Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2000, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 15 Fátt virðist hafa reynt meira á skaps- muni formanns Fram- sóknarflokksins að und- anfórnu en velgengni Vinstri hreyflngarinnar - græns framboðs. Sú velgengni hefur komið fram í skoðanakönnun- um sem vissulega er ekki sama og úrslit í kosningum. Það ber jafnframt við að fylgi Framsóknarflokksins mælist hverfandi. Kjallarinn Sýn Halldórs for- manns Jafnvægi formanns Framsóknarflokksins færðist svo mjög úr ___________ skorðum að bæði sjón hans og hugsun óskýrðist. Af fréttamyndum frá landsfundi Vinstri grænna sá hann enga aðra en gamla komma. Og enn fmnur formaðurinn enga aðra skýringu á gengi Vinstri grænna en þá að kommunum fjölgi þar óðum. Nú er því ekki hægt að neita að meðal liðsmanna vinstri grænna eru vissulega gamlir kommar. Þar hafa menn séð t.d. Óla (komma) Jónsson og Ragnar (skjálfta) Stefánsson (svo maður nefni tvo góða) auk þekktra valkyrja úr sömu röðum. Einnig bregður fyrir gömlum og ungum krötum. Auk þess hefur fyrrverandi erind- reki Framsóknar- flokksins, sem þetta ritar, borið, á fundum vinstri grænna, kennsl á margan góðan og gamlan og ungan framsóknarmann. Loks má geta þess að í flokk Vinstri grænna gengur nú fólk sem ekki hefur áður fest sig í flokksstarfi. Skýringar Sé vikið að skýringum þá er það skoðun margra að undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar hafi Fram- sóknarflokkurinn gerst harðsvír- Kristinn Snæland leigubílstjóri, fyrrv. er- indreki Framsóknar- flokksins „Að taka manngildið fram yfír auðgildið, gömul hugsjón sam- vinnu- og framsóknarmanna, fell- ur ekki að hugmyndum forystu Framsóknarfíokksins undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar sem að eigin sógn kýs sér það hlutskipti að berast með straumnum." aður hægri flokkur þrátt fyrir að Halldór hamri sífellt á miðjuskýr- ingum. En sú einkavæöing og markaðshyggja sem tröllríður þjóðinni og almenningi er farið að blöskra er á ábyrgð Framsóknar- flokksins. Afleiðingin er m.a. sú, að fjármagn er sogað frá þeim sem eiga ekki og tii þeirra sem eiga. Ríkisstofnanir og rikisfyrirtæki eru færð sömu fjármálaöflum á silfurfati. Greinarhöfundur segir það skoðun margra að undir stjórn Haltdórs Asgrímssonar hafi Framsóknarflokkurinn gerst harðsvíraður hægri flokkur. Að taka manngildið fram yfir auðgildið, gömul hugsjón sam- vinnu- og framsóknarmanna, fell- ----------L ur ekki að hug- myndum forystu Framsóknarflokks- ins undir stjórn Halldórs Ásgríms- sonar, sem að eigin sögn kýs sér það hlutskipti að berast með straumnum. Vinstri grænir berj- ast gegn straumn- um, sagði Halldór á miðstjórnarfundi Framsóknarflokks- ins á dögunum. - Þá þótti mér vænt um Halldór. Stendur fyrir sannri jafnaöarstefnu Svo blindur er Halldór á ferð sína með straumi frjálshyggju, markaðsvæðingar og einkavæð- ingar að hann hvorki sér né skilur að einmitt sú afstaða vinstri grænna að berjast gegn þessum straumi fjármálaaflanna sem taka auðgildið fram yfir manngildið veitir vinstri grænum þaö mikla fylgi sem að þeim sóp- ast. Vinstri grænir eru í raun eini flokkurinn sem stendur fyrir sannri jafnaðarstefnu og tekur harða afstöðu gegn einkavæðingu og markaðs- hyggju. Vinstri grænir hafa raunverulega fólkið í fyrir- rúmi og taka manngildi fram yfír auðgildi. Þetta tvennt