Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 38
 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 T>V f Allt eins Gamlárskvöld er fullt af heföum. Far- ið er á einhverja brennu, alltaf; borð- aður einhver matur, alltaf; einhver frændi kemur, alltaf - einhver verður fullur, alltaf. Allt er eins og alltaf - alltaf. Það er eins og við verðum alltaf örlítið einhverf þennan dag, viljum hafa allt í rammföstum skorðum, eins og okkur íinnist að líf í fóstum skorðum sé fagurt líf. Ég er núna til dæmis að bæta enn einni hefð- inni við þennan dag: ég er að skrifa þessa grein. * * * Gamlárskvöld er fullt af hefðum. Einni hefðinni mætti þó segja stríð á hendur: það er að fjölskyldan safnist fyrir á besta tíma kvöldsins til þess að horfa á sjónvarpsþátt. Maður á aö verja kvöldinu öðru- vísi, maður á að vera einhvers staðar með fyndinn hatt eða með hinu fólkinu sem safnast svo múmínálfalegt kringum brennu til að stara á bálið. Þetta eru leifar frá löngu liðnum tíma þegar sjón- varpsstöðvar voru meira og minna bannaðar og sjónvarp þess vegna miklu mikilvægara í lífi lands- manna en nú á dögum þegar hund- og alltaf rað og fimmtíu þýðingarlausar stöðvar mala yflr fólki þrotlaust og óskemmtilegt skemmtiefni. Áramótaskaupiö á heima í rit- gerðum mannfræðinga. Einu sinni á ári - í einn klukkutíma á ári - mátti íslenska þjóðin hlæja. Einu sinni á ári leyfðu hinir þungbúnu og ofsóknaróðu stjórnmálaflokkar sem haldið hafa þessari þjóð í greipum sínum að höfð væru í frammi gamanmál sem var ekki beinlínis stýrt af þeim. Þetta var eini skemmtiþáttur ársins sem mátti vera fyndinn. Hinir voru all- ir með Savannatríóinu og Hljóm- sveit Ólafs Gauks. Og það var ekki einasta það að þessi þáttur mætti vera fyndinn - hann átti að vera fyndinn. Hann varð að vera fyndinn. Það var eins og heill og hamingja þjóðarinnar lægi við. Menn settust örvænt- ingarfullir fremst á stólbríkumar gnístandi tönnum þegar skaupið byrjaði og hreyttu út úr sér ofan í tvöfaldan asnann: ef þetta verð- ur ekki fyndið er mér að mæta. Þetta var á haftaárun- um. Þegar ekkert mátti. Þegar ekki mátti drekka vin með mat á veitingahúsum nema á Holtinu. Þeg- ar bara vom þrjár sortir af brauði í bak- aríum og sami mat- seðill alla daga vik- unnar: brauðsúpa á mánudögum, sigin ýsa á þriðjudögum, kjötfarshringur með makkarónum á mið- vikudögum og áramótaskaupið á gamlárskvöld. ★ * * Loksins i des- ember mátti hlæja að því sem gerðist í mars. Allt ára- mótaskaupið var maður að reyna að rifja upp hvað í ósköpunum væri verið að tala um - til hvers væri eiginlega verið að vísa í gamanmálunum. Yf- irleitt var einhver fróður og Guðmundur Andri Thorsson minnisgóður viðstaddur sem þurfti að þýða brandarana: jaaaá - muniði ekki, þetta er um fmnsku kartöflumar í júní. Að öðru leyti hefur ára- mótaskaupið einkennst af hefð- bundnum íslenskum húmor: að herma eftir þekktu fólki og klæða karlmenn í kjóla. Og vissulega var Flosi fyndinn á sínum tíma - kannski sá eini sem náði að standa -undir þeim fáránlegu væntingum að þurfa að vera fyndinn fyrir ís- lensku þjóðina einu sinni á ári. En á gamlaárskvöld á maður ekki að horfa á fólk fífl- ast í sjónvarp- inu. Maður á að fíflast sjálfur sé maður gef- inn fýrir slíkt. Maður á ekki aö horfa á skerm þetta kvöld. Maður á að horfa í him- ininn. Hefjum umbæt- umar: hættum að horfa á ára- mótaskaupið. Að öðru leyti skulum við hafa allt eins og alltaf. Áramótaskaupið á heima í ritgerðum mannfræðinga. Einu sinni á ári - í einn klukkutíma á ári - mátti íslenska þjóðin hlæja Ég hef skrifað hana áður, í annað blað. Ég veit að ég ætti núna að út- skýra í stuttu máli hvað ég tel að merkast hafi gerst síðustu þúsund árin, jafnvel þótt aldamót verði ekki fyrr en að ári. Ég ætti að velta vöngum yfir því hvemig það verður að vera 20. ald- ar maður á næstu öld. Ég ætti að hugleiða hugsanleg heimsslit. Ég ætti að skammast yfir þeirri smán að Finnur Ingólfsson hlammi sér í stól seðlabankastjóra þegar þar sækja um menn eins og Már Guð- mundsson, Ólafur ísleifsson, Helga