Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 I>V Helgarblað Allir íslendingar þekkja Hallbjörn Hjartarson. Hann hefur verið kallaður kúreki norðursins og konungur kántrýtón- listarinnar á Islandi. Nýliðin Kántrýhátíð sló öll aðsóknarmet og segja má að stjarna Hallbjörns sé á hraðri uppleið enn eina ferðina. í viðtali við DV lýsir Hallbjörn „týndu árunum“, sigrum sínum og sorgum. Endurkoma kúrekans „Ég reis upp frá dauðum,“ segir Hallbjörn Hjartarson, óumdeilanleg- ur konungur kántrýtónlistarinnar á íslandi, þegar hann lýsir hvernig honum tókst að vinna bug á svart- nættinu sem hafði umkringt líf hans eftir hörmulegt bílslys árið 1986 sem nærri tók líf hans. Konungur kántrýtónlistarinnar var talinn andvana fæddur þann 5. júní 1935 á sjúkrahúsinu á Blöndu- ósi. Hann var færður inn í líkhús sjúkrahússins og það var fyrir ein- skæra tilviljun að klukkustund seinna gekk kona fram hjá sem tók eftir því að hann væri á lifi. Þaö eru því engin nýmæli að þessi maður rísi upp frá dauðum. Hallbjörn endurheimti Kántrýbæ og hófst handa við það að byggja bæinn upp. Árin sem Kántrýbær var í eigu Búnaðarbankans hafði hann verið notaður sem vöru- geymsla fyrir byggingarvörur og því beið hans mikið þrifnaðarstarf. „Ég var um ár að koma staðnum í samt horf. Það sem ég gerði var alls kostar óvenjulegt og eitthvað sem fólk hafði aldrei séð áður. Ég notaði tunnur sem stóla og risastór kefli sem borð. Þetta hafði fólk aldrei séð áður og það vissi ekki hvernig það átti að taka þessu. Ég er þannig maður að ég geri flesta hluti þveröfugt við það sem flestir gera.“ Fyrsta hátíðin „Árið 1984 héldum við fyrstu kán- trýhátíðina á Skagaströnd. Flestum þótti hugmyndin fáránleg og margir töldu að ég væri ekki með öllum mjalla. Á hátíðina mættu líklega í kringum 600 manns og var hún ólík öllum þeim hátíðum sem á eftir komu. Þarna buðum við upp á ekta „ródeó“ og snöruðum kálfa sem gerði dýrarverndunarsinna fyrir sunnan alveg brjálaða. Árið á eftir, 1985, fór hátíðin í hundana. Það má sjálfsagt telja til margar ástæður þess en 1984 hafði ég fengið allt mitt starfsfólk frá Akureyri. Þetta voru Skagstrendingar ekki hressir með og báðu mig um að notast við starfs- fólk úr plássinu. Þegar til kom var samt enginn tilbúinn til þess að vinna og á sama tíma mættu mjög fáir á hátíðina," segir Hallbjörn og augljóst er að hann minnist þessara ára með hryggð. Lífið var tómt Það var næsta ár sem sökkti Hall- birni niður í svartnætti þunglyndis, þunglyndis sem hann er enn að fást við í dag. Hann var að aka á Réttar- holtsveginum þegar hann lenti í árekstri við stóran flutningabíl og um tíma var talið að kántrýkóngur- inn hefði sungið sitt síðasta. Næstu þrjú til fjögur ár var Hallbjöm meira og minna inni á sjúkrahúsum og hann var niðurbrotinn á líkama og sál. „Lífiö var tómt á þessum árum. Ég var spítalamatur og gat með engu móti fundið neinn tilgang með lifinu. Á sama tíma og þetta er að ganga yfir mig verð ég gjaldþrota og missi Kántrýbæinn í hendurnar á Búnaðarbankanum á Blönduósi. Mig langaði til þess að svipta mig lífi og í raun var það eina sem hélt mér frá því að ég hafði trúna á Frelsarann. Ég trúði því og trúi enn þann dag í dag að það sé rangt að svipta sig lífi. Þetta líf hafði og hef- ur verið erfitt og ég var ekki tilbú- inn til þess að horfast í augu við Frelsarann ef ég hefði svipt mig lífi. Enn þann dag í dag er það trúin og barnabömin mín sem halda mér frá því að stytta mér aldur.