Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Page 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 I>V Fótfráa Julia hleypur á ný Julia Roberts hefur haft orð á sér fyrir að skipta um unnusta með reglulegu millibili og nú spyija menn sig hvort hún sé aftur að láta til skarar skríða. Þannnig er nefni- lega mál með vexti að Julia og unnusti hennar, Benjamin Bratt, hafa ekki hist svo mánuðum skiptir. Julia hefur meira að segja sést með gömlum kærasta, Jason Patric, sem lék aðalhlutverkið í Rush og um daginn sást til þeirra þar sem hún smellti blautum kossi á varir Jasons. Sem endranær neita tals- menn leikaranna hins vegar öllu. Pavarotti pungar út ítalska óperustjarnan Luciano Pavarotti hefur ákveðið að gefast upp gagnvart skattayfirvöldum í heimalandi sínum en hann hefur átt í fjögurra ára langri baráttu við skattinn. Hann segir að hann hafi ekki brotið neinar reglur og eigi alls ekki að punga út þeim milljón- um sem um ræðir. Söngvarinn er hins vegar bara orðinn leiður á þessu strögli og vill fá frið og þess vegna hefur hann ákveðið að borga umrædda fjárhæð, sem er tugir milijóna, og setja þar með punktinn á þetta mál og kaupa sér með því frið. Frægt fólk getur líka verið fúlt út í skattinn. Vinnufriður Það var afar hátíðleg stund í lífi mínu þegar ritstjórn DV fór þess á leit við mig - í vor - að ég skrifaði fastan helgarpistil fyrir íslensku þjóðina á hverjum laugar- degi um einhverja framtíð. Mér varð þegar ljóst að ef úr þessu ætti að geta orðið yrði ég að skipuleggja afar nauman tíma minn gersamlega uppá nýtt. Eftir viku umhugsun ákvað ég að bregðast ekki þjóð minni og hinum virta fjölmiðli með því að renna af hólmi. Með þjóðar heill og hag að leiðarljósi ákvaö ég að verða við áköfum bænum ritstjórnar DV. Það fyrsta sem ég gerði - að þessari ákvörðun tekinni var að tilkynna fjöl- skyldu minni að að frá og með deginum í dag og um næstu framtíð yrðu þriðjudag- ar og miðvikudagar helgaðir hugleiðing- um minum vegna greinar sem þyrfti að skila hvern fimmtudagsmorgun. Lesendur Dagblaðsins Vísis og þar með þjóðin öll yrði að sitja fyrir og þessvegna bæri konu, börnum, barnabörnum, bamabarnabörn- um og ættboganum öllum.að gestum meö- töldum, að virða helgi vinnustofu minnar, sem stundum er kölluð „húsbóndaher- bergi" eöa jafnvel kontór. Mér fannst þetta ætti að vera auðvelt þar sem olnbogarými er það gott í eldhúsinu að bæði er þar hægt að strauja, stunda matseld, hekla, prjóna og taka á móti gestum án þess að vinnufriði mínum sé spillt. - Næði og aftur næði. Það er næði sem ég þarf, sagði ég við konu mína á þriðju- daginn var, þegar hún birtist á kontórn- um. - Þú verður að hjálpa mér að baða tík- ina einsog skot, svaraði hún að bragði, - ég vil ekki að nokkur maður sjái hana svona drúUuga uppfyrir haus. Og svo bætti hún við: - Já, og meðan ég man. Hann Grímur hringdi og sagðist þurfa að tala við þig. Ég sagði honum að þú yrðir heima í allan dag og að hann gæti komið hvenær sem hann vildi. Eftir nokkra umhugsun svaraði ég : - Þat var ok. Grímur frændi konunnar minnar á sér þá ósk heitasta að feta í fótspor mín og hætta að drekka.Til að ná þessu takmarki ekur hann stundum hingað uppí Borgar- Qörð, drepur á bilnum á hlaöinu, færir sig í aftursætið, tekur tappa úr brennivíns- flösku og þambar úr henni vel niðrí axlir en gætir þess vandlega aö við heiðurshjón- in tökum ekki eftir