Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Side 15
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 ÐV 15 Helgarblað Diana Ross Diana Ross er komin á sviöiö á ný. Hér skemmtir hún áhorfendum i Philadelphiu í Bandaríkjunum. Lenti í flugslysi undir áhrifum Fyrsta júní síðastliðinn þnrfti Patrick Swayze að nauðlenda tví- hreyfla Cessnu 414 flugvél sinni, ár- gerð ‘78, í Prescott-dalnum í Arizona. Betur fór þó en á horfðist og slapp Patrekur með skrámur. Patrekur, sem bar því við að hann hefði átt í vandræðum með loft- þrýstinginn og nauðlending því ver- ið eina úrræðið, virðist hins vegar hafa haft eitthvað að fela ef marka má nýjustu heimildir. Nú síðast fréttist að þrír verkamenn, sem voru að störfum nálægt nauðlend- ingarstaðnum, hefðu verið ákærðir fyrir að ljúga við yfirheyrslur í frumrannsókn málsins. Halda lög- regluyfirvöld því fram að mennim- ir hafi hjálpað Patreki að koma hálf- um bjórkassa og einhverju af víni úr vélinni áður en lögreglu bar að garði. Á einn mannanna auk þess að hafa haft á orði að augu Patreks hafi verið blóðhlaupin þegar menn- ina bar að og hann þvoglumæltur að auki. Það varð Patreki til happs að lögreglan náði ekki í hann í far- síma fyrr en 12 tímum eftir slysið þannig að blóðrannsókn sem hefði skorið úr um hvort hann var undir áhrifum dugði ekki til. Patrekur neitar að hafa verið undir áhrifum og hafa notað mennina til að sel- flytja veigamar. Lögreglan í Arizona verður þvi að öllum líkind- um að láta málið niður falla þar sem engar eru sannanimar. Díana ekki á frímerki Það hefur gengið á ýmsu hjá Vil- hjálmi prins undanfama mánuöi en eins og alþjóð veit verður pilturinn 18 ára 21. júni nk. Nú þeg- ar búið er að deila um hverjir eigi að mæta í partíið og hverjir ekki, hvaða tónlist eigi að vera á fóninum, hvort Brittn- ey verði á staðnum, hvort gillið verði í höllu drottn- ingar nú og ekki má gleyma að reka fjölmiðla- fulltrúa Karls, þá myndi maður ætlað að það væri lítið annað eftir að kýtast um - nema kannski um hvað bollan eigi að vera sterk. Og það kom á daginn því nú eru það ættingjar Díönu heitinnar sem láta hvað mest í sér heyra. Sátt viröist ríkja um bolluna en ekki um frímerkjasafnið sem verður gefið út á £ifmælisdag- inn. Frímerkjasafn þetta er röð frímerkja með Vil- hjálmi og hinum ýmsu meðlimum konungsfjöl- skyldunnar en það sem ættingjunum finrist vanta er móöir drengsins sem er hvergi nálæg í seríunni. Sagan segir að Karl hafi átt einhvem þátt í þeirri ákvörðun að Díana var ekki á serí- unni en hann vill ólmur að breska þjóðin taki unnustu hans Camillu Parker Bowles í sátt og hætti að velta sér upp úr minningu Díönu. Sjaldan fellur eplið... Mick Jagger var sami ólátabelg- urinn í bamæsku og hann hefur alla tíð verið. Virðist sem James, sonim Jaggers, hafi erft ólátagenin frá karli föður sínum. James var á dögunum ávítaður af skólayfir- völdum í fína einkarekna skólan- um sem hann sækir fyrir að reykja á skólalóðinni. Mun sonurinn þurfa að skila inn ritgerð fyrir vik- ið sem fjallar um slæmu hliðamar á reykingum. Jade, dóttir Jaggers, hefur líka staðið uppi í hárinu á yf- irvaldinu og einhverjir muna ef- laust eftir því þegar hún var rekin af heimavistarskóla fyrir að læðast á brott og njóta samvista með kærasta sinum. Nú síðast fréttist að hún hefði verið rekin úr fræg- um einkaklúbb í London eftir að hafa í sífellu kvartað yfir því að vinir hennar fengju ekki að njóta sömu forréttinda og hún í svoköll- uðum VlP-herbergjum klúbbsins. Maxon MX-2450 Tilboð: Listaverð: 19.980,-' 15.980,- Léttkaup Símans 3.980,- út og i.ooo kr. á mán. í ár SIMINN Nvp ber vel 1 veiðií EkkertStofncjald Íjúní ogjúlí erekkert stofngjald í NMT farsímakerfinu. NAAT - langdrægafarsímakerfið www.sirmnn.is í.iðu nánarí upplýsingar um NMT 1 gjaldftjálsu númefi • 800 7000; cða 3 netinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.