Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 12
12 Skoðun FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 JOV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páil Þorsteinsson Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ásýnd sveitanna bœtt Ferðasumarið hér á landi hófst af alvöru um síðustu helgi, hvítasunnuhelgina, og er meðan dagur er lengstur og sumarfrí standa sem hæst, fram yfir verslimarmanna- helgi. Þennan besta tíma ársins nýta menn að vonum til ferða um land sitt, kynnast dýrð þess jafnt í byggð sem óbyggðum. Aðstaða fyrir ferðamenn, gistirými, veitinga- sala og framboð á ýmiss konar þjónustu, afþreyingu og skemmtun er önnur og betri en var fyrir aðeins fáum árum. Hið sama má segja um umgengni fólks. Þar hefur orðið hugarfarsbreyting og fátítt er að ferðamenn gangi iila um, skilji eftir sig rusl eða skaði viðkvæma náttúru. Ferðamönnum fylgja tekjur og því sækjast einstak- lingar í ferðaþjónustu og heilu byggðarlögin eftir þeim. Sveitarfélög og byggðasamlög hafa ráðið til sín ferðafull- trúa sem leggja á ráðin og kynna það sem á boðstólum er. Um leið er kapp lagt á að fegra umhverfið. Þeir sem hafa hug á að bjóða til sín fólki leggja sig fram við mót- tökurnar og vilja því að aðstæður allar séu aðlaðandi. Snyrtimennska er því grundvallaratriði. Þó dylst engum sem ekur um sveitir landsins að víða er pottur brotinn í umhverfis- og umgengnismálum, jafn- vel svo sker í augu. Fjölmörg býli eru til fyrirmyndar og bændum til sóma en skussamir skemma þar fyrir sem annars staðar. Það þarf ekki að fara langt, sama í hvaða fjórðungi er, til þess að rekast á ótrúlega umgengni, líkt og menn séu blindir fyrir umhverfi sínu. Alþekkt er að jámarusl er sums staðar úti um öll tún, gömul tæki, heyvinnuvélar, dráttarvélar og bílhræ, líkt og gengið hafi verið frá hlutunum eitthvert haustið og aldrei hugað að þeim meir. Á öðrum stöðum safna um- hverfisskussarnir draslinu saman í hrúgur sem blasa við frá þjóðvegi. Enn aðrir virðast haldnir söfnunar- áráttu og sanka því að sér drasli. Dæmi eru um breið- urnar af afgömlum ryðguðum bílhræjum til viðbótar við þau tæki sem einhvem tímann hafa nýst við landbúnð- arstörfin. Þessi sýn er leið þeim sem skoða vilja fagurt land og óþolandi fyrir þann meirihluta bænda sem gengur snyrtilega um sitt land og í fullri sátt við náttúruna. Því er bragarbótar þörf og þar hefur Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra átt ágætt frumkvæði. Ráðherrann vill stuðla að umhverfisátaki í sveitum landsins og skipaði af því tilefni nefnd í október síðastliðnum. Átakið nefn- ist „Fegurrri sveitir 2000“. Ríkið ver til verkefnisins 5 milljónum króna og til þess var ráðinn sérstakur verk- efnisstjóri. í verklýsingu nefndarinnar segir að umhverfisverk- efninu, sem ljúka skal 1. október næstkomandi, sé ætlað að stuðla að og styrkja samstillt átak í hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins, og bæta þannig ásýnd þeirra og ímynd. Sveitarfélögum hef- ur verið boðið að vera með í átakinu enda er einn nefnd- armanna fulltrúi þeirra. Mikilvægt er að þau nái til fólksins með hvatningu um bætta umgengni. Til aðstoð- ar hafa sveitarfélögin kallað til ýmis félög í héraði, ung- mennafélög, kvenfélög, líknarfélög og