ætti Halldór að kannast við úr stjórnmálaályktunum Fram- sóknarflokksins frá fyrri tíð. Nú fmnast þessi fyrirheit þar ekki lengur og virðist því flokk- urinn eins og formaðurinn ber- ast með straumnum. Fólki er ofboðið. Líka gömlum og góð- um framsóknarmönnum. Að lokum kýs ég að þakka Halldóri fyrir þá ábendingu á fundi miðstjómar Framsókn- arflokksins að ítreka þá stað- reynd að vinstri grænir berj- ist gegn straumnum. Þá tók fylgi vinstri grænna enn góð- an kipp upp á við. Þakka þér, Halldór. Kristinn Snæland Manngildi - auðgildi - markaðshyggjan á ábyrgð Framsóknarflokksins Kvótaflokkarnir á Alþingi - dómskerfið veitir þeim annað rothögg á einu ári Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli gegn eigendum og skipstjóra á Vatneyri BA 238 er stórtíðindi og vekur miklar vonir um að sigur réttlætisins sé í nánd í mesta deilumáli síðari ára í íslensku samfélagi. Dómurinn byggir alfar- ið á þeim rökstuðningi sem kom fram frá Hæstarétti í máli Valdi- mars Jóhannessonar fyrir ári og er beinlínis í rökréttu framhaldi af honum. Það eru þær reglur stjórnar- skrárinnar að allir skuli njóta jafnræðis gagnvart lögunum og að allir skuli hafa jafnan rétt til að stunda atvinnurekstur sem eru brotnár með núgildandi úthlutun kvótans. Máske fellur þetta órétt- láta og háskalega kerfi áður en fjölmargar sjávarbyggðir umhverf- is landið fara í eyði vegna þess að veiðirétturinn hefur verið seldur i burtu. Óábyrg viöbrögö viö dómi Hæstaréttar í fyrra I stað þess að nota tímann til að móta reglur um stjóm fískveiða á jafnræðisgrund- velli kusu stjóm- völd að snúa út úr dómi Hæsta- réttar fyrir ári og skilgreina hann út frá mjög þröngu sjónar- horni. Þess vegna hefur heilt ár liðið til ónýt- is. Þess vegna er nú mikil hætta á að stjórnlausar veiðar muni hefjast 'í kjölfar þessa dóms. Kvótaflokkarnir á Al- þingi, sem hafa farið sinu fram ár eftir ár gegn vilja þjóðarinnar, bera þunga ábyrgð í þessu máli. Nú ættu þeir sem bera ábyrgð á þessari óheillastefnu og hafa varið hana fram á þennan dag að sjá að sér og taka þátt i alvöruumræðu um fiskveiðistjórn sem byggð verði á jafnræði og rétt- læti. Ef stefnumótun af því tagi verður ekki hafin þegar í stað er stjórn- leysi og öngþveiti fram undan. Það er vel hægt að stjóma fiskveiðum án þess að mismuna þegn- unum með þeim herfi- lega hætti sem gert hefur verið. Tiilögur um fisk- veiðistjórnun þar sem jafnræðis er gætt milli þeirra sem starfa í grein- inni hafa legið fyrir lengi. Sjávarútvegsnefnd hefjist þegar handa Að tala um að stjóm- kerfið sé hrunið er óá- byrgt tal. Það er ekki hrunið nema menn vilji að það hrynji. Að það verði efnahagslegt hrun ef þessi dómur verður staðfestur í Hæstarétti eins og framkvæmda- stjóri LÍÚ segir er fáránlegt og lýs- ir einungis þeirri övæntingu sem grípur þá sem vilja viðhalda for- réttindum þeima sem hafa sérað- stöðu með núgildandi fyrirkomu- lagi. - Sjávarútvegsnefnd Alþingis hefjist þegar handa. Fyrir heilu ári hundsuðu stjórn- völd þá grundvall- arhugsun um jafn- ræði með vísun til stjómarskrárinn- ar sem birtist í dómi Hæstaréttar. í stað þess að hefj- ast þá þegar handa við endur- skoðun stjórnkerf- isins kusu þau að verja einkaeignar- haldið á kvótan- um fram í rauðan dauðann. Þess vegna verður sá aðlögunartími sem útgerðin í landinu fær að nýju fyrirkomu- lagi líklega styttri en hann