Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 40
52 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 Tilvera I>V Fiöla og selló Æft fyrir tónleikana á sunnudagskvöld. Salurinn: Sónötur fyrir selló og fiðlu Á tónleikunum í Salnum á sunnu- dagskvöld, kl. 20.30, flytja sellóleik- arinn Jón Ragnar Ömólfsson og pí- anóleikarinn Naomi Iwase þrjár sónötur fyrir selló og píanó eftir L. Boccherini, C. Debussy og C. Franck. Sigurbjörn Bernharðsson flðluleikari ljær þeim lið í píanó- tríói eftir S. Rakhmanínov. Jón Ragnar og Sigurbjörn luku einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1991. Þeir eru báðir starfandi erlendis. Jón Ragnar lauk mastersgráðu í sellóleik frá Royal Northern College of Music í Manchester í Englandi. Sigurbjöm lauk mastersgráðu í fiðluleik frá University of Northern Illinois í Bandaríkjunum. Naomi Iwase er ættuð frá Japan. Hún hóf ung nám í píanóleik í heimalandi sínu en hef- ur einnig stundað nám í Bandaríkj- unum og Englandi, þar sem hún er búsett. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegri tónlistar- samkeppni í Evrópu og Ameríku. DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR Vínveitingar á kvöldin Eins og títt er um íslensk kaffihús breytist ÞinghúsCafé í vínveitingahús þeg- ar sól er sest. Hér er mikið um að vera á barnum. Þinghús Ölfusinga fær nýtt hlutverk: Gamla hótelinu breytt í kaffihús DV, HVERAGERDI: ___________________ A uppstigningardag var gamla hótelið í Hveragerði opnað sem kaffi- hús undir nafninu ÞinghúsCafé. Eig- endur ÞinghúsCafé eru hjónin Guð- brandur Sigurðsson og Sigríður Helga Sigurðardóttir. Hótelið er ein af elstu hótelbyggingum landsins, byggt árið 1930, og hefur þjónað ýms- um tilgangi frá þeim tíma. í samtali við DV sagði Helga að nafnið á hótelinu hefði verið ákveð- ið vegna hins upprunalegra hlut- verks þess en það var áður fyrr not- að sem þinghús fyrir Ölfusinga. Reynt hafl verið að innrétta hótelið í gömlum stíl og til þess notuð antík-húsgögn svo andrúmsloftið verði sem hlýlegast. „Við fengum einn af okkar ágætu listamönnum hér í Hveragerði, Örv- ar Árdal, til þess að „heiðra" salinn með verkum sínum. Þau verða hér til framtíðar því hann málaði þau beint á veggina," segir Helga. Gamla danssalnum verður haldið opnum um sinn og sagði Guðbrand- ur að væntanlega yrðu haldnir ein- hverjir dansleikir þar í sumar, en síðar kæmi í ljós hvernig salurinn yrði rekinn. ÞinghúsCafé er rekið eins og kafílhúsin í Reykjavík og víðar og er kærkomin starfsemi fyrir Hver- gerðinga sem og alla, sem eiga leið um. Gisting í hótelinu er því nú úr sögunni. Boösmót TR: Baráttan í algleymingi Boðsmót TR á sér langa sögu og var hér áður fyrr eina kappskák- mótið sem hægt var að tefla í á sumrin. Það breyttist mikið með til- komu helgarmótanna hans Jóhanns Þóris og síðan er félögin á höfuð- borgarsvæðinu hófu að halda helg- armót af miklum krafti. í mótinu í ár er baráttan mikil um efsta sætið. Bergsteinn Einarsson hefur foryst- una eftir 5 umferðir með 4,5 v. og staða annarra í efstu sætunum er eftirfarandi: í 2.-4. sæti eru þeir Amar Gunnarsson, Bragi Þorfinns- son og Kjartan Maack með 4 v. 5. Ólafur ísberg Hannesson, 4,5 v. 6.-7. Björn Þorfinnsson og Stefán Krist- jánsson með 3 v. Lítum nú á skák frá mótinu: Hvítt: Amar E. Gunnarsson Svart: Stefán Kristjánsson Enski leikurinn 1. c4 e6 2. Rf3 d5 3. b3 Rf6 4. Bb2 Be7 5. e3 0-0 6. Be2 b6 7. Re5 Bb7 8. 