Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 32
Bland í poka Gísli G. Jónsson náði frábærum árangri í akstursíþróttum á ár- inu. Hann varð ís- landsmeistari í tor- færuakstri og tryggði sér einnig heimsmeist- aratitilinn í greininni. Rúnar Jónsson varð íslandsmeistari í rallakstri og sigraði að auki í Alþjóðlega rall- inu. Tómas Viborg Garðarsson og Elsa Nielsen tryggðu sér íslansmeistaratitla í einliðaleik í badminton. Árangur Elsu var glæsilegur. Hæun tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í ein- liðaleik í sjöunda sinn og íslandsmeistaratitil- inn í tvíliðaleik sjötta árið í röð. Tómas Viborg og Elsa Nielsen voru einnig í íslenska landslið- inu sem sigraði í Evrópumóti B-þjóða sem fram fór á írlandi. Guömundur Stephensen hélt áfram sigur- göngu sinni í borð- tennis karla. Hann varð Islandsmeistari í einliðaleik sjötta árið i röð, einnig í tvíliða- og tvenndarleik. Þá lék hann á árinu með dönsku liöi og stóð sig mjög vel á þeim víg- stöðvum. Ingibergur Sigurósson, glímukappi, stóð sig vel á árinu og varð Glímukóngur íslands fjóröa árið í röð. Birgir Leifur Hafþórsson náði mjög góðum árangri á árinu. Hann komst annað árið í röð í lokaúrtökumótið fyrir evrópsku mótaröðina og vaantaði ekki mikið upp á að hann kæmist inn á „Evróputúrinn". Björgvin Sigurbergsson og Ólöf Maria Jónsdóttir urðu íslandsmeistarar í golfi karla og kvenna. Sigurbjörn Báróarson, knapi, náði hreint stórglæsilegum árangri á árinu. Alls vann hann 42 sigra á árinu og þar á meðal glæsilega sigra á heimsmeistaramótinu. Njardvik og Keflavík háðu margan slaginn á árinu í körfuknattleik karla. Njarðvik varð bikarmeistari eftir framlengdan leik liðanna og Keflavík íslandsmeistari eftir fimm leikja baráttu. í körfuknattleik kvenna vann KR alla fimm titlana sem í boði voru. -SK FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 DV Islandsmeistarabikarinn í knattspyrnu karla fór loksins í vesturbæinn eftir langa bið. Hér eru þeir Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, og Þormóður Egilssi Á innfelldu myndinni fagna KR-stúlkur íslandsmeistaratitili sfnum. Silfur Völu það besta í frjál Vala Flosadóttir náði best- um árangri íslenskra frjáls- íþróttamanna á árinu 1999. Vala tryggði sér silfurverö- laun á heimsmeistaramótinu innanhúss í Sevilla á Spáni er hún stökk 4,45 metra. Þá varð Vala Evrópumeistari unglinga, yngri en 22 ára, og stökk þá 4,30 metra. Þá varð Vala í öðru sæti á sterku móti í Frakklandi þar sem hún stökk 4,40 metra og fjórða á móti í Stokkhólmi er hún stökk 4,26 metra. Jón Arnar Magnússon varð í flmmta sæti á heims- meistaramótinu innanhúss í tugþraut. Þá setti Jón Arnar glæsi- legt Norðurlandamet. Jón Arnar sigraði í þremur greinum á meistaramóti ís- lands innanhúss og loks setti hann íslandsmet í þríþraut á Stórmóti ÍR innanhúss. Guðrún Arnardóttir byij- aði keppnistímabilið mjög vel en varð fyrir meiðslum sem settu stórt strik í reikn- inginn á árinu. Guðrún varð í þriðja sæti í 400 metra grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsí- þróttasambandsins á Ítalíu, i fjórða sæti á öðru stigamóti í Þýskalandi og var mjög ná- lægt því að komast í lokamót- ið. Loks bætti Guðrún ís- landsmetið í 50 metra grinda- hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR. Einar Karl Hjartarson tvibætti íslandsmetið í há- stökki karla innanhúss á ár- inu og stökk 2,20 metra í síð- ara skiptið. Þórdis Edda Elísdóttir sigraði á stökkmóti ÍR í mars og stökk þá 4,37 metra sem er hennar besti árangur innan- húss. Hún sigraði á móti í Grikklan Þórdís I sæti og launa á móti í S 4,31 metr Loks k heimsme húss og i á heims anhúss o sæti. Guðjón Þórðarson tók við liði Stoke á árinu í kjölfar kaupa íslenskra Llð Aftureldingar, með Bjarka Sigurðsson fremstan í flokki, vann alla fjárfesta á meirihluta í félaginu. titla í handboltanum sem í boði voru á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.