Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Qupperneq 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV immtmmm ■ Spilafíknin leiddi til morðs: Hættulegur leigubílstjóri í stuttu pilsi Þau áttu ekkert sameiginlegt og lifðu gerólíku lífi. Hún var fátæk eins og kirkjurotta. Hann var for- ríkur ellilifeyrisþegi sem fékk svo háar mánaðargreiðslur að honum tókst aldrei að eyða þeim, aðeins hluta þeirra. Afgangurinn var á bankabókum sem urðu bara þykk- ari og þykkari. Hún bjó í hrörlegu bakhúsi en hann í stórhýsi í lúxushverfi í Vín. Samt sem áður hittust þau og með þeim þróaðist vinátta sem varð ör- lagarík fyrir þau bæði. Eva Meyer, sem var 48 ára, var leigubílstjóri. Peter Hodny, 65 ára, var verkfræöingur á eftirlaunum og fastur viðskiptavinur hennar. Hodny átti erfitt með gang og ferðaðist þess vegna um Vín í leigu- bíl. Eftir að hafa ferðast einu sinni með Evu, sem leit vel út og klæddist stuttu pilsi, pantaði hann hana aft- ur og aftur. Eva bjóð með eiginmanni sínum, sem einnig var leigubílstjóri, og tveimur bömum þeirra í lélegri íbúð í einu af verstu hverfum Vín- ar. Þau höfðu rétt til hnífs og skeið- ar þó að þau þénuðu samanlagt næstum 250 þúsund íslenskra króna á mánuði þegar búið var að draga skattinn frá. Fyrstu vikuna hvers mánaðar lifðu þau nefnilega hátt. Það sem eftir var mánaðarins urðu þau að velta hverri krónu og voru þannig sífellt í fjárhagsvandræðum. Þess vegna kom það sér vel fyrir Evu að kynnast Peter Hodny sem var milljónamæringur. Þegar hann hafði verið fastur viðskiptavinur hennar um mánaðarskeið spurði hann hana dag nokkum hvort hún þekkti einhvem sem gæti þrifið hjá honum, að sjálfsögðu svart. Þetta var stórt tækifæri fyrir Evu og hún bauðst til að taka ræstingamar að sér. Peter Hodny var þakklátur henni því hann vissi ekki hvaða persónu hann hafði hleypt inn á yf- irráðasvæði sitt. Hann komst að því alltof seint. Tók strax toll af reiðufénu Eva fékk lykil að íbúðinni í stór- hýsinu og lagði sig alla fram við þrifin. Hún var með kústinn og af- Peter Hodny Peter var ríkur og auötrúa. Þaö kostaði hann lífið. Heimili riklsmannsins Viö ræstingarnar í lúxusíbúðinni fann moröinginn bankabækur og reiöufé. þurrkunarklútinn á lofti i öllum herbergjum lúxusíbúöarinnar og fann þannig staðina þar sem við- skiptavinur hennar geymdi reiðufé sitt og bankabækur á. Hún tók strax toll af reiðufénu. Einn daginn tók hún um 80 þúsund krónur. Forríkur ellilífeyrisþeginn tók ekki eftir neinu. Hún hafði oft skammtað sér af reiðufénu áður en hún fór loks í bankann með eina af bankabókum Hodnys. Við ræstingamar hafði hún fund- ið erfðaskrá þar sem Hodny ánafn- aöi börnum sínum stóran hluta eigna sinna. Féð var á bankabók og í erfðaskránni var lykilorð sem var nauðsynlegt að kunna til að geta tekið út úr bókinni. Hreingerningaæði leigubilstjór- ans átti sér nú enga hliðstæðu og það leið heldur ekki á löngu áður en Eva hafði fundið sparibókina sem hún kunni nú lykilorðið að. Inni á bókinni voru nær 2 milljónir króna. Daginn eftir stóð Eva í útibúi bankans á Wallsteintorgi í Vín, með skriflegt en falsað umboð til að taka út af bókinni. „Hodny er alveg af- leitur í fótunum í dag,“ sagði hún við bankastúlkuna. „En ég hef um- boð frá honum til að taka allt út af bókinni. Lykilorðið er Austria." „Þetta var jú bara lán,“ sagði hún grátandi í réttarsalnum. „Ég ætlaði að fjárfesta peningana fyrir hann og hann átti að fá þá aftur með vöxt- um.“ Eyddi öllu fénu í spilakassa Ef hún hefði ætlað að gera það hefði hún ekki átt að aka til hins fræga skemmtigarðs, Wiener Prat- er. Þar eyddi hún öllu fénu í spila- kassa. Það tók að visu allan daginn en þegar hún ók heim um kvöldið var hún jafnfátæk og hún hafði ver- ið um morguninn. Peter Hodny virtist ekki hafa uppgötvað að stórfé hefði verið stolið af honum því nokkrum dög- um seinna hringdi hann eftir Evu og spurði hvort hún vildi aka hon- um til sumarhúss dóttur hans. Hann langaði að skoða það áður en hann færi í langa utanlandsferð með vini sínum. Eva vildi það auðvitað gjarnan og ekki leið á löngu þar til þau voru á leið til Mistelbach nálægt tékk- nesku landamærunum. Aðeins ann- að þeirra átti eftir að snúa heim úr þeirri ferð. Eftir tveggja tíma akstur komu þau að sumarhúsinu sem lá af- skekkt. Þegar þau höfðu gengið um garðinn bauð Peter Hodny bílstjór- anum sínum inn í bústaðinn. „Við sátum í sófanum og spjölluð- um saman um allt mögulegt," sagði Eva við réttarhöldin. „Allt í einu dró herra Hodny mig að sér. Hann varð mjög ástleitinn. Ég ýtti honum frá mér en hann hélt áfram og sagð- ist vilja fá mig i rúmið með sér. Hann kvaðst vita að ég hefði stolið bankabókinni frá honum. Hann sagði að sér væri alveg sama um peningana en nú gæti ég borgað með því að sofa hjá honum.