neinu. Svo gengur hann til stofu, tekur þar til við keðjureyk- ingar og ræðir við mig um áfengisbölið daglangt og stundum langt frameftir nóttu, hvort sem ég er vakandi eða sofandi í stól. Ég veit semsagt að ef Grímur „droppar inn“ einsog hann kallar það þá er vinnu- friðurinn svo gersamlega úti að vonlaust er að setja saman tossamiða hvaðþá vits- munalega hugleiðingu í DV fyrir þjóðina að njóta. Og í þeirri veiku von aö Grímur láti ekki sjá sig byrja ég vikuskammt minn í DV helgaðan verslunarmannahelginni. Best að athuga hvað ég kemst. Þá er barið að dyrum í vinnuherbergi mínu og konan mín vindur sér inn og spyr mig hvað ég haldi að Grímur vilji með kaffmu. Þá segi ég með umtalsverðri festu: - Viltu gera svo vel að hringja í hann Grím frænda þinn og segja honum að ég verði ekki heima í dag. - Hvert á ég að segja að þú hafir farið? - Segðu honum að ég sé við jarðarfór. - Hver heldurðu að fari aö láta jarða sig á miðvikudegi? Og nú fer hún að taka til á skrifborðinu mínu. Þá segi ég við hana - afar blíðlega einsog mér er svo tamt: - Ég skal taka til. Hringdu í Grím og stoppaðu hann af. Nú verður löng þögn. Hún nær ekki í Grím og ég kem ekki orði á prent. Og sem þessi þögn er að verða óbærileg er drepið á útidyrnar þrem þungum högg- um. Svona kveður enginn maður dyra nema Grímur frændi konunnar minnar. Og ég segi við konu mína: - Kona góð. Það er ljóst að hugvekja mín fyrir helgarblað DV verður ekki sam- in í dag, og á morgun er það of seint. Svo kæru lesendur DV og landsmenn allir. Um þessa helgi hef ég öngvan pistil fram að færa. Flosi Ágústa og Pórarinn eiga köttinn Pugsley: Horfir mikið á sjónvarp - liföi af fall niður þrjár hæðir og hryggbrot „Pugsley heitii' í höfuðiö á eðlu sem Linda Hamilton heldur sem gæludýr í kvikmyndinni Terminator. Hann er undan læðu sem vinkona mín á og ég ákvað strax þegar ég sá hann blindan og nýfæddan að hann væri minn köttur,“ segir Ágústa Ragnarsdóttir auglýsingateiknari en hún og Þórarinn Gylfason eiga köttinn Pugsley. Þó um væri að ræða ást við fyrstu sýn komst Pugsley ekki í hendur Ágústu og Þórarins fyrr en hann var 15 mánaða en Pugsley er 5 ára og á af- mæli 18. nóvember. Þegar þau tóku hann til sín bjuggu þau í risíbúð í Teigahverfinu. Þar gat Pugsley ekki farið neitt út en smátt og smátt var far- ið að hleypa honum út á þakið þar sem hann gat spássérað eftir breiðri steyptri þakrennu hringinn um þakið og sleikt sólina. Kettir eru alla jafna fótvissir og lítt lofthræddir en það var á þessu þaki sem Pugsley horfðist í augu við dauðann og lenti í þeim hremmingum sem móta líf hans síðan. Hryggbrotni kötturinn „Við vitum ekki hvað gerðist en Pugsley hrapaði ofan af þakinu þrjár hæðir og lenti í runna. íbúi á neðstu hæðinni heyrði væl og sá hann skríða út úr runnanum. Við sóttum hann strax en sáum að hann var mikið meiddur þvf afturhluti líkamans virtist alveg lamaður og kötturinn hafði greinilega hryggbrotnað. Hann virtist ekki fmna mikið til en við töldum víst að dagar hans væru taldir." Dýraspítalinn var lokaður þegar slysið varð, enda fóstudagskvöld. Ágústa og Þórarinn óku með Pugsley heim til Katrínar Harðardóttur dýra- læknis sem var á bakvakt. „Við héldum að hann yrði svæfður en Katrín er mikill kattavinur og góð- ur læknir og hún ráðlagði okkur að sjá til í tvær vikur þar sem hann hefði ein- hveija tiffmningu og vita hvort hann næði ekki einhverjum bata.