Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 58
62 ^fffmæli FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 JLlV r Magnús Agúst Magnússon Magnús Agúst Magnússon við- skiptafræðingur, Nesbala 104 b, Sel- tjamarnesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, fyrst í vesturbænum en síðar í Sogamýrinni þar sem hann gekk í bamaskóla og gagn- fræðaskóla. Hann lauk landsprófi frá Réttarholtsskóla 1965, stúdents- prófi frá MR 1969 og viðskiptafræði- prófi frá HÍ 1974. Á námsárunum starfaði Magnús hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur 1970-71 og í Tónabæ 1970-74. Þá stundaði hann kennslu við Iðnskól- ann 1971-72, og við Gagnfræðaskól- ann við Lindargötu 1971-73. Magnús var sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofn- un 1974-76, hóf hann þá störf hjá Fé- lagi íslenskra iðnrekenda og var þar m.a. skrifstofustjóri 1976-77, var deildarstjóri hjá Olíufélaginu Skelj- ungi hf. 1977-79, framkvæmdastjóri Gráfeldar hf. 1979-80, fjármálastjóri og síðar markaðsstjóri hjá Hafskipi hf. 1980-84, síðan framkvæmdastjóri á skrifstofu félagsins í Ipswich í Bretlandi 1984-85, starf- aði á söludeild Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna 1986-90, á aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík en auk þess sumarlangt hjá skrif- stofu samtakanna í Par- ís, starfaði hjá Mar- bakka hf. 1990-98 við sölu fiskafurða á er- lenda markaði og var síðan sölustjóri hjá Plastos-umbúðum. Nú starfar Magnús við bók- hald og endurskoðun hjá Þórami Þ. Jónssyni, löggiltum endurskoðanda. Magnús lék í unglingahljómsveit- um á unglingsárunum, m.a. skóla- hljómsveit MR sem reyndar er enn að koma fram. Þá hafði Magnús um- sjón með þáttum um popptónlist í ríkisútvarpinu á árunum 1975-77. Fjölskylda Magnús kvæntist 28.2. 1970 Hrafnhildi Ingólfsdóttur, f. 12.3. 1949, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Ingólfs Finnboga- sonar, f. 12.7.1911, húsa- smíðameistara í Reykjavík, og k.h., Soff- íu Ólafsdóttur, f. 11.10. 1911, húsmóður. Börn Magnúsar og Hrafnhildar eru Ingólf- ur Arnar, f. 25.5. 1972, rafvirki hjá íslenskum aðalverktökum hf. á Keflavíkurflugvelli, í sambúð með Guðrúnu K. Gunnarsdóttur, f. 16.2. 1972, hjúkrunar- fræðingi, og er dóttir þeirra Hrafnhildur, f. 16.1. 1999; Kristín, f. 17.10. 1976, bankastarfsmaður, í sambúð með Andra J. Heide, f. 26.4. 1970, há- skólanema. Systkini Magnúsar eru Arndís Ragnheiður, f. 11.9. 1944, kaupmað- ur í Keflavik, en eiginmaður hennar er Gunnar Kristjánsson; Sverrir Salberg, f. 25.1. 1958, verkstjóri hjá Svansprenti hf., en eiginkona hans er Svala Jónsdóttir; Sævar, f. 26.12. 1959, sölumaður hjá Gunnari Kvar- an ehf. en eiginkona hans er Halla Stephensen; Halla Björk, f. 5.6. 1965, starfsmaður við Tyssedal Hotel í Noregi en eiginmaður hennar er Thorsten Ólason. Foreldrar Magnúsar: Magnús Hjörtur Stefánsson, f. 28.1. 