Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 Fréttir Viö réttarhaldið í gær. Jónas Jóhannsson héraösdómari lengst til vinstri. Ákæröi situr lengst til hægri ásamt verjanda sínum. DV-mynd Teitur 23 ára Hafnfiröingur sem gekk berserksgang á Álftanesvegi í september: Stakk þrjá og henti stór- um steini í höfuð konu - tveir stungnir, einnig lögreglumaöur og lögreglukona fékk stein í höfuðið „Hann reyndi að reka hnífinn í skrokkinn á mér. Fyrstu atlögumar fóm ekki i gegnum jakkann. Síðan fann ég að hnífurinn stakkst inn í hægri handlegginn á mér,“ sagði Páll Winkel, lögreglumaður í Kópavogi og laganemi, í réttarhaldi vegna 23 ára Hafnfirðings sem er ákærður fyrir að stinga Pál með hnífi og einnig tvo aðra menn, kasta stórum grjóthnull- ungi í höfuð lögreglukonu, líflátshót- anir og brot gegn fólki í opinberu starfl á Áiftanesvegi í Garðabæ að morgni 12. september. ' " I 1 í dómsalnum Ottar Sveinsson Átta lögreglumenn, þar af tvo sér- sveitarmenn úr Reykjavik, þurfti til að yfirbuga sakborninginn þegar um- sátursástand skapaðist á Álftanesveg- inum framangreindan morgunn. Athygli vekur i máli þessu að ungi maðurinn, sem stakk þrjá einstak- linga með hnífl í miklu æðiskasti og kastaði stórum steini í höfuð fjórða aðilans, er einungis ákærður fyrir brot gegn 217. grein hegningarlaganna - minni háttar líkamsárás. Maður þessi, Sigurður Sörensson, var árið 1993, þá 17 ára, og síðan árið 1996 dæmdur fyrir að sparka í höfuðið á liggjandi fólki. „Ég verð bara að biða þessa 6 mán- uði,“ sagði framangreindur Páll lög- reglumaður við réttarhaldið í gær, að- spurður um afleiðingar hnífstungunn- ar. „Þetta eru fiklar og það er hætta á blóðblöndun," sagði Páll og vísaði til hættu á lifrarbólgusmiti. Páll sagði jafnframt að það hefði greinilega ver- ið einbeittur ásetningur ákærða að beita hnífnum og kasta grjóti í áttina að lögreglumönnum. Þeim bar fLest- um saman um það við réttarhaldið í gær að ákærði hefði í um tíu skipti kastað hnefastórum hnullungum að lögreglumönnunum sem skýldu sér m.a. á bak við bíla. í eitt skiptið lenti steinn í höfði lögreglukonu með þeim afleiðingum að hún fékk skurð á vanga og í annað skipti brotnaði rúða i lögreglubíl. Gekk alltaf meö hníf á mér „Ég veit ekki hvenær ég tók upp hnífinn," sagði Sigurður við réttar- haldið í gær. Hann kvaðst hafa gengið heiman frá sér í Hafnarfirði og tekið slökkvitæki með sér, sennilega í „ein- hverjum húmor“ eftir að hafa verið búinn að drekka „eina kippu af bjór og slátra einni brennivínsflösku". „Á þessum tíma var ég búinn að vera í fikniefnum en hafði þó verið „strait" af þeim í 2 vikur. Síðan datt ég í það,“ sagði Sigurður. Hann hitti hann tvo félaga sína, sem voru á bíl, á Álftanesvegi um- ræddan morgun og var á leið í partí. Kom þar til deilna, svo ekki sé meira sagt. Ákærði stakk annan félaganna tvisvar en hinn einu sinni. Tilviljun er talin hafa ráðið því að sárin voru ekki alvarlegri en raun bar vitni því a.m.k. annar þeirra heldur því fram að ákærði hefði reynt að stinga sig í brjóstið. Eftir þetta var kallað á aðstoð lög- reglu. „Ég held ég hafi verið með hnífinn þegar lögreglan kom,“ sagði ákærði. Hnífurinn, stór vasahnífur, var sýnd- ur við réttarhaldið í gær. „Ég gekk alltaf með hann á mér,“ sagði ákærði sem að flestu leyti kvaðst ekki muna eftir því sem geröist á vettvangi. Hann hótaöi aö drepa okkur „Hann hótaði að drepa okkur ef við kæmum feti nær. Hann var með hníf- inn á lofti," sagði lögreglumaður úr Hafnarfirði í réttarhaldinu en hann kom fyrstur á vettvang ásamt starfsfé- laga sínum, konu. Hann ákvað að kalla á aðstoð. Komu þá tveir aðrir lögreglumenn úr Hafnarfirði og tveir úr Kópavogi, karl