“ Daginn eftir fór Pugsley upp á dýra- spítala þar sem hann dvaldist í tvær vikur og tók litlum framfórum. Eigend- umir heimsóttu hann daglega og Ágústa segir að ástand hans hafi verið ömurlegt. Ágústa Ragnarsdóttlr og Þórarinn Gylfason elga köttinn Pugsley. Pugsley heitir i höfuöiö á eölu í bíómynd og liföi af ótrúlegar slysfarir. Hann horfir mikiö á sjónvarp, einkum fugla- og dýralífsmyndir á National Geographic, og á sínar eigin uppáhalds- myndir á myndbandi. „Ég held að hann hafi viljað deyja. Hann var máttlaus, hafði tapað allri reisn og var algerlega niðurbrotinn. Starfslið spítalans lagði sig ffam um að gera honum líf- ið auðveldara en það virtist varla duga.“ Ég vil lifa Eftir tvær vik- ur ákváðu þau að taka hann heim og og leyfa honum að deyja þar og Ágústa segist hafa búið sig undir að fá töflu sem hún myndi sjálf gefa honum þegar stundin kæmi. En þegar Pugsley þekkti umhverfi sitt á ný á leið upp stigann lifnaði heldur yfir hon- um. „Hann vissi auðsjáanlega að hann var kominn heim og þegar við settum hann á gólfið þá reisti hann sig upp nóg tO þess að geta lagt afturhlut- ann upp að veggnum og þannig „hljóp“ hann inn í stofu og vom þetta fyrstu merkin um að hann gæti hreyft sig meira en hann hafði gert sfðustu 14 daga.“ Við þetta ákváðu Ágústa og Þórar- inn að Pugsley skyldi komið aftur tO heilsu og nú tók við tímabO strangrar endurhæfmgar. Pugsley var látinn skríða upp stigann mörgum sinnum á kvöldi, var látinn æfa stökk upp á stóla með harðfiskbeitum og fékk frískandi nudd og teygjuæfingar á eftir. Eftir nokkum tíma fór hann að geta gengið óstuddur þvert um gólf þó göngulag hans væri eins og hjá mjög ölvuðum manni. Hann gat stokkið upp í stól, síð- an upp í rúm og loks upp á borð tO að fá gómsætan harðfiskbita. „Hann kvartaði stundum undan meðferðinni á sér en vissi að við vær- um að gera honum gott, auk þess sem hann var orðinn lífsglaður á ný og vOdi komast tO fúllrar heOsu aftur.“ Hver er bestur? í dag býr Pugsley ásamt eigendum sínum á jarðhæð við Sundlaugaveg. Þar er stór garður sem hann valsar um að lyst, klOrar í trjám, veiðir fúgla og berst af fullri hörku við aðra fressketti í nágrenninu og virðist halda sínu í þeim slagsmálum. Pugsley er enn meö dálitla kryppu eða hnúð á bakinu og stingur við á vinstra afturfæti sem brotnaði í faOinu og Ágústa segir að hann sé varkár gagnvart ókunnugmn en afskaplega kelinn og blíður við eigenduma eftir að hann lenti i slysinu. „Hann var kelinn fyrir og það hefur sannarlega ekki minnkað. Það er ynd- islegt að eiga kött sem liggur á magan- um á manni þegar maður er að lesa og sefur á koddanum við hliðina á mér. Við tölum mikið við hann og hann er mOtiO ferðaköttur sem fer tO Akureyr- ar með okkur í fríum, kikir í sumarbú- staðinn og afi hans og amma í Þorláks- höfii (foreldrar Ágústu) passa hann þegar við förum tO útlanda." Óskar í uppáhaldi Pugsley horfir mikið á sjónvarp og hefur sérstakt dálæti á myndum þar sem fúglar eða mýs koma við sögu. Hann á kvikmynd Þorfinns Guðnason- ar um íslensku hagamúsina Óskar á myndbandi og fær stundum að horfa á hana. „Þá setjum við stól upp við sjónvarp- ið og myndina í tækið og Pugsley situr á stólnum í sömu hæð og skjárinn og horfir af mikOli athygli. Hann horfir annars mest á National Geographic þar sem mikið er um dýramyndir." -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.