Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 45
lærði i þrjá mánuöi. „Þetta var talsvert ævintýri og upplifun fyrir mig. En mér leist ekki allt of vel á mig í Reykjavík. Það var hálfgerð kreppa á þessum árum og mikil fátækt. Kreppunnar varð ekki eins vart norður á Hest- eyri, þar sem atvinna var næg i síld- inni.“ Á síldarleysisárinu 1937 fylgdi Ingimar Garðari bróður sínum suð- ur í Borgarfjörð en Garðar settist á skólabekk á Hvanneyri. „Ég ætlaði fyrst að svipast um eft- ir skiprúmi en var oröinn nokkuð afhuga sjómennsku þegar hér var komið sögu. Ég hafði reynt fyrir mér sem háseti á togararanum Ver veturinn 1933 og leist satt að segja ekki á. Þegar við komum að bryggju blasti við mikiil mannfjöldi á bryggjunni. Mér fundust þessar miklu móttökur sérstæðar en í ljós kom að þetta voru verkamenn á snöpum eftir vinnu. Svona var ástandið þá og þama varð mér ljóst að togarasjómennska átti ekki við mig.“ Ingimar var viðloðandi á Hvann- eyri í byggingavinnu næstu þrjú árin en þegar stríðið skall á fekk hann upphringingu frá Kveldúlfs- mönnum sem voru að ræsa mikla verksmiðju á Hjalteyri við Eyjafjörð og vantaði vanan skilvindumann. Ingimar sló til og var í þrjár vertíð- ir á Hjalteyri en síðan lá leiðin i setuliðsvinnu og fleira suður í Njarðvík. Þetta sama strið gróf und- an heimabyggð hans í Aðalvík, sem á þessum árum tæmdist nær alger- lega af fólki. Flóttinn brestur á og byggðin tæmist „Það kom her í Aðalvík og allir sem vettlingi gátu valdið unnu hjá þeim við byggingu radarstöðvar og fleira. Þá eignaðist fólk peninga sem gerði því kleift að fLytja í burtu og hefja nýtt líf annars staðar. Fótun- um var kippt undan saltfiskfram- leiðslu. Allt skyldi sett í ís og siglt á Bretland. Staður eins og Aðalvík, þar sem ekki var höfn, átti enga möguleika þegar ekki var lengur nægur mannskapur til að setja fram bát. Það urðu allir að fara.“ Foreldrar Ingimars fluttu til Reykjavíkur 1945 og faðir hans fór að vinna í versluninni Húsmunir sem Ingimar átti hlut í. Þar voru seld húsgögn og sitthvað fleira en faðir hans undi sér ekki vel á möl- inni. „Þetta voru sár og erfiö umskipti fyrir mjög marga. Margt fullorðið fólk hafði aldrei komið út fyrir sveitina sina og vildi hvergi annars staðar vera. Þetta var auðveldara fyrir okkur yngra fólkið og má segja að við höfum verið heppin af því að hægt var að selja jöröina. En marg- ir fóru meira og minna með tvær hendur tómar frá Aðalvík og litu ekki oft glaðan dag eftir það.“ Að bjarga sár Ingimar haslaði sér völl í verslun í lok striðsins en hann starfaöi líka hjá heildverslun Geirs Stefánsson- ar, vann hjá Sambandinu og ferðað- ist um sveitir landsins og setti upp súrheystuma og mjaltavélar. Jafn- framt haföi hann allar klær úti við að afla sér aukatekna og m.a. keyptu hann og faðir hans stóra skemmu af setuliðinu í lok stríðsins og rifu. Faðir Ingimars seldi sinn hluta af timbrinu en Ingimar byggði sér sumarbústað í Vatnsendalandi úr sínum parti. Seinna gat hann fengið lóð við Skipasund og þar var steyptur grunnur sem Sigvaldi Thordarson, síðar arkitekt, teiknaði fyrir hann að launum fyrir