Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 39
3D"\?r FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 4 _____________________________________________%ndið 1999* Mikill uppgangur í atvinnulífi á Vesturlandi: Fólksfjölgun - líka í ríkisstjórn Hva!f]aröargöng, stóriðja og ný- breytni í atvinnulífi gera það að verkum að mannlif á Vesturlandi er aftur á uppleið. Fólki fjölgar í fjórð- ungnum og bjartsýni gætir. At- vinnulíf á Vesturlandi hefur verið með miklum blóma á þessu ári og hefur tekið stakkaskiptum. Tölu- verður uppgangur er á Snæfellsnesi og raunar um allt Vesturland, það fer ekki milli mála. Öflug fyrirtæki og göngin Atvinnuleysi er lítið og er það grundvallarbreyting frá því sem var fyrir ekki löngu síðan. Má fyrst og fremst þakka nýjum og öflugum fyr- irtækjum sem hafa verið stofnuð á Vesturlandi, meðal annars Norður- áli á Grundartanga, Rækjunesi í Stykkishólmi, sem er að fara út í neytendapakkningar og Sigurði Ágústssyni, sem keypti hrognaverk- smiðjuna Noru. Auk þess hafa mörg fyrirtæki sem fyrir eru verið að efl- ast. Daníel V. Ólafsson, fréttaritari DV, Vesturlandi Svo eru Hvalfjarðargöngin farin að segja til sín. Þau efla mannlífið og veita ný tækifæri. Á annað hundrað manns sækja vinnu sína daglega frá Vesturlandi til Reykja- víkur. Ánægjuleg tíðindi eru að Vest- lendingum fjölgaði á árinu og er það breyting frá því sem verið hefur. Og Vestlendingum fjölgaði líka í stjóm- arráðinu, þeir fengu sinn annan - eftir Daníel V. Ólafsson, fréttaritara DV á Akranesi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, smakkar á kleinum sem komu við sögu í opinberri heimsókn hans og Lennarts Meri á Akranes. Þær þóttu nokkuð harðar undir tönn. DV-mynd Daníel Kleinur og sprengjur í pólitík ’Ýmsir merkis- menn heimsóttu Vesturland á ár- inu. Hæst bar þó opinbera heim- sókn Ólafs Ragn- ars Grimssonar, forseta íslans og Lennarts Meri, forseta Eistlands, til Akraness. Kleinur komu nokkuð við sögu í þeirri heimsókn en þær voru ekki bakaðar af Gunn- ari Sigurðssyni, bakara og sjálf- stæðismanni á Akranesi. En hann átti þó eftir að „baka vand- ræði“ á árinu. Fyrsta alvöru sprengingin i póli- tikinni varð í vor þegar slitnaði upp úr meirihlutasam- starfi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokksins í Borgarbyggð út af sorpmálunum og bæjarstjórinn var látinn taka pokann sinn. Óli Jón Gunnarsson, fyrrverandi bæjar- stjóri i Borgarbyggð, var síðan kjör- inn bæjarstjóri í Stykkishólmi og tók hann við af Ólafi Hilmari Sverrissyni. Stefán Kalmannsson tók síðan við starfi bæjarstjóra í Borgarbyggö af Óla Jóni. Næsta al- vöru sprengingin í pólitíkinni varð í nóvember þegar Gunnar Sigurðs- son, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, var kjörinn formaður Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi og meirihluti bæjarstjómar Akraness sagði sig úr samtökunum í kjölfar þess í desember. Aukinn skipafloti og heitt vatn í hús Vestlendingar juku og bættu við skipaflotann á árinu svo um mun- aði. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi fékk til sín togarann Ing- unni Sveinsdóttur og nótaskipið Óla í Sandgerði. Auk þess komu nokkur smærri skip til Akraness, Snæfells- bæjar, Stykkishólms og Grundar- flarðar. Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfiröi bætti við sig tveimur stórum skipum í lok ársins, togara og togskipi og þar með 1.450 þorskígildistonnum. Mikið hefur verið karpað um veg yflr Vatnaheiöi á þessu ári en skipulagsstjóri hefur úrskurðað að ráðherra þegar Sturla Böðvarsson tók við samgöngu- ráðuneytinu. báðar leiðirnar séu góðar, Vatna- heiði og endurbættur vegur um Kerl- ingarskarð. Það verður síðan um- hverfisráðherra sem mun úrskurða í þessu deilumáli þann 29. desember. í nóvember var tekinn í notkun vegur- inn um Búlandshöfða sem bætir til muna samgöngur á Snæfellsnesi. Vel hitnaði undir Stykkishólmsbú- um á árinu þegar Hitaveita Stykkis- hólms var tekin í notkun og byrjað var á framkvæmdum við hitaveitu í Dölunum. Þá er verið að rannsaka hvort heitt vatn fmnist í Grundar- firði og Ólafsvík. Mikið var um eigendaskipti á fyr- irtækjum á árinu, ekki síst í Stykkis- hólmi. Fosshótel keypti Hótel Stykk- ishólm, Baugur keypti matvöruversl- un og Kynnisferðir keyptu Eyjaferð- ir. Þá voru merk tímamót í sorpmál- um og umhverfismálum á Vestur- landi þegar sameiginlegur sorpurðunarstaður fyrir allt Vestur- land var tekinn í notkun í Fíflholtum í Borgarbyggð. Þá er verið að taka í notkun gámastöð í Borgarbyggð og flest sveitarfélögin munu fylgja á eft- ir en Akranes var fyrst sveitarfélaga á Vesturlandi til að taka í notkun slíka stöð. Þá hefur vakið mikla at- hygli viðleitni Snæfellsbæinga til umhverfismála sem hafa mótað sér ákveðna stefnu í umhverfismálum og stofnað sérstakt félag um þann mála- flokk. Skólamálin voru mjög í sviðsljós- inu á árinu. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri tók til starfa. Samvinnu- háskólinn tók í notkun nýja tækni í tölvumálum, fyrstur skóla á Islandi og þó víðar væri leitað og Fjölbrauta- skóli Vesturlands á Akranesi tók í notkun nýtt og endurbætt húsnæði. Undirritaður óskar Vestlendingum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Lifum heil og verum góð við hvert annað á árinu 2000. -DVÓ Sunnlenskur sagnaþulur skoöar 1999 og næstu framtíð: Akandi til Eyja og Ijóslaus yfir heiðina Kamfýlóbanarnir Matthías og Birgir, heilbrigöisfulltrúar á Selfossi, voru ókrýnd- ir „Sunnlendingar ársins“ fyrir aö bera hag neytenda á Islandi fyrir brjósti frem- ur en framleiðendanna. „Hvers vegna ertu að spyrja mig að þessu,“ sagði gamall Sunnlend- ingur sem varð á vegi mínum núna rétt fyrir áramótin. Mér fannst að ég hlyti að komast í góða lind til að rif]a upp atburði ársins sem er að líða ef ég mundi knýja dyra hjá þessum aldna Sunnlendingi og fá hans álit á því tímabili sem við köll- um ár. „Það er nú ekki hægt að segja að árið hafi verið fullt stórviðburða en þó er ýmislegt sem rifjast upp ef far- ið er að róta í huganum," sagði sá gamli og leit til fjallahringsins sem er óviða eins fallegur og á Suður- landi í góðu veðri. „Ég hef oft sagt að það sé eins með Sunnlendingana og umhverfið sem þeir búa í, að þeir séu álika fjölbreyttir. Enda ekki við öðru að búast þegar landið er byggt frá fjöru til fjalls á jafnmikilli víð- áttu og hér er, við höfum orðið að læra að búa við þessa náttúru sem er yfirleitt góð viö okkur en stund- um vill hún sýna á sér aðra hlið.“ Við þessi orð leit hann í lófa sér og það var eins og hann væri að fletta upp í minnisbók þegar hann gerði það. Hendur hans voru ristar rúnum áranna sem hann hafði lifað og ef hver þeirra gæti sagt frá því sem hún hefði upplifað væri það efni í margar bækur. Skjálfti færist milli fjalla „Hvemig er þetta til dæmis fyrir austan?