Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 25
25 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 X>V___________________________________________________________________________________________________Helgarblað íslendingar neyta mest allra af geðlyf jum: Þunglyndi kostar þjóðina 3,5 milljarða - neyslan eykst hröðum skrefum meðal ungs fólks Ef marka má niðurstöður loka- ritgerðar Tinnu Traustadóttur, í lyfjafræði við Háskóla íslands, not- uðu um það bil 4% íslendinga á aldrinum 18-25 ára geðdeyfðarlyf árið 1999. Aigengustu lyfin eru úr flokki sem er kallaður SSRI sem er skammstöfun fyrir Selective sorotonin reuptake inhibitor. Þekktasta og vinsælasta lyfið í þessum flokki er Prozac en einnig mætti nefna lyfjaheiti eins og Flú- oxetín Delta, Tingus, Fontex, Zo- loft, Efexor, Seroxat, Cipramil og íleiri. Þessi lyf komu á markað fyr- ir fáum árum og hefur neysla þeirra aukist hröðum skrefum. / ritgerð sinni leggur Tinna, í samvinnu við Axel Hall, sérfrœðing hjá Hagfrœðistojhun Háskóla íslands, mat á óbeinan kostnað samfélagsins vegna þunglyndisraskana og kemst að þeirri niður- stöðu að óbeinn kostnað- ur sé að minnsta kosti 3,5 milljarðar en varar við að þessar niðurstöður séu varfœmar. Áður hafði beinn kostn- aður samfélagsins af sömu orsökum verið áœtlaður 2,6 milljarðar. Þessi lyf eru einkum notuð gegn þunglyndi, þráhyggju og kvíða og öðrum röskunum sem áður voru ekki alltaf gefín lyf við. Þessi lyf hafa í munni almennings á sér nafnið „gleðilyf ‘ sem vísar til þess að þau jafna út geðsveiflur og þeir sem áður voru þunglyndir, svart- sýnir og nöldurgjamir eru nú jafn- an glaðir og brosa framan í heim- inn. Unga fólkið stöðugt þung- lyndara Tinna, sem er að útskrifast úr lyfjafræði, gerði í lokaritgerð sinni faraldsfræðilega skimrannsókn á útbreiðslu þunglyndis í aldurs- hópnum 18-25 ára. „Það er mikið rætt um þung- lyndi sem vaxandi heilbrigðis- vandamál til framtíðar litið en þessum aldurshópi hefur ekki ver- ið sinnt nóg en þama hlýtur þung- lyndið að eiga upptök sín.“ Tinna sendi spurningalista í pósti til 2000 íslendinga fæddra á árunum 1973-1980. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um 17% ungs fólks á íslandi sé með þunglyndi. Ungar konur (19,4%) reyndust þunglyndari en ungir karlar (14,2%). 50% þátttakenda höfðu einhvern tímann neytt ólöglegra fíkniefna og 45% höfðu einhvem tímann velt því fyrir sér að svipta sig lífi en 5,4% höfðu einhvern tímann gert til þess tilraun. 17% reyndust hafa tilhneigingu til að misnota áfengi, karlar meira en konur, og í þessum hópi var þunglyndi mun útbreidd- ara eða um 29%. Samkvæmt niðurstöðum Tinnu töldu 50% þeirra sem nota geð- deyfðarlyf að þau kæmu að miklu gagni. Frá sjónarhóli geðlækna hafa þessi lyf marga kosti fram yfir eldri lyf en þó þann kost helstan að mjög lítil eða engin hætta er á of- skömmtun og því stafar fólki lítil hætta af umgengni og notkun lyfj- anna. Vinsældir þeirra hafa verið mjög miklar og íslendingar neyta lyfja í þessum flokki í meira mæli en t.d. flestar nágrannaþjóðir okk- ar. Erum við nýjungagjarnari? Tómas Zoega geðlæknir sagðist í samtali við DV ekki kunna neina sérstaka skýringu á því hvers vegna svo væri aðra en þá að við værum nýjungagjarnari en aðrar þjóðir. Hann benti á að hjá öðrum þjóðum ykist neysla þessara lyfja einnig jafnt og þétt og því væri sér- staða okkar íslendinga ekki svo mikil en við héldum samt ákveðnu forskoti á aðrar þjóðir og héldum þeirri forystu milli ára. í ritgerð Tinnu kemur fram að hér er neysla SSRI lyfíanna rúmir 53 dagskammt- ar á hverja þúsund íbúa árið 1998 en næstir okkur koma Svíar með 37 dagskammta á 1000 íbúa árið 1998, svo forysta okkar er ótvíræð á þessu sviði. Samkvæmt því sem kemur fram í ritgerð Tinnu jókst kostnaður vegna neyslu geðdeyfðarlyfía úr 700 milljónum 1998 í 800 milljónir árið 1999. Til samanburðar var kostnað- ur við slík lyf árið 1989 rúmar 100 milljónir. Kostnaðurinn hefur því áttfaldast á 10 