1916, d. 16.4. 1984, jámsmiður í Reykjavík, og Kristín Hólmfríður Magnúsdótt- ir, f. 1.5. 1924, húsmóðir í Hafnar- firði. Ætt Foreldrar Magnúsar Hjartar voru Stefán Bjömsson, sýsluskrifari og hreppstjóri í Borgarnesi, síðast í Reykjavík, og Ragnheiður Jónas- dóttir, húsfreyja í Flatey á Breiða- firði og í Borgamesi. Stjúpfaðir Magnúsar Hjartar var Magnús Ágúst Sigurðsson, verka- maður og sjómaður í Flatey og Borgamesi. Foreldrar Kristínar Hólmfríðar voru Magnús Magnússon, verka- maður á Siglufirði, og k.h., Salbjörg Jónsdóttir húsmóðir. Magnús Ágúst Magnús- son. Friðrik Marteinsson Friðrik Marteinsson (Filli), kerf- isfræðingur hjá Kögun hfi, Hraunsvegi 16, Niarðvík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Filli fæddist á Akureyri en ólst upp í Ólafsfirði og á Sauðárkróki þar sem hann tók landsprófi 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1969, stundaði nám í stærðfræði og tölvufræði við Uppsalaháskóla i Svi- þjóð til 1972 og aftur 1986-88. Filli starfaði hjá SKÝRR 1972-76 sem tölvari, forritari og síðast sem yfirkerfisforritari. Hann starfaði hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf., tölvu- deild, 1976-79, og kenndi tölvufræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1978-79. Filli stofnaði ásamt Ara Arnalds Verk- og kerfisfræðistofuna, VKS, 1979, og starfaöi þar til 1985. Þá var hann einn af stofnfélögum Kaup- þings hf. 1982. Eftir heimkomuna frá Sviþjóð - 1988 starfaði Filli um hríð sjálfstætt en tók við forstöðu nýrrar tölvu- deildar ríkisútvarpsins 1990 og starfaði þar til 1997 er hann fór til Kögunar hf. Filli var í Skagfirsku söng- sveitinni í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Hann starfaði með sund- deild Ármanns og var í mótanefnd SSÍ um tveggja ára skeið. Fjölskylda Filli kvæntist 9.6. 1973 ÞórhOdi Lilju Þorkelsdóttur. Þau skildu. Börn Filla og Þórhildar LUju em Sólveig, f. 26.9.1976, búsett í Reykja- vík, en hennar sambýlismaður er Kristinn Þór Kristinsson og eiga þau dótturina Sóleyju Birtu, f. 10.3. 1999; Marteinn, f. 1.12. 1979, starfs- maður íslandspósts en unnusta hans er Dagbjört Helgadóttir frá Neskaupstað; Stefán, f. 30.1. 1982, nemi í Kvennaskólanum í Reykja- vík. Sambýliskona FiUa er Ólöf Braga- dóttir (Olla), f. 15.10. 1966, frá Borgarnesi, gjaldkeri hjá Spari- sjóðnum í Keflavík. Hún er dóttir Braga Óskarsonar, f. 19.3. 1939, d. 31.8.1997, vélvirkja, frá Sigríðarkoti í Fljótum í Skagafirði, og Sigrúnar Stefánsdóttur, f. 9.5. 1940, húsmóð- ur, frá Akranesi. Börn FiUa og OUu eru Karen, f. 27.1. 1995; Bragi, f. 31.3. 1998. Systkyni Friðriks eru dr. Sveinn Bjarman Marteinsson, f. 2.2. 1948, lektor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð; dr. Guörún Marteinsdóttir, f. 15.1. 1952, d. 24.11. 