Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Side 49
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 DV 57 Tilvera Afmælisbörn Forest Whitaker 39 ára Leikarinn og leikstjórinn Forest Whitaker er þrjátíu og níu ára í dag. Whitaker varð frægur þegar Clint Eastwood valdi hann til að leika saxó- fónleikarann Charlie Parker í Byrd. Hann lék i kjölfarið í nokkrum ágætis- myndum, meðal annars Crying Game og Good Moming Vietnam. Seinni árin hefur hann snúið sér að leikstjóm og fyrsta mynd hans, Waiting to Exhale, náði miklum vinsældum. Þessa dagana má sjá Whitaker í góðu formi í Ghost Dog: The Way of Samurai. Michael Flatiey 42 ára Bandaríski dansarinn Michael Flatley er 42 ára í dag. Þótt Flatley sé bandarískur þá varð hann fyrst frægur þegar hann kom með „Riverdance" hóp- inn i Söngvakeppni sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum árum. Þegar aðstandend- ur sýningarinnar vildu gera minna úr þætti Flatleys hætti hann og stofnaöi sinn eiginn dansflokk, Lord of Dances. Hafa sýningar hans, sem einnig byggja á írskum þjóðdönsum, verið meðal vin- sælasta skemmtiefnis. Stjörnuspá Gildir fyrir sunnudaginn 16. júlí og mánudaginn 17. júlí Vatnsberinn (20. ian.-18. febrö: Spá sunnudagsins: Ástvinir upplifa gleði- legan dag. Þú deiiir ákveðnum tílfinning- um með vinum þínum og það skapar sérstakt andrúmsloft. Spa mánudagsíns: Þú verður að gæta þess að særa engan með framagimd þinni. Þó að þú hafir mikinn metnað verður þú líka að taka tíllit til annarra. Hrúturinn (21. mars-19. anrih: Þessi dagur verður eft- irminnilegur vegna at- » burða sem verða fyrri hluta dagsins. Viðskipttnblómstra og fjármálin ættu að fara batnandi. Spa manudagsins: Þú ættir að lita í eigin barm áður en þú gagnrýnir fólk. Ef þú gerir það mun þér ganga afar vel aö vinna með öðru fólki. Tvíburarnir (21. mai-2l. iúníl: Ekki má einbeita sér mm/J of mikið að smáatrið- um. Þú gætír misst sjónar á aðalatriðunum. Fjöl- skyldan má ekki gleymast. Spá mánudagsins: Einhver sýnir þér hlýtt viðmót, áhuga sem þú áttir alls ekki von á. Þú verður mjög ánægður með þetta en þú skalt samt ekki sýna það allt of mikið. Liðnið (23. iúlí- 22. áeústl: ' Þú finnur firir við- kvæmni í dag og veist ekki hvernig best er að bregðast við. Vertu óhræddur við að sýna tílfinningar þínar. Spá mánudagsins: Fjölskyldan ætti að eyða meiri tíma saman. Það er margt sem kernur þér á óvart í dag, sérstaklega við- mót fólks sem þú þekkir btið. Voein (23. sept.-23. okt.l: mm I Seinkanir valda þvi að þú ert á eftir áætlun og þarft þvi að leggja þig allan fram tíl þess að ná að ljúka þvi sem þú þarft í dag. Spá mánudagsins: Dagurinn verður á einhvem hátt eftirminnilegur og þú tekur þátt í einhverju spennandi. Þú ættir að taka virkari þátt í félagslífinu. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: Spa sunnudagsins: ' Þú verður að sætta þig við takmörk annarra og ekki gera of miklar kröfur. Ást- arsamband sem þú átt í gengur í gegn- um erfiðleika en það mun jafna sig. Þú skalt forðast óþarfa tilfinningasemi og ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. Rómantíkin liggur í loftinu og von bráðar mun draga til tíðinda í ástarlifinu. Flskamirn.9. febr.