fleiri. Margreynt er að sameinuð lyfta slík félög Grettistaki. Ekki verður hjá því komist að sveitarfélög beri kostn- að af átaki sem þessu. Ástandið á sumum bæjum er aug- ljóslega með þeim hætti að ábúendur ráða ekki einir við verkið. Mikilvægast er þó að átak sem þetta verði mönn- um hvatning til bættrar umgengni í sveitum landsins til frambúðar og stuðli með því að nauðsynlegri hugarfars- breytingu. Jónas Haraldsson Púðurtunnur og járngreipar Þó að stórfelldum stríðsátökum sé lokið í Tsjetsjeníu og rússneska hem- lun hafi að miklu leyti tekist að halda yfirráðum sínum þar sem þeir hafa rekið skæruliða á brott er mikilvæg- asti vandi Rússa í Kákasusfjöllum jafn óleystur og fyrr. Hryðjuverk em dag- legt brauð á yfirráðasvæði hersins og ekkert öryggiskerfí virðist í sjónmáli. Þetta á jafnt við um Norður-Kákasus og löndin sunnan íjaligarðsins, ríkin þrjú sem áður vom Sovétlýðveldi, Armeníu, Aserbaídsjan og Armeníu. Hryðjuverk og glæpastarfsemi teng- ist ástandinu í Mið-Asíu og Afganistan. Því er haldið fram að ófáir málaliðar af þessum slóðum berjist í röðum Tsjetsjena og á undanfórnum mánuð- um hefur sú hugmynd nokkrum sinn- um komið upp að Rússar kunni að fara með her inn fyrir landamæri Afganist- ans til að ráðast gegn rótum meinsins. Þótt slík aðgerð sé ósennileg sýna bollaleggingar um það í rússneskum fjölmiðlum vel að Rússar telja sér stafa ógn af fyrrum fjandmönnum sínum þar. Hryðjuverk Tsjetsjeníu taka á sig nýjar og ógnvænlegri myndir. Á sið- ustu dögum hafa tvær sjáífsmorðsárás- ir langt inni á rússnesku yfirráðasvæði kynt undir ótta marma við sprengju- árásir víðar á rússnesku landsvæði. Pútín Rússlandsforseti skipaði í vik- unni nýjan héraðsstjóra í Tsjetsjeníu og vakti það mikla athygli að fyrir val- inu varð múfti Tsjetsjena, Ahmed Kadyrov, en hann hefur undanfama mánuði unnið með Rússum, og þar með bakað sér fyrirlitningu fyrrum samstarfsmanna sinna. Aslan Mask- hadov, sem kosinn var forseti Tsjetsjena 1997, segir hann svikara og réttdræpan. Leiðtogar allra stjómmálafylkinga í Moskvu hafa lýst mikiili ánægju með þetta val Pútíns og vissulega þykir það trúverðugra á alþjóðavettvangi að heimamaður sé settur yfir stjómina á staðnum. Hins vegar er allt á huldu um það hversu mikið traust Kadyrov hefur meðal landa sinna eftir það sem á und- an er gengið. Líklegt er að hann fá sér við hlið einhvem úr hópi yfirmanna í rússneska hemum á staðnum, en með slíkt fulltingi getur hann tæplega skap- að sér tiltrú. Ekkert sem Rússar gera virðist geta hnekkt því að án jámbents hervalds séu þeim flest sund lokuð í Tsjetsjeníu. Því em allar bollaleggingar um frið- samlega lausn mála heldur ótrúverðug- ar úr því sem komið er. Mótsögnin í Kákasus En þetta er einmitt mótsögnin í hinu eldfima ástandi í suðurhéruðum Rússa og sunnan Kákasus. Fátt virðist geta komið í veg fyrir áfrainhaldandi of- beldi annað en hervald. Á hinn bóginn grefur beiting hervaldsins undan öllum tilraunum til pólitískra samninga um varanlegan frið á þessum slóðum. Astandið í Kákasus er eldfimt og vandséð hvort Rússum tekst að halda yfirrráðum yfir Kákasusfjöllum. Þó að hemaður hafi verið langsam- lega grimmilegastur í Tsjetsjeníu af Kákasuslöndum hafa nágrannaríkin sannarlega ekki farið varhluta af hem- aði