Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 33 DV Dyggir stuöningsmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu skemmtu sér vel á leikjum landsliðsins á Laugardalsvelli. íslenskir íþróttamenn í góðum gír á árinu 1999: i fyrirliði með bikarinn. >um li, stökk 4,30 metra. dda varö í þriöja 'ann til bronsverð- iterku frjálsíþrótta- /íþjóð og stökk þá i. sppti Þórdís Edda á staramótinu innan- arð þar í 9. sæti og neistaramótinu ut- g hafnaði þar í 13. -SK Frabært ar - til að mynda í knattspyrnu, handknattleik og sun Árið 1999 verður geymt í minningu inn framkvæmdastjóri hjá Stoke og er ar. Undir stjóm Alfreðs og mefi Arið 1999 verður geymt í minningu knattspyrnumanna sem ár KR-inga og íslenska landsliðsins. Eftir 31 árs bið tókst meistaraflokki karla í knattspymu loksins að ná ís- landsmeistaratitlinum í hús. KR-stúlk- ur gáfu körlunum ekkert eftir og inn- byrtu íslandsmeistaratitil á glæsilegan hátt. KR-ingar unnu aUa fjóra stærstu titlana’ í knattspymunni og frammi- staða meistaraflokka liðanna var hreint út sagt frábær. Islenska landsliðið í knattspymu var mjög i eldlínunni á árinu. Liðið var með i baráttunni um tvö efstu sæt- in í sínum riðli í undankeppni Evrópu- keppninnar fram á siðustu stundu og íslenskt landslið hefur aldrei fyrr náð viðlika árangri. Árangur landsliðsins, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, var sérlega glæsilegur þegar það er haft í huga að ísland var í sterkasta riðli undankeppni Evrópukeppninnar og munaði ótrúlega litlu að liðinu tækist að tryggja sér þátttökurétt í úrslita- keppninni. Fleira markvert gerðist í knatt- spymunni á árinu. Ein stærstu tíðind- in hljóta að teljast kaup íslenskra fjár- festa á meirihluta í hinu þekkta enska knattspymuliði Stoke City. í kjölfar kaupanna var Guðjón Þórðarson ráð- inn framkvæmdastjóri hjá Stoke og er hann fyrsti íslendingurinn sem nær þeim áfanga að verða fram- kvæmdastjóri hjá liði í ensku knatt- spyrnunni. Atli Eðvaldsson var ráðinn lands- liðsþjálfari í stað Guðjóns Þórðarsonar og þau merku tíðindi gerðust á haust- dögum að knattspymustórveldið Valur féll úr efstu deild i fyrsta skipti í sögu félagsins. íslenskir knattspyrnumenn erlendis náðu víða góðum árangri. Þórður Guð- jónsson varð belgískur meistari með liði sínu Genk og Rúnar Kristinsson hjá Lilleström var kosinn leikmaður ársins í norsku knattspyrnunni. Handboltalandsliðið komst í úrslitin í Króatíu íslenska landsliðið í handknattleik karla, undir stjóm Þorbjörns Jensson- ar, náði markmiði sínu á árinu, að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þetta er í fyrsta skipti sem landslið- inu tekst að komast i úrslitakeppni Evrópukeppninnar en hún fer fram í Króatíu í byrjun nýs árs. Ólafur Stefánsson hefur staðið sig frábærlega með þýska liðinu Magdeburg sem Alfreð Gíslason þjálf- ar. Undir stjóm Alfreðs og með Ólaf innanborðs varð liðið Evrópumeistari á árinu. f handknattleiknum hér innanlands bar hæst frábæran árangur Aftureld- ingar í karlaflokki en liðið vann alla titla sem í boði voru. Bjarki Sigurðs- son var að öðrum ólöstuðum besti leik- maður ársins. Örn íþróttamaður ársins og vann tvö gull á EM íslenskt sundfólk var i sviðsljósinu á árinu en enginn sem Örn Amarson. Hinn ungi Haftifirðingur varði Evr- ópumeistaratitil sinn í 200 metra baksundi og varð að auki Evrópu- meistari í 100 metra baksundi. Stór- kostlegur árangur hjá þessum unga íþróttamanni sem nú þegar hefur skip- að sér á bekk með bestu sundmönnum heims Örn vann marga aðra glæsta sigra á árinu og setti fjölmörg íslandsmet. í því sambandi má nefna Evrópumeist- aratitil hans á Evrópumóti unglinga í 200 metra baksundi. Á dögunum var hann kosinn íþrótta- maður ársins 1999, annað árið i röð, af Samtökum íþróttafréttamanna. -SK íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu höfðu oft ástæðu til að fagna góðum árangri á árinu. Gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur aldrei verið betra en á þessu ári. Hér fagna þeir Helgi Sigurðsson og Þórður Guðjónsson. Sport Bland i noka Kristinn Björns- son, skíðakappi frá Ólafsfirði, náði frá- bærum árangri á heimsbikarmóti í svigi undir lok ársins svo eitthvað sé nefnt. Kristinn hafnaði í fjóröa sæti og var mjög nálægt því að sigra á mótinu. Þess má geta að hann náði besta tíma allra keppenda í síðari ferð móts- ins. Elva Rut Jónsdóttir var í nokkrum sér- flokki í fimleikum kvenna á árinu sem er að líða. Hún varð íslandsmeistari í fjölþraut þriðja árið í röð og sigraði í öllum greinum. Þá varð hún bikarmeistari með Björk og stigahæst á bikarmótinu með 34,55 stig. Rúnar Alexanderson fimleikamaður varð bikarmeistari með Gerplu og stigahæstur á bikarmótinu. Vernhard Þorleifsson júdókappi varð Norðurlandameistari á árinu. Hann varð í 5. sæti á opna Parísarmótinu og vann til gull- verðlauna á sterku móti i Kaupmannahöfn. Þá vann hann einnig gullverðlaun í 100 kg flokki á Smáþjóðaleikunum. Þorvaldur Blöndal var maður Islands- mótsins í júdó. Hann sigraði bæði í opnum flokki og í sínum þyngdarflokki. Þá varð hann einnig Norðurlandameistari og vann til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum. Ingólfur Snorrason náði mjög góðum ár- angri á árinu í karate. Hann vann til gull- og bronsverðlauna á opna danska meistaramót- inu og var kjörinn bardagamaður mótsins. Edda Lovisa Blöndal vann silfurverð- laun og þrenn bronsverðlaun á opna Norður- landamótinu. Halldór Birgir Jóhannsson náði frábær- um árangri á Evrópumótinu í þolfimi þar sem hann vann til silfurverðlauna. Audunn Jónsson kraftlyftingamaður vann til silfurverðlauna á heimsmeistara- mótinu í nóvember Ragnheidur Eiríksdóttir og Hilmir Jens- son unnu alla íslandsmeistaratitla í sínum aldursflokki í dansi á árinu. Þá urðu þau einnig Norðurlandameistarar í tíu dönsum. -SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.