Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Page 44
-52______
Tilvera
LAUGARDAGUR 12, ÁGÚST 2000
I>V
Messað verður í Strandarkirkju á morgun:
*Oft reynst vel á raunastund
- segir Kristófer Bjarnason staðarhaldari
Strandarkirkja í Selvogi er ein af
fáum íslenskum trúartáknum. Til
hennar hafa menn oft hugsað á ög-
urstundu í lífsháska og nauð. Því
hefur lengi verið trúað að áheit á
i sna séu máttug og víst er að marg-
ar sögur eru til um að þau hafi skil-
að árangri. Strandarkirkja er þekkt
víða um heim og í Selvoginn kemur
Qöldi innlendra og erlendra ferða-
. manna á hverju ári. „Ég held það sé
aðallega sagan um hvemig kirkjan
er til komin sem gerir hana jafn
þekkta og hún er. Margir bera
mikla virðingu fyrir kirkjunni og
hafa heitið á hana. Strandarkirkja
hefur staðið ein eftir með áheit, hún
stóð af sér þegar mest var heitið á
Þorlák helga. Það dvínaði svo og
datt alveg út. Krossinn í Kaldaðar-
nesi var mikið dýrkaður líka en
Strandarkirkja hélt sínu og heldur
enn. Við höldum kirkjunni gang-
andi með áheitum og bæklinga-
sölu,“ sagði Kristófer Bjarnason,
staðarhaldari á Strönd í Selvogi.
Hald margra er að Strandarkirkja
sé stórauðug af öllum áheitunum til
„ hennar í gegnum tíðina. „Það halda
margir að þetta séu óskapa tekjur
sem við höfum. Þetta er nóg fyrir
okkur en ekki fyrir aðra, þetta eru
svona 3-4 milljónir á ári þegar best
gengur. Við erum núna nýbúnir að
kosta um 20 milljónum til endur-
bóta á kirkjunni. Svo eru margar
kirkjur sem hafa miklu meiri pen-
inga. Sóknargjöld hér eru ákaflega
lítil,“ sagði Kristófer.
Áheit oft gefist vel
A Kristófer segir að áheit á kirkj-
una hafi oft gefist vel. „Þó má ekki
misnota þetta. Strandarkirkja hefur
oft reynst vel á raunastund og ég ef-
ast ekki um að hún geri það enn,“
sagði Kristófer. Sögur eru til allt
fram á daginn í dag um góðan ár-
angur áheita á Strandarkirkju.
„Fyrir ekki mörgum árum hitti ég
hérna ungan mann sem stundaði
sjóróðra á fiskiskipi á línuveiðum.
Hann dreymir afskaplega illa eina
nóttina. Hann sér að það kemur
dökkklædd kona til hans, í víðum
kjól og honum leist ekkert á þennan
draum. Hann fór á sjóinn um morg-
unmn. Þeir lögðu línuna í sæmilegu
veðri en veðrið fór sífellt versnandi
og það endaði með því að báturinn
DV-MYND NH
Strandarkirkja
Margar sögur eru til um áheit á kirkjuna og fyrir þaö er hún fræg út fyrir landsteinana.
fór niður og helmingurinn af skips-
höfninni með. Vorið eftir kemur
hann hér að Strönd í fyrsta sinn og
sér styttuna hér á hólnum og þar
þekkir hann konuna úr draumnum.
Styttan er ljós en í draumnum var
konan dökkklædd. Það eru tíu ár
síðan þessi maður kom og sagði
mér þetta. Harm segist koma hér á
hverju ári síðan,“ sagði Kristófer.
Kirkja á Strönd frá upphafi
kristni?
Elstu heimildir um áheit á
Strandarkirkju eru frá árinu 1397.
Allar götur síðan hefur það haldist
að gott væri að heita á hana. „Ég
stend í þeirri meiningu að þetta
hafi verið upphaflega áheitakirkjan
sem hafi verið byggð á Strönd. Mér
finnst að Ámi Óla hafi staðfest
þetta 16. júní 1963. Þá kom hann hér
með yfir 100 manns, eldri borgara
úr Langholtssöfnuði, steig i stólinn
og fór að prédika um sögu Strandar
og Strandarkirkju. Honum var litið
til hafs og veit ekkert fyrr en hann
er kominn út úr kirkjunni og er þar
að tala við hóp af mönnum. Hópur-
inn stækkar sífellt og eftir því sem
fjölgar koma eldri og eldri árgangar
og allir voru að fræða Árna um
Strönd og Strandarkirkju. Svo
hrekkur hann upp við það að Árelí-
us Níelsson, sem þá var sóknar-
prestur í Langholtssókn, hnippir í
hann og segir að það sé búinn tím-
inn, hann sé farinn að staglast á
sömu orðunum aftur og aftur. Hann
lauk samt máli sinu en vissi ekkert
hvar hann var staddur né þekkti
nokkum í kirkjunni.
