Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 6
George Harrison, fyrrurn Bítiii, á batavegi eftir hnífaárás: Árásarmaðurinn er frá Liverpool Væntingar með bóiuefni Bóluefni koma til meö aö : gegna miklu þýðingarmeira lilut- j verki fyrir heilsufar almennings j en nú er. Að sögn danska mánað- í arritsins Helse getum við í fram- tíðinni átt von á bóluefnum gegn I sjúkdómum sem nú um stundir í er hvorki hægt að lækna né koma í veg fyrir. Gott flugeldaveður Frændur okkar Danir mega eiga von á betra flugeldaveðri um áramótin en við, ef marka má spár dönsku veður- stofunnar. Útlit er fyrir að veð- ur verði milt og stiilt og þótt ský verði á himni verða þau svo hátt uppi að þau hafa ekki áhrif á flugelda- skothríöina. Snjóflóð rannsakað Saksóknari í Austurríki hefur hafið rannsókn á þætti þriggja fjallaleiðsögumanna í snjóflóði sem varð níu manns að bana á þriðjudag. Grunur leikur á að leiðsögumennimir hafi gert sig seka um vanrækslu í starfi. Áramótagjöf Kínverja Kínversk stjórnvöld ætla að senda brot úr hellunum sem eitt sinn þöktu Torg hins himneska friðar til leiötoga meira en 170 landa í tilefni árþúsundaskipta. Áreitti höfrunga Kona ein í Suður-Afríku hefur verið ákærð fyrir að áreita höfr- unga. Konan fór á sjóketti sínum í gegnum höfrungahjörð. Jeltsín á sveitarsetri Borís Jeltsín Rússlandsforseti og fjölskylda hans ætla að dvelja á sveitasetri forsetans, Gor- kí-9, skammt frá Moskvu yfir áramótin. Jeltsín og fjöl- skylda munu gæða sér á hefðbundinni kálböku á gamlárskvöld og kem- ur það í hlut eiginkonunnar Naínu að baka herlegheitin. Á eftir verður væntanlega skálað í vodka. Jeltsín er sagður hafa dá- læti á þeim drykk. Ný kærasta prinsins Hákon krónprins í Noregi er kominn með nýja kærustu. Hún heitir Mette-Marit Hoiby, 26 ára yngismær frá Vágsbygd. Þau em búin að vera saman síðan í sum- ar og ætla að fagna nýju ári hvort með öðm. Frakkar fyrir dómstól Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins tilkynnti í gær að Frakkar yrðu kærðir fyrir Evr- ópudómstólnum á mánudag fyrir aö aflétta ekki innflutningsbanni á breskt nautakjöt. ESB hafhar ástæöum Frakka fyrir banninu. ísraelar sleppa föngum ísraelsk stjórnvöld komu til móts við Yasser Arafat, forseta Palestínu- manna, á fimmtudag þeg- ar þau slepptu sjö palestínsk- um föngum frá austurhluta Jerúsalem. Það höfðu þeir ekki gert frá því friðarsamningarnir vom undirritaðir í Ósló árið 1993. Mannfall í Indónesíu Átök milli þjóöemis- og trúar- hópa á svokölluöum kryddeyjum í indónesíska eykjaklasanum hafa kostað aö minnsta kosti 250 mannslíf síðustu daga. Að sögn íbúa á eyjunum og talsmanna hersins hafa átökin færst í aukn- ana upp á síökastið. George Harrison, fyrrum Bítill, og eiginkona hans, Olivia, voru á batavegi á sjúkrahúsi síödegis í gær eftir að óboðinn gestur stakk þau með hnifi á heimili þeirra aðfara- nótt fimmtudagsins. Harrison var stunginn fjórum sinnum í brjóstið þegar hann barðist við óboöna gest- inn, að sögn lögreglu. „Sárin em ekki lífshættuleg," sagði Guy Bailey, taismaður lögregl- unnar, á fimmtudagsmorgun. Þrjátíu og þriggja ára gamall