öku- kennslu. Á þessum tímum gilti að sjá sér og sínum farborða með þeim aðferð- um sem tíökuðust og þetta var þjóð- félag hafta og skömmtunar. í lok stríösins keyptu Ingimar og faðir hans stóran skúr af Kveldúlfi við Háteigsveg. Þar smíðuðu þeir skúr og fluttu upp á Öskjuhlíð, þar sem fjöldi fólks bjó í braggahverfi, og settu upp verslunina Snorrabúð. Þama stóð faðir Ingimars vaktina árum saman og verslunin naut mik- illa vinsælda hjá íbúunum þrátt fyr- ir athugasemdir heilbrigöisyflr- valda sem vildu hafa í búðinni hluti eins og rennandi vatn og íleira. „Við vormn komnir með frysti- geymslu í búðina undir það sein- asta,“ segir Ingimar þegar hann rifj- ar upp þessa tíma. Basl við byggingar En áfram var barist og þegar Snorrabúð þurfti að víkja fyrir veg- inum yfir Öskjuhlíð fengu þeir feðg- ar úthiutað byggingarleyfi frá Fjár- hagsráði og lóð frá borginni á Dal- braut 3. Þama var síðan teiknað heljarmikið hús með verslun á jarð- hæðinni og íbúðum á efri hæð. Ingimar seldi húsið i Skipasundi og íbúð sem hann átti við Hverfis- götu til þess að fjármagna bygging- una en SPRON hafði lofað fjármögn- un á lokaspretti. Hann kom húsinu upp rúmlega fokheldu en þá brást lánsloforð SPRON. Ingimar barðist áfram og Sigurð- ur Ármann nokkur gekk til liðs við hann í þessu byggingabraski en þeim féll ekki að starfa saman við verslunina á Dalbraut svo Ingimar leigði Sigurði sinn hluta í húsinu og rekstrinum og leigði einnig íbúðir á efri hæðunum út. Sjálfur réðst hann í að kaupa verslunina Fáfni, sem þá var rekin á Bergstaðastræti, og seldi bæði leikföng og bamavagna. Það gekk vel þótt allar klær þyrfti að hafa úti við að útvega innflutnings- leyfi, gjaldeyrisleyfi, lán og bókstaf- lega allt sem þurfti til þess að reka viðskipti með eðlilegum hætti. „Þetta átti mikið eftir að breytast á minni tíð,“ segir Ingimar. „Á þess- um ámm var auðvelt að vera kaup- maður því allt sem maður gat keypt var hægt að selja. Síðar komu þeir tímar að það var hægt að kaupa miklu meira en þá fóru margir flatt á því og fóra á hausinn. Þannig vora þetta ekki slæmir tímar þó frelsið skorti." Ingimar keypti síöar húsnæði undir verslunina á Klapparstíg 40 og þar var verslunin lengi til húsa eða til loka starfsaldurs Ingimars. Hann flutti með sína fjölskyldu á Dalbrautina og bjó sér þar heimili. En hvar er orgelið? En hvemig fór með orgelnámið frá vetrinum 1930? „Ég spilaði stundum í kirkjunni heima og hef alltaf unnað tónlist og söng lengi í Karlakór Reykjavíkur og starfa þar með öldruðum félögum enn þá. Heima gátu alltaf allir sung- ið og þegar við stofnuðum átthagafé- lag Sléttuhrepps varð fljótlega til kór sem var sá fyrsti sem Páll Pampichler stjómaði á íslandi." Vandað rafmagnsorgel í íbúö Ingimars með opnum nótnabókum ber þess vitni að hann heldur enn við kunnáttu sinni á þessu sviði. Ingimar býr í þjónustufbúö á Dal- braut 21 en á stutt að fara inn á Dal- braut 3 þar sem hann er með tré- smíðaverkstæði í bílskúr hjá Snorra syni sínum. „Það er ekki hægt að sitja og bíða eftir því að deyja. Ég verð að hafa eitthvað fyrir stafni og í skúrnum smíða ég trog, kassa