árum, skv. upplýs- ingum frá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti. Kostar 3,6 milljaröa árlega í ritgerð sinni leggur Tinna, í samvinnu við Axel Hall, sérfræð- ing hjá Hagfræðistofun Háskóla !s- lands, mat á óbeinan kostnað sam- félagsins vegna vinnutaps og tap- aðra lífa vegna þunglyndisraskana og kemst að þeirri niðurstöðu að óbeinn kostnaður sé að minnsta kosti 3,5 milljarðar en varar við að þessar niðurstöður séu í varfæm- ara lagi. Áður hafði beinn kostnaður sam- félagsins, sem samanstednur af lyfíakostnaði, örorkugreiðslum til þunglyndra, rekstri sjúkrastofnana og félagslegri þjónustu, verið áætl- aður 2,6 mifljarðar. Eldri rannsókn sem til er frá ár- inu 1984, gerð af Tómasi Helgasyni, sýnir að neysla þunglyndislyfía í aldurshópnum 20-29 ára var þá að- eins um 0,3% sem sýnir betur en margt annað hve neyslan hefur aukist mikið. Annað sem bendir til þess hve læknar umgangast þessi nýju lyf með öðrum hætti en eldri lyf er að 75% allra lyfseðla á geðdeyfðarlyf eru gefin út af heimilislæknum en í tíð eldri og sterkari lyfía var þeim í mun meira mæli ávísað af geð- læknum. Dregur ekki úr öðrum áhrifum í skýrslu sem kom út á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis- ins árið 1999 kemur fram að þrátt fyrir aukna neyslu SSRI-lyfía hafi innlögnum á geðdefldir ekki fækkað yfir nokkurra ára tímabil og ekki dregið úr sjáifsvígum. Ekki hefði heldur dregið úr viðtölum við geð- lækna og örorkulífeyrisþegum vegna geðfótlunar hefur ekki fækkað. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO spáir því að næstu tvo ára- tugi verði mest aukning í geð- og taugasjúkdómum í heiminum og þeir verði næstútbreiddasta orsök fotlunar. Það er því ekki að undra að vinsældir geðdeyfðarlyfia aukist í takt við stækkandi hóp þunglynd- issjúklinga. í dag er Prozac út- breiddasta þunglyndislyf í heimi og talið að rúmlega 17 milljónir í Bandaríkjunum taki það inn dag- lega. Prozac kom fyrst á markað í Bandaríkjunum 1986. Missa áhuga á kynlífi í bandaríska veftímaritinu Salon var nýlega fíallað um notkun lyfia af þessu tagi, einkum með tilliti til algengustu aukaverkunar sem fylg- ir neyslu þeirra en það er minnkað- ur áhugi á kynlífi, það tekur konur á lyfinu lengri tíma að ná fullnæg- ingu eða þær missa alveg áhugann á kynlífi og hjá körlum ná einkenn- in yfir allan skalann, allt frá áhuga- leysi og deyfð yfir í algert getu- leysi. Það er fullyrt í Salon að slíkar kynlifstruflanir hrjái allt að 80% þeirra sem nota geðdeyfðarlyf. Því er jafnframt haldið fram að fyrir flestum notendum séu kostirnir við neyslu svo miklir og jafnvægi hug- ans og vellíðan slík að þeir kæri sig koflótta um það þótt þeir fari á mis við holdsins lystisemdir í staðinn. í blaðinu er vitnað í rannsóknir á rottum sem farið hafa fram við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð og tilraunir á mönnum sem fóru fram við háskólasjúkrahús i Haag í Hollandi. Eftir að hafa neytt flúox- etíns, sem er virka efnið í Prozac, reyndust rottumar ófærar um að stunda kynlíf en karlmenn áttu mjög erfitt með að fá fullnægingu eða reyndist það alveg ómögulegt. Þessar rannsóknir leiða auðvitað í ljós um leið að Prozac getur lækn- að ótímabært sáðlát sem er algengt kynlífsvandamál hjá körlum. Þekkt vandamál Tómas Zoéga geðlæknir sagði í samtali við DV að áhugaleysi af þessum toga væri þekkt aukaverk- un geðdeyfðarlyfia en taldi töluna 80% margfalt of háa. Hann taldi lík- legra að 20-30% notendanna yrðu varir við slik vandamál. Hann benti jafnframt á að áhugaleysi á kynlífi og getuleysi væri þekktur fylgifiskur þunglyndis sem lyfin eru gefin við. Tinna sagði að i sinni rannsókn hefði lítið verið spurt út í auka- verkanir en engin lyf væm án aukaverkana og áhrif geðdeyfðar- lyfía á kynlif notenda væri mjög þekkt vandamál. Tinna sagðist per- sónulega þekkja neytendur þar sem lyfin hefðu haft í för með sér kyn- lífstengdar truflanir. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.