maður frá Liverpool, heimabæ Bítl- anna, var handtekinn og ákærður fyrir morötilraun á 100 herbergja sveitasetri Harrisons í Henely-on-T- hames, vestur af London. Bailey sagði að starfsmaður Harrisons hefði hringt í lögregluna um klukkan hálffjögur á fimmtu- Taugatitringur, áhyggjur af ör- yggi, okur á mat og drykk auk ótta við umferðaröngþveiti er farið að setja mark sitt á áramótagleðina i nokkmm af stærstu borgum heims. Kannanir sýna að langflestir telja affarasælast að sitja heima í kvöld og pjóta hátíðahaldanna í faðmi fjölskyldu og vina. Tvöþúsundvandinn hefur verið tíöur í umræðunni allt árið og nú styttist í að hann annaðhvort komi upp eða ekki. Ekki er reiknað með stóráfóllum í þeim efnum. Rússar gáfu til að mynda út yfirlýsingu í gær þess efnis að þar væru tölvu- mál komin á þurrt. Finnar em ekki sannfærðir og óttast kjamorkuslys frá hinum rússnesku nágrönnum sínum. Þeir hafa keypt jafhmikið magn af joði á síðustu tveimur dög- um og selt er á tveimur árum að George Harrison tók hraustlega á móti manni sem réöst aö honum og frúnni meö kuta á heimili þeirra. jafnaði. Joð er talið gott vamarefni gegn geislun. Bandaríkin, Bretland, Ástralía, Kanada og Holland þykja best und- irbúin í tölvumálum á meðan Ind- land, Pakistan, Afganistan og lönd í Vestur-Afríku þykja standa verst að vígi. Kínverjar frábiöja sér allra gagnrýni í tölvumálum og til að undirstrika að enginn vandi sé á ferð verður kínversk farþegavél sett á loft um miðnættið. Hátíðarhöld víða um heim Fyrstir til að fagna nýju árþús- undi verða gestir á eyjunni Tonga í Kyrrahafi. Fyrsta borgin er Gis- bome á Nýja-Sjálandi en þar í landi er fyrsta bams árþúsundsins beðið með mikilli eftirvæntingu. Stærstu sjónvarpsstöðvar landsins verða með sérstaka starfsmenn sem eiga dagsmorgun og tilkynnt um árás- ina. Lögreglan sagði að ekki væri ljóst hvort um tilraun til ráns hefði ver- ið að ræða eða hvort árásarmaður- inn væri truflaður aðdáandi, líkt og sá sem skaut John Lennon, félaga Harrisons í Bítlunum, til bana í New York í desember 1980. Harrison mun hafa slegist við hnífamanninn til að vernda konu sína. Hún fékk höfuðáverka í átök- unum. Árásarmaðurinn hlaut einnig áverka á höfði og þykir það til marks um hversu hraustlega Harrison tók á móti honum. í yfir- lýsingu frá plötufyrirtæki Bítlanna sagði að árásin væri mikið áfall fyr- ir alla sem þekktu Harrison en jafn- framt prísuðu menn sig sæla yfir því að hjónin væru heil á húfi. að leita árþúsundabamið uppi, í Bandaríkjunum veröur mikið um hátíðarhöld i kvöld en ótti við hryðjuverk hefur sett strik í reikn- ingin á nokkrmn stöðum. Hátíða- höldum í Seattle og Washington hefur t.a.m. verið aflýst vegna þessa. Ein viðamesta samkoman verður á Times Square í New York en þar gætir nokkurs ótta vegna hryðjuverka. Ruslafótur og póst- kassar hafa verið fjarlægð og fjöldi leyniskyttna verður til taks á hús- þökum ef til vandræða kemur. Ein óvenjulegustu hátíðahöldin í dag fara fram í Amundsen-Scott stöðinni á Suður-Pólnum. Þar eru 200 manns samankomin og hyggj- ast ásamt því að fagna nýju árþús- undi 24 sinnum, sinna