Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 40
„Þessi kona er verri en Adolf Hitler," sagöi saksöknarinn Sara McArdle þrumuraustu þegar hún og hópur annarra svonefndra sérfræð- inga fengu hina tuttugu og fimm ára gömlu Kelly Michaels dæmda í fjörutíu og sjö ára fangelsi fyrir að hafa gróflega misnotað nítján börn eitt hundrað og fimmtán sinnum á We-Care barnaheimilinu i Maplewood í New Jersey í Banda- ríkjunum. í þrjú ár hafði Kefly haldið fram sakleysi sínu en enginn trúði henni. Fjölmiðlar höfðu lýst meintu athæfi hennar í smáatriðum og þjóðin var afar reið konunni sem sat undir ákæru um að hafa misnotað þriggja til sex ára gömul böm sem henni hafði verið trúað fyrir. í einangrun Eftir dómsuppkvaðninguna var Kelly færð í eitt af verstu kvenna- fangelsum i Bandaríkjunum, en það er í Clinton í New Jersey. Fyrsta hálfa annað árið var hún höfð í ein- angrun svo að hægt væri að vernda hana fyrir öðrum fóngum. Kelly var fædd í Pennsylvaníu og ólst upp hjá strangtrúuðum kaþ- ólskum foreldrum. Hún byrjaði að læra uppeldisfræði, en þegar hún var orðin tuttugu og tveggja ára ákvað hún að reyna að láta gamlan draum um að verða leikkona ræt- ast. Hún gekkst undir próf í kunn- um leiklistarskóla í New York og stóðst það. Hún átti hins vegar ekki að byrja námið fyrr en flmm mán- uðum síðar, eða í apríl 1985, og því réð hún sig sem kennslukona á We- Care-barnaheimilinu í Maplewood. Hún varð fljótlega vinsæl meðal bamanna og starfsfélaganna og ýmsir söknuðu hennar þegar hún hætti til að hefja leiklistamámið. Hitamælirinn Um viku eftir að Kelly fór i skól- ann þurfti fjögurra ára drengur á bamaheimilinu að fara til læknis. Hann stakk hitamæli í endaþarm- inn á honum og þá sagði drengur- inn: „Þetta gerir ungfrú Michaels líka.“ Hefði Kelly verið að því spurð á þessari stundu hvort hún hefði gert það hefði svarið verið jákvætt, því hún hafði mælt drenginn í há- degisverðarhléi af því hún hélt að hann væri að verða lasinn. Á þessum tíma náði móðursýki tengd kynferðislegri misnotkun barna hámarki í Bandaríkjunum. Læknirinn, kona, hafði orð á því við félagsráðgjafa, Peg Foster, að dreng- urinn hefði látið umrædd orð falla við sig. Foster hafði þegar samband við foreldra barnanna. „Við höfum grun um að kona sem var við störf á bamaheimilinu hafi gerst sek um hryllilegt athæfi við nokkur af bömunum þar,“ sagði hún i bréfi til þeirra. Foster kallaði siðan foreldrana á fund og lagði þeim reglurnar um hvernig þau ættu að fylgjast með bömum sínum. Leiðandi spurningar í upphafi hafði ekkert bamanna neitt að segja um Kelly Michaels. En með því að bjóða þeim sælgæti og fleira fengu foreldramir börnin til að svara nokkrum spumingum þeirra. Og áður en vika var liðin var ungfrú Michaels orðin að skelfi- legu skrímsli. Er hér var komið var lögreglan kölluð til sem og sálfræðingurinn Eileen Tracy. Yfirheyrslan yfir bömunum var vægast sagt mjög vafasöm. Eftirfarandi er tekið beint úr upptöku er rætt var við fimm ára gamlan dreng: „Hefur ungfrú Micahels stungið nokkru upp í rassinn á þér?“ „Það veit ég ekki.“ „Auðvitað veistu það. Þú færð að Sannfærðu alla í skopstælingu af réttarhöldum sem stóðu í ell- efu mánuði tókst saksóknara og svonefndum sér- fræðingum að af- vegaleiða bæði dómara og kvið- dómendur. Full- yrðingar sál- fræðingsins Eileen Tracy um að ein af ástæð- um þess að sum barnanna vildu ekki borða tún- fisk væri sönnun þess að þau hefðu sleikt kyn- færi Kefly þóttu góðar og gildar. Fjölmiðla gerðu sitt tfl að magna móður- sýkina og niður- staðan af öllu þessu varð sú að Kelly var dæmd í fjörutíu og sjö ára fangelsi. Árvökulli blaðakonu, Dorothy Rabin- owitz frá Harpers Mag- azine, fannst hins vegar óþef- kom fyrir hæstarétt, en í stað hans kom annar álíka frægur lögmaður, Wifliam Kunstler. Dóminum yfir Kelly Michaels var hrundið. Dómararnir þrír sem það gerðu gagnrýndu harðlega saksókn- ara og dómara í fyrri réttarhöldun- um. „Þetta