Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 11 er að orða það svo, af svo ágæt- um brautryðjanda sem Tal er. Lát- um það vera þótt rokið og rigning- in komi 2. eða 3. janúar. Það er hægt að búa við það en ekki um áramótin sjálf. Mönnun er til dæmis í fersku minni hve veðrið frænda sinn. Sá stendur í húsbygg- ingu og er húsið á því stigi sem kallað er tilbúið undir tré- verk, sem sé án allra var gott um síðustu áramót, áður en Tal fór að bjóða okkur veðrið. Það er því skorað á forráðamenn Tals hf. að endurskoða það veður sem í boði er. Skálað í kampavíni Þetta snertir lika alla þá sem splæst hafa í flegna síðkjóla og há- hælaða bandaskó, smókinga með silfurlituðum linda og samlitri slaufu og pantað dýrar hárgreiðsl- ur. Það er til lítils að mæta nýju árþúsundi niðurrigndur með blóð- hlaupin augu eftir barning í rok- inu. Þá er hætt við að málningin leki niður á kinnar og fínu dress- in missi glans. Allt þetta ber að hafa i huga þegar boðið er upp á veður nýrrar aldar. Áður en pistilskrifari frétti af boðuðu veðri þetta merkilega gamlárskvöld og nýársnótt var hann fullur bjartsýni og tilhlökk- unar. Konan, sem er gætin í áfeng- ismálum, keypti kampavín og í sameiningu létum við grafa nöfn barna okkar á kristalsglös og gáf- um þeim. Viö eru raunar staðráð- in i að skála við þau og fagna nýrri öld og árþúsundi hvað sem liður veðrinu sem við fáum í boði Tals. Þá kann að vera að ég semji við konu mína um koníakstár til viðbótar við kampavínið, allt í hófi þó. Víkkun á reynsluheimi Ég er nefnilega vaxinn upp úr því að detta í það með stæl á nýársnótt. Það getur auðvitað ver- ið skemmtilegt meðan á því stend- ur en í seinni tíð þykir mér orðið það vænt um sjálfan mig að ég nenni ekki að fást við djúpstæða timburmenn daginn eftir skemmtilegheitin. Það er ágætt að eiga í minningunni margar nýársnætur í léttri sveiflu, nánast upp um alla veggi. Verst var þegar mæta þurfti í vinnu þennan fyrsta dag ársins. Sú vinna var á stund- um unnin í láréttri stöðu. Inn- yflin þoldu ekki að kroppur- inn væri uppréttur. Æ Synir mínir uppkomnir 'w búa ekki að jafnlangri reynslu í þessum efnum en eru sýnilega þess albúnir að víkka sinn reynsluheim. M Strákarnir, báðir á þrítugs- ■ aldri, hafa þess vegna ™ samið við ágæt- an „Veðrið er í boði Tals“. Þessi setning er mótuð í kolli okkar enda glymur hún í eyrum okkar dag hvern. Hún fylgir veðurfrétt- unum á Stöð 2 um leið og á skján- um birtist appelsínugul, stúlka, brosmild og falleg þótt fannbarin sé. Veðrið í kvöld, sjálft gamlárs- kvöld, er líka í boði Tals og það verður að segja eins og það er að símafyrirtækið er í meira lagi djarft að bjóöa upp á þennan and- skota. Það er ekki eins og þetta sé hvaða kvöld sem er. Eftir þessu kvöldi og nýársnótt hefur verið beðið með óþreyju. Gamla öldin er kvödd og ný gengur í garð og ekki nóg með það. Nýtt árþúsund tekur við. Þótt bókstafstrúarmenn haldi því fram að við verðum að bíða í ár í viðbót eftir nýrri öld og nýju árþúsundi blásum við á það. Árið 2000 tekur við eftir nokkra klukkutíma. Skítleg veðurspá Þegar þau merku tímamót verða viljum við hafa sæmilegt veður en ekki sprengilægð eins og Tal býð- ur upp á með tilheyrandi roki og rigningu. Vera kann að Tal njóti nokkurrar aðstoðar