og ofbeldi. Segja má að í Georgíu ríki meira og minna umsátursástand. Friðarsamningar sem gerðir vom fyrir sex árum í vestasta héraði landsins, Abkhasíu, bundu enda á borgarastríð þar en hafa enn ekki skilað neinni póli- tískri lausn. Þar hefur rússneskt herlið haft aðsetur síðastliðin 6 ár stutt af friðareftirlitssveit Sameinuðu þjóð- arrna. Abkhasíumenn kreijast sjálf- stæðis og þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir til að ná samningum hefur það ekki tekist, einkum vegna þess að enginn ut- anaðkomandi aðili hefur getað tekið af skarið. Hvenær sem er gæti allt farið í bál og brand á nýjan leik. Svipaða sögu er að segja af öðm ge- orgísku héraði, Suður-Ossetíu þar sem heimamenn krefjast meiri sjálfstjómar en Georgiustjóm getur sætt sig við. Fleiri hémð landsins hafa verið með sjálfstæðistilburði og hefur það mjög grafið undan stjóm Shevardnadzes for- seta. Nagomo-Karabakh, héraðið sem í yfir áratug hefur verið bitbein Aserbaídsjans og Armeniu er erm jafn umdeilt og fyrr, þótt tekist hafi að kom- ast hjá bardögum þar síðastliðin sex ár. Sú deila kemur í veg fyrir að grannrík- in Aserbaídsjan og Armenía geti skap- að nokkur eðlileg milliríkjatengsl, hvað þá stuðlað að friði í kringum sig. Loks er efnahagsástandið í þessum ríkjum, einkum Georgíu og Armeníu, svo bágborið að það eitt og sér getur hæglega valdið keðjuverkandi uppþot- um og hruni löglegra stjómvalda. Spennitreyja heimspóiitikurinnar I raun má segja að Kákasusþjóðir líði fyrir þau göt í valda- og öryggis- kerfi stórveldanna sem opnuðust þegar kalda stríðinu lauk. Rússar geta ekki sætt sig við aukin áhrif Bandaríkja- manna í kringum Svartahafið. En þá skortir líka forsendur til að tryggja stöðu sína þar og i stjómartíð Jeltsíns einkenndi ráðaleysi stefnu Rússa í Suð- ur-Kákasus. Georgíumenn hafa mjög sóst eftir vináttu Bandaríkjamanna og margir framámenn þar hafa lýst sig fylgjandi því að NATO komi með ein- hveijum hætti að lausn deilumála í landinu. Tyrkir hafa einnig reynt að gera sig gildandi í leit að öryggiskerfi fyrir Kákasuslönd, en þeir era sú grannþjóð- anna sem mestra hagsmuna á að gæta, ekki síst vegna áforma um olíuleiðslur úr Kaspíahafi og vestur um Tyrkland að Miðjarðarhafi. Það er án nokkurs vafa eitt brýnasta verkefni Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins á næstu misserum að fmna varanlega lausn með Rússum á deilumálum Kákasusþjóða. En til þess þurfa Rússar að vera miklu opnari fyr- ir afskiptum erlendra ríkja af málefn- um Kákasus en verið hefur hingað til. Fyrstu mánuðir Pútínstjórnarinnar vekja þvi miður ekki vonir um neina stefnubreytingu í þeim efnum. Rússar hafa lagt á það ríka áherslu að öll afskipti erlendra ríkja af deilu- málum innan Rússlands og á land- svæði gömlu Sovétríkjanna stríði gegn hagsmunum þeirra. Stórveldapólitík þeirra er þannig óbreytt. Þó að Banda- ríkin og Evrópuþjóðir hafi mótmælt hemaði Rússa í Tsjetsjeníu þorir eng- inn í raun að gera þeim á móti skapi. En á meðan vex spennan og hætt er við að fyrr eða síðar láti eitthvað undan. Við tökum einkunnir þínar í samrœmdu prófunum... ...berum þœrsaman við gamlar einkunnir... / ...og BINGÓ Hvad Þœr? Markaðsvirði Mutabréfa pabba þíns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.