Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 43
55 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 J3V Tilvera 80 ára_________________________________ Ingibjörg Magnúsdóttir, Þorsteinsgötu 5, Borgarnesi. Ragnar Þóröarson, Hjallaseli 55, Reykjavík. Stefanía Sigurjónsdóttir, Skúlagötu 70, Reykjavík, verður áttræö mánudaginn 19.6. Maður hennar er Rafnkell Olgeirs- son. Þau taka á móti gestum á milli 15 og 20 í veislusalnum Dúndur í Duggu- vogi, sunnudaginn 18.6. Halldóra Ingimarsdóttir, Ásvegi 21, Ak- ureyri, veröur áttræð mánudaginn 19.6. Maöur hennar er Jóhann Gunnar Bene- diktsson og bjóöa þau hjónin ættingjum og vinum til morgunveröar í Oddfellow- húsinu við Sjafnarsttg, Akureyri, kl. 10 á sunnudagsmorgun, 18.6. 75 ára_________________________________ Jóhanna Þorláksdóttir, Bröttuhlíö 11, Hveragerði. Þór Þorsteinsson, Jakaseli 25, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Einar Eggertsson, Neöstaleiti 5, Reykjavík. Hann veröur aö heiman á afmælisdaginn. Guömundur ívarsson, Seljavegi 8, Selfossi. Ragnar Sigurösson, Rrði, Bæjarhreppi. Sigurbjórg Stefánsdóttir, Greniteigi 4, Keflavík. Sumarliöi Báröarson, Háteigsvegi 22, Reykjavík. 60 ára_________________________________ Hreiðar Sigurösson, Bugatúni 10, Tálknafiröi. Sigrún Ólafsdóttir, Útskálum 5, Hellu. Sigursveinn Friöriksson, Frostafold 14, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Eyþór Valdimarsson, Ásgaröi, Skaftárhreppi. Freysteinn Traustason, Hverhólum, Lýtingsstaðahreppi. Guðjón Óskarsson, Freyjugötu 24, Reykjavík. Gunnólfur Árnason, Brekkustíg 31a, Njarðvík. Helen Dröfn Hjaltadóttir, Holtagötu 7, Súöavík. Helga Eyjólfsdóttir, Lyngholti 14, Keflavík. Þóra Vignisdóttir, Álfheimum 32, Reykjavík. 40 ára_________________________________ Ástríöur Jóhanna Jensdóttir, Engjaseli 64, Reykjavík. Gissur Kristjánsson, Hjaröarslóð le, Dalvík. Heimir Jónasson, Löngumýri 4, Garðabæ. Höröur Halldórsson, Rúöaseli 91, Reykjavík. Kristín I. Rögnvaldsdóttir, Þrastarhólum 6, Reykjavík. Margrét Stefánsdóttir, Ægisíöu 86, Reykjavík. Sigmar Arnórsson, Byggöavegi lOlg, Akureyri. Stefán Kristinn Guðlaugsson, Noröurvöllum 10, Keflavík. Steinþór T. Benediktsson, Kirkjubraut 19, Höfn. Sverrir Haraldsson, Glaöheimum 20, Reykjavík. Sverrir Kristinn Kristinsson, Hörgsholti 3, Hafnarfirði. Valgeröur Magnúsdóttir, Brekkustíg 14, Njarövík. Anna Pálína Loftsdóttir, áður til heimilis aö Vegamótum, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstu- daginn 16.6., kl. 13.30. Jón Marz Ámundason, Langholtsvegi 26, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Ás- kirkju föstudaginn 16.6., kl. 15. Friögeir Steingrímsson frá Raufarhöfn veröur jarösunginn mánudaginn 19.6., kl. 13.30. David W. Poarch, Keflavlkurflugvelli, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 19.6., kl. 15. Tryggvi Friölaugsson, fyrrverandi lög- regluvaröstjóri, áöur til heimilis aö Kúr- landi 3, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 16.6., kl. 13.30. EíSSllSIIHEI Kristín Ruth Bergland Fjólmundsdóttir verslunarkona Kristín Ruth Bergland Fjól- mundsdóttir, verslunarkona hjá Vouge ehf., Álmholti 4, Mosfellsbæ, verður fimmtug þann 17. júní. Starfsferill Kristín er fædd á Siglufirði en ólst upp á Hofsósi í Skagafirði. Eftir skyldunám lá leiðin i húsmæðra- skóla kirkjunnar að Löngumýri í Skagaflrði. Síðar stundaði hún nám á verslunarbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands og sótti fjölda nám- skeiða í tölvunarfræðum. 