“ sagði sá gamli, „eru menn ekki alveg að verða búnir að kæfa Kötlu gömlu svo kirfilega með mæl- um og tólum aö hún lætur ekki á sér kræla næsta mannsaldurinn? Jú, það er búið að dusta rykið af öll- um Kötluviðbúnaði og þar eru allir komnir á tæmar bíðandi eftir að eitthvað gerist. Eftir að hlaupið kom í Jökulsá í sumar hafa menn vaknað við vondan draum og varla sofnað aftur. Það passar líka að þeg- ar allir eru tilbúnir í Mýrdalnum verður allt farið að skjálfa í Eyja- fjallajökli, þetta á líklega eftir að færast milli fjalla til að vekja menn til umhugsunar víðar,“ sagði hann „En þeir í Flóanum hafa nú líka eitthvað verið að skjálfa. Þaö er kannski eftir að þeir fengu nýjan ráðherra. Sá gamli fór suður til Bretlands og dvelur þar í góðu yfir- læti sem sendiherra. En sá nýi er hjartahlýr,“ sagði viðmælandi minn og kímdi við. Bíltúr til eyja - Ijóslaus á heiðinni Þegar ég spurði hann hvað hann ætlaði að hafa til jólanna stóö á svari: „Sko, við hjónin erum búin að vera að prófa ýmislegt á liðnum árum. Fyrst sviniö, síðan kjúkling- ana og svo kalkúnana. En nú veit maður ekkert hvað er óhætt að éta af þessu. Ef það er ekki eitt þá er það annað. Það er víst best að fara varlega. En það er erfitt hjá fleirum en mér að átta sig á þessu - sums staðar eru menn frekar að berjast við að finna sökudólga en taka til hjá sér,“ sagði viðmælandi minn. Mér lék forvitni á að vita hvað hefði staðið upp úr í pólitísku landslagi Suðurlandsundirlendis á árinu. „Þetta var nú svipað moð og venjulega. Þó að kosningar hafi verið í ár breyttu þær ósköp litlu, landslagið er það sama og fyrir þær. Þó svo að sums staðar hafi verið barist undir öðrum merkj- um er niðurstaðan sú sama eftir allt saman. Gaman verður þó að geta farið í bíltúr til Eyja innan nokkurra ára eða keyrt ljóslaus yfir Hellisheiði. Gott þegar sjónin er farin að minnka,“ sagði öldung- urinn sem er frægur fyrir ferða- gleði sína. Sunnlenskur seölabanka- stjóri Nú á síðustu dögum ársins er það orðið ljóst að Sunnlendingur er að setjast í stól seðlabankastjóra. „Það er fagnaðarefni aö pólitíkusamir hafa ekki gleymt tilgangi sínum þegar til svona stöðuveitinga kem- ur. Það væri skelfileg tilhugsun ef þessi grey færu út úr pólitík og viö þyrftum að gleyma þeim jafnóðum. Gott að hafa þá sem minnismerki inni á heimilum í gegnum sjónvarp- ið þegar þeir hafa fengið nóg af argaþrasinu á Alþingi," sagði sá aldni og tók vænan slurk í nefið og bauð mér með sér, mér til óbland- innar hressingar. „Annars finnst mér gott þegar alls staðar er nóg er að gera. Viö höfum um stundarsakir fengið nýj- an þéttbýlisstað hér inni á fjöllum og hér í kjördæminu er fólki að fjölga, allavega á vesturvængnum. Slæmt að vita að alltaf fækkar á austurendanum. Maður er hræddur um að landið sporðreisist einhvern daginn. Menn verða að reyna að Njöröur Helgason, fréttaritari J DV, Selfossi '*Wm£í snúa þessu við með einhverjum leiðum. Hvemig væri að sunnlenski seðlabankastjórinn flytti Seðlabank- ann í Vík? Allavega á Selfoss. Ég held að fólk hafi áttað sig of seint í hvað stefndi, þetta var eins og fyrir vestan. Menn fóru að gera eitthvað ' þegar allir voru að fara,“ sagði sá gamli. Með það var hann farinn. Ótalmargt gerðist á Suðurlandi á árinu sem við ræddum ekki um, það er líka gott aö eiga eitthvað í sarpnum til að ræða um seinna meir. -NH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.