-20. marst: Spá sunnudagsins: 'Dagurinn veröur frem- ur rólegur og þú færð næði til að hugsa um framtiðina. Kvöldið verður friðsamlegt. Spá manudagsins: Þú átt mjög annríkt fyrri hluta dagsins og fólk er ekki jafntilbúið að hjálpa þér og þú vildir. Þegar kvöldar fer allt að ganga betur. Nautið (20. aoríl-20. maí.l: Þú kemst að þvi að þú / ert orðinn dálitíð lú- >■/ inn á tílbreytingarleys- inu og ættir ef til vill að reyna að finna þér nýtt áhugamál. Þú heyrir eitthvað sem kemur þér á óvart en þú færð betri skýringu á þvi áður en langt um líður. Happatölur þinar em 8, 9 og 24. Krabbinn (22. iúní-22, iúlíl: Spá suonudagsins: I Eitthvað óvænt kemur upp á og þú gætir þurft að breyta áætl- unum þínum á síðustu stundu. Happatölur þínar em 11, 14 og 29. Spa manudagsins: Dagurinn einkennist af tímaskorti og þú verður á þömun fyrri hluta dagsins. Kvöldið verður þó rólegt og ánægjulegt í faðmi fjölskyldunnar. Mevian (23. áeúst-22. seot.l: Spá sunnudagsins: /\V\\ Eitthvað nýtt vekur áhuga þinn snemma dags ' og hefur truflandi áhrif á vinnu þína það sem eftir er dagsins. Happatölur þinar eru 8, 24 og 25. Spá mánudagsins: Þú færð góðar hugmyndir í dag en það er hægara sagt en gert að koma þeim í framkvæmd. Fólk virðist vera afar upptekið af sjálfú sér. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: — ^ [\\ Þér er fengin einhver \\->ábyrgð á hendur í dag. i Láttu ákveðna erfið- leika ekki gera þig svartsýna, horfðu heldur á björtu hliðamar. Spá mánudagsins: Lífið virðist brosa viö þér þessa dagana og ef þú ert ekki orðin ást- fanginn nú þegar muntu líklega verða það næstu daga. Steingeitin (22. des.-19. ian.): Spá sunnudagsms: Viðskipti ganga vel í dag og þú átt auðvelt með að semja. Fjölskyldan er þér ofarlega í huga, sérstaklega sam- band þitt við ákveðna manneskju. Þó að þér frnnist vinnan vera mikil- væg þessa dagana ættirðu ekki að taka hana fram yfir vini og fjölskyldu. Vertu heiðarlegur og hreinskilinn. Klassískt myndband Lenny Fyrsti sorakjafturinnc Myndband Topsy-Turvy iri. Gilbert og Sullivan Myndbandagagnrýni Whatever Happened to Harold Smith ★★★★ Sorakjafturinn Eddie Murphy varð á sínum tíma gríðarlega vinsæll fyrir sitt ofurklúra uppistand en fyrir- mynd hans var Richard Pryor sem hneykslaði fólk á áttunda áratugnum. Á undan þeim öllum var þó Lenny Bruce sem eyddi stórum hluta af ferli sínum í endalausum málaferlum út af orðbragði sinu sem þætti ekki til- tökumál í dag. Bob Fosse (Cabaret, All That Jazz) leikstýrði þessari mynd um ævi grín- arans og tekst að gera hetju úr hon- um meðan hann heldur raunsæislegu yfirbragði. Myndin flakkar milli leik- inna atriða úr lífi grínarans, leikinna viðtala við aðstandendur í heimildar- myndastíl og atriða þar sem Dustin Hoffman fer með uppistand byggt á því sem Lenny Bruce gerði. Myndin flakkar nokkuð fram og aftur í tíma en fyrsti hlutinn segir frá því þegar Lenny, sem ungur og upprennandi grínari, kynnist fatafellunni Honey og giftist henni. Honum stendur til boða að fara heföbundnu leiðina en kýs að ögra fólki og vinnur mest- megnis sem kynnir í nektarklúbbum. Hann fer síðan að koma fram í aðeins virðulegri klúbbum og nær vinsæld- um sem afar fyndinn rýnir á hræsni og helgislepju í þjóðfélaginu. Erfitt hjónaband, fikniefnaneysla og stöðug málaferli taka sinn toll af geðheilsu hans og undir lokin á ferlinum var hann farinn að rausa um málfrelsi og lesa upp úr dómsskjölum fyrir tóm- um samkomustöðum áður en hann tók of stóran lyfjaskammt og dó árið 1966. Bob Fosse tekur myndina í svart/hvítu, sem gefur myndinni drungalegan blæ, enda er hún í raun harmsaga um frumherja sem barðist hatrammlega gegn ritskoðun en varð að lokum að láta í minni pokann, ekki síður fyrir eigin veikleikmn en tilraunum yfirvalda til að koma á hann böndum. Myndin sýnir hann sem umhyggjusaman fóður og eigin- mann en um leið veiklyndan dópista og flagara. Dustin Hoffman tekst á við þessar andstæður á aðdáunarverðan hátt og það er virkilega gaman að sjá kraftinn í honum þegar hann var enn ungur. Sjálfur hefur hann sagt þetta hafa verið besta hlutverk ferilsins. Valerie Perrine skilar einnig góðri frammistöðu í fremur átakanlegu