18 ára gömul gerðist Kristín starfsmaður Laugarásbíós og Hrafnistu og vann þar verslunar- og stjórnunarstörf. Hún vann um skeið hjá K.D. á Þing- eyri við almenn skrifstofustörf og síðar hjá K.Á. á Selfossi i nokkur ár og sá þá m.a. um tölvudeild fyrir- tækisins. Frá árinu 1994 og næstu 5 árin rak Kristín blóma- og gjafa vöruverslunina Dalíu í Fákafeni 11 eða þar til búðin var seld á sl hausti. Þá réði Kristín sig til heild sölu Vouge ehf. í Reykjavík og hef ur starfað þar síðan. Fjölskylda Kristín giftist þann 2.1. 1971 Sig- urði Kristjánssyni, f. 16.4. 1941, skrifstofustjóra í Skipadeild Sam- bandsins, siðar kaupfélagsstjóra á Þingeyri og á Selfossi. Sigurður er ættaður frá Björgum, Skagahreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Hann er sonur Svövu Sigmundsdóttur frá Björgum og Kristjáns Sigurðssonar frá Lundi í Fljótum, hann lést árið 1996. Kristján og Svava bjuggu á Björgum í liðlega 30 en fluttu síðan til Hofsóss. Kristín og Sigurður eiga fimm börn. Þau eru Krist- ján, f. 28.3. 1972, háskóla- nemi og sjómaður, sambýl- iskona hans er Anna Mar- grét Kornelíusdóttir, þau eru búsett í Kópavogi; Steinunn Fjóla, f. 7.7. 1973, lögfræðingur á Selfossi, sambýlis- maður hennar er Örn Einarsson og dóttir þeirra er Kristín Rut; Svava Kristín, f. 27.1. 1975, samvinnuhá- skólanemi, Guðbjörg Heiða, f. 3.12. 1980, verslunarmaður og Sólveig Guölín f. 20.1. 1983, nemi, þær þrjár síðast nefndu eru búsettar í Mos- fellsbæ. Systkini Kristínar eru Trausti Bergland, bóndi og smiður á Ljóts- stöðum í Skagafirði, kona hans er Ásdís Sveinbjörnsdóttir; Fjólmund- ur Bergland útgerðarmaður og smiður á Hofsósi, kona hans er Aðalheiður Kristín Kristjánsdóttir, en hún er systir Sigurð- ar, eiginmanns Kristín- ar; Valbjörg Bergland handverkskona á Akur- eyri, hún er gift Páli A. Þorgeirssyni. Faðir Kristínar var Fjólmundur Karlsson, vélsmíðameistari frá Garði í Ólafsfirði, hann var fram- kvæmdastjóri Stuðlabergs ehf. á Hofsósi en lést árið 1989, móðir Kristínar var Steinunn Traustadótt- ir, húsmóðir og kennari á Hofsósi,, ættuð frá Efri-Grenivík í Grímsey, hún lést árið 1996. Kristín mun taka á móti gestum er vilja heiðra hana og gleðja með nærveru sinni í tilefni af afmælinu í sal Húnvetningafélagsins í Reykja- vík, Skeifunni 11, föstudaginn 16.6. á milli 18.00 og 22.00. Guðmundur Wiium Stefánsson bóndi og trésmiður Guðmundur W. Stefánsson, bóndi og trésmiður, Fremri-Nýpi, Vopna- firði, er sextugur í dag, 16. júní. Starfsferill Guðmundur fæddist á Vopnafirði og ólst upp þar og í Hveragerði. Hann er trésmiður að mennt og lauk meistaraskólanum árið 1965. Hann starfaði sem verkstjóri til margra ára í Trésmiðju Hveragerð- is. Árið 1981 söðlaði Guðmundur um og lét gamlan draum rætast, keypti jörðina Fremra-Nýp í Vopnafirði og gerðist sauðfjár- bóndi. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og félagsmálastörfum í gegnum tíðina fyrir sín byggðarlög. Fjölskylda Guðmundur kvæntist þann 21.12. 1963 Hólmfriði Kristmannsdóttur, f. 1.3. 1940, bónda. Hún er dóttir Sig- ríðar R. Sigurðardóttur húsmóður frá Vestmannaeyjum og Kristmanns Magnússonar verkamanns af Ströndum. Böm Guðmunds og Hólmfríðar: Sigríður Edda Guð- mundsdóttir, f. 21.8. 1964, maður hennar er Bárður Jónasson, þau eiga fjögur böm; Stefán Gunnlaugur Guðmundsson, f. 14.6. 