Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 UV fréttir_________________________________________ Menningarborg 2000 á gamlárskvöld: Catherine Deneuve með Björk í Perlunni - sjálfstæðismenn sniðganga hófið Franska leikkonan Catherine Deneuve verður meðal gesta í stór- hófi Reykjavíkurborgar sem mark- ar upphaf Menningarborgar 2000 í Perlunni á gamlárskvöld. Deneuve verður þar í boöi Bjarkar Guð- mundsdóttur og verða þær stöllur meðal rúmlega eitt hundrað gesta sem boðið er tii málsverðar sem kostar 21 þúsund krónur. Aðrir 200 hafa þegar tryggt sér miða á fullu verði. „Gamlárskvöld er fyrir flesta landsmenn afar merkilegt kvöld og ekkert óeðlilegt við að ýmsir boði forfoll," sagði Þórunn Siguröardótt- Björk. Catherine Deneuve. stjómandi Menningarborgar 2000, en fjölmargir sjálfstæðismenn sem boðið var til veislunnar hafa af- þakkað boðið. Meðal þeirra eru borgarfulltrúar flokksins, svo og Davíð Oddsson forsætisráðherra. „Mér fmnst sér- kennilegt að vera að bjóða hundrað manns til veislu af þessu tilefni á kostnað útsvars- greiðenda í Reykjavík. Flest þetta fólk getur borgað fyrir sig sjáift vilji það vera þama,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi sjáifstæðismanna. „Þetta er alls ekki dýrt miðað við Hótel Sögu á gamlárskvöld þar sem miðinn kostar rúmlega 30 þúsund krónur. Hátíðin í Perlunni á gamlárskvöld verður eins og bama- afmæli á við það sem aðrar menn- ingarborgir leggja í þetta,“ sagði Þórunn Sigurðardóttir. í Perlunni á gamlárskvöld munu Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri ávarpa viðstadda, svo og Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- um forseti Islands, sem er vemdari kórs ungmenna frá öllum menning- arborgum Evrópu sem mun syngja í Perlunni, meðal annars með Björk Guðmundsdóttur. -EIR Davíö Oddsson. Tónlist aldarinnar gerð upp í aldamótaveislu í Háskólabíói: Björk best - og Bubbi líka Bubbi Morthens - rokkari og Utangarðsmaður aldarinnar. DV-myndir E Björk Guðmundsdóttir var valin tónlistarmaður Eddarinnar í alda- mótaveislu sem haldin var fyrir troðfullu húsi í Háskólabíói í fyrra- kvöld. Bubbi Morthens var kjörinn rokkari aldarinnar og hljómsveit hans, Utangarðsmenn, var valin hljómsveit aldarinnar. Lag aldar- innar var Vegir liggja til aUra átta eftir Sigfús Halldórsson við texta Indriða G. Þorsteinssonar og Vil- hjálmur Vilhjálmsson var kjörinn söngvari aldarinnar. Plata aldarinn- ar var Lifun með Trúbroti og dans- hljómsveit aldarinnar Stuðmenn. Allur ágóði af skemmtuninni rann til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra bama og Umhyggju, samtals um 2 milljónir króna. -EIR Forsprakkar danshljómsveitar aldarinnar með verðlaunagripinn viö eyraö - Egill Ólafsson og Jakob Magnús Frfmannsson úr Stuömönnum. Indriði G. Porsteinsson samdi textann viö lag aldarinnar, Vegir liggja til allra átta, eftir Sigfús Halldórsson - titillag kvikmyndarinnar 79 af stöðinni. Flugeldafár áramótanna gleður ekki öll dýr merkurinnar: Dýr Á mörgum heimilum er að finna dýr sem skríða lafhrædd í skjól þeg- ar flugeldafár áramótanna hefst. Haft var samband við Dýralækn- ingastofu Dagfinns en þangað hafa allmargir leitað vegna tímamótanna og þeirra sprenginga sem þeim fylgja. „Það hefur verið mikið leitað til okkar og yfirleitt er það út af köttum og hundum og við höfum beðið fólkið að koma með dýrin til okkar. Þá höfum við athugaö þyngd þeirra til að athuga hve sterkbyggð þau eru. í sumum tilfellum gefum við þeim róandi en það er ekki lausn í öllum tilvikum," segir Hörð- ur Sigurðsson dýralæknir. Mörg dýr þola hávaðann af flug- eldunum og vilja helst elta þá uppi. „Það fer í raun bara eftir persónu- leika þeirra. Sum