Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 DV Fréttir jonann Kan vaiaimarsson Okkar ættfræöi tengist sögulegum gagnagrunni. Friörik Skúlason Hálf þjóöin frá upphafi til 18. aldar er einfaldlega týnd. um sig aö hluta til, þ.e. þær upplýs- ingar sem fyrir liggja um hvem ein- stakling, svo og ættartré. Ef þeir vilja fá niðjatöl eða framættir þá er það ekki hægt í gegnum Netið. í framtíðinni getum við þó hugsan- lega boðið upp á þá þjónustu og tök- um þá greiðslu fyrir. Ef menn vilja fá einhverja öðru vísi framsetningu á efninu heldur en boðið er upp á á Netinu þá þurfa þeir væntanlega að taka upp veskið. Enn hefur þó ekki verið gengið endanlega frá fyrir- komulagi á þessum atriöum." í grunninum verður einnig stutt- ur texti um hvern einstakling. Stærsta gagnasafnið Friðrik segir að nánast allir Is- lendingar, sem séu þekktir frá upp- hafi, séu í gagnagrunninum. Það séu um 620 þúsund manns. „Þetta er stærsta gagnasafn um íslendinga sem nokkurn tíma hefur verið búið til,“ segir hann. „Nær allir á 18., 19. og 20. öldinni eru þekktir, að undan- skildum börnum sem deyja mjög ung, einkum á 18. öldinni. Fyrir þann tima er örlítill hluti þjóðarinn- ar þekktur, helst höfðingjar, prest- ar, sakamenn eða aðrir sem komust á spjöld sögunnar. Heildarfjöldi ís- lendinga frá upphafi til dagsins í dag er 1,2-1,5 milljónir. Ættfræði- grunnurinn nær því aðeins til um helmings þeirra íslendinga sem hefur verið uppi. Hálf þjóðin frá upphafi til byrjunar 18. aldar er ein- faldlega týnd.“ Friðrik segir villur í ættfræði- gögnum margs konar. Um geti verið að ræða t.d. rangfeðranir og villur sem stafi af óvandvirkni í ritun gagna. „Við vinnum okkar upplýsingar úr kirkjubókum, manntölum, þjóð- skrá og margvíslegum útgefnum heimildum og setjum inn það sem við teljum vera réttast." Ekki einu sinni samkeppni Ættfræðigrunnur Genealogia Is- landorum á Netinu verður „langt- um umfangsmeiri og tengdur sögu- legum grunni" heldur en ÍE er að gera eftir því sem best er vitað, að sögn Jóhanns Páls Valdimarssonar framkvæmdastjóra. Þorsteinn Jóns- son hefur gefið út á 2. hundrað rit í ættfræði og eru þau m.a. grunnur- inn á vefnum. Þorsteinn á raunar í málaferlum við ÍE. Hann telur að teknar hafl verið upplýsingar sem hann hefur höfundarrétt á og settar Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaöur í ættfræðigrunn ÍE. Friðrik hefur aftur gert háa fjárkröfu á hendur Þorsteini. Hann segir Þorstein skulda sér fé fyrir gerð ættfræðifor- rits. „Okkar ættfræði tengist söguleg- um gagnagrunni, þannig að við erum að ræða um miklu meira held- ur en einfalt ættartré. Fólk getur tengt sig ættingjum sínum, upp- runa, sögulegum fróðleik og bæjum sem viðkomandi eru frá. Þetta teng- ist allt miklu safni mynda af fólki og bæjum,“ segir Jóhann Páll. „Ég lít vera samsettur úr niðjatölum eftir ýmsa höfunda frá ýmsum forlögum. Það er reyndar ekki hægt að rekja neinar framættir þannig að fólk nái öllum forfeðrum sínum fyrir árið 1703 alhliða. Þá var fyrsta manntal á íslandi en nánast engar kirkjubæk- ur til fyrir þann tíma. Menn verða að vinna upplýsingar úr öðrum heimildum sem eru mjög seinunn- ar.“ Mikið af villum Jón Valur segir að mjög mikið sé af villum í útgefnum ættfræðiritum, ekki einungis rangfeðranir heldur einnig rangmæðranir. Þá hafi ýmis slys átt sér stað í ættfærslum þegar áhugamenn hafi verið að slá inn upplýsingar. Menn séu búnir að safna tugrnn þúsunda upplýsinga inn á marga smáa gagnabanka sem séu ekki nógu góðir. „Svo eru menn að steypa þeim saman án þess að hafa farið yfir upplýsingamar á gagnrýninn hátt. Ég veit að gagna- banki ÍE hefur tekið svona efni. Þeir vinna að vísu mjög stíft að leið- réttingum og eru með margar heim- ildir að baki sínu efni. En menn mega ekki treysta ætt- fræðigrunnum blint því það er ör- uggt að í þeim leynast villur alveg eins og í ættfræðibókum þar sem þær eru algengar Ég lít ekki á ættfræðigrunna af þessu tagi sem eitthvert endanlegt lausnarorð heldur sem eina heim- ildina enn til að leita til og bera saman við. En þetta getur vissulega aukið áhuga fólks á ættfræði og gert hana aðgengilegri almenningi." Á næstunni verður opnaður ætt- fræðigrunnur Friðriks Skúlasonar og íslenskrar erfðagreiningar á Net- inu. Upphaflega var gert