hlutverki Honey, þótt hún hafi ekki gert mikið annað af viti á ferli sínum. Bæði voru þau tilnefnd til ósk- arsverðlauna ásamt leikstjóranum Bob Fosse og kvikmyndatökustjóran- um Bruce Surtees. Þá fékk myndin einnig tilnefningu sem besta myndin og lét þar í minni pokann fyrir ekki ómerkari keppinaut en The God- father, Part II. Lenny er bæði fyndin og sorgleg en umfram allt áhugaverð úttekt á einlægum grínara sem fór flatt á því að vilja fá að nota þau orð sem honum sýndist. Pétur Jónasson Fæst í Aöalvídeóleigunni. Leikstjóri: Bob Fosse. Aöalhlutverk: Dustin Hoffman og Valerie Perrine. Bandarísk, 1974. Lengd: 111 mín. Undur og stórmerki - Kristur endurborinn? Harold Smith getur gert margvís- lega yfirskilvitlega hluti. Sumir telja hann loddara en aðrir telja harrn Krist endurborinn. Harold sjálfur er hins vegar minnst áhuga- samur um eigin hæfileika og vill helst sitja í hægindastólnum sínum fyrir framan sjónvarpið með pipuna sina. Vince, sonur Harolds, segir okkur söguna af Harold og fiölskyldunni. Inn í þetta fléttast hluti þroskasögu Vince sjálfs. Vince er skemmtilega, lit- ríkur unglingskarakter. Stundum tekst leikstjóranum og leikaranmn að gera hann það vandræðalegan að maöur fer hálfpartinn hjá sér i góð- legri sketnmtun. Sögusvið myndarinnar er á þeim tíma, 1977, sem manni finnst allt sérlega hallærislegt nú í dag. Eykur það á hallæri og vand- ræðagang persónanna. T.a.m. gæti Vince hafa verið meiri háttar gæi án þess að maður geri sér fyllilega grein fyrir því. Hins vegar er augljóst að Harold er mubla á eigin heim- ili en ekki harður fylgimaður tískunnar. Inn undir góðlátlegu grín- inu er hárbeitt ádeila á trú manna og örlög. Hvemig í ósköpunum ætti Harold að vera Kristur endurborinn? Af hverju er hann ekki merktur með nafninu Jesús á enninu? Hinir mörgu hæfileikar Harolds gætu Hún er kröpp, beygjan sem Mike Leigh tekur með þessari mynd. Hann hefur byggt glæsilegan feril á karakter- drifnum sögum af bresku almúgafólki (Naked, Secrets and Lies), en snýr sér hér að klassískri búningamynd um r' bresku söngleikjasmiðina Gilbert og Sullivan. gert hann að Kristi ef við myndum vilja trúa því. Hins vegar gæti hann bara verið gæddur yfimáttúr- legum hæfileikum sem við skiljum ekki hvernig virka. Myndin er í það minnsta vel þess virði að horfa á. -GG Útgefandi Myndform. Lelkstjóri: Peter Hewitt. Abalhlutverk: Tom Courtenay, Stephen Fry, Michael Legge, Laura Fraser, Lulu, David Thewlis og Mark Williams. Bresk/bandarísk, 1999. Lengd: 95 mín. Bönnuð innan 12 ára. Það er margt til marks um að hér sé hágæðaleikstjóri á ferð. Sögupersón- urnar eru vel mótaðar, leikaramir njóta sin vel, og við fáum ansi góða inn- sýn í lífi þeirra, sigra og sorgir. Það er hins vegar litill drifkraftur í sögunni sem í stuttu máli er sú að Gilbert og Sullivan eru famir að staðna og leiði kominn í samstarfið þegar Gilbert fær góða hugmynd og þeir setja upp Mikado, vinsælasta söngleik sinn. Upp í þennan ámátlega söguþráð er fyllt með litlum hliðarsögum af skáldunum og leikhúsfólkinu, mörgum hverjum ágætum fyrir sína parta án þess að koma heildarmyndinni mikið við, og með löngum og leiðinlegum atriðum úr söngleikjunum. Mike Leigh býr sem sagt til vel gerða en leiðinlega og óspennandi mynd þar sem ljósi punkt- urinn er Jim Broadbent í hlutverki Gil- hert__________________________________=AL Útgefandi: Góöar stundir. Leikstjóri: Mike Leigh. Aöalhlutverk: Jim Broadbent og Alan Corduner. Bresk, 1999. Lengd: 160 mín. Öllum leyfö. Gríðarlegt úrval myndbanda. Nýjar myndir daglega. Kíktu á 1.500 kr. tilboöin. Opiö mán.-fös.10-1 laug.10-16 Fékafeni 9 • S. 553 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.