dýr eru í eðli sínu taugaveikluð og þá er æskilegt að gefa þeim róandi en önnur eru yfir- veguö og kippa sér lítt upp við há- vaðann. Besta lausnin er að hafa þau á dimmum, rólegum stað og helst að loka þau inni. Þá er gott að fá sprengjulost Hörður Sigurösson dýralæknir segir marga dýraeigendur óttast líðan heimil- isdýranna um áramótin og eru þeim þá stundum gefin róandi lyf. DV-mynd hafa fót frá þeim sem dýrið þekkir. í raun er albest að senda þá hunda sem eru taugastrekktir á hundahót- el upp í sveit en það er alltaf mat hvers og eins,“ segir Hörður og heldur áfram. „Það var hvolpur sem fékk taugaáfall í gær eftir að flug- eldi hafði verið skotið upp stutt frá honum. Hann hristist og skalf og hjartslátturinn varð mjög ör. Hann varð bara alveg ómögulegur." Hörður mælti með fyrir hestafólk að hafa ljós í hesthúsunum um áramótin og ekki sakaði að hafa útvarpið á til að róa hestana. Þá er ágætt að gefa þeim að borða til að halda þeim uppteknum en æskilegt er að aðgæta líðan hestanna um nóttina. Að lokum er vert að beina því til dýraeigenda að halda dýrunum sem mest inni um áramótin þegar flug- eldamir fara á loft. Þá er gott að byrgja fyrir glugga svo dýrin fælist ekki eða fái ofbirtu í augun. -hól Aldamót í janúar Nú stendur undirbúningur fyrir áramótaveisluna í Perlunni sem hæst og verður þar margt manna. Dagskrá menningarársins liggur fyrir og hefur henni verið dreift í hvert hús. Kennir þar ýmissa grasa. Það vekur þó furðu margra sem lesa dagskrána að aldamótafagnað- urinn verði hald- inn 31. janúar 1999. Ýmsu hefur verið hnikað tO vegna menn- ingarársins en að færa gamlársdag um einn mánuð þykir fullmikið af því góða. Af gefhu tilefhi skal tek- ið fram að Vígdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti, er verndari Radda Evrópu og mun heiðra söngfuglana í kvöld. Hins vegar stóð aldrei til að hún héldi neina ræðu eins og sagt var hér í dálkin- um í gær... Ástkæra ylhýra Dorrit Mousaieff, vinkona for- seta vors, dvaldi hér á landi um Jjólin og var ekki annað að sjá en mikil hamingja svifi yfir vötnum. Nú hefur frést að Dorrit hafi áhuga á að kunna meira en algengustu kveðjur á íslensku og hafi því sótt einkatíma I hinu ástkæra yl- hýra á Gamla garði. I ljósi þessa þarf ekki að koma á óvart þó margir leggi spenntir við eyrun þegar forseti vor talar til þjóðar- innar á nýársdag í von um að heyra þar einhver stórtíðindi á nýju árþúsundi... Sá hlær best... ann. Skömmu fyrir jól voru nokkrir þingmenn að skrafa sam- an um landsins gagn og nauðsynj- ar. I þeim hópi var Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrum framsókn- arkona og haröur i andstæðingur Finns Ingólfs- sonar, fráfarandi ráðherra, þar á bæ. Meðal um- ræðuefna var staða seðlabankastjóra en nokkur nöfn höfðu heyrst nefnd í því sam- bandi. 1 miðju skrafinu lætur Asta Ragnheiður þau orð falla að líklegast væri Finnur á leiðinni í Seðlabankann. Sagan hermir að fyrst hafi menn þagað við þessi orð en síðan glennt upp andlitin og hlegið vel og lengi. Nú þykir hins vegar sannast að sá hlær best sem síðast hlær... Sakna hans Það er við hæfi að Finnur Ing- ólfsson verði aðalpersóna síðasta ; Sandkorns þessa árs og þessarar I aldar vilji menn kalla árþúsunda- mótin aldamót. Rit- ara er sosum sama hvort aldamót eru nú, eftir ár eða bæði áramótin. Það er sjálfsagt að halda upp á alda- mótin tvisvar. |En þá er það 1 Finnur. Maður" nokkur, einn margra sem hringt hefur vegna Finns undanfarna daga, hringdi inn þessi vísuorð: Oft fannst mér skelfing hvaö skarinn, | skammaói persónu hans. En þegar hann Finnur er far inn, finnst mér þaó sakni manns. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.