og kona. „Hann fór að grýta okkur með steinum úr veg- kantinum. Hann sagði: „Þið náið mér ekki nema að skjóta mig,“ „ sagði lög- reglumaðurinn úr Hafnarfirði um ákærða á vettvangi. „Við hörfuðum undan grjóthriðinni og biðum aðstoð- ar sérsveitar lögreglumanna úr Reykjavík." „Hann var viti sínu fjær og til alls líklegur," sagði sami lögreglumaður við fyrstu skýrslutöku eftir atburðinn og staðfesti í gær að sá framburður væri réttur. Hann sagði jafnframt - á sama hátt og aðrir lögreglumenn í gær - að grjóthnullungaskotin hefðu verið „fóst og miðað á ákveðna lög- reglumenn". Lögreglukonan úr Hafnarfirði, sem kom fyrst á vettvang, sagðist hafa snúið sér að ungu piltunum tveimur sem höfðu orðið fyrir hnífstungum - annar þeirra var fluttur á brott með sjúkrabíl. Reyndi aö stinga af á lögreglubíl Einn steinanna stóru lenti í höfði lögreglukonu úr Kópavogi. PáU sagði að sér hefði reyndar sýnst að ákærði heföi þá verið að miða á sig. Lögreglubíllinn úr Kópavogi stóð skammt frá. Eftir að sérsveitarmenn lögreglunnar úr Reykjavík komu, m.a. vopnaðir skjöldum, hljóp ákærði að Kópavogsbílnum og settist undir stýri. Hlupu þá þeir lögreglumenn á eftir honum sem það gátu, Páll, sérsveitar- mennimir og fleiri, báðum megin að bílnum til að yfirbuga manninn. „Hann var að reyna að snúa lyklinum í kveikjulásnum þegar við komurn," sagði annar sérsveitarmannanna í gær. Akæröi var yfirbugaður „Ég var gjörsamlega blindur í 12 tima á eftir,“ sagði Sigurður sem fékk táragas framan í sig þegar lögreglu- mennirnir vom að yfirbuga hann. Á þeim tíma stakk ákærði í handlegg Páls lögreglumanns - greinilega með þeim ásetningi um að stinga hann i skrokkinn, að sögn Páls. Auk þess er talið að ákærði hafi sjálfur tvíhand- leggsbrotnað einmitt í þeim átökum. Telst þetta minni háttar iík- amsárás? Ákærði er nú búsettur í Dan- mörku. Hann svaraði öllum spum- ingum greiðlega og af kurteisi við réttarhaldið í gær. Lögmaður hans sýndi skjöl sem staðfesta skóla- göngu hans ytra og upplýsti hann einnig að sakborningurinn hefði haldið sig bæði frá fíkniefnum og áfengi frá því að atburðurinn átti sér stað. Jónas Jóhannsson héraðsdómari mun kveða upp dóm fljótlega í mál- inu. Eins og fyrr greinir vekur sér- staka athygli í þessu máli að ríkis- saksóknari gefur sakborningnum einungis að sök brot gegn 217. grein hegningarlaganna, minni háttar lík- amsárás. Varla þarf sérfræðiþekk- ingu til að sjá að af framangreind- um framburðum lögreglumanna og annarra málsaðila má ljóst vera að það var ekki sakbomingnum að þakka að allir sluppu lifandi á Álfta- nesvegi í Garðabæ að morgni sunnudagsins 12. september. Dómara er ekki heimilt að dæma sakborning í meiri refsingu en það lagaákvæði sem brotið er heimfært á kveður á um. Þegar sakbomingurinn var árin 1993 og 1996 dæmdur fyrir að sparka í höfuð á liggjandi fólki hlaut hann í fyrra skiptið 20 daga skilorðsbund- iö varðhald en í það síðara óskil- orðsbundið 20 daga varðhald. 2000-vandinn liggur utan á - segir Bjössi í World Class „Það er áberandi hvað fólk hefur þyngst og má með sanni segja að 2000-vandinn kom ekki frá tölvunum heldur liggur hann utan á fólkinu. Ef þjóðin bæði fitnar og eldist verður þetta ærið vanda- mál í framtíðinni og afar dýrt fyrir Björn Leifs- heilbrigðiskerfið," son. segir Bjöm Leifs- son í líkamsræktar- stöðinni World Class. Janúarmánuður er vel til þess fallinn að hefja nýjan og betri lífs- stíl enda margir sem hafa strengt það áramótaheit að rækta líkama sinn betur. Gaui litli braut múrana Nú er svo komið að það er ekki bara fallega og vel vaxna fólkið sem sækir líkamsræktarstöövar. „Það var hending að sjá fólk yfir kjör- þyngd i líkamsræktarstöðvum