Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Helgarblað_______________________________________________________________________________________________ I>V Kjartan J. Hauksson kafari: Hef horfst í augu við dauðann Þegar hið hörmulega flug- slys varð í Skerjafirði sl. mánudag dáðist öll þjóðin að snörum viðbrögöum Kjartans J. Haukssonar kcifara sem hljóp út á sokkaleistunum, skar næstum á landfestar köf- unarprammans sem hann rek- ur og sigldi á staðinn. Pramm- inn lá í Kópavogshöfn og kaf- arar sem unnu við björgunar- störfin luku lofsorði á rétt og fumlaus vinnubrögð Kjartans. DV fór á fund Kjartans sem býr i einu af hinum nýju bryggjuhúsum við Kópavogs- höfn þar sem íbúðir eru á efri hæðinni en vinnuhúsnæði á neðri hæðinni. Frá heimili Kjartans er gott útsýni yfir slysstaðinn og fáeinir tugir metra niður á bryggjuna þar sem pramminn Fjölvi liggur við festar ásamt vinnubátnum Daníel sem Kjartan á líka og nefndi í höfuðið á afa sínum. Hvernig vildi það til að Kjartan fékk áhuga á köfun og ákvað að leggja hana fyrir sig? „Ég er alinn upp á ísafirði við að leika mér í sjónum. Faðir minn og afi unnu báðir í skipasmíðastöðinni og þar og í fjörunni var mitt leiksvæði þegar ég var púki. Ég smíðaði minn fyrsta bát 7 eða 8 ára, hampaði hann og tjargaði. Svo var þessu ýtt á flot og róið. Þetta gerði það að verkum að foreldrar sumra jafnaldra minna voru ekki hrifnir af því að þeir væru að leika sér með mér. Pabbi og afi gerðu síðan upp gamlan bát handa okkur bræðrunum sem var okkar leikfang. Það var heillandi heimur að horfa ofan i sjóinn og í skipa- smíðastöðinni vann Guð- mundur Marselliusson kafari sem ég leit mikið upp til. Ég var 15 ára þegar ég gekk í björgunarsveitina á ísafirði og skömmu síðar eignaðist ég minn fyrsta kafarabúning." Ekki ofvirkur en starfsamur Kjartan er eitt fimm bama Hauks Daníelssonar og Valgerðar Jakobs- dóttur. Hann var snemma einþykkt og atorkusamt bam, segist ekki hafa verið ofvirkur en afar starf- samur. Hann var í skátunum frá barnsaldri og starfið með björgun- arsveitinni var rökrétt framhald af því. En hvemig gekk með fyrsta kafarabúninginn? „Hann var auðvitað alltof stór á mig og það fylgdu honum engir vett- lingar. Ég var samt fljótlega farinn að kafa og meira að segja fást við að skera úr skrúfum. Ég man eftir mér tæplega 16 ára um hávetur við að skera úr skrúfunni á Kristrúnu ÍS. Það var ís á Pollinum og komið myrkur. Ég man að pabbi vék ekki frá mér allan tímann en það þurfti mann á vakt við vökina svo hún lokaðist ekki meðan ég var niðri. Þá var vont að hafa ekki vettlingana." Næstum drukknaður Kjartan var svo atorkusamur við köfunina á unglingsárunum að mörgum ofbauð og hann átti erfitt með að fá Guðmund Marsellíusson til að fylla fyrir sig á loftkútana og yfirleitt varð hann að flytja köfunar- búnað sinn sjáifur í hjólbörum því menn vildu ekki aka honum og eiga Alinn upp á Eyrinni Kjartan er alinn upp á ísafiröi og þótti einþykkt og starfsamt barn sem smíöaöi báta, næstum drukknaöur átta ára en eignaöist trillu þegar hann var 14 ára. þannig óbeint þátt i að hann færi sér að voða. Varla þarf að taka fram að Kjartan hafði takmörkuð réttindi til slíkra starfa svo ungur. „Ég var reyndar næstum drukkn- aður þegar ég var átta ára. Við vor- um saman nokkrir krakkar að henda steinum af Norðurtanga- bryggjunni. Ég vildi kasta lengst og tók mikið tilhlaup en rann á ísaðri bryggjunni og fór í sjóinn. Það var hávetur og krakkamir urðu svo hræddir að þeir hlupu heim. Ég gat með herkjum kraflað mig upp á bryggjuna eftir að hafa náö taki á steinkanti og þaðan gat ég teygt mig í tréverkið á henni. Ég veit í dag að ég var ansi nálægt því aö drukkna." Mörgum árum seinna varð Kjart- an svo heppinn að bjarga ungum pilti frá drukknun á ísafirði. „Ég var að vinna í trillunni minni þegar ég heyrði hróp í krökk- um ofar á bryggjunni og þá hafði einn þeirra dottið í sjóinn. Ég henti mér flötum og hékk á löppunum á borðstokk og teygði mig eins og ég gat og náði í hárið á honum og hífði hann upp. Hann hljóp skælandi heim og sagði að maður hefði hár- reytt sig en foreldramir þökkuðu mér fyrir.