1994, dós- ent við HÍ; Guðbjörg Marteinsdóttir, f. 5.4. 1953, viðskiptafræðing- ur hjá RARIK; Sigurður Marteinsson, f. 3.7. 1955, píanóleikari og kennari við Tónlistarskólann í Hafnarfirði; Ragnar Marteinsson, f. 20.5. 1957, þjónustustjóri Op- inna Kerfa hfi; Sigríður Jóna Marteinsdóttir, f. 16.12. 1958, skrifstofu- maður í Uppsölum í Svíþjóð. Foreldrar Filla eru Marteinn Friðriksson, f. 22.6. 1924, fyrrv. framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks, og Ragnheiður Bjarm- an, f. 26.5. 1927, húsmóðir og fyrrv. skrifstofumaður. Þau búa nú í Garðabæ. Ætt Foreldrar Marteins voru Friðrik Jónsson, útvegsb. á Hofsósi, og k.h., Guðrún Sigurðardóttir, verkakona og húsmóðir. Foreldrar Ragnheiðar voru Sveinn Bjarman, aðalbókari KEA á Akureyri, og Guðbjörg Bjarman húsmóðir. Bróðir Ragnheiðar er séra Jón Bjarman, fyrrv. fangaprestur. Bróðir Sveins var Stef- án Bjarman þýðandi. Sveinn Bjarman, afi Filla, var sonur Áma Eiríkssonar, b. á Reykjum í Tungusveit í Skagafirði, síðar bankagjaldkera á Ak- ureyri, Eiríkssonar, b. á Skatastöðum í Aust- urdal, og Steinunnar Jónsdóttur, pr. á Mæli- felli í Skagafirði, Sveinssonar, náttúru- fræðings og landlæknis í Nesi við Seltjörn, Pálssonar. Móðir Jóns var Þórunn Bjarnadóttir, barnabarn Skúla Magnússonar landfógeta. Móðir Steinunnar var Hólmfríður Jónsdóttir, ættföður Reykjahlíðar- ættar, Þorsteinssonar. Guðbjörg Bjarman, amma Filla, var dóttir séra Bjöms Jónssonar á Miklabæ í Skagafirði og Guðfinnu Jensdóttur, b. að Innri-Veðrará í Önundarfirði, Jónssonar. Filli er heima hjá sér í dag. Friðrik Marteinsson. Bjarni Sigurðsson Bjarni Sigurðsson iðnverkamaður, Linda- síðu 4 - 705, Akureyri, varð áttræður á þriðju- daginn var. Starfsferill Bjarni fæddist að Skálum á Langanesi og ólst þar upp og í Sval- barðsey. Hann hleypti heimdraganum sama vor og hann fermdist og X réð sig i sveit aö Belgsá í Fnjóskadal þar sem hann var í sjö ár hjá heiðurshjónunum Valdimar Kristjánssyni og Guðrúnu Jóhannesdóttur. Bjami var síöan vetrarmaður að Meðalheimi á Svalbarðsströnd, var næsta vor og sumar í vegavinnu í Kræklinga- hlíð og stundaði síðan nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1939-41 en sumarið 1940 var hann í heyskap í Hjálm- holti í Flóa. Bjami var á fiskibáti frá Flatey hjá Tómasi Kristjánssyni sumarið 1941 en stundaði síðan nám við Bændaskólann á Hvanneyri í þrjú misseri. Hann stundaði landbúnaðarstörf á vetram en vann við Síldarverksmiðju ríkis- ins á Raufarhöfn á sumrin. Bjarni flutti til Akureyrar haust- ið 1947 og hóf þar störf sem vefari við ullarverksmiðjuna Gefjun. Þar starfaði hann í tuttugu og sex ár. Hann starfaði síðan einn vetur við vörubirgðir hjá KEA á Akureyri en réðst vorið 1975 til Vegagerðar rík- isins og starfaði þar við birgða- vörslu og upplýsingaþjónustu til ársloka 1989 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Bjami kvæntist 11.5.1948 Magneu Sigríði Egilsdóttur, f. 10.8.1917, hús- móður. Hún er dóttir Egils Gott- skálkssonar og Ingibjargar Bjöms- dóttur. Böm Bjarna og Sigríðar eru Sig- þór Bjarnason, f. 11.2.1948, verslun- armaður hjá JMJ á Akureyri; Ingi- björg Bjarnadóttir, f. 19.2.1949, hús- móðir og fiskvinnslukona á Hjalt- eyri;Egill Bjarnason, f. 23.12. 