Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 fréttir Veitingamenn æfir vegna vínveitinga Reykjavíkurborgar i Laugardalshöll: Sveigir og beygir lög fýrir Stuðmenn - og ekki í fyrsta sinn, segir talsmaður veitingamanna „Stuðmenn virðast fá allt sitt í gegn í borgarkerfinu með Jakob Frí- mann Magnússon í fararbroddi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem borg- arstjóri sveigir og beygir lög og regl- ur fyrir Stuðmenn,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, sem gætir hagsmuna veitingamanna sem eru æfir vegna fyrirhugaðs ára- mótadansleiks Stuðmanna í Laugar- dalshöllinni á gamlárskvöld. „Þarna var auglýstur dansleikur fyrir 18 ára og yngri með fullum vínveitingum. Borgin hefur nú breytt aldurstakmarkinu í 20 ár en það breytir því ekki að Reykjavík- urborg verður að ábyrgjast alla áfengissölu á staðnum, kaupa áfeng- ið og selja og sjá um alla þjónustu svo nýjum áfengislögum sé fram- fylgt“ segir Ema Hauksdóttir. Veitingamenn staðhæfa að dans- leikjahaldararnir leiti nú með log- andi ljósi að tugum þjóna til starfa í Laugardalshöllinni á gamlárskvöld og séu þeim boðnar 2.500 krónur á tímann - svart: „í ljósi alls þessa bendir fátt til að borgaryfirvöld séu að huga að hags- munum starfandi veitingamanna í höfuðborginni," segir Ema Hauks- dóttir. í tengslum við áramótadansleik- inn hafa verið auglýstar ókeypis strætisvagnaferðir alla nóttina úr miðbænum í Laugardalshöllina - og öfugt - þrátt fyrir að borgaryfirvöld hafi synjað ósk dansleikjahaldara þar um. Jakob Frímann Magnússon. Erna Hauksdóttir. „Það er hreint með ólíkindum að íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur sé att úr í annað eins til þess eins að þóknast Stuðmönnum," seg- ir Erna Hauksdóttir. Jakob Frímann Magnússon segir áramótadansleikinn í Laugardals- höllinni hafa verið á dagskrá frá ár- inu 1994 og tvívegis verið kynntan í bæklingum Menningarborgar 2000 sem farið hafi inn á hvert heimili í landinu: „Hér er um stór tímamót að ræða og á sama hátt og nágrannaþjóðir okkar fagna nýrri öld með stórhá- tíðum hyggjumst viö gera það með glæsibrag á hátíð sem er ætluð öll- um aldurshópum fæddum 1980 eða fyrr. Dansleikurinn í Laugardals- höllinni ætti að vera kærkominn viðbót við hina hefðbundnu dagskrá öldurhúsanna og minnka líkumar á að fólk þurfi að eyða fyrstu klukku- stundum nýrrar aldar í biðröðum með kuldaskjálfta,“ segir Jakob Frí- mann Magnúson. -EIR IÁskrifendur DV munu fá senda afsláttarmiða í janúar á Kvikmyndina Englar alheims- ins undir leikstjóm Friðrik Þórs Friðrikssonar. Myndin verður frumsýnd I Háskólabíói 1. janúar en er þetta fyrsta ís- lenska myndin sem frumsýnd verður á þessu árþúsundi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar. Englar alheimsins verður sýnd í völdum bíóhúsum á landsbyggðinni. Aðalhlutverk myndarinnar leika Ingvar Sigurðsson, sem er Ií hlutverki Páls, Baltasar Kor- mákur, Björn Jörundur, og Hilmir Snær Guðnason. Með önnur hlutverk fara Halldóra Geirharðsdóttir, Þór Tulinius, Egill Ólafsson og Pálmi Gests- son. -hól Áskrifend- ur fá Engla alheimsins Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði Finn Ingólfsson, fráfarandi viðskiptaráðherra, i stööu seðlabankastjóra í gær. Ekki kom skipunin á óvart enda upplýsti DV um þessi áform f vikubyrjun. DV-mynd Pjetur. Göngudeild Landspítalans: Háspenna ríkir vegna fyrsta barns Blaðamaður og Ijósmyndari DV gerðu sér ferð á göngudeild Land- spítalans og hittu þar fyrir bams- hafandi konur sem voru að koma í sína síðustu skoðun fyrir fæðingu. Nú styttist óðum í að árið 2000 gangi í garð og spennandi verður að sjá hvaða kona mun eiga fyrsta bamið á því margumtalaöa ári. Það er von á mörgum börnum um ára- mótin og sum láta bíða eftir sér. Háspenna ríkir meðal verðandi foreldra um það hvert bamanna skjótist í heiminn á réttu augna- bliki til að teljast fyrsta barn á nýju árþúsundi. í samtali við Sigríði Haraldsdótt- ur, deildarstjóra á göngudeild, sagði hún margar konur, sem áætlað er að eigi í lok ársins, vilji bíöa fram yfir áramót með að eiga bömin. “Nú má ekkert gerast því ég held upp á af- mæli eins bamsins míns 2. janúar," segir Kristín Siggeirsdóttir en hún á tvö börn fyrir. „Þau eru bæði fædd í lok desember en í bæði skiptin gekk ég fram yfir tilsettan