Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 33 \ - Ingimar Guðmundsson, fyrrverandi kaupmaður, lítur til baka yfir öldina Ingimar Guðmundsson, 86 ára, man tímana tvenna en segir að það sé ómögulegt að sitja og bíða eftir að drepast. „Ég bjóst satt aö segja aldrei við því aö lifa aldamótin en ég er aö veröa nokkuð viss um að ég geri það úr þessu,“ segir Ingimar Guð- mundsson, fyrrverandi kaupmaður og athafnamaður, í samtali við DV. Ingimar hefur upplifað miklar breytingar eins og margir á þessari öld en hann hefur um dagana verið í hringiðu margra þeirra umskipta sem beint eða óbeint hafa haft hvað mest áhrif á líf okkar allra. Ingimar ólst upp í Aðalvík á Hornströndum, fyrst á bænum Görðum, þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu árin en síðar fluttu þau að Þverdal þar sem Guðmund- ur faðir hans var alinn upp. Móðir Ingimars var frá Fjalli í Sæmundar- hlíð i Skagafirði og varð hún ein af fjórum systkinum sem giftist norð- ur á Strandir. Ingimar ólst upp í hefðbundinni stórfjölskyldu þess tíma, foreldrar . hans áttu fimm böm saman, tóku “%itt fósturbarn en á heimilinu voru einnig systkini foreldra, amma og slíkt fylgilið. Hvar er Þverdalur? Þverdalur er i miðri Aðalvík á Hornströndum sem markast að norðan af Straumnesfjalli en Rit aö sunnan og er skorinn í sundur af Hvarfnúp. Byggðin var einkum á tveimur stöðum á Sæbóli að sunnan og á Látrum að norðan. Þverdalur er þrjá kílómetra frá Sæbóli en frá Sæbóli eru 14-16 kílómetrar um Staðarheiði til næsta þorps sem er Hesteyri. Alls bjuggu 60-80 manns á Sæbóli og bæjunum þar í kring þeg- var Ingimar var að alast þar upp. Þótt nútíminn væri farinn að gera svolítið vart við sig var lífið að mestu leyti með svipuðum hætti og verið hafði um aldir á þessu harð- býla landshomi. Nú er öll þessi byggð í eyði og hefur verið síðan um 1952. Þverdalur er ágætlega í sveit sett- ur í Aðalvík þar sem sér yfir ná- grennið og þar var stundaður hefð- bundinn búskapur en aðaláherslan lögð á sjósókn og fiskveiðar. í Þver- dal var gamall, lítill torfbær þegar Ingimar man fyrst eftir sér þar en þegar hann var ellefu ára, vorið 1924, var húsað upp í Þverdal með sérstæðum hætti. Fluttu húsið á bát og hestum „Faðir minn keypti aflögð versl- unarhús Ásgeirsverslunar og skemmu allmikla á Hesteyri með það fyrir augum að flytja yfir í Að- alvik.“ Ingimar fór með foður sínum og fleirum yfir til Hesteyrar vorið 1924 til þess að rífa innan úr húsunum, stafla timbrinu og undirbúa flutn- ing á því. Þetta var ekki neitt ijp.hlaupsverk því þetta hús var á tveimur hæðum, verslun á jarðhæð- inni og íbúðir uppi. Timburstaflam- ir voru síðan fluttir á árabátum út í vélskipiö Sameinaða Kára sem sigldi með timbrið fyrir Ritinn inn á Aðalvík. Þar þurfti að koma því um borð í árabáta og flytja upp á Þverdalssand og síðan flytja á mönnum og hestum tveggjá kíló- metra leið heim í Þverdal. „Þetta var gríðarleg vinna. Þegar Hesteyringar sáu aðfarirnar varö þeim ekki um sel og fannst að væri verið að flytja öll nýtileg hús í burtu og keyptu pakkhúsið aftur af pabba, svo það varð um kyrrt á Hesteyri. Ég var ellefu ára þegar þetta gerðist og ég ók sandi í grunninn undir húsið með einum hesti og kerru. Þetta var fallegt hús en þau mistök voru gerð að risið á því var lækkað þegar það var sett upp í Þverdal. Menn töldu að það tæki á sig of mikið veður. Það var fallegra eins og það var á Hesteyri." Erfið útgerð í Þverdal vora að jafnaði 1-2 kýr, 80-100 kindur og 1-2 hestar. Faðir Ingimars, Guðmundur og Bæring bróðir hans stóðu fyrir fiskmóttöku á Sæbóli í umboði kaupmanna á ísafiröi og þar unnu tveir til þrír starfsmenn. 