Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 6
George Harrison, fyrrurn Bítiii, á batavegi eftir hnífaárás: Árásarmaðurinn er frá Liverpool Væntingar með bóiuefni Bóluefni koma til meö aö : gegna miklu þýðingarmeira lilut- j verki fyrir heilsufar almennings j en nú er. Að sögn danska mánað- í arritsins Helse getum við í fram- tíðinni átt von á bóluefnum gegn I sjúkdómum sem nú um stundir í er hvorki hægt að lækna né koma í veg fyrir. Gott flugeldaveður Frændur okkar Danir mega eiga von á betra flugeldaveðri um áramótin en við, ef marka má spár dönsku veður- stofunnar. Útlit er fyrir að veð- ur verði milt og stiilt og þótt ský verði á himni verða þau svo hátt uppi að þau hafa ekki áhrif á flugelda- skothríöina. Snjóflóð rannsakað Saksóknari í Austurríki hefur hafið rannsókn á þætti þriggja fjallaleiðsögumanna í snjóflóði sem varð níu manns að bana á þriðjudag. Grunur leikur á að leiðsögumennimir hafi gert sig seka um vanrækslu í starfi. Áramótagjöf Kínverja Kínversk stjórnvöld ætla að senda brot úr hellunum sem eitt sinn þöktu Torg hins himneska friðar til leiötoga meira en 170 landa í tilefni árþúsundaskipta. Áreitti höfrunga Kona ein í Suður-Afríku hefur verið ákærð fyrir að áreita höfr- unga. Konan fór á sjóketti sínum í gegnum höfrungahjörð. Jeltsín á sveitarsetri Borís Jeltsín Rússlandsforseti og fjölskylda hans ætla að dvelja á sveitasetri forsetans, Gor- kí-9, skammt frá Moskvu yfir áramótin. Jeltsín og fjöl- skylda munu gæða sér á hefðbundinni kálböku á gamlárskvöld og kem- ur það í hlut eiginkonunnar Naínu að baka herlegheitin. Á eftir verður væntanlega skálað í vodka. Jeltsín er sagður hafa dá- læti á þeim drykk. Ný kærasta prinsins Hákon krónprins í Noregi er kominn með nýja kærustu. Hún heitir Mette-Marit Hoiby, 26 ára yngismær frá Vágsbygd. Þau em búin að vera saman síðan í sum- ar og ætla að fagna nýju ári hvort með öðm. Frakkar fyrir dómstól Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins tilkynnti í gær að Frakkar yrðu kærðir fyrir Evr- ópudómstólnum á mánudag fyrir aö aflétta ekki innflutningsbanni á breskt nautakjöt. ESB hafhar ástæöum Frakka fyrir banninu. ísraelar sleppa föngum ísraelsk stjórnvöld komu til móts við Yasser Arafat, forseta Palestínu- manna, á fimmtudag þeg- ar þau slepptu sjö palestínsk- um föngum frá austurhluta Jerúsalem. Það höfðu þeir ekki gert frá því friðarsamningarnir vom undirritaðir í Ósló árið 1993. Mannfall í Indónesíu Átök milli þjóöemis- og trúar- hópa á svokölluöum kryddeyjum í indónesíska eykjaklasanum hafa kostað aö minnsta kosti 250 mannslíf síðustu daga. Að sögn íbúa á eyjunum og talsmanna hersins hafa átökin færst í aukn- ana upp á síökastið. George Harrison, fyrrum Bítill, og eiginkona hans, Olivia, voru á batavegi á sjúkrahúsi síödegis í gær eftir að óboðinn gestur stakk þau með hnifi á heimili þeirra aðfara- nótt fimmtudagsins. Harrison var stunginn fjórum sinnum í brjóstið þegar hann barðist við óboöna gest- inn, að sögn lögreglu. „Sárin em ekki lífshættuleg," sagði Guy Bailey, taismaður lögregl- unnar, á fimmtudagsmorgun. Þrjátíu og þriggja ára