0-0 Rbd7 9. Bf3 c6 10. d3 Dc7 11. Rxd7 Rxd7 12. Rc3 Had8 13. Dc2 Re5 14. Be2 Rg6. Amar hefur mikið dálæti á þess- ari stöðuuppbyggingu og síðast þeg- ar þeir félagar tefldu í áskorenda- flokki á Skáþingi íslands vann Am- ar. Stefán hefur örugglega endur- skoðað taflmennsku svarts. Næsti leikur hvíts er hæpinn; betra er að bíða átekta með 15. g3 15. cxd5 exd5 16. d4 Bd6 17. g3 Hfe8 18. Hacl Dd7. Svartur hefur nú fengið þægilega stöðu sem líkist þeim sem koma upp úr drottningarbragði, nema svartur hefur leyst byrjana- vandamál sín og hefur þægilegt frumkvæði. 19. Bd3 Dh3 20. Bf5 Dh5 21. Kg2 Re7 22. Bh3 f5 23. Ddl Dh6 24. Dd3 Hf8 25. Hfel g5! Aumingja biskupinn á h3! 26. f3 g4! 27. fxg4 fxg4 28. Bxg4. Nú fórnar svartur og gengur í smiðju til gömlu meistaranna. Það er lítið hægt að gera annað en að taka örlögum sínum. 28. - Hf2+ 29. Kxf2 Dxh2+ 30. Kf3 Hf8+ 31. Bf5 Rxf5 32. Re2 Rxd4+ 33. Kg4 Bc8+ 34. Kg5 Rf3 og mát: 0-1. Skákþing Hafnarfjarðar Mótið fór fram um síðustu helgi og Sigurbjörn er skákmeistari Hafn- arfjarðar 2000. Röðin var annars sem hér segir: 1.-2. Sigurbjörn Bjömsson, 6/7 v. (23,0), Sigurður Daði Sigfússon, 6 v. (22,5), 3. Páll Þórarinsson, 5 v., 4. Halldór Brynjar Sævar Bjarnason skrifar um skák Halldórsson, 40 v., 5. Jóhann H. Ragnarsson, 4 v., 6. Stefán Bergsson, 3,5í2v., 7.-10. Dagur Arngrímsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Guðmundur Kjartansson og Ingvar Þór Jóhann- esson, 3 v. Skákstjóri var Gunnar Bjömsson. Svæðamót FIDE Nú eru 4 svæðamót í gangi, í Brasilíu, Armeníu, Lettlandi og Eg- yptalandi. Heimsmeistarakeppnin hefur eiginlega ekki verið nein heimsmeistarakeppni undanfarin ár. Kasparov og Karpov hafa ekki verið með (að ógleymdum Bobby Fischer - maður vonar á meðan hann dregur andann) og margir aðr- ir sem eru meðal þeirra bestu hafa ekki verið með og hyggja ekki á þátttöku. í ljósi þessa hafa Norður- löndin ákveðið að sleppa því að halda svæðamót í bili og biða og sjá hvað setur. En væntanlega verður VISA Grand Pri-mótaröðin haldin og þá verður auðvelt að breyta ein- hverju þeirra í svæðamót ef þörf krefur. En lítum á eina góða skák frá svæðamótinu í Jerevan í Armeniu. Þeir Smbat G. Lputian, 2605, og Rafael A. Vaganian, 2618, eru efstir í fríðum flokki keppenda. Hvítt: R. Vaganian, (2618). Svart: V. Kotronias, (2539). Kóngsindversk vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. 0-0 d6 6. Rc3 e5 7. d4 Rbd7 8. e3. Óvenjulegur leikur. Venjulega er leikið hér 8. e4. Kotronias fellur að einhverju leyti í þá gryfju að óvenjulegum leikjum verður að refsa, enda Kotronias mikið „teoríuhross". 8. - He8 9. a4 c6 10. a5 e4. Mér finnst 10. De7 vera mun eðlilegri leikur, en hvað veit ég? 11. Rg5 d5 12. cxd5 cxd5 13. f3 Bh6 14. h4 Dc7. Nú er staðan aldeilis logandi af flækjum. Vaganjan hefur eflaust verið fljótur að leika en hann er þekktur fyrir það að tefla hratt og vel og lætur lítið á sjá þótt hann sé að nálgast fimmtugt. 15. fxe4 Dxg3 16. Del Dxel 17. Hxel dxe4 18. Rgxe4 Rxe4 19. Rxe4 Bf8. Það sem hvítur hefur í þessari stöðu er fljót- ari liðskipan og miðborðspeð, og fri- peð að auki. 20. Bd2 a6 21. Rc3 f5 22. Rd5 Bd6 23. Hacl Hb8 24. Kf2 Kf7. Svartur á í vandræðum með að koma biskupi sínum á c8 í gagnið. Vaganjan finnur nú leið til að ryðj- ast inn á 7. reitaröð með hrók og þá þrengist enn meira um svörtu stöð- una. 25. Bb4! Bxb4 26. Rxb4 Rf6 27. Hc7+ He7 28. Hecl Bd7 29. Rd5! Rxd5. Hvítur skiptir upp á öll- um virku mönnum svarts og síðan verða peðin auðveld bráð. 30. Bxd5+ Be6 31. Hxe7+ Kxe7 32. Hc7+ Kd6. Hvítur lumar á einfoldum en skemmtilegum leik. Tjaldið fellur. 33. Hxb7! Hc8 34. Bxe6 Kxe6 35. Kf3 Hc2 36. b4 Hb2 37. Hxh7 Hxb4 38. Ha7: 1-0. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.