Veðurstofu ís- lands i þessari fráleitu veðurspá en það er engin afsökun. Ef ríkis- apparatið vill hafa þetta svona væri þeim Talsmönnum nær að leita til einkaaðila um þokkalegt veður í kvöld, útlendra veðurspá- stöðva ef ekki vill betur. Fátt er andstyggilegra á gamlárskvöld en það veður sem boðað er. Þá blotn- ar púðrið og þær rakettur sem fara á loft á annað borð fjúka út og suður. Þá gefst þeim sem ætla sér að njóta litadýrðarinnar varla færi á því í boðuðum veðurofsan- um. Þetta er því fremur skítlegt, ef leyfi- legt Jónas Haraldsson aðstoðanitstjóri menn geta ekki létt á sér. Það þarf ekki þúsaldarpartí til að klósett- ferðir verði örar. Það þekkir hvert partíljón. innanstokksmuna. Þar eru hvorki stólar né borð. Eldhúsinnréttingin er fjarlægur draumur sem og með- fylgjandi tæki. Skápar koma ekki fyrr en fjárhagur leyfir og parket og flísar á gólf bíða betri tíma. Gardínur hafa enn ekki komið til tals og hurðum er ekki hægt að skella hvað sem á gengur. fagna nýrri öld í góðra vina hópi. Undirbúningur hefur staðið lengi og myndskreytt boðskort löngu farin til hins útvalda hóps. Þetta þúsaldarpartí, sem kalla má svo, er undirbúið af meiri framsýni en minni kynslóð datt í hug. Við héldum partíin í fullbún- um íbúðum. Húsgögn, ljósakrón- ur, skrautmunir og önnur verð- mæti voru því í stöðugri hættu. Oftast slapp húsráðandi þó með skrekkinn þótt fyrir kæmi að eigu- legir munir gæfu sig. Því hunds- biti varð að taka. Nú er öldin önnur og það í bók- staflegri merkingu. Strákarnir og frændinn reikna með því að þús- aldarpartíið í nýbyggingunni verði fjörugt. Það getur hins vegar fariö fram um öll gólf og upp um alla veggi án þess að nokkur hlut- ur sé í hættu. í húsinu er hrein- lega ekkert sem getur brotnað nema ef vera kynni klósettið. Þeir bræður hafa þó nokkrar áhyggjur af því að frændinn komi ekki upp klósettinu fyrir samkvæmið stóra. Hann hefur samt lofað öllu fögru enda erfitt að halda veglega og fjöl- menna veislu ef ekkert er klósett- ið. Það er hægt að sitja og liggja á gólfum eða hreinlega standa og halla sér upp að vegg, allt eftir ástandi viðkomandi. Verra er ef Fróm aldamótaósk Miðað við það veður sem verður í boði Tals á nýársnótt reyna djörf- ustu ungir menn ekki morgunmig- una úti við. Hætt er við að bunan kæmi öll framan í þá og yfir smókinginn eða þann glæsifatnað sem þeir skrýðast. Um ungu kon- urnar í hópnum þarf ekki að ræða. Þær reyna engar kúnstir á ófrá- genginni, jafnvel stórgrýttri lóð. Síðkjólar og bandaskór eru ekki gerðir til ævintýraferða í nátt- myrkri, roki og rigningu. Klósett- ið er því nauðsyn sem og tjald- nefna í hurðarstað svo allrar sið- semi sé gætt. Taki þeir hjá Tali sönsum og fresti sprengilægðinni aðeins fram á nýárið verður stuðið í hámarki. Það er ekki nema fróm ósk. Við fögnum einstökum tímamótum á miðnætti þegar talnarunan breyt- ist úr 1999 í 2000. Því má ekki gleyma að þetta upplifa menn ekki næstu þúsund árin. Þrátt fyrir gott úthald og stöðugar framfarir í læknisfræði er hætt við að maður verði orðinn nokkuð lúinn þá. Það er því tryggara að taka út gleðina nú. Gleöilegi ár Framsýn partíljon í þessu prýði lega en ófrá- gengna húsi ætla þeir bræður og frænd- /> inn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.