“ Annað skipti var félagi Kjartans hætt kominn þegar krakkar á ísa- firði gerðu sér aö leik að hlaupa yfir sandfyllur sem verið var að dæla upp úr sjó og mynda uppfyflingu. „Hann sökk í sandinn eins og steinn og hausinn stóð einn upp úr þegar ég gat hent til hans bandi og í sameiningu náðum við honum á þurrt.“ Má af þessu ráða að frjálslegir leikir ísfirskra púka hafa ekki alltaf verið með öflu hættulausir. Reri trillunni helm Kjartan er kominn af skipasmið- um og sjósóknurum norðan úr Reykjarfirði á Ströndum og víðar og eignaðist sína fyrstu trillu þegar hann var 14 ára og reri einn á henni til fiskjar inn í Djúp og víðar. „Þetta var á þeim áram þegar enn gekk fiskur í Djúpið. Ég fór einu sinni sem oftar alla leið inn undir Æöey en varð síðan eldsneytislaus undan Snæfjallaströnd. Ég neyddist því til að róa trillunni móti suðvest- anátt alla leið heim og var ekki kominn út undir Amames fyrr en undir morgun. Þá held ég reyndar að móðir mín hafi verið orðin nokk- uð áhyggjufull. Ég veit ekki hvort 14 ára ungling- um væri sleppt einum í fiskiróðra í dag en þetta er frjálsræðið sem ég ólst upp við og sjálfsagt hef ég verið dálítið einþykkur." Þetta var ekki eina triflan sem Kjartan átti því hann eignaðist aðra þegar hann var 17 ára og reri talsvert en hugur hans stóð ekki til þess að verða skipstjóri heldur lærði hann járnsmíði og starfaði lengi í Vélsmiðjunni Þór á ísafirði en köfunin var alla tið stórt áhugamál. Guilni klukkutíminn Árið 1985 fór Kjartan til Fort Bowisund í Bretlandi til að læra köfun og síðan 1987 til Bandaríkjanna til að læra björgunarköfun og kynna sér starfsemi köfunarliða hjá lög- reglu og slökkviliðum. Þetta reyndist honum afar lær- dómsríkur tími. „Þarna var fyrst verið að setja fram kenningar sem í dag er unnið eftir um endur- lífgun fólks úr köldum sjó sem eru kenndar við Gullna klukkutímann. Samhliða námi mínu í köfuninni sat ég fyrirlestra hjá dr. Martin J. Nemiroff sem var brautryðj- andi á þessu sviði. Hann sýndi fram á að hægt var að endurlífga fólk eftir allt að klukkutíma en áður hafði slíkt verið talið ómögulegt og lífgunartilraunir eftir fáeinar mínútur í köldum sjó yfirleitt árangurslausar. Kjaminn í þessum kenn- ingum gengur út á að áður en hægt er að hefja eiginlega endurlífgun þarf að hita lík- amann aftur upp í það hita- stig sem hjartað hætti að slá við. Þangað til gildir að halda blóðflæði við með hjarta- hnoði og blæstri. Það má segja að þvi kaldari sem sjór- inn er og því fyrr sem öndun og hjartsláttur hættir því betri líkur eru á að endurlífg- un takist vel. Líkurnar eru því betri eftir því sem sjúk- lingurinn er yngri.“ Eftir námið í Bandaríkjun- um kenndu Kjartan og Stefán Axelsson, félagi hans, á mjög mörg- um námskeiðum um nær þriggja ára skeið og fluttu þessa þekkingu áfram til fjölda björgunarmanna, lögreglumanna og slökkviliðs- manna. Þegar síðan var ákveðið að koma upp köfunarsveit hjá Slökkvi- liði Reykjavíkur var leitað til Kjart- ans og Kristjáns Jónssonar skip- herra eftir ráðgjöf um skipulag og uppbyggingu. Þannig má segja að þegar Kjartan stóð og fylgdist með og aðstoðaði kafarana sem björguðu fólkinu úr flugvélarflakinu í Skerja- firði sl. mánudag þá var hann að sjá afrakstur síns eigin starfs og kennslu. „Ég held að það hafi tekist afar vel með uppbyggingu þessa starfs hjá slökkviliðinu og gat ekki betur séð en allt gengi eins og best verður á kosið.