4 opnir litlir bátar, 4-6 tonn, voru gerðir út frá Sæbóli og reru að jafnaði frá febrúar fram í júní. Þann tíma kom það í hlut kvenna og barna í Þverdal aö hirða um búsmalann, því karlmennimir voru uppteknir við sjóinn. Það var engin hafnaraðstaða á Sæbóli og þess vegna var mikið erfiði að stunda útræði þaðan. „Það gat þurft að byrja á því eftir brælu að beita línuna. Siðan þurfti að moka bátana upp og koma þeim fram. Það þurfti tvær áhafnir til þess að setja fram einn bát. Síðan var að koma línunni um borð 1 tré- stömpum sem voru úr síldartunn- um og þá var hægt að fara á sjóinn." Fiskurinn var síðan fluttur í land á árabátum, slægður í fjörunni, bor- inn upp á plan á handbörum, flatt- ur, saltaður og vaskaður eftir kúnst- arinnar reglum. Síðan þegar fisk- tökuskipið kom var ferlið endurtek- iö. Fiskurinn borinn á handbörum um borð í árabát. Þaðan var honum kastað upp á dekk á fisktökuskip- inu. Þegar verið var að skipa upp salti var því mokað í poka um borð í skipinu. Pokarnir látnir síga um borð i árabátinn og síðan bomir á bakinu úr fjörunni og upp í salthús. „Þetta var fyrst og fremst manns- aflið sem stóð undir öllum fram- kvæmdum þarna,“ segir Ingimar, sem minnist þess með gleði þegar hann tók þátt í saltuppskipun þegar hann var 8-9 ára gamall og fékk það embætti að ausa bátinn svo ekki kæmist væta í saltið og fékk útborg- að í kringlum. Ingimar var álitinn fullnýtur vinnukraftur frá fermingu. Þá fór hann að stokka upp og beita lóðirn- ar ásamt því að vinna við flskinn en eins og önnur Strandaböm og reyndar öll böm á íslandi þessa tíma var hann látinn vinna við bú- skapinn strax og hann hafði aldur og krafta til. Fór aldrei í skóla En hvernig var með skólagöngu? „Ég fór aldrei í skóla," segir Ingi- mar. „Ég lærði heima að lesa, skrifa og reikna en pabbi hafði farið í kennaraskóla. Svo var ég tvisvar í stuttan tima hjá farkennara, í þrjá mánuði hvort skipti. Þegar skóla- hús var byggt í Aðalvík aðstoðaði ég við bygginguna en sat þar aldrei á skólabekk." Hann segir að menntunarleysiö hafl aldrei verið sér fjötur um fót þvi hann hafi fengið t.d. verslunar- leyfi og þess háttar út á reynslu. En það þýddi lítið að fást um það sem ekki bauðst. „Ég hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á búskap, ég vildi miklu frek- ar vera við sjóinn,“ segir Ingimar og eftir fermingu komst hann í fyrsta skiprúmið og var alsæll. Sú vertíð varð nokkuð endaslepp því í ofsaveðri í lok maí 1928 brotnuðu allir bátar Aðalvíkinga í spón þar sem þeir lágu við legufærin úti á víkinni fyri augum eigenda. Ingimar réðst þá til starfa yflr á Hesteyri við sOdarverksmiðjuna á Stekkeyri sem var í eigu Kveldúlfs, útgerðarfyrirtækis Thorsbræðra. Þar átti hann eftir að vera starfandi í mörg sumur en við búskapinn og sjóinn heima í Þverdal á veturna. „Ég byrjaði á því þama fyrsta vorið að aðstoða við að þrífa bragg- ana þar sem vinnufólkið átti að búa. Þetta voru gríðarstórir braggar með löngum röðum af kojum á tveimur hæðum. Þetta voru einföld þrif því við bárum vítissótablöndu á allt saman í hólf og gólf og síðan var sprautað vatni yfir allt saman.“ Á Hesteyri var líf og fjör, enda hundruð vinnufólks víða að af land- inu þar samankomið til að salta og bræða silfur hafsins, síldina. Hest- eyri þandist út á þessum árum. Margir byggðu sér hús og verk- smiðjan stóra var undirstaðan í at- vinnulífinu. En var aldrei frí til að skemmta sér svolítið? „Það var unnið á vöktum meðan eitthvað var til af síld. Fyrir utan það þurfti að skipa upp kolum og salti og nauðsynjum svo það gáfust ekki miklar frístundir." Skilvindumeistari á Hesteyri og Hjalteyri Ingimar vann á Hesteyri öll sum- ur frá 1924 til 1937 og var lengst af skilvindumeistari í síldarbræðsl- unni sem er talsverð virðingarstaða og mikilvægt starf en meö skilvind- unum er lýsið skilið frá hratinu en lýsið er dýrasta afurðin. Ingimar fór oft í kaupstað á ísa- firði þegar hann var að alast upp en höfuðborgina, Reykjavik, leit hann fyrst augum 1930, þegar hann var 17 ára gamall sendur til náms í orgel- leik hjá Jóhanni Tryggvasyni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.