1951, trésmiður hjá Húsasmiðjunni á Lónsbakka á Akureyri; Þórdís Bjarnadóttir, f. 8.4. 1953, húsmóðir og starfrækir blómaskálann Vín í Eyjafjarðarsveit ásamt manni sín- um; Sigurður Bjamason, f. 7.7.1957, trésmiður. Systkini Bjarna: Ingibjörg Sigur- rós Sigurðardóttir, f. 2.6. 1914, d. 9.11. 1972, húsmóðir á Raufarhöfn; Einar Stefán Sigurðsson, f. 23.12. 1916, d. 15.1. 1995, sjómaður; Her- mann Sigurjón Sigurðsson, f. 19.6. 1930, bílstjóri á Keflavíkurflugvelli. Foreldrar Bjama voru Sigurður Einarsson, f. 20.3. 1893, d. 6.6. 1981, sjómaður, og Þórdís Stefánsdóttir, f. 2.7. 1895, d. 6.7. 1976, húsmóðir. Bjarni Sigurösson. lil hamingju með afmælið 31. desember 90 ára Ásdís Kjartansdóttir, Bugðustöðum, Búðardal. Sveinbjörg Áraadóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Gils Guðmundsson, Kópavogsbraut la, Kópavogi. Sigurlaug Jónasdóttir, Kárastöðum, Sauðárkróki. 80 ára Halldór H. Þorvarðarson, Flúðabakka 4, Blönduósi. Haukur Jónsson, Ugluhólum 12, Reykjavík. 75 ára Kristín Kristinsdóttir, Merkurteigi 1, Akranesi. 70 ára Emma Gústafsdóttir, Stórholti 18, Reykjavík. Hannes Pálmason, Ægisgötu 28, Akureyri. 60 ára Alda Finnbogadóttir, Breiðvangi 4, Hafnarfirði. Hólmar Bragi Pálsson, Minni-Borg, Selfossi. Ólöf Hallbjörg Árnadóttir, Norðurvöllum 64, Keflavík. 50 ára Áskell Jónsson, Skipasundi 19, Reykjavík. Edda G. Ármannsdóttir, Stakkhömrum 7, Reykjavík. Friðbjöm H. Friðbjarnarson, Byggðarholti 22, Mosfellsbæ. Helgi Bergmann Sigurðsson, Vallholti 18, Selfossi. Hilmar Karlsson, Heiðarlundi 2h, Akureyri. Sigríður Adolfsdóttir, Faxabraut 4, Keflavík. Sigríður Óladóttir, Hólavegi 42, Sauðárkróki. Tryggvi Karlesson, Álfabrekku 4, Fáskrúðsfirði. 40 ára Eyþór K. Einarsson, Laugatúni 8, Sauðárkróki. Guðbjörg Jónsdóttir, Goðalandi 9, Reykjavík. Halla Hrund Birgisdóttir, Háholti 25, Keflavík. Helga Jóna Lúðvíksdóttir, Túngötu 27, Siglufirði. Hrafn Þórðarson, Móasíðu 4c, Akureyri. Jón Benedikt Guðlaugsson, Mánabraut 17, Kópavogi. Jón Guðmann Pétursson, Álfaheiði 6, Kópavogi. Kristín Álfhildur Bjarnadóttir, Sunnuholti 1, ísafirði. Manfred Ulrich Lemke, Sporðagrunni 10, Reykjavík. Páll Friðjónsson, Víkurbakka 24, Reykjavík. Sigurður Marísson, Aðaltúni 18, Mosfellsbæ. Sigurjón Guðmundsson, Brekkuhvammi 12, Hafnarfirði. Steinunn Lilja Ólafsdóttir, Álfholti 56c, Hafnarfirði. Þóra Hjörleifsdóttir, Vættagili 26, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.