tíma eins og móðir mín og systir," segir Kristín. Meðgangan hefur gengið vel en hún er 41 árs. „Ég hefði sennilega átt að eiga þau tíu talsins," segir hún og gengur brott með þriðja bamið sitt undir belti. -hól Guöjón Vilbergsson læknir hlustar á hjartslátt barnsins hennar Guðrúnar Lilju Magnúsdóttur. Vigdís Björg Sigur- geirsdóttir Ijósmóðir stendur til hliðar. DV-mynd Pjetur Rotaði eiginmanninn með jólagjöfinni DV, Dalvík: Þaö borgar sig ekki að storka eig- inkonunum, nema þá að hafa eitt- hvað mjúkt í jólapakkanum. Það fékk ágætur eiginmaður á Dalvík að reyna á aðfangadagskvöld þegar eig- inkonan hreinlega rotaði hann með jólagjöfinni. Samkvæmt frásögn eiginmanns- ins hafði konan varaö hann sterk- lega við því að gefa sér heimilistæki í jólagjöf. Eiginmaðurinn sem þá þegar var búinn aö kaupa dýrindis skartgripi handa frúnni, hálsfesti, armband og eyrnalokka, allt í stíl, gat ekki setið á sér eftir að hafa fengið þennan lestur. Á aðfangadagskvöld sat hann síð- an í stofusófanum við hliðina á frúnni og fylgdist spenntur með er hún opnaði gjöfina frá honum með jólalegu brosi. Eftir ótal mörg lög af jólapappír og síðan umbúðapappír kom gripurinn í ljós. Brosiö fraus á andliti frúarinnar og dágóða stund starði hún á pönn- una, uns hún sneri sér að mannin- um með heift í svipnum, slæmdi til hans pönnunni, og svo veit hann ekki meira af sér í bili. Við höggið datt hins vegar lokið af pönnunni og skartgripirnir komu í ljós. Þegar maðurinn rankaði við sér aftur sat konan og „ljómaði nú eins og sól í heiði“ og var að setja á sig skartgripina. „Hún sagði að höggið hefði verið alveg óvart," seg- ir eiginmaðurinn sem af fjölskyldu- ástæðum vill ekki láta nafns síns getið. Hann dregur framburð konu sinnar stórlega í efa. -hiá stuttar fréttir Breytt póstnúmer Á nýársdag fá götur við Ár- ; túnshöfða nýtt póstnúmer, 110 í stað 112 áður. Skógarhlíð í Reykjavík, sem tilheyrt hefur póstnúmerasvæði 101, mun fá póstnúmerið 105. í Snæfellsbæ halda Ólafsvík og Fróðáhreppur póstnúmerinu 355 en Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar og Staðar- sveit fá númerið 356 og Hellis- sandur og Rif póstnúmerið 360. Full kirkja Um sjötíu manns mættu í messu í Holts- kirkju í Ön- i undarfirði sem 1 telst húsfyllir. j Séra Guðrún Edda Gunnars- dóttir messaði í fríi sóknarprestsins, séra Gunn- ars Björnssonar. Startgjaldið 530 krónur Bandalag leigubílstjóra hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að startgjald j leigubíla hækkar um 25% um- fram venjulegan áramótataxta og verður það því 530 krónur. Bandalagið segir að almenningur virðist haldinn þeim misskiln- ingi að startgjaldið verði allt að 1.500 krónum. Bretar fagna áramótum Um fjörutíu breskir ferðamenn munu fagna nýju ári á Húsavík að þessu sinni og annar eins j fjöldi í Mývatnssveit. Þetta er ár- angur kynningar og starfs sem hefur verið unnið í samvinnu heimamanna og ferðaskrifstofu í Englandi. Ekki hringja mikið Landssíminn hefur beint þeim tilmælum til viðskiptvina sinna að þeir stilli símhringingum í hóf á nýársnótt vegna hugsanlegs álags á símkerfið. Kerfið er reyndar hannað með það í huga að allt að fjórðungur símnotenda geti verið í sambandi á sama tíma. Foreldrar gegn Agnesi Að sögn Kristínar S. Kvaran rituðu ! á bilinu 85 til 90% forsjár- manna nem- enda við Tón- listarskóla Garðabæjar, ásamt full- veðja nemendum, nöfn sín á lista til stuðnings skólanefnd- inni sem hvatt hefur bæjar- stjórnina til að endurskoða ákvörðun sína um ráðningu Agnesar Löve í starf skólastjóra við tónlistarskólann. Öryrkjar til æðri dómstiga Formaður Öryrkjabandalags Islands segir að bandalagið muni að öllum líkindum leita til æðri dómsstiga vegna niðurstöðu Hér- aðsdóms Reykjavikur frá á mið- vikudag þar sem ríkið var sýkn- að af þeirri kröfu ÖBÍ að viður- kennt yrði með dómi að Trygg- ingastofnun ríkisins heföi verið óheimilt frá 1. janúar 1999 að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap. Mbl. sagði frá. 14 þúsund fiðrildi Bók Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, Slóð fiðrildanna, seldist í tæp- lega 14 þúsund eintökum, samkvæmt upplýsingum útgefanda sem segir að íslensk skáldsaga hafi ekki selst svo vel í jólamánuðin- um áður. -GAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.