gamall maður frá Liverpool, heimabæ Bítl- anna, var handtekinn og ákærður fyrir morötilraun á 100 herbergja sveitasetri Harrisons í Henely-on-T- hames, vestur af London. Bailey sagði að starfsmaður Harrisons hefði hringt í lögregluna um klukkan hálffjögur á fimmtu- Taugatitringur, áhyggjur af ör- yggi, okur á mat og drykk auk ótta við umferðaröngþveiti er farið að setja mark sitt á áramótagleðina i nokkmm af stærstu borgum heims. Kannanir sýna að langflestir telja affarasælast að sitja heima í kvöld og pjóta hátíðahaldanna í faðmi fjölskyldu og vina. Tvöþúsundvandinn hefur verið tíöur í umræðunni allt árið og nú styttist í að hann annaðhvort komi upp eða ekki. Ekki er reiknað með stóráfóllum í þeim efnum. Rússar gáfu til að mynda út yfirlýsingu í gær þess efnis að þar væru tölvu- mál komin á þurrt. Finnar em ekki sannfærðir og óttast kjamorkuslys frá hinum rússnesku nágrönnum sínum. Þeir hafa keypt jafhmikið magn af joði á síðustu tveimur dög- um og selt er á tveimur árum að George Harrison tók hraustlega á móti manni sem réöst aö honum og frúnni meö kuta á heimili þeirra. jafnaði. Joð er talið gott vamarefni gegn geislun. Bandaríkin, Bretland, Ástralía, Kanada og Holland þykja best und- irbúin í tölvumálum á meðan Ind- land, Pakistan, Afganistan og lönd í Vestur-Afríku þykja standa verst að vígi. Kínverjar frábiöja sér allra gagnrýni í tölvumálum og til að undirstrika að enginn vandi sé á ferð verður kínversk farþegavél sett á loft um miðnættið. Hátíðarhöld víða um heim Fyrstir til að fagna nýju árþús- undi verða gestir á eyjunni Tonga í Kyrrahafi. Fyrsta borgin er Gis- bome á Nýja-Sjálandi en þar í landi er fyrsta bams árþúsundsins beðið með mikilli eftirvæntingu. Stærstu sjónvarpsstöðvar landsins verða með sérstaka starfsmenn sem eiga dagsmorgun og tilkynnt um árás- ina. Lögreglan sagði að ekki væri ljóst hvort um tilraun til ráns hefði ver- ið að ræða eða hvort árásarmaður- inn væri truflaður aðdáandi, líkt og sá sem skaut John Lennon, félaga Harrisons í Bítlunum, til bana í New York í desember 1980. Harrison mun hafa slegist við hnífamanninn til að vernda konu sína. Hún fékk höfuðáverka í átök- unum. Árásarmaðurinn hlaut einnig áverka á höfði og þykir það til marks um hversu hraustlega Harrison tók á móti honum. í yfir- lýsingu frá plötufyrirtæki Bítlanna sagði að árásin væri mikið áfall fyr- ir alla sem þekktu Harrison en jafn- framt prísuðu menn sig sæla yfir því að hjónin væru heil á húfi. að leita árþúsundabamið uppi, í Bandaríkjunum veröur mikið um hátíðarhöld i kvöld en ótti við hryðjuverk hefur sett strik í reikn- ingin á nokkrmn stöðum. Hátíða- höldum í Seattle og Washington hefur t.a.m. verið aflýst vegna þessa. Ein viðamesta samkoman verður á Times Square í New York en þar gætir nokkurs ótta vegna hryðjuverka. Ruslafótur og póst- kassar hafa verið fjarlægð og fjöldi leyniskyttna verður til taks á hús- þökum ef til vandræða kemur. Ein óvenjulegustu hátíðahöldin í dag fara fram í Amundsen-Scott stöðinni á Suður-Pólnum. Þar eru 200 manns samankomin og hyggj- ast ásamt því að fagna nýju árþús- undi 24 sinnum, sinna