ráð fyrir að honum yrði hleypt af stokkunum á morgun, 17. júní. Síðan var tekin ákvörðun um að fresta því. Vefur- inn er tilbúinn og hægt að opna hann fyrirvaralaust. Annar ættfræðivefur er einnig í deiglunni. Að honum standa m.a. Þorsteinn Jónsson ættfræðingur og Jóhann Páll Valdimarsson. Fyrir- tæki það er stendur að baki honum nefnist Genealogia Islandorum. Ekki er ljóst hvenær almenningur fær aðgang að síðarnefnda vefnum, en unnið er af kappi við gerð hans. Ljóst er að þessir tveir ættfræði- vefir verða með ólíku sniði. Friðrik og ÍE leggja nær einungis áherslu á ættfræði meðan þeir Þorsteinn og Jóhann Páll hyggjast vera með um- fangsmiklar upplýsingar til viðbót- ar við ættfræðina. Má þar nefna mikið úrval mynda af fólki og bæj- um, sem verða aðgengilegar á Net- inu. Umræddir vefir verða sjálfsagt ólíkir hvað fleiri atriði varðar s.s. uppsetningu. Tvennt eiga þeir þó nær örugglega sameiginlegt. Þeir eru báðir sagðir vera besti kostur- inn sem um er að ræða í þessum efnum á Netinu. Ættfræðivefur ÍE er sagður stærsta gagnasafnið. Vef- ur IG er sagður geyma miklu um- fangsmeiri upplýsingar. Þá eiga þessir tveir veflr það sammerkt með flestum öðrum ættfræðiritum og - bókum, að sögn Jóns Vals Jensson- ar ættfræðings, að gera má ráð fyr- ir að töluvert af villum fmnist í þeim. Ókeypis aðgangur „Aðgangurinn að okkar vef verð- ur ókeypis," sagði Friðrik Skúlason. „Þama getur hver sem er farið inn ekki einu sinni á þetta sem sam- keppni við ættfræðigrunn ÍE þvi þeirra upplýsingar eru svo miklu takmarkaðri heldur en okkar.“ Ættfræðigrunnur GI telur nú um 800 þúsund einstaklinga. „Þetta er tvímælalaust langstærsti grunnur- inn hér á landi,“ segir Jóhann Páll. „Vitaskuld eru alltaf gloppur í ætt- fræðiupplýsingum af þessu tagi. En við erum í mjög öflugri bókaútgáfu tengdri ættfræði, annars vegar niðjatölum og hins vegar ábúenda- tölum. I tengslum við þessa útgáfu fyllum viö í eyðumar. Það bætist því stöðugt við ættfræðiupplýsing- arnar annars vegar og hið sögulega efni hins vegar.“ Jóhann Páll segir, að aðgangur al- mennings að ættfræðigmnninum á Netinu verði að hluta til ókeypis. Ef fólk óski eftir að eignast ljósmyndir úr grunninum verði hægt að panta þær til kaups á Netinu. Ekki hafl verið fastákveðið að hve miklu leyti aðgangurinn verði ókeypis.“ Ættfræðingar ekki óþarfir „Ættfræðingar verða ekki óþarfir þótt almenningur fái aðgang að ætt- fræðigrunnum á Netinu, því svo er að skilja sem þeir hjá ÍE og GI eigi enn langt í land með að rekja ættir,“ sagði Jón Valur Jensson ættfræð- ingur, sem rekur Ættfræðiþjónust- una, við DV. „Hvað ættfræðigrunn ÍE varðar, þá er enn verið að vinna í tveimur síðustu öldunum. Þá er mjög mikið óunnið í rannsóknum á ættfræði 16., 17. og jafnvel 18. aldar. Ættfræðigrunnur GI mun aðallega Jón Valur Jensson Menn mega ekki treysta ættfræöigrunnum blint því þaö er öruggt aö í þeim leynast villur alveg eins og í ættfræöibók- um, þar sem þær eru algengar. Stífur undirbúningur aö opnun tveggja ættfræðigrunna á Netinu: Báðir eru bestir og flett upp sjálfum sér eða öðrum að vild og án takmarkana. Menn geta rakið ættir sínar, fengið upp ættartré, náð í upplýsingar um hvern einstakling fyrir sig og athug- að hvort þeir séu skyldir ákveðnum einstaklingi t.d. konunni sinni. Menn geta prentað út upplýsingar ffTl O^^fc^l j rbíla r www.brimborg.is #*brimborgar Volvo 850 st. 2,0 02/96, ssk., 5 d., grænn, ek. 50 þús. km, framdrif. Verð 1.720.000 Volvo V70 XC AWD 2,5 12/98, ssk., 5 d., silfurbeige, ek. 22 þús. km, 4x4. Verð 3.250.000 Volvo 850 2,0 06/95, ssk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km, framdrif. Verð 1.490.000 Ford Puma Sport 05/99, 5 g., 2 d., rauður, ek. 5 þús. km, framdrif. Verð 1.650.000 Subaru Legacy st. 2,0 04/99, ssk., 5 d., vínrauður, ek. 18 þús. km, 4x4. Verð 1.920.000 Daihatsu Cuore CX 1,0 09/99, ssk., 5 d., rauður, ek. 2 þús. km, framdrif. Verð 890.000 VW Passat 1,8 04/98, Ford Mondeo Ghia 2,0 12/97, 5 g., 4 d., svartur, ek. 30 þús. km, framdrif. 5 g., 4 d., hvítur, ek. 98 þús. km, framdrif. Verð 1.670.000 Verð 1.300.000 Tilboð 1.030.000 {•p Opið laugardaga 11-16 brimborg Reykjavlk • Akureyrl Brimborg Reykjavík, Bíldshöföa 6. sími: 51 5 7000 Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.