Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 31
I FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 31 Jóhannes Jónsson í Bónusi: Enginn einn verður alvaldur „Verslunin þarf að vera stór til að uppfylla hagkvæmniskröfur neyt- enda. Ef hagkvæmnin hefði ekki komið gegnum -------------- stærðina væru smá- kaupmenn í Reykja- vík 150 í dag, það kann að vera að smátt sé fagurt en það kann að verða til þess að það sem ________ er í kringum það jóhannes verði magurt," sagði Jónsson. Jóhannes Jónsson, kaupmaður i Bónusi, sameiningar- sinni númer eitt á íslandi í dag. Hann telur útilokað að Baugsbúð- ir nái einokun á verslun á íslandi. Allir í greininni vandi sig og passi upp á að enginn einn verði alvald- ur. Sveinn S. Hannesson hjá Samtökum iðnað- , arins: Ottumst kollsteypu „Iðnaðurinn er smám saman aö breytast úr frumvinnslu í tækni- vædda framleiðslu. Það hagvaxtar- skeið sem við upplif- um núna á, að ein- um þriðja tel ég, rætur í iðnaði og byggingastarfsemi en sáralítið í sjávar- útvegi, þetta höfum við ekki séð áður,“ sagði Sveinn S. Hannesson, fram- kvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins. Sveinn segir að tölvu- og hugbún- aðariðnaði hafi á árinu vegnað vel. Uppgangur hafi líka verið mikill í byggingariðnaði. „Slæmu fréttimar núna eru þær að laun hafa enn einu sinni hækkað meira en hjá keppinautum erlendis, meira en nemur framleiðniaukning- unni. Við óttumst ekkert eins og kollsteypu, sem getur rifið allt nið- ur á skömmum tíma,“ sagði Sveinn. Halldór Björnsson, formaður Eflingar: Óréttlætið hef- ur aukist - ekki minnkað „Það er rétt byijað að þreifa á þessu, gára yfirborðið," segir Halldór Bjöms- son, formaður Eflingar, stærsta laun- þegafélagsins, um samningaþófið sem er hafið og mun skekja atvinnulifið áður en langt um líður. „Það er merkilegt að félög- in héma við Faxafló- ann munu standa ----------- saman um samninga- Halldór málin, um 24 þúsund Björnsson. manns sem tilheyra þessum þremur stéttarfélögum." „Þetta merkilega ár, síðasta árið á árþúsundinu, rann sína leið hjá okkur á venjubundinn hátt en nú taka átökin við,“ sagði Halldór. Hann segir að breyting hafi orðið til góðs hjá fólki í stærsta launþegafélagi landsins, Efl- ingu, með 17 þúsund félaga. „En hins vegar hefur óréttlætið í launamálum aukist en ekki minnkað. Okkar fólk á sjúkrahúsunum hefúr verið með þetta 15-17% launabreyting- ar á tímabilinu, meðan aðrir em með þetta upp í 43%. Það munar verulegum peningum hjá okkar fólki sem vinnur við hliðina á starfsmönnum sem eru innan ríkisgeirans. Ríkið er komið langt fram úr í launum, réttindum og lífeyrissjóðum,“ sagði Halldór. „Við leggjum upp með leiðréttingu á launamuninum sem orðinn er. Ég ótt- ast kaldan vetur, ekki bara í loftinu," sagði Halldór. „Allir hrópa Verðbólga! Verðbólga! þegár við fórum af stað. Þetta eru ekki heiðarleg vinnubrögð, mælirinn er fullur." Sveinn S. Hannesson. Sumir segja aö 1999 hafi verið besta árið í 1125 ár: Sólskin og svört ský - vorum við að eyða um efni fram? Síðasta árið í nitján hundruð- rununni, árið 1999, var sindrandi og brakandi góðæri. Þannig sneri það að almenningi og fjölmiðlum. Aldrei fyrr höfðu svo margir haft svo mikið fé handa á milli. At- vinnuvegirnir virtust með stæltasta móti og fólk lét eins og hér hefðu fundist olíulindir, enda setti ríkið fordæmið i eyðslunni í