vísindastörf- um yfir áramótin. itariiisökniii á Kohl sicaiáa? ffioBck lians Þýskir fjölmiðlar sögðu í gær aö rannsókn á meintu glæpsam- legu athæfi Helmuts Kohls, fyrrum Þýska- landskanslara, þegar hann tók við leynilegum fjárframlögum til flokks síns skaðaði bæði : Kristilega demókrataflokkinn og s landið í heild sinni. j Á sama tíma héldu samflokks- í menn kanslarans fyrrverandi ; áfram að gagnrýna hann. For- s maður ungliðahreyfingar flokks- j ins, Hildegard Múller, hvatti : Kohl til að skýra frá nöfnum ! þeirra sem lögðu fé i leynilega 5 sjóði flokksins. Kohl, sem viður- : kenndi að hafa tekið við um sjö- tíu milljónum króna, hefur hins vegar þvertekið fyrir það til j þessa. „Dekkstu stundir Kohls", sagði : til dæmis i fyrirsögn æsiblaðsins í Bild í gær, fimmtudag. Danslíar konur S vilja sömu með- ferð og karlar Dönsku kvennasamtökin eiga 5 sér þá ósk heitasta að bundinn ; verði skjótur endi á ofbeldi gegn konum og brotum á réttindum ; þeirra við upphaf nýs árþúsunds. í yfirlýsingu, sem samtökin sendu frá sér, kemur fram að enn í er langt í land með að komið sé j fram við konur af sömu virðingu ; og karlmenn og þær metnar til 5 jafns við þá. Réttindi kvenna eru fótum ' troðin víða um heim. Skemmst er að minnast þess að í Kúveit hlaut frumvarp um að veita konum j kosningarétt ekki náð fyrir aug- um karlanna sem ráða ríkjum. Aftur í gíslingu eftir stutt stopp á sjúkrahúsinu Indverskur farþegi í þotunni sem flugræningjar frá Kasmír ’ hafa á valdi sinu á flugvellinum í í Kandahar i Afganistan þurfti að snúa aftur í gíslinguna á fimmtu- : dag eftir að hafa fengið aðhlynn- : ingu á sjúkrahúsi. Farþeginn : hafði fundið fyrir krankleika í Í maga. Flugræningjarnir hafa ekki tekið í mál að leyfa konum og börnum að fara frá borði. Indverskir og vestrænir stjórn- I arerindrekar voru sammála um það síðdegis á fimmtudag að við- : ræðurnar við flugræningjana | væru á afar viðkvæmu stigi. I Flugvélin hefur setið á flugvellin- | um í Kandahar í Afganistan frá I því á jóladag. Henni var rænt á aðfangadag þegar hún var á leiö | frá Nepal til Indlands. Erótískur dans fyrir drottningu um áramót Elísabet Bretadrottning ætlar að bregða undir sig betri fætin- 8 um og mæta í I stórveisluna í | Árþúsunda- : höllinni í London. Þar I mun drottning ásamt þúsund- : um annarra [ veislugesta horfa á erótískan loftballet. Það I eru dansararnir Jean Paul : Zaccarini og Abigail Yeates sem munu flytja gjörninginn, íklædd gegnsæjum sokkabuxum einum ; fata. Talið er að ballettinn, sem > fer fram í 44 metra hæð, marki I hápunkt skemmtiatriða kvölds- I ins. Veisluhaldarar vonast til að auk drottningar muni þeir Tony Blair forsætisráðherra og George ; Carey, erkibiskup af Kantara- j borg, sjá sér fært að mæta. Feröamenn heimsækja Kfnamúrinn sem hefur veriö skrýddur drekaflöggum f tilefni árþúsundamótanna. Sjálfir munu Kfnverjar fagna nýju ári þann 2. febrúar nk. Áriö 2000 er ár drekans samkvæmt kfnversku tímatali. Heimsbyggðin býr sig undir veislu allra tíma: Ótti við hryðjuverk set- ur strik í reikninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.