir fyrstu myndina,
Busting, þar sem Elliot Gould og
Robert Blake léku aðalhlutverkin.
Af eldri myndum hans eru bestar
Capricorn One, Outland og The
Star Chamber. Síðari kvikmyndir
hans eru meðal annarra The Pres-
ido, Narrow Margin, The Relic og
Time Cop. -HK
■Varasamar
tilraunir
með hákarla
bíódómur
Háskólabíó - A Simple Plan ★ ★★★
Sannur sagnagaldur
Deep Blue Sea sem frumsýnd
verður á annan dag jóla í Kringlu-
bíói, Laugarásbíói, Nýja bíói, Kefla-
vik og Nýja bíói, Akureyri er há-
spennumynd sem leikstýrð er af
Finnanum Renny Harlin (Die Hard:
H, Cliffhanger). í henni segir frá bar-
áttu manna viö mannætuhákarla af
stærri gerðinni og hefur ekki verið
lagt í jafn mikla vinnu við gerð há-
karla síðan Spielberg gerði Jaws.
Aquatica er neðansjávarrann-
sóknarstöð undan strönd Kalifom-
íu. Þar era gerðar tilraunir með
gen hákarla. Því miður fara hlut-
imir úr böndunum og starfsmenn
standa frammi fyrir óvini sem sýn-
ir enga miskunn.
Við gerð myndarinnar voru not-
aðir alvöruhákarlar í bland við
fullkomnustu tölvuforrit. í helstu
hlutverkum em Saffron Burrows,
Michael Rapaport, LL Cool J,
Jacqueline McKenzie, Stellan
Skarsgard og Samuel L. Jackson.
-HK
Þetta er verk sem hittir beint í
mark á þann ofureinfalda og seið-
andi hátt sem svo margar myndir
reyna en svo sárafáum tekst. Sér-
stök ástæða er til að skamma kvik-
myndahúsið svolítið fyrir að taka
þessa mynd til sýninga í miðjum
desember sem jafnan er slappur
bíótimi því hún á svo margfalt
betra skilið en að hverfa í jóla-
hasarinn. Eða hversu oft sjáum við
myndir þar sem allt fer saman;
hægur og jafn stígandi frá hvers-
dagslífi til botnlauss harmleiks,
frábær túlkun þrívíðra persóna þar
sem hvergi er feilnóta slegin og
myndræn framsetning sem tekur
þig gjörsamlega inn í söguna? Allir
þessir þættir snúast í eðli sínu um
látleysi sagnagaldursins, ósýnilegir
þræðir í vef vel spunninnar frá-
sagnar.
Ekki svo að skilja að efni mynd-
arinnar sæti sérstökum tíðindum,
snilldin liggur í meðhöndluninni.
Þrír hvunndagsmenn finna flugvél-
eirflak í skógi og inni í
því er taska með 4,4
milljónum dollara.
Hank (Paxton) er
menntamaðurinn í
hópnum og vill skila
fénu en hinir, bróðir
hans Jacob (Thomton)
og vinur Jacobs, Lou
(Briscoe), eru ekki á
því, enda hart í búi hjá
þeim. Þeir benda á að
þessir peningar séu lík-
lega illa fengnir og eng-
inn muni leita þeirra.
Úr verður að Hank
geymir féð til vors þar
til útséð er um hvort
einhver sakni pening-
anna. Upphefst þá mikið taugastrið
Hanks, enda era hinir tveir vægast
sagt tæpir á því og til alls klúðurs
líklegir. Kona Hanks, Sarah
(Fonda), vill í fyrstu ekkert hafa
með féð að gera en skiptir fljótt um
skoðun enda fjölskyldan að stækka
og velferð hennar í húfi. Smám
saman fer að bresta í samstöðunni
milli mannanna og atburðarásin
gerist æ ískyggilegri. Yfir öllu voka
svo svartar krákurnar eins og illir
fyrirboðar.
Það er auðvelt að setja sig í spor
þessara persóna og ganga þannig
inn í þær mórölsku spumingar
sem þær glíma við. Styrkur mynd-
arinnar felst ekki hvað síst í því að
hún hvikar ekki hársbreidd frá því
að sýna okkur afleiðingamar af
gjörðum þeirra og hvemig hver
sem er, óháð gildismati og innræti,
getur fengið sig til að vinna voða-
verk sé til þess stund og staður.
Leikstjóri Sam Raimi. Handrit:
Scott B. Smith eftir samnefndri
eigin skáldsögu. Aðalhlutverk: Bill
Paxton, Billy Bob Thornton,
Bridget Fonda, Brent Briscoe.
Ásgrímur Sverrisson
f ó k u s
17. desember 1999