Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.12.1999, Side 33
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 33 DV Dyggir stuöningsmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu skemmtu sér vel á leikjum landsliðsins á Laugardalsvelli. íslenskir íþróttamenn í góðum gír á árinu 1999: i fyrirliði með bikarinn. >um li, stökk 4,30 metra. dda varö í þriöja 'ann til bronsverð- iterku frjálsíþrótta- /íþjóð og stökk þá i. sppti Þórdís Edda á staramótinu innan- arð þar í 9. sæti og neistaramótinu ut- g hafnaði þar í 13. -SK Frabært ar - til að mynda í knattspyrnu, handknattleik og sun Árið 1999 verður geymt í minningu inn framkvæmdastjóri hjá Stoke og er ar. Undir stjóm Alfreðs og mefi Arið 1999 verður geymt í minningu knattspyrnumanna sem ár KR-inga og íslenska landsliðsins. Eftir 31 árs bið tókst meistaraflokki karla í knattspymu loksins að ná ís- landsmeistaratitlinum í hús. KR-stúlk- ur gáfu körlunum ekkert eftir og inn- byrtu íslandsmeistaratitil á glæsilegan hátt. KR-ingar unnu aUa fjóra stærstu titlana’ í knattspymunni og frammi- staða meistaraflokka liðanna var hreint út sagt frábær. Islenska landsliðið í knattspymu var mjög i eldlínunni á árinu. Liðið var með i baráttunni um tvö efstu sæt- in í sínum riðli í undankeppni Evrópu- keppninnar fram á siðustu stundu og íslenskt landslið hefur aldrei fyrr náð viðlika árangri. Árangur landsliðsins, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, var sérlega glæsilegur þegar það er haft í huga að ísland var í sterkasta riðli undankeppni Evrópukeppninnar og munaði ótrúlega litlu að liðinu tækist að tryggja sér þátttökurétt í úrslita- keppninni. Fleira markvert gerðist í knatt- spymunni á árinu. Ein stærstu tíðind- in hljóta að teljast kaup íslenskra fjár- festa á meirihluta í hinu þekkta enska knattspymuliði Stoke City. í kjölfar kaupanna var Guðjón Þórðarson ráð- inn framkvæmdastjóri hjá Stoke og er hann fyrsti íslendingurinn sem nær þeim áfanga að verða fram- kvæmdastjóri hjá liði í ensku knatt- spyrnunni. Atli Eðvaldsson var ráðinn lands- liðsþjálfari í stað Guðjóns Þórðarsonar og þau merku tíðindi gerðust á haust- dögum að knattspymustórveldið Valur féll úr efstu deild i fyrsta skipti í sögu félagsins. íslenskir knattspyrnumenn erlendis náðu víða góðum árangri. Þórður Guð- jónsson varð belgískur meistari með liði sínu Genk og Rúnar Kristinsson hjá Lilleström var kosinn leikmaður ársins í norsku knattspyrnunni. Handboltalandsliðið komst í úrslitin í Króatíu íslenska landsliðið í handknattleik karla, undir stjóm Þorbjörns Jensson- ar, náði markmiði sínu á árinu, að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þetta er í fyrsta skipti sem landslið- inu tekst að komast i úrslitakeppni Evrópukeppninnar en hún fer fram í Króatíu í byrjun nýs árs. Ólafur Stefánsson hefur staðið sig frábærlega með þýska liðinu Magdeburg sem Alfreð Gíslason þjálf- ar. Undir stjóm Alfreðs og með Ólaf innanborðs varð liðið Evrópumeistari á árinu. f handknattleiknum hér innanlands bar hæst frábæran árangur Aftureld- ingar í karlaflokki en liðið vann alla titla sem í boði voru. Bjarki Sigurðs- son var að öðrum ólöstuðum besti leik- maður ársins. Örn íþróttamaður ársins og vann tvö gull á EM íslenskt sundfólk var i sviðsljósinu á árinu en enginn sem Örn Amarson. Hinn ungi Haftifirðingur varði Evr- ópumeistaratitil sinn í 200 metra baksundi og varð að auki Evrópu- meistari í 100 metra baksundi. Stór- kostlegur árangur hjá þessum unga íþróttamanni sem nú þegar hefur skip- að sér á bekk með bestu sundmönnum heims Örn vann marga aðra glæsta sigra á árinu og setti fjölmörg íslandsmet. í því sambandi má nefna Evrópumeist- aratitil hans á Evrópumóti unglinga í 200 metra baksundi. Á dögunum var hann kosinn íþrótta- maður ársins 1999, annað árið i röð, af Samtökum íþróttafréttamanna. -SK íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu höfðu oft ástæðu til að fagna góðum árangri á árinu. Gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur aldrei verið betra en á þessu ári. Hér fagna þeir Helgi Sigurðsson og Þórður Guðjónsson. Sport Bland i noka Kristinn Björns- son, skíðakappi frá Ólafsfirði, náði frá- bærum árangri á heimsbikarmóti í svigi undir lok ársins svo eitthvað sé nefnt. Kristinn hafnaði í fjóröa sæti og var mjög nálægt því að sigra á mótinu. Þess má geta að hann náði besta tíma allra keppenda í síðari ferð móts- ins. Elva Rut Jónsdóttir var í nokkrum sér- flokki í fimleikum kvenna á árinu sem er að líða. Hún varð íslandsmeistari í fjölþraut þriðja árið í röð og sigraði í öllum greinum. Þá varð hún bikarmeistari með Björk og stigahæst á bikarmótinu með 34,55 stig. Rúnar Alexanderson fimleikamaður varð bikarmeistari með Gerplu og stigahæstur á bikarmótinu. Vernhard Þorleifsson júdókappi varð Norðurlandameistari á árinu. Hann varð í 5. sæti á opna Parísarmótinu og vann til gull- verðlauna á sterku móti i Kaupmannahöfn. Þá vann hann einnig gullverðlaun í 100 kg flokki á Smáþjóðaleikunum. Þorvaldur Blöndal var maður Islands- mótsins í júdó. Hann sigraði bæði í opnum flokki og í sínum þyngdarflokki. Þá varð hann einnig Norðurlandameistari og vann til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum. Ingólfur Snorrason náði mjög góðum ár- angri á árinu í karate. Hann vann til gull- og bronsverðlauna á opna danska meistaramót- inu og var kjörinn bardagamaður mótsins. Edda Lovisa Blöndal vann silfurverð- laun og þrenn bronsverðlaun á opna Norður- landamótinu. Halldór Birgir Jóhannsson náði frábær- um árangri á Evrópumótinu í þolfimi þar sem hann vann til silfurverðlauna. Audunn Jónsson kraftlyftingamaður vann til silfurverðlauna á heimsmeistara- mótinu í nóvember Ragnheidur Eiríksdóttir og Hilmir Jens- son unnu alla íslandsmeistaratitla í sínum aldursflokki í dansi á árinu. Þá urðu þau einnig Norðurlandameistarar í tíu dönsum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.