1966, ógiftur; Harpa Guðmundsdóttir, f. 27.3.1971, sambýlismaður hennar er Stefán Guðnason, þau eiga tvö börn, Hólm- ar Ingi Guðmundsson, f. 22.12. 1978, d. 28.12. 1981. Bróðir Guðmundar er Kristján Stefánsson Wiium. Helga Magnúsdóttir er uppeldis- systir Guðmundar, hún er ættuð frá Seyðisfirði. Foreldrar Guðmundar: Stefán Gunnlaugur Guðmundsson, f. 1906, d. 1966, trésmiður og Ingileif S. Wii- um, f. 1907, kennari og húsmóðir. Þau bjuggu lengi í Fagradal í Vopnaflrði og Stefán kenndi þar ungmennum orgelleik en Ingileif kenndi þeim dönsku til undirbún- ings fyrir framhaldsskóla og handa- vinnu og ýmislegt fleira. Árið 1947 fluttust þau til Hveragerðis og Ingi- leif hélt áfram kennslu þar. Rósa Magnfríður Sesselja Ivarsdóttir afgreiðslukona Rósa Magnfríður Sesselja ívars- dóttir, húsmóðir, bóndi og af- greiðslukona við Breiðafjarðarferj- una Baldur, Brjánslæk á Barða- strönd, er sextug í dag. Starfsferill Rósa Magnfríður fæddist á Mela- nesi, Rauðasandi í Vestur-Barða- strandarsýslu. Hún ólst þar upp en fluttist 18 ára gömul á Brjánslæk og hefur búið þar alla tíð siðan. Rósa Magnfriður hefur verið hús- móðir alla sina tíð og gengið i öll störf á bóndabænum. Nýlega hóf hún svo störf við afgreiðslu hjá Breiðafjarðarferjunni Baldri. Frá árinu 1961 hefur hún verið virk í Kvenfélaginu Neista á Barða- strönd. Fjölskylda Rósa Magnfríður Sesselja giftist þann 15.11. 1959 Ragnari Guðmundi Guðmundssyni, f. 16.12. 1935. Hann er sonur Guðmundar J. Einarsson- ar bónda og rithöfundar og Theó- dóru Guðmundsdóttur, húsmóður á Brjánslæk á Barðaströnd. Böm þeirra Rósu Magnfríðar og Ragnars Guðmundar eru HaRdór ív- ar, f. 18.5. 1959, hann er giftur Sess- elju Þorbjömsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristín Theódóra, f. 14.6. 1962, maður hennar er Sigurjón Pálsson og böm þeirra eru tvö; Hall- dóra Ingibjörg, f. 9.4. 1965, maður hennar er Jóhann Pétur Ágústsson og þau eiga þrjú böm; Sigrún Berg- lind, f. 8.3. 1970 og Elísabet Huld, f. 21.5. 1975. Systkini Rósu Magnfríðar: Júlíus Reynir ívarsson, f. 23.4. 1927, Ari Guðmundur ívarsson, f. 21.7. 1931, Halldór Bragi ívarsson, f. 26.3. 1933, d. 28.2. 2000, Hörður ívarsson, f. 19.6. 1935 og Erla Fanney Ivarsdóttir, f. 27.3. 1944. Foreldrar Rósu Magnfríðar voru Ivar Rósinkrans Halldórsson, f. 30.7. 1904, d. 1978, bóndi i Melanesi, og Ingbjörg Júlíana Júlíusdóttir, f. 16.7. 1900, d. 1975, húsmóðir. Rósa Magnfríður mun taka á móti gestum með heitt á könnunni eftir kl. 16.00 á afmælisdaginn á heimili sínu. Smáauglýsingar DV 550 5000 G. Pétur Matthíasson fréttamaður Guðmundur Pétur Matthiasson fréttamaður, Samtúni 8, Reykjavík verður fertugur sunnu- daginn 18. júní. Starfsferill Pétur fæddist á Hell- issandi og ólst upp á Hvolsvelli. Hann lauk BA-prófl i almennum bókmenntum og dönsku frá Háskóla íslands árið 1986. Hann tók MA- próf í blaðamennsku og MA-próf í almennum bókmenntum frá Indi- ana University í BNA árið 1989. Pét- ur hefur verið fréttamaður á frétta- stofu Ríkissjónvarpsins frá árinu 1992. Hann hefur setið í stjórn Blaða- mannafélags Islands frá árinu 1998. Hann var formaður Félags frétta- manna frá árinu 1994 til ársins 1995 og sat í stúdentaráði Háskóla ís- lands frá 1982 til 1984. Að auki var hann fulltrúi stúdentaráðs í stjóm LÍN, veturinn 1983-84. Fjölskylda Pétur giftist þann 2.6. 