fyrir nokkrum árum en Gaui litli hefur náð að brjóta múrana og fólk í öll- um þyngdarflokkum sækir stöðv- arnar,“ segir Bjöm. Fjöldi fólks vill þyngjast En nú eru ekki allir sem eru yfir kjörþyngd. Aðrir vilja eða þurfa að auka við þyngd sina og er þá tilval- ið fyrir þá að sækja stöðvamar. „Það er töluverður fiöldi fólks sem leitar til okkar eingöngu til að þyngjast. Við mælum með því að lyfta lóðum og taka þá færri æfing- ar en lyfta þyngri lóðum. Þeim er ekki ráðlagt að fara í leikfimitím- ana og alls ekki hlaupabretti því þau auka brennslu líkamans. Við höfum þjálfara í salnum sem leið- beinir þeim viðskiptavinum sem til Björn Leifs- son. fólkinu okkar leita og hannar æfmgakerfi fyrir hvern og einn. Þá er vinsælt að neyta fæðubótarefna en þau eru til fyrir alla, hvort sem fólkið vill þyngjast, léttast eða auka við sig vöðvamassann. En því má ekki gleyma að boröa fiölbreytta og vel samsetta fæðu og hugsa vel um sig,“ segir Björn. -hól Hafnfirðingar, athugið! Nú er runninn upp tími þeirra athafna þegar fólk tekur niður jóla- tré og skraut. Flestir vita hvemig skal athafna sig við þá iðju en þó er all- ur varinn góður. Ætla má, ef marka má Morgunblaðið í gær, að nokkuð hafi borið á því undanfarin ár að Hafnfirðingar hafa hent út jólatrjám sínum með skrauti og seríum. Þá munu bæjarstarfsmenn einnig hafa tekið lifandi tré úr görðum samborgara sinna í misgripum fyrir úrelt og visnuð jólatré. Mogginn í gær færði Hafnfirðingum leiðbeiningar frá bænum um það hvemig skuli taka niður jólatré. Þar er því lýst að Hafnarfiarðarbær muni nú „sem endranær" farga trjám bæjarbúa. Síðan koma nákvæmar leiðbeining- ar: „Hafnarfiarðarbær minnir bæj- arbúa á að fiarlægja skrautið af trjánum og merkja vel þau tré sem eru rótföst við bæjarmörkin!" Viðvörun Sigur Svavars Guðnasonar út- gerðarmanns á kvótakerfinu hefur vakið mikla athygli. Svavar Vatn- eyrargoði hélt kvóta- laus á sjó og veiddi þorsk í tonnatali. Stjórnarþingmenn- irnir Guðjón Guðmundsson og Kristján Pálsson vöruðu við því á sínum tíma að lagagrunnur kvótans væri ótraustur. Kristján stóð í harðri baráttu gegn því að veðsetning kvótans yrði heimiluð vegna þessa veikleika en hafði ekki erindi sem erfiði og uppskar óvinsældir innan flokks. Nú, þegar bankakerfið skelf- ur og nötrar, segir sagan að Krist- ján glotti út í annað og minni á að hann hafi varað við ósköpunum sem dunið gætu yfir... Maður ársins Frjáls verslun valdi í lok ársins Pál Sigurjónsson, forstjóra ístaks, mann ársins í viðskiptalífinu. Um líkt leyti og verið var að ganga frá út- nefningu hans var verið að ganga frá samningum um að ístak keypti sig inn í byggingar- áform Skeljungs á horni Laugaveg- ar og Kringlu- mýrarbrautar. Fyrir þetta greiddi ístak 105,7 millur. Svo skemmtilega vill til að stjómarformaður Skeljungs og eig- andi og útgefandi Frjálsrar verslun- ar er sami maðurinn, Benedikt Jóhannesson. Hann hefur því ver- ið í góðri aðstöðu til að fylgjast með Manni ársins við samningaborðið... Finnur heitinn Töluverð gremja er innan Fram- sóknar í garð Finns Ingólfssonar eftir skyndilegt brotthvarf hans. Sumir ráðherrar flokksins eru honum bálreiðir og telja að hann gera flokkn- um mjög erfitt fyr- ir. Kjósendur muni eðlilega draga þá ályktun að Finnur telji framtíð flokksins afar veika, sjálfur hafi hann líka tal- að um yfirvofandi kreppu, auk þess sem flótti hans verði óhjákvæmiiega túlkaður sem vantrú á að Fljótsdals- virkjun muni koma. En segja má að ferill Finns hafi staðið og fallið með að hún kæmi. Einn ráðherra flokks- ins mun víst ekki tala um hann öðruvísi en i nöpmm hæðnistón sem Finn heitinn... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.