hefði getað orðið. Það hlýtur að vera krafa nú á hendur stjómvöldum að strax verði brugðist við af ábyrgð og festu. Sjávarútvegsnefnd Alþingis verði kvödd saman til að leita sátta um reglur um stjórnkerfi flskveiða sem byggjast á jafnræði og réttlæti. Jóhann Ársælsson „Fyrir heilu ári hundsuðu stjórn- völd þá grundvallarhugsun um jafnræði með vísun til stjórnar■ skrárinnar sem birtist í dómi Hæstaréttar. í stað þess að hefj- ast þá þegar handa við endur- skoðun stjórnkerfísins kusu þau að verja einkaeignarhaldið á kvót- anum fram i rauðan dauðann Kjallarinn ,Jóhann Ársælsson alþingismaöur, fulltrúi Samfylkingarinnar í sjávarútvegsnefnd Alþingis Með og á móti Á aö setja upp eftirlits- myndavélar í og viö grunn- skóla hér á landi? Nokkur umræða hefur veriö meöal kennara og skólastjóra um þaö hvort koma eigi upp eftirlitsmyndavélum viö skóla og á skólagöngum. Slíkur búnaöur hefur veriö settur upp í fjórum grunnskólum á höfuöborgarsvæöinu og skólastjórar fleiri skóla hafa fariö þess á leit að fá aö reyna slíkan búnaö. Hamlar gegn einelti og skemmdarverkum „Ég er ein- dregið hlynnt- ur því að reyna öryggismynda- vélar á skóla- lóðum og skóla- göngum og tel að þær geti gagnast kenn- Urum Og Skóla- Hnar magnússon, stjórnendum skóiastjóri með ýmsu Hagaakola' móti. Ég er hins vegar mótfallinn því að slíkar vélar séu hafðar í kennslustofum. Myndavélar hafa verið settar upp til reynslu við a.m.k. Árbæj- arskóla, Foldaskóla og Garða- skóla. Þar er að koma í ljóst að búnaðurinn mun borga sig upp á skömmum tima með umtalsveröri fækkun skemmdarverka. Ég tel svo ekki síður mikilvægt að myndavélar má nýta til að draga úr, uppræta og koma í veg fyrir einelti. Eineltismál geta orð- ið mjög alvarleg ef ekkert er að gert og því full ástæða til að beita sér gegn þeim og öðru ofbeldi með ýmsum ráðum. Almennt séð held ég að vélarn- ar muni hægja á þeim nemendum sem oft eru alltof fyrirferðarmikl- ir á annarra kostnað. Að þessu leyti er búnaðinum beitt gegn þeim sem ganga á rétt annarra með eyðileggingu og ofbeldi. Það er til mikils að vinna fyrir alla að- ila að draga úr slíkri hegðun. Þessar vélar eru alls engin end- anleg töfralausn. En þær geta komið að gagni, öllum til hags- bóta, sé þeim rétt beitt.“ Eru heimilin næst ? „Frelsið glatast sjaldan allt í einu. Nú þegar hefur stóri bróðir auga með okk- ur á ýmsum gatnamótum og í miðbæn- um með myndavélum. Það var auð- vitað varað Glúmur Jón Björnsson, ritstjóri Vef- Þjóöviljans við því þegar menn byrjuðu að fikra sig inn á þessar brautir meö því að setja upp eftirlits- myndavélar við gatnamót að þetta væru bara fyrstu skrefm. Skömmu síðar voru eftirlits- myndavélar komnar í miöbæ- inn. Það er því að koma á dag- inn sem menn vöruðu við í upp- hafi. Hvað verður næst? Eru ekki flestir og alvarlegustu glæpimir framdir inn á heimil- um fólks? Það verður lítið mál fyrir þá, sem réttlæta uppsetn- ingu eftirlitsmyndavéla til að koma í veg fyrir rúöubrot við skóla, að réttlæta uppsetningu eftirlitsmyndavéla í stofur landsmanna þar sem alvarlegri glæpir en rúðubrot eiga sér stað. Ríkinu er alls ekki treystandi til að safna upplýsingum af þessu tagi eins og það hefur sýnt með því að bera upplýsingar úr skattskýrslum fólks á torg og ráðstafa heilsufarsupplýsingum um fólk að því forspurðu." -KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.