“ Að vinna með þreifiskynlnu Kjartan vann sem verkstjóri í Vélsmiðjunni Þór á ísafirði og var búsettur þar með köfun sem auka- starf allt til 1994 þegar hann flutti frá tsafirði og hefur síðan starfað við eigin köfunarþjónustu. En hvað er það helst sem kafarar fást við? „Ég hef unnið mikið við ljósleið- aralagnir, má segja aflar sem lagðar var hafa verið síðustu 9 ár. Ég hef graf- ið skurði á sjávarbotni í tugum kíló- metra. Ég vinn mikið fyrir virkjan- ir við viðgerðir á lokum og búnaði, laga steypuskemmdir og fleira og fleira. Köfunin sjálf er í rauninni aðeins aðferð til að komast á vinnu- svæðið en kafari þarf síðan að kunna að smíða og sjóða og vinna með margvíslegum öðrum hætti að viögerðum." Margir gera sér ekki grein fyrir því að mikið af vinnu kafara fer fram í óhreinu og gruggugu vatni í algeru myrkri. Það er erfitt að ímynda sér hvernig það er að fara niður á 25 metra dýpi í gruggugu jökulvatni, þar sem allt skyggni hverfur á 10 cm dýpi, og losa þar lokur og annast viðgerðir með þreifiskyninu einu saman. Kjartan hefur einnig tekið upp á annan tug skipa, bæði fyrir trygg- ingafélög til að rannsaka orsakir sjóslysa og einnig hefur hann tekið upp þrjú sokkin skip sem enduðu aftur i notkun. Þetta eru Pilot frá Bíldudal, Hafrún frá Skagaströnd og Mýrafellið frá Þingeyri. „Það er í mörgum tilvikum ekki tæknilega flókið að taka skipsflök upp af hafsbotni en það getur auð- vitað verið mjög dýrt.“ Kjartan kafaði samt Sem dæmi um það sem Kjartan tekur sér fyrir hendur í þessum efn- um má nefna að þegar skelfiskbát- urinn Tjaldur ÍS sökk í Jökulfjörð- um 18. des 1986 vildu aðstandendur þeirra þriggja sem fórust gjaman að kafari færi niður til að kanna hvort lík mannanna þriggja væru enn um borð. Landhelgisgæslan taldi slíkt ekki ráðlegt nema með nokkrum viðbúnaði þar sem flakið lá á 40 metra dýpi. Kjartan og Stefán Axels- son köfuðu samt niður að flakinu og gengu úr skugga um að það væri mannlaust. „Þetta var svolítið gagnrýnt á sín- um tíma en sannleikurinn var sá að það var allt í lagi að fara svona djúpt í stuttan tíma og við gerðum það. Lögreglan á ísafirði var ósátt við okkur um tíma vegna þessa máls en það jafnaði sig allt.“ Seinna færði Kjartan flak Tjalds- ins upp á 18 metra dýpi og fjarlægði nýlegt spil úr flakinu ásamt Áma Kópssyni kafara sem mikið hefur unnið með honum. „Þetta voru einhverjar erfiðustu aðstæður sem við höfum unnið við. Úthafsaldan nær svo langt niður að flakið valt eldsnöggt frá borði í borð á botninum þó dýpið væri þetta mikið. Við urðum að koma niður á stefnið á því og sæta lagi að skjótast aftur eftir því og gæta okkar á möstrunum ef ekki átti illa að fara.“ Kjartan gerði einnig tilboð í að taka flak kúfiskskipsins Æsu upp af hafsbotni. Menn hurfu þó frá því vegna kostnaðar en hann útvegaði kafara frá Bretlandi sem fóru niður að flakinu og rannsökuðu það og tóku upp lík eins þeirra sem fórust. „Það hefði alveg veriö hægt að taka Æsuna upp en menn vildu það ekki.“ Loftlaus á 50 metra dýpi Kafarar vinna oft störf sín við gríðarlega erfiðar aðstæður í mikl- um kulda, myrkri og undir miklu andlegu álagi. Það getur tekið á taugamar að halda ró sinni þegar eitthvað fer úrskeiðis. Kjartan segir að köfun sé ekki hættulegt starf en hann hefur samt horfst í augu við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.