“ Barinn meö vodkaflösku Eva Meyer varð stjörf af hræðslu. Gæti sá gamli fundið upp á því að fara til lögreglunnar og kæra hana fyrir þjófnað? Það mátti undir eng- um kringumstæðum gerast. Hún greip fulla vodkaflösku, sem stóð á borðinu, og sló Peter Hodny í höfuð- ið með henni. Hún gerði þaö svo lengi og af svo miklu afli að flaskan brotnaði að lokum. Það blæddi úr nefi og munni Hodnys þegar hann hné niður. „Ég ætla að kæra þig fyr- ir morðtilraun, hóran þín,“ hrópaði hann. Eva Meyer varð viti sínu fjær af hræðslu. Hún greip þungan vasa og barði fórnarlamb sitt í andlitið með honum. Hún hélt áfram þar til hann lá alveg kyrr. En Eva Meyer vildi vera alveg viss. Hún fann plastpoka Skemmtigaröurinn Þegar Eva haföi fé undir höndum lá leiö hennar alltaf í skemmtigaröinn þar sem spilakassarnir freistuöu hennar. Leigubílstjórinn Eva Meyer var haldin spilafíkn og skorti þess vegna alltaf fé. „Eva fékk lykil að íbúðinni í stórhýsinu og lagði sig alla fram við þrifin. Hún var með kústinn og afþurrkun- arklútinn á lofti í öll- um herbergjum lúxusí- búðarinnar og fann þannig staðina sem viðskiptavinur hennar geymdi reiðufé sitt og bankabækur á.“ og dró hann yfir höfuðið á hinum líflausa manni. Hún batt rafmagns- snúru um pokann og um háls Hodnys og herti að. Þegar hún taldi að hann hlyti að vera dáinn slappaði hún loks af. En aðeins örstutta stund. Hún fann skóflu í skúmum og gróf tveggja metra djúpa holu í garðinum. Hún huldi líkið með laufi og greinum. Sama kvöld ók hún heim til Vínar en sneri aftur til sumarhússins dag- inn eftir með 20 lítra bensíndúnk. Hún hellti bensíni yfir líkið og kveikti í. Því næst mokaði hún mold ofan á. Hún fiarlægði allt í sumarhúsinu sem gæti bent til þess að morð hefði verið framið þar. Hún rúllaði sam- an gólfteppinu, sem var með blóð- blettum, og fleygði því í ruslagám á leiðinni heim. Daginn eftir var hún í leigubíla- ákstri eins og ekkert hefði gerst. Hún var meira að segja svo djörf að falsa yfirlýsingu um að Peter Hodny hefði selt henni í hendur Chrysler Stratus blæjubílinn sinn. Hún þótt- ist vera dóttir Peters Hodnys, Christine Suchar, og seldi bílasala bílinn á um 1 milljón króna. Hún ók til Wiener Prater, eins og hún var vön að gera þegar hún hafði mikið fé undir höndum, og eyddi öllum peningunum í spilakassa. Á meðan höfðu böm Peters Hodnys snúið sér til rannsóknarlög- lllBfKllM reglunnar. Þau fundu ekki foður sinn og skildu ekkert í því að hann skyldi ekki láta heyra frá sér. Lög- reglan hafði uppi á vitni sem senni- lega var það síðasta sem hafði séð Peter Hodny daginn sem hann sett- ist i bíl uppáhalds leigubilstjórans síns. Moröingjanum veitt eftirför Án þess að gera sér miklar vænt- ingar fylgdist lögreglan með ferðum Evu Meyer. Henni var fylgt eftir hvert sem hún fór, einnig daginn sem hún fór í þriðja sinn að sumar- húsinu við tékknesku landamærin. Lögreglumaðurinn, sem elti hana, sá að hún bar flísar úr farangurs- rými leigubíls sins inn í garðinn. Eftir tveggja klukkustunda dvöl við sumarhúsið sneri Eva Meyer aftur til leigubíls síns. Þar sem lögreglumaðurinn, sem veitti henni eftirför, varð að halda sig í ákveðinni fiarlægð til að hún tæki ekki eftir honum hafði hann ekki séð að hún hafði raðað flísunum yfir gröfma í garðinum. En það varð henni ekki til bjargar því nú lét lögreglan til skarar skríða. Sumarhúsið var rannsakað og einn af leitarhundum lögreglunnar gelti ákaft við flísamar í garðinum. Þær vom fiarlægðar og lík Hodnys fannst. Eva Meyer var handtekin sama dag og hún játaði allt. Hún var dæmd í 20 ára fangelsi. Dómarinn kvaðst ekki hafa dæmt hana til þyngstu refsingar þar sem Ijóst væri aö það hefði verið spilafikn hennar sem átti þátt í glæpnum. Morðhótun í tölvupósti Nágrannamir kepptu um hylli sömu stúlkunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.