ársbyrjun meö útspili eins og því að lofa fínu menningarhúsi á flest byggð ból - væntanlega við hliðina á gamla félagsheimili staðarins. Flotta ártalinu 2000 er fagnað með miklum flugeldum og ókjörum af kampavíni - en spumingar hrann- ast upp. Hvað er fram undan í at- vinnulífinu? Eyöa, eyöa, eyöa ... Fólk eyddi sem best það gat 1999. í bíla, húsnæði, sumarbústaði, lax- veiði, utanferðir, græjur, verðbréf, hlutabréf og líka örfáum milljörð- um í viðbótarlífeyrissjóði, sem eiga að sjá til þess að fólk geti haldið áfram að eyða af kappi i ellinni. Allt er þetta hið besta mál, enda er það keppikefli mannsins og hans náttúra að búa sem best um sig og sína. En engu að síður hafði maður oft á tíðum óbragð í munni vegna eyðslusemi landans. Að mönnum læðist sá grunur að atvinnuvegirn- ir hafi ekki staðið undir öllu því mikla fé sem eytt var á árinu 1999, það sé að stórum hluta komið ann- ars staðar frá og muni bætast við geigvænlegar skuldir heimilanna. Atvinnuvegirnir hafa vissulega hagnast og styrkst við að almenn- ingur er farinn að taka þátt í upp- byggingu þeirra með kaupum á hlutabréfum. Spamaður meö þessu formi var meiri 1999 en áður hafði gerst og er hið besta mál. Spamað- ur er góður en glórulaus „spand- ans“ afleitur. Árið 1999 var að sumra mati besta árið frá frá því landið byggðist fyrir 1125 árum síð- an, hvað sem hæft er í því. Síðan í haust hafa þó dökkar skýjatjásur hrannast upp. Launastríö aö hefjast Atvinnuvegirnir stóðu ekki í hinu venjubundna launaþjarki, ekki framan af ári. En í nóvember komu „aðilar vinnumarkaðarins" saman og ræddu um komandi kjarasamninga sem blasa við. Við- brögð beggja voru alþekkt - gamal- kunnar og ólystugar lummur voru komnar á samningaborðið. Verka- lýðurinn benti á hvaö gangastúlk- ur, sjúkraliðar og hjúkmnarfræð- ingar hefðu það gott á spitölunum Ungur bóndi í Mývatnssveit, Kári Þorgrímsson, fann ekki fyrir góðærinu fremur en margir starfsbræðra hans. Ofan á annað basi á árinu bættist við að elsta kaupfélag landsins varð gjaldþrota og bændur þurftu aö taka skellinn af því aö hluta. DV-mynd Hilmar Þór Áramót en atvinnurekendur bentu á að launþegar væru ábyrgir fyrir því ef ný verðbólguskriða kæmist af stað og eyðilegðu árangurinn með óraunhæfum kröfum. Atvinnulíflð var um margt fjör- mikið árið 1999 - og atvinnuleysi virðist blessun- ________________ arlega hafa verið útrýmt, aldrei fyrr hefur annað eins verið flutt inn af farand- verkafólki til fs- lands og einmitt á þessu ári. Fyrirtæki þjöppuðu sér saman og gamlir fjandmenn hafa gengið í eina sæng. Gamla formúlan smátt er fagurt! er löngu gleymd. Allt stefnir í dag í gamla sovéska kerfið þar sem eitt fyrirtæki ræður ferð- inni í hverri grein. Einu sinni var samþjöppun af þessu tagi kölluð ljótum nöfnum, ekki síst þegar gamla SÍS var og hét. í byrjun árs 1999 seldu Flugleið- ir Hótel Esju og Loftleiðir til Hag- kaupsbræðra, stærstu fjárfesta landsins, en tóku eignimar jafn- skjótt á leigu til 15 ára. Talandi um flugmál, þá var mikið um að vera í þeim málaflokki, ekki síst hjá Jón Birgir Pétursson Atlanta sem er stærsta flugfélag landsins í farþegasætum talið. Hjá Flugleiðum gekk betur seinni part ársins en áður hefur gerst og útlit fyrir að dæmið gangi upp þar á bæ, að vísu eftir miklar eignasölur eins og áður sagði. Hótelsalan færði _______________ félaginu 1,3 millj- arða