vísindastörf- um yfir áramótin. itariiisökniii á Kohl sicaiáa? ffioBck lians Þýskir fjölmiðlar sögðu í gær aö rannsókn á meintu glæpsam- legu athæfi Helmuts Kohls, fyrrum Þýska- landskanslara, þegar hann tók við leynilegum fjárframlögum til flokks síns skaðaði bæði : Kristilega demókrataflokkinn og s landið í heild sinni. j Á sama tíma héldu samflokks- í menn kanslarans fyrrverandi ; áfram að gagnrýna hann. For- s maður ungliðahreyfingar flokks- j ins, Hildegard Múller, hvatti : Kohl til að skýra frá nöfnum ! þeirra sem lögðu fé i leynilega 5 sjóði flokksins. Kohl, sem viður- : kenndi að hafa tekið við um sjö- tíu milljónum króna, hefur hins vegar þvertekið fyrir það til j þessa. „Dekkstu stundir Kohls", sagði : til dæmis i fyrirsögn æsiblaðsins í Bild í gær, fimmtudag. Danslíar konur S vilja sömu með- ferð og karlar Dönsku kvennasamtökin eiga 5 sér þá ósk heitasta að bundinn ; verði skjótur endi á ofbeldi gegn konum og brotum á réttindum ; þeirra við upphaf nýs árþúsunds. í yfirlýsingu, sem samtökin sendu frá sér, kemur fram að enn í er langt í land með að komið sé j fram við konur af sömu virðingu ; og karlmenn og þær metnar til 5 jafns við þá. Réttindi kvenna eru fótum ' troðin víða um heim. Skemmst er að minnast þess að í Kúveit hlaut frumvarp um að veita konum j kosningarétt ekki náð fyrir aug- um karlanna sem ráða ríkjum. Aftur í gíslingu eftir stutt stopp á sjúkrahúsinu Indverskur farþegi í þotunni sem flugræningjar frá Kasmír ’ hafa á valdi sinu á flugvellinum í í Kandahar i Afganistan þurfti að snúa aftur í gíslinguna á fimmtu- : dag eftir að hafa fengið aðhlynn- : ingu á sjúkrahúsi. Farþeginn : hafði fundið fyrir krankleika í Í maga. Flugræningjarnir hafa ekki tekið í mál að leyfa konum og börnum að fara frá borði. Indverskir og vestrænir stjórn- I arerindrekar voru sammála um það síðdegis á fimmtudag að við- : ræðurnar við flugræningjana | væru á afar viðkvæmu stigi. I Flugvélin hefur setið á flugvellin- | um í Kandahar í Afganistan frá I því á jóladag. Henni var rænt á aðfangadag þegar hún var á leiö | frá Nepal til Indlands. Erótískur dans fyrir drottningu um áramót Elísabet Bretadrottning ætlar að bregða undir sig betri fætin- 8 um og mæta í I stórveisluna í | Árþúsunda- : höllinni í London. Þar I mun drottning ásamt þúsund- : um annarra [ veislugesta horfa á erótískan loftballet. Það I eru dansararnir Jean Paul : Zaccarini og Abigail Yeates sem munu flytja gjörninginn, íklædd gegnsæjum sokkabuxum einum ; fata. Talið er að ballettinn, sem > fer fram í 44 metra hæð, marki I hápunkt skemmtiatriða kvölds- I ins. Veisluhaldarar vonast til að auk drottningar muni þeir Tony Blair forsætisráðherra og George ; Carey, erkibiskup af Kantara- j borg, sjá sér fært að mæta. Feröamenn heimsækja Kfnamúrinn sem hefur veriö skrýddur drekaflöggum f tilefni árþúsundamótanna. Sjálfir munu Kfnverjar fagna nýju ári þann 2. febrúar nk. Áriö 2000 er ár drekans samkvæmt kfnversku tímatali. Heimsbyggðin býr sig undir veislu allra tíma: Ótti við hryðjuverk set- ur strik í reikninginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.