“ Augljóst er að Hallbirni þykir ákaflega vænt um barnabörnin sín. Hann viðurkennir það að hann hafi Ný byrjun Staðurinn var opnaður aftur með pompi og prakt 1988 og mikið af þjóðþekktum íslenskum tónlistar- mönnum sóttust eftir því að spila í Kántrýbæ. Staðurinn iðaði af lífi allar helgar og fólk alls staðar að sótti hjarta kántrýtónlistarinnar á íslandi. „Hingað komu menn á borð við KK og Rúnar Júl sem spiluðu og sungu fyrir gesti Kántrýbæjar. Fólk víðs vegar að kom í Kantrýbæ og segja má að staðurinn hafi verið einn vinsælasti skemmtistaðurinn á þessum slóðum. Ég var með skemmtikrafta bókaða þrjá til fjóra mánuði fram í tímann og það þótti flott og eftirsótt að spila í Kántrý- bæ.“ í kjölfarið á þessum vinsældum setti Hallbjörn á laggimar Útvarp Kántrýbæ sem útvarpaði tónlist Villta vestursins um sveitir Skag- firðinga og nærsveitarmanna. „Þrátt fyrir töluverðan uppgang á þessum tíma var ég engu að síður ekki mjög hamingjusamur maður. Ég þjáðist enn eftir slysið og gat engan veginn gengið upp úr mínum dimmu dölum. Ég notaði og nota enn lyf til þess að halda mesta svartnættinu í skefjum en margir af mínum dögum eru afar myrkir og drungalegir." Ósáttur við Frelsarann Hallbimi þykir það miður að það er varð til þess að hann náði að rífa sig upp úr sínum dimmu dölum var slys hjá einu barnabarna hans - Hallbirni yngri. I febrúar 1988 féll sá stutti og höfuðkúpubrotnaði. Hann fékk heilahimnubólgu og varð heyrnarlaus. Slysið vakti Hallbjörn til lífsins og hann hóf að semja aft- ur. Rúmu ári seinna gaf kántrý- kóngurinn út fimmtu plötuna sína, Kántrý fimm. Ágóðinn af útgáfu þessarar plötu rann óskiptur til þess að fjármagna aðgerð á bama- barni Hallbjöms - aðgerð sem mið- aði að því að færa honum heymina aftur. „Ég gaf út plötuna sjálfur og hún seldist gríðarlega vel eða í um fjög- ur þúsund eintökum. Steinar Berg dreifði henni fyrir mig og hann vildi að ég fengi gullplötu sökum velgengni plötunnar. Mér þótti það Endurfæddur Þaö eru engin nýmæli aö Hallbjörn rísi upp frá dauöum. Hann var talinn andvana fæddur á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Þaö var fyrir einskæra tilviljun aö kona sem átti leiö fram hjá tók eftir því aö þaö var lífsmark meö þessu unga sveinþarni. aldrei verið sínum börnum til stað- ar þegar þau voru að alast upp og honum þætti það ákaflega miður. Það ætlar hann ekki að láta gerast með barnabörnin. „Ég á tiu bamabörn og ég reyni hvað ég get til þess að vera þeim alltaf til staðar. Með því móti er ég að reyna að bæta fyrir það að hafa ekki verið til staðar fyrir min eigin börn. Þegar þau voru að alast upp var ég á sífelldu flakki út um allar trissur og því ekki mikið heima við til þess að annast börnin mín þrjú.“ Kántrýbær gjaldþrota Árið 1987 reið yfir Hallbjörn enn eitt áfallið. Búnaðarbankinn á Blönduósi hafði tekið þá ákvörðun að selja Kánrýbæ til hæstbjóðanda og Hallbirni fannst sem tilverunni væri kippt undan fótum sér. Hann var þó ekki tilbúinn til þess að gef- ast upp nú - ekki frekar en áður fyrr. „Ég hafði samband við banka- stjórann í Búnaöarbankanum og sagði honum að ef hann ætlaði að selja Kantrýbæ ætti hann að selja mér hann. Þetta var ein af fáum ljóstírum í lífi mínu og ég gat ekki hugsað mér að sjá hann i höndun- um á nokkrum öðrum. Bankastjór- inn féllst á þessa tillögu mína og Landsbankinn hérna á Skagaströnd hjálpaði mér við kaupin - jafnvel þótt ég væri slyppur og snauður. Það er einhvern veginn þannig að þrátt fyrir það aö ég hafi aldrei krónu hefur mér alltaf tekist að fá fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum. Einnig hef ég alltaf staðið í skilum - nema þetta eina skipti eftir að ég lenti í slysinu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.