Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Blaðsíða 43
V FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 mjftrn a VÍötdl 47 1 Erla Stefánsdóttir ræðir um stöðu mannsins í heiminum við árþúsundamót og þá skyldu hans að varðveita jafnvægið í náttúrunni Fyrir þér er einn dagur sera þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir, segir í þjóösöngnum okkar og nú hefur þessi þjóð hér í landi á hjara veraldar náö að lifa tvenn árþúsundamót og gott betur, þúsund ár í kristni þótt á ýmsu hafi gengið, samið ódauölegar bók- menntir, hrakið af sér ok erlendra ríkja og barist með kjafti og klóm fyr- ir þvi að verða sjálfstæð þjóð meðal þjóða. Og nú er nýtt árþúsund að hefjast og af einhverjum ástæðum er hinn vestræni heimur að springa úr eftir- væntingu, rétt eins og eitthvað gerist; rétt eins og hugarfarsbreyting eða gæfubreyting sé í uppsiglingu; rétt eins og land og þjóð verði eitthvað öðruvísi við þessi tímamót. Erla Stefánsdóttir er einn þeirra Is- lendinga sem skynja landið og þjóðina á annan hátt en við hin sem höfum þessi hvunndagsaugu, sér það líf sem lifað er í landinu undir yfirborði hlut- anna og þegar hún er spurð hvort þessi aldamót hafi einhverja sérstaka þýðingu, svarar hún: „Ætli það séu ekki aldamót á hverju ári og áramót á hverjum degi, vegna þess að hver dag- ur er nýr tími.“ Ég efast um að tíminn sé til En hefur ekki mannkynið breyst á síðustu þúsund árum? „Nei, ég held að það hafi lítið breyst. Það erum bara við, kristnir menn á Vesturlöndum sem erum með árþúsundamót. Múslímar og Kínverj- ar eru til dæmis með allt annað tíma- tal og ég efast um að tíminn sé til. Tíminn er bundinn efnisheiminum. Eftir mínum bókum og hugmynda- heimi eru til sjö sinnum sjö heimar, þannig aö jarðheimur er svo lítið brot af alheiminum." Erum við í 1. heimi, einhvers stað- ar á byrjunarreit? „Það er spuming hvað er á hvaða enda. Kannski erum við í miðjunni." Er það bara misskilningur að ár- þúsundamót hafi einhverjar bætandi breytingar í för með sér? „Við skulum vona að við skánum. Ekki veitir okkur af en ég efast um að það verði stórvægilegar breytingar þannig að viö verðum betri á morgun en í dag. Væntingarnar eru miklar og búið að búa sig undir að breytingar verði miklar en ég hef enga trú á að meiri háttar breytingar verði á einum degi, þótt við skiptum um tölur.“ Vitlaust reiknað? Þegar Erla er spurð hvort eftir- væntingamar byggist helst á því að markaðsöflin nýti sér þetta tímatal til þess að ástunda mjög öfluga sölu- mennsku segist hún geta tekið undir það og bætir við: „Ætli við myndum nokkuð taka eftir þessum aldamótum ef árin hétu ekki neitt. Svo er spuming hvort þetta er ekki allt vitlaust reiknað, því við erum með áramótin á þessum tíma. Ef við skoðum mánuðina september, október og nóvember, þá þýða nöfn þeirra 7., 8. og 9. mánuður. Því ættu áramót að vera í febrúar/mars. Geta ekki alveg eins orðið breytingar þá eins og 1. jan- úar? Það er nú líka svo að það var ákveðið að halda kristna hátíð í des- ember, þótt fólk vissi að Jesús var fæddur í mars. Ég er að vísu fegin, vegna þess að þetta er yndislegur tími. Hátíð ljóssins í fleiri en einum skilningi. Daginn fer aftur að lengja, við fmnum ljósið innra með okkur og Kristur er okkur nær.“ Erla hefur nú þegar kortlagt álfa- byggðir á nokkrum stöðum og reynt að segja íslendingum að fara vel með landið vegna þeirra náttúmvera sem vemda það og byggja. Þar sem nú hef- ur verið ákveðið að sökkva Eyjabökk- um og virkja á Fljótsdalshéraði er ekki úr vegi að spyrja hana að því hvað henni fmnist um það. „Mér finnst það óskaplega sorglegt að eyðileggja landið. Þetta er eins og þegar Einar Benediktsson ætlaði að selja Gullfoss. Ekki hefðum við viljað það. Það sama á við um alla okkar náttúm. Landið er ekki svo stórt að við megum selja það. Hvað er svo álver? Það er vinna fyr- ir þá sem búa í firðinum rétt á meðan verið er að setja það upp. Hvað svo? Nú er hægt að sjá fram á við að raf- magn verður ekki bundið við vatnsafl. Hægt verður að virkja gufuna úr hverunum og ýmislegt annað. Ég held að við verðum að gera eins og allir verndarar jarðarinnar. Við verðum að gæta að jafnvæginu. Ef við röskum því er ég hrædd um að mann- kynið líði undir lok.