Jónsdóttir, Sigurður Snævarr og Yngvi öm Kristinsson. En ég ætla aö skrifa sömu greinina og ég skrifa alltaf fyrir áramót. Hún byrjar svona: Gamlárskvöld er fullt af hefðum. Við hver áramót erum við vön að horfa aftur og fram, spá í það hvemig hlutimir hafa nú gengið hjá okkur og hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Það hefur líka verið gert um þessi áramót og ríf- lega það enda tilefnið mikið: nýtt árþúsund er að renna upp, hvort sem menn nú halda því fram að það komi áriö 2000 eða 2001. Um það má efalaust lengi deila. En á þessum timamótum er fróðlegt að velta því fyrir sér hver staða fjöl- skyldunnar eiginlega er hjá okkur hér uppi á íslandi þegar horft er til nýrrar aldar? *** Því miður verður að segjast eins og er að fjölskyldan og málefni hennar hafa dregist nokkuð aftur úr hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í löndunum kringum okkur. Sumir segja að það sé nú bara vegna þess að við séum þannig gerð, Islendingar, við séum ekkert að velta okkur upp úr hlutunum. Þegar á þurfi að halda sjái fjölskyldan nokk um sína. Fjölskyldan er öryggisnetið sem við treystum á. En hvað gerist þegar aðstæður eru þannig að fjölskyldan sjálf er í upplausn? Eða þegar stórfjölskyld- an getur ekki lengur gegnt hlut- verkinu sem einu sinni var? Hlut- verk hennar er sífellt að minnka í nútímasamfélagi og stofnanir þjóðfélagsins hafa meira eöa minna tekið við af henni. Fjöl- skyldan skiptir okkur öll miklu endum. Launin duga ekki til. Þó að vinnudagur sé langur eru gæsluúrræði fyrir bömin á engan hátt sambærileg viö það sem býðst hjá nágrönnum okkar, t.d. á Norð- urlöndunum. Enda störf fóstra og kennara lítilsmetin til launa. Þórhallur Heimisson máli og velferð hennar. En af ein- hverjum ástæðum erum við svo hógvær að við látum ekki í okkur heyra þegar á hana er gengið. Til þess að gera sér í hugarlund stöðu fjölskyldunnar í dag skulum skoða nokkur dæmi um aðstæður sem þyngja róðurinn hjá fjölskyldum á íslandi í dag. Til að byrja með má nefna aö hér á landi er lengri vinnudagur en hjá nokkrum af nágrönnum okkar í Evrópu. Um leið eru laun lægri þannig að yfirvinna og auka- vinna eru nauðsynleg ef fjölskyld- an á að láta enda ná saman. Það reynist reyndar erfitt fyrir full- vinnandi fólk að ná þessum frægu Langar fjarvistir valda spennu og deilum á heimilum. Mörg fyrir- tæki reka orðið skynsamlega fjöl- skyldustefnu þar sem reynt er að koma til móts við þarfir fjölskyld- unnar. En allt of mörg láta sig það engu skipta. Ef bömin veikjast eigum við foreldramir aðeins rétt á sjö veikindadögum þar sem ná- grannar okkar fá 90-120 daga. Ef við hin fullorðnu veikjumst eða verðum öryrkjar þá hrynur í raun grundvöllur framfærslu fjölskyld- unnar. Örorkubætur eru hér lægri en í nokkru öðru landi í Vestur- Evrópu. Ekki em sjúkradagpen- ingamir betri. Bamabætur eru síðan kapítuli út ______________ af fyrir sig. Barnabætur tekjutengjum við ásamt örfáum þjóðum öðrum í Evrópu. Evrópu- búar líta annars á bamabætur sem eign bam- anna óháð for- _________________ eldrunum. Svo má bæta við vanga- veltum um húsnæöismarkaðinn. Eru ekki 700 manns á biðlista eft- ir íbúðum, bara hjá Reykjavíkur- En hvað gerist þeg- ar aðstæður eru þannig að fjölskyld- an sjálf er í upp- lausn? borg? Það geta ekki allir keypt eða byggt. Að lokum má nefna dæmi úr heilsugeiran- um. Þurfi bam- ið þitt á tann- réttingum að halda er eins ------------------ gott fyrir þig að hafa drjúg laun þvi þær þarft þú að borga að mestu sjálfur. Tannréttingar eru taldar sjálfsagð- ur hluti heilsuvemdar bama í Vestur-Evrópu og því ókeypis þar. Svona mætti lengi telja. Það er kannski ekkert undarlegt, eins og skilyrðin eru, að skilnaðarhlutfall- ið skuli vera eins hátt hér á landi og raun ber vitni við lok aldarinn- ar? Ef við viljum að aðstæður fjöl skyldna á íslandi séu á nýrri öld sambærilegar við það sem gerist í löndunum í kringum okkur er svo sannarlega kominn tími til að bretta upp ermarnar. Fjölskyldan érið 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.