eru nútímanornaveiðar án hliðstæðu og skammarblettur á bandarísku réttarfari. Hvað eftir annað hefur verið gengið á rétt Kelly Michaels af fólki sem hefur gefur sig á vald miklum hugarór- um,“ sögðu dómaramir. Falskt vitni I ljós kom að hinn svonefndi barnasálfræðingur, Eileen Tracy, sem saksóknari hafði leitt fram sem helsta sérfróða vitni sitt, var alls ekki menntaður sálfræðingur. Þá varð ljóst að lögreglumenn og konur höfðu reynt að lokka bömin til að gefa rétt svör og dygði það ekki var sumum þeirra hótað. Þá kom fram að sérfræðingum verjanda var neit- að að ræða við börnin. 2. desember 1994 varð saksókn- araembættið að fella niður allar ákærur á Kelly Micahels. Þegar hún var að því spurð hvort hún fyndi til reiði gegn því full- orðna fólki sem hefði hrundið af stað óg alið á móðursýkinni sem varð henni svona dýrkeypt svaraði hún: „Ég er ekki reið bömunum, því þau voru fórnarlömb alveg eins og ég. En ég fmn til mikillar reiði í garð saksóknara og sérfræðinganna Kelly með tvö málverkanna sem hún gerði í fangelsinu. ur af öllu mál- inu. Henni tókst að fá að- gang af eftirrit- um af samtöl- um sálfræð- inga og lög- reglumanna við börnin. Það varð til þess að hún varð sannfærð um að Kelly Michaels væri saklaus. Árið 1992 fór Dorothy á fund hins fræga lög- manns Mortons Stav- is, sem var þá komin á eftir- laun. Hann fór yfir það sem Dorothy lagði fyrir hann, en fór síðan á fund Kelly í fangelsinu og ákvað skömmu síðar að áfrýja dómnum yfir henni og taka engin laun fyrir málflutninginn. Morton Stavis lögmaður. svonefndu sem stóðu að öllum mála- tilbúnaðinum með sjúklegum hug- arórum." Fyrirmyndarfangi Kelly hagaði sér mjög vel í fang- elsinu. Hún málaði myndir, orti ljóð, söng í kómum og kenndi öðr- um föngum. í fimm ár missti hún aldrei vonina um að sá dagur kæmi þegar sannleikurinn yrði leiddur í ljós. Árið 1993 tókst Stavis að sann- færa dómskerfið um að grundvöllur væri fyrir áfrýjun til hæstaréttar. Þá var Kelly látin laus gegn trygg- ingu. Stuttu síðar trúlofaðist hún blaðamanni sem hafði tekið viðtal við hana í fangelsinu. Morton Stavis lést áður en málið Bæturnar Kelly Michael voru síðar dæmdar milljónabætur. Þá kom fréttamaður á hennar fund og bað hana að tjá sig um þær. „Peningamir skipta mig engu,“ svaraði hún þá. „Ég fór aðeins í skaðabótamál til þess að leggja áherslu á að ákæruvaldið á ekki að fá að komast upp með slíka fram- komu án þess að þurfa að gjalda fyr- ir það. Ég mun ekki nota féð sjálf, heldur rennur það í sjóð sem á að greiða kostnað annarra sem líkt er á komið með og mér þegar þetta gekk yfir.“ fara um leið og þú hefur sagt frá því.“ „Já, en ég get ekki munað hvort hún gerði það.“ „Heyrðu nú ... stakk hún ekki gaffli upp í rassinn á þér?“ „Ég hata ykkur!" „Nei, það getur ekki verið. Við vitum að þér líkar við okkur og um leið og þú svarar okkur máttu fara út að leika aftur. Stakk hún ekki gaffli upp í rassinn á þér? „Þá það.“ „Hverju stakk hún upp í rassinn á þér?“ „Gaffli!“ Sara McArdle saksóknari. Fyrir rétti Þegar Kelly kom fyrir rétt árið 1987 var málið gegn henni búið að taka á sig mynd hópgeðsýki. Hún átti meðal annars að hafa gert eftir- farandi án þess að nokkrir sam- starfsmanna hennar hefðu orðið þess varir: Smurt jarðhnetusmjöri á kynfær- in á sér og neytt bömin til þess að sleikja það af. Neytt þau til að borða kökur sem hún hafði bakað úr saur úr sér og til að drekka úr sér þvag- ið. Neytt þau til að afklæðast og eiga kynmök. Hún átti einnig að hafa þrýst skeiðum og göfflum upp í endaþarminn á drengjunum og legókubbum og kertum í kyn- færi stúlkn- anna. Hún átti að hafa leikið á píanó meðan bömin sungu og stjórnað söngnum með blóðugum tíða- tappa. Þá átti hún að hafa hótað að skera börn- ih í smástykki ef þau segðu frá. Aflt þetta átti hún að hafa gert á bamaheimil- inu án þess að nokkur þar hefði tekið eft- ir neinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.