“ Elskan á landinu Þegar litið er á sögu alls konar jarð- gangagerðar á Islandi, sem undan- tekningalaust hefur átt að gera fólki betur kleift að búa í afskekktum og dreifðum byggðum, þá blasir við að oft hefur farið illa fyrir atvinnuvegun- um á þeim stöðum og byggð fremur daprast. Er okkur að sjást yfir eitt- hvað mikilvægt? „Það mætti alveg grafa í gegnum Óshlíðina í Bolungarvík vegna þess að þar er stórhættulegt að keyra,“ seg- ir Érla. „Auðvitað eigum við að hjálpa hvert öðru en mér fyndist ekkert úr vegi að þeir sem eru að grafa í gegn- um fjöllin byrjuðu á því fallega; að tala við verumar sem búa í fjöllunum með bæn. Þá myndi allt ganga betur. En það er svo skrítið með okkur ís- lendinga og trúna á náttúruna. Norð- menn, til dæmis, bora í gegnum fjöll og hóla og ekkert gerist en það er eins og við truflum einhverja álfa og engla- verur ef við fórum gegn náttúrunni." Er þá ekkert líf í fjöllum og hólum í Noregi? „Það er öðruvísi en hjá okkur. Hins vegar finnst mér alveg yndis- legt hvað við erum mörg hér sem erum okkur meðvitandi um náttúr- una. Sjáðu bara alla sem rísa upp gegn Eyjabakkamálinu - og það snýst ekki um pólitik heldur um elsitu; elsku á landinu okkar. Ég er svo hrædd við þá eyðilegg- ingu sem þar blasir við vegna þess að þegar búið er að eyðileggja er ekki hægt að snúa til baka - og hvað þá?“ Gæti hugsað mér að breytast í fjallatíva Hvaða verur eru það sem vemda landið? „Það eru þeir sem tilheyra þessu landi og eru famir á undan okkur. Það er eins og þeir haldi vörð um landið. Það er svo ríkt í okkur íslend- ingum að vera stoltir af landinu okk- ar og við elskum það svo mikið. Ég get vel hugsað mér að breytast í fjallatíva þegar ég fer. Þá ætla ég að taka á móti einum og einum íslend- ingi sem fær að tóna, síöan tek ég á allt annan hátt á móti þeim sem em með borvélar." Hvemig þá? „Ég hefði líklega nægan tíma til að hugsa um það ef ég væri fjallaguð. Ég myndi reyna að koma vitinu fyrir suma og hjálpa þeim sem hafa gaman af að klífa fjöll, þannig að þeir fyndu að þarna væm góðar vættir." Hvaða ráð viltu gefa þeim sem eiga að taka ákvarðanir varðandi náttúm landsins í framtíðinni? „Ég veit það bara að við verðum að gæta að jafnvægi í náttúrunni. Ef við hugsum um alla jörðina er svo margt hræðilegt að gerast og nægir þá bara að nefna eiturefni og eyðingu skóga. Við emm bara lítill punktur hvað jörðina snertir en mér finnst sorglegt að við varðveitum ekki landið betur. Því hefur verið spáð að ísland eigi miklu hlutverki að gegna fyrir jörðina í framtíðinni. Við sem eigum landið megum ekki skemma það, heldur eig- um við að vemda það.“ Pólitík eins og afl sem fólk er að drukkna í Hvers vegna gera fjallatívar og aðr- ir verndarar náttúrunnar ekkert í sambandi við Eyjabakkana? „Þeir mega sín bara svo lítils gagn- vart manneskjunni. Hún er svo erfið. Hún er svo frek. Mér finnst eins og pólitíkin sé orð- in að afli sem fólk er að drukkna í; eins og eitthvert fljót sem fólk getur ekki spomað gegn. Þegar ég var að alast upp var svo mikil pólitísk umræða á heimilinu og ég man að ég reyndi alltaf að vera á öndverðri skoðun til þess að fá um- ræður. Þarna vom sjálfstæðismenn, framsókn og kommúnistar og þetta varð oft býsna fjörugt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp í þannig umhverfi en ég hef oft hugsaö um þá sem em lengst til vinstri og þá sem eru lengst til hægri. Mætast þeir ekki bara. Er þetta ekki hringur? Einu sinni hélt ég að allir stjórn- málamenn væm rauðir vegna þess að það er svo mikið kapp í þeim. Svo fór ég niður í Alþingi til að teikna ljós þeirra og komst að því aö þeir væra í öllum litum. En eitt áttu þeir sameig- inlegt. Þeir voru allir mjög skírir og bjartir. Það var gott, því þá var þetto allt í lagi.“ Em þeir eins skírir og bjartir í dag? „Við skulum vona það. Við skulum vona að við höfum vit á að velja okk- ur stjómmálamenn sem viö getum treyst. Hins vegar held ég, því miður, að það sé ekki þannig. Við kjósum ekki menn, heldur flokka og getum bara vonað að allir geri sitt besta. öll viljum við bara að fólk hafi góð- an huga, rækti tilfmningamar og leiti að Guði hvert hjá öðm. Við verðum að hafa það í huga að við erum öll systkini með geisla Guðs innra með okkur. Við verðum að vinna að þvl mannkyniö komist á það stig aö elska og virða hvert annað, án tillits til lit- arháttar, stjórnmálaskoðana eða trú- arbragða og án þess að ætlast til aö allir séu eins.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.