króna. í landbúnaði . hallaði enn á bændur og ljóst að vandi þeirra er - mikill. Þegar sauðkindin er nánast talin óal- andi flnna menn ný ráð. Eitt þeirra er að flytja inn norskar kýr, stór- gripi sem sagt er að spæni upp tún- in og éti á við tvær kýr af gömlu gerðinni - og skili óhollri mjólk ofan í kaupið. Iðnaður af ýmsu tagi var á upp- leið og íslenskur iðnaður þykir í dag gæðamerki en þannig var það ekki forðum. Alls konar hugbúnað- ariðnaður er í gangi og miklar von- ir við hann reistar, enda þótt stærstu fyrirtækin hafi ekki skilað hagnaði árum saman. Alls konar vélar tengdar sjávarútvegi eru framleiddar og seldar víða um lönd, vörur sem tengjast tölvu- tækni nútímans. Stóriöjan var mikið í umræð- unni og athyglisvert er að henni er ekki lengur fagnað eins ákaft og fyrr. Eyjabakkamálið sýnir þetta. Stór hluti fólks leggst gegn áform- um um virkjanir á Austurlandi og gegn því að norskt álver rísi í Reyðarflrði. Þetta eru tímanna tákn. Óþægilegar breytingar Sjávarútvegurinn, greinin sem allt stendur og fellur með, gekk upp og niður. Frá ýmsum þeim hremmingum segir nánar í grein um byggðamál í þessu blaði. Allar breytingar eru óþægilegar. Sam- einingar, niðurlagningar, gjald- þrot, verðbrestur, missir markaða og hvaðeina. Allt spilar þetta inn í okkar fábrotna atvinnulíf og hrell- ir mannskapinn sem við atvinnu- greinina starfa og gerir tilveruna óþægilega. En stælt fyrirtæki í þessari aðalgrein okkar eru nauð- synleg. Þrátt fyrir allt byggjum við enn á fiskinum - sem stundom læt- ur ekki kræla mikið á sér, saman- ber loðnu og síld að undanfömu. Það eru vissulega blikur á lofti og varfæmar þjóðir væm fyrir löngu famar að draga saman seglin í eyðslunni. En ekki við. -JBP Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins: Finnur Geirsson, formaöur Samtaka atvinnu- Iffsins. 5% kauphækkun ár eftir ár gengur ekki smiðju landsins, Nóa-Síríusar hf. Finnur segir að áöur hafi íslendingar upplifað 2 til 3 ára tímabil mikillar kaup- máttaraukningar. Þá hafi það byggst á uppgangi í sjávarútvegi. Hann segir það sérstakt við kaupmáttaraukninguna núna að hún byggist á breiðari gmnni en áður, ekki eingöngu sjávarfanginu. Það sé góðs viti og nýtt í sögunni. „Það er viðbúið að samningar verði strembnir. Ég held menn hljóti að skilja að 5% kauphækkanir árlega undanfarin þrjú ár er allt að því tvöfalt það sem gerist í okkar viðskiptalöndum. Við höfúm komist sæmilega upp með þetta hingað til. En þetta gengur ekki mörg ár í viðbót - jafn- vel ekki eitt ár enn. Þetta verða menn að horfast í augu við,“ sagði Finnur Geirsson. „Þenslumerki og hættumerki blasa við okkur. Verðbólgan er að aukast og hættulega mikill við- skipta- halli Óneitanlega er þetta ekki gott veganesti þegar við leggjum upp í samninga. En maður getur ekki annað en vonað að við náum lendingu og siglum aftur í stöðugleikaumhverfið sem allir kunna vel að meta og hefúr skilað okkur miklu,“ segir Finnur Geirs- son, formaður Samtaka atvinnulífs- ins, en hann tók við nýju embætti sem formaður samtakanna 15. sept- ember. „Ákveðnar vísbendingar eru um að heldur sé að draga úr í svokölluð- um samkeppnisgreinum, enda hefur launakostnaður hækkað mikið, og það er kostnaður sem ekki verður velt út í verðlagið," sagði Finnur, sem er forstjóri öflugustu sælgætisverk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.