1984 Elísabetu Arnardótt- ur, f. 30.1.1961, talmeina- fræðingi. Hún er dóttir Arnar Jónssonar og Ástu Dungal. Þau hjónin eiga þrjú börn. Þau eru Ásta Heiðrún Pétursdóttir, f. 27.9. 1984, Matthías Pét- ursson, f. 14.6. 1991 og Hjalti Elías Pétursson, f. 12.2. 1995. Systkini Péturs eru Þórólfur Matthíasson, doktor í hagfræði, bú- settur í Reykjavík, Sigríður Matthí- asdóttir bókasafnsfræðingur, hún á heima á Selfossi og Hörður Matthí- asson, hann starfar sem verkfræð- ingur í Ástralíu. Faðir Péturs er Matthías Péturs- son, f. 22.8. 1926 og móðir hans er Kristín Hulda Þórarinsdóttir, Hvols- velli. Pétur tekur á móti vinum og ætt- ingjum að heimili sínu í Samtúni 8 að kvöldi 17.6. Fimmtugur Halldór Gunnarsson formaður Þroskahjálpar Halldór Gunnarsson, Granaskjóli 15, Reykjavík, formaður Landssam- takanna Þroskahjálpar verður fimmtugur á sunnudaginn. Starfsferill Halldór fæddist í Hveragerði og ólst þar upp. Á sumrin var hann á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstung- um. Flutti til Reykjavíkur 1970 og hefur búið þar nær óslitiö síðan. Halldór varð stúdent frá ML 1970, varð félagsráðgjafi frá HÍ 1987. Hann hefur m.a. fengist við kennslu, ráðgjöf hjá SÁÁ og auglýs- inga- og kynningarmál. Hann var stjórnarformaður Hins opinbera, auglýsingastofu. Halldór var einnig hljómlistarmaður til margra ára og lék m.a. með Þokkabót. Hann hefur einnig verið iðinn við laga- og texta- smíðar. Halldór var einn af stofn- endum og fyrsti formaður Orðspors, félags textasmiða. Hann hefur unn- ið mikið að málefnum fatlaðra, m.a. átt sæti í Svæðisráði málefna fatl- aðra í Reykjavík og er núverandi formaður þess, á sæti í verkefnis- stjórn Reykjavíkur vegna fyrirhug- aðs flutnings á málefnum fatlaðra til borgarinnar. Hann var kjörinn formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar sl. haust. Fjölskylda Kona Halldórs er Jarþrúður Þór- hallsdóttir, f. 21.4. 1955, sjúkraþjálf- ari og ráðgjafl í málefnum ein- hverfra á Svæðisskrifst. málefna fatlaðra í Reykjavík. Hún er dóttir Þórhalls Árnasonar og Dýrleifar Ás- geirsdóttur. Þau bjuggu áður á Veðramóti í Skeggjastaðahreppi en eru nú bú- sett á Akureyri. Böm Halldórs og Jarþrúðar eru Þórhallur, f. 23.7. 1980, Gunndís, f. 25.5. 1983, Hafsteinn Helgi f. 4.3.1987. Halldór á einnig með Rut Sumar- liðadóttur Valdísi, f. 10.8. 1976, hún á bömin Esther Björgu og Emblu Nótt auk þess sem hún átti soninn Hróar Þór sem nú er látinn. Alsystir Halldórs er Heiðdís, f. 5.2. 1943 leikskólafulltrúi á Selfossi, hún er gift Árna Óskarssyni banka- starfsmanni, þau eiga 2 börn. Hálfbræður Halldórs, samfeðra: Þorsteinn, f. 22.10.1917, kennari, nú látinn. Var kvæntur Ingunni S. Guðbrandsdóttur og eignuðust þau 2 böm; Benedikt f. 26.6.1921, nú lát- inn, fyrri kona Benedikts var Ólafía Guðjónsdóttir og eignuðust þau son en fyrir átti Benedikt einn son, sið- ari kona Benedikts var Hólmfríður Valdimarsdóttir; Styrmir, f. 4.11. 1925, fyrrv. stýrimaður, hann var kvæntur Kristínu M. Sigurðardótt- ur og eignuðust þau fimm börn og fyrir átti Styrmir eina dóttttr. Foreldrar Halldórs: Gunnar Ben?- diktsson f. 9. 10. 1892, d. 26.8. 1981, prestur að Grundarþingum, kennari og rithöfundur og Valdís Halldórs- dóttir, kennari og skáld, f. 27.05. 1908. Þau bjuggu lengst af á Eyrar- bakka og í Hveragerði. Valdís býr nú í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.