og kimur og ýmislegt smálegt. Ég hefi reyndar smíðað heilt hús sem var flutt norð- ur í Reykjadal og sett upp þar. Ég vO halda þessu áfram meðan ég hef heilsu til og heilsan er ágæt utan hvað ég er svolítið slæmur í fótum." Brennivín ekkert óhollt En þakkar Ingimar þaö einhverju sérstöku hvað heilsa hans er traust. Hefur hann t.d. veriö bindindismaö- ur? „Nei það hefi ég ekki verið. Brennivín er ekkert sérstaklega óhollt í hófi og ég hef notaö það í hófi og get enn þá tekiö glas ef ég þarf þess. Ég veit ekki um neitt sem ég vildi hafa gert öðruvísi þegar ég lít til baka. Ég var alltaf að berjast og vildi helst vinna hjá sjálfum mér og geri það enn.“ Ingimar giftist 1943 Sigþrúði Helgadóttur og átti með henni tvo syni, Snorra lækni og Ingimar arki- tekt. Sigþrúður lést 1978 og Ingimar giftist aftur Margréti Guðmunds- dóttur en hún lést árið 1984. „Það getur verið að manni fmnist lífið stundum ósanngjamt en þaö er ekkert að gera nema taka því.“ -PÁÁ Afján áramótalirennyr á höfuðborgarsvæðinu Áramótabrennur 1999 Valhúsahæð kl. 20.30 Kjalanesi Klðberg kl. 20.30 Klettagaröarkl. 21.30 Mosfeltebær 29 Glrfunes kl. 21.30 Hafravatnsvegur k|. 20.30 Æglsíha kl. 20.30 Laugarásvegur U. 21.30 Sklldlnganes kl. 20.30 Fossaleynlr kl. 20.30 Gelrsnef kl. 20.30 Suðurhlíðar kl. 20.30 Fylkisvillur K Smárlnn íþróttahús kl. 20.30 RT2030 Ártúnsholt kl. 20.30 Tröð kl. 20.30 Selásblettur kl. 18 Suburfell kl. 20.30 - - Lelrubakki kl. 20.30 Amarneshæfi kl. 20.30 Hafnarfjörður Aavelllr kl. 20. 30 Alls er gert ráð fyrir átján áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Fyrsta brennan verður tendruð klukkan átján en hún er staösett við Selásblett í Árbænum. Kveikt verður í öðrum brennum ýmist klukkan hálf níu eða hálf tíu. Lögregla hefur sagt að vel kunni að koma til þess að aðeins verði kveikt í fáum brennum vegna hugsanlegs veðurhams en hún mun senda frá sér til- kynningu um það þegar dregur nær kvöldi. Lög- regla hefur jafnframt minnt brennugesti á aö skilja flugelda sína eftir heima þar sem mikil slysa- hætta er af notkun þeirra við fjölmennar brennur. -GAR AKUREYRI ilbarösoyrl kl. 20 Komdu Líka í íslandica Leifsstöó Sími 425 0450 „Ég fer alltaf með alvöru nammi frá gamla landinu til vina minna erlendis". Jólafrí, vetrarfrí, borgarfrí, sumarfrí, hvaða nafni sem það nefnist. Þegar þú kemur í Leifsstöð áttu erindi í vöruvalið hjá okkur. Tvær brennur á Akureyri DV, Akureyri: Tvær áramótabrennur verða á Akureyri að þessu sinni, eins og verið hefur undanfarin ár. Önnur er á Bárufellsklöppum við Krossanesbraut, en hin við Réttarhvamm, skammt frá afleggjaran- um upp I Hlíðarfjall. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns á Akureyri verður tekin um það ákvörðun eftir hádegi á gamlársdag hvort kveikt verður í brennunum, en einungis slæmt veður gæti komið í veg fyrir það. Veðurspáin er frekar hagstæð fyrir Akureyringa og aðra Norðlendinga um áramótin þannig að sennilega fá íbúar þar sín- ar brennur og þokkalegt veður til að skjóta upp flugeldum. Einnig er ein brenna á Svalbarðseyri. ‘iT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.