Eitt mundi Ámi og það var að
einn úr hópnum sagði: „Við sækj-
um að Skafta, hann veit þetta allt.“
Árni leitaði þar til hann komst að
því að þama var átt við Skafta Þór-
hallsson, lögsögumann á Hjalla í
Ölfusi, nátengdan Gissuri hvíta
biskupi, samtíðarmanni sinum.
Hann hefði getað verið á lífi til 1030
í mesta lagi. Þá hlýtur kirkjan að
hafa verið byggð á fyrstu áratugum
kristninnar," sagði Kristófer.
Gissur var mjög tengdur kristni-
tökunni, sonur hans ísleifur var
fyrsti íslenski biskupinn, fæddur
1006, og varð biskup 1056. Gissur gaf
Skálholt og byggði fyrstu kirkjuna
þar. „Gissur var sendur frá Noregi
til að byggja kirkju á íslandi þar
sem hann kæmi fyrst að landi sem
átti að vera í Vestmannaeyjum. Hitt
er svo talað um að hann hafi lent í
hafvillum. Og aðeins eru jú til
heimildir um að hann hafi byggt
kirkju á Strönd sem manni finnst
að geti alveg farið heim og saman
við að hún hafi verið hér,“ sagði
Kristófer Bjamason.
Á morgun, 13. ágúst, messar Bald-
ur Kristjánsson í Strandarkirkju.
NH/-SS
Skemmtiskip til Skagafjarðar:
Mikil eftirspurn eftir siglingum
DV, SKAGAFIRÐI:___________________
Skemmtisiglingar um Skagaijörð-
inn bjóðast nú þeim sem heimsækja
svæðið en skipið Straumey, áður
Hafrún, var nýlega keypt af fyrir-
tækinu Eyjaskipum.
Alls rúmast 62 farþegar í
Straumeynni og er aðstaðan hin
ágætasta undir þiljum. Að sögn
Ómars Unasonar, annars eigenda
skipsins, er ætlunin að stunda
DV-MYND OÞ
Skemmtisigling
Skipiö leggur frá landi á Sauöá-
króki meö farþega.
jC.
Býrðu í Kaupmannahöfn?
Ertu á leiðinni ???
www.islendingafelagid.dk
skemmtisiglingar um Skagafjörð;
svo sem umhverfis Drangey, norður
og vestur fyrir Málmey og að Þórð-
arhöfðanum. Áður hefur Ómar boð-
ið slíkar ferðir á litlum báti en eft-
irspum eftir siglingum er mikil á
þessum slóðum. Það ætti ekki að
væsa um farþega í nýja skipinu og
hraðinn verður þægilegur, um 18
mílur á klukkustund. Þá segir
Ómar vel koma til greina að bjóða
upp á lengri ferðir, til dæmis út
með ströndum og jafnvel til Gríms-
eyjar. -ÖÞ
DV-MYND OÞ
Á lelð um borð
Feröamenn á leiö í ferö á skemmtiskipinu
Forvarnir fyrir fætur
Þeir sem ganga um fjöll og flrn-
indi þekkja flestir það vandamál
sem blöðrur og sár á fótum geta ver-
ið. Meðal göngugarpa hafa spunnist
ýmsar kenningar um hvemig best
sé að verjast þessari vá. Flestir
plástra sig á viðkvæmum stöðum en
misjafnt er hvemig plástur menn
vilja nota. Sumir aðhyllast silki-
plástra, aðrir svokallaða gervihúð
en svo eru einnig þeir sem segja
gamla góða heftiplásturinn bestu
vömina gegn blöðrum á fótum.
Nýjasta tískubólan í fótaforvörn-
um er svo vasilínið. Margir fjalla-
menn eru farnir að smyrja, eða nán-
ast hjúpa, fætur sína með vasilíni
áður en þeir fara í sokkana og segjast
þeir aldrei kenna sér meins í fótum.
Ómissandi á fjöilum
Ýmsir hlutir, sem eru nánast
ómissandi þegar haldið er í göngu-
ferðir á fjöll, vilja þó stundum
gleymast. Þar má
nefna góð sólgler-
augu,
ur, plastpoka
utan um fót til
að koma í
fyrir að
blotni í rigningu,
lítil skyndihjálp-
artaska og sólarvöm sem oft getur
verið nauðsynleg á fjöllum, jafnvel
þótt ekki skíni sól.
Val á bakpokum
Þegar velja á bakpoka lenda marg-
ir í vandræðum með að ákveða
stærð en hana verður að miða við
það til hvers nota á pokann. Þeir
sem eru á leið í gönguferðir með
tjöld þurfa að sjálfsögðu stærstu pok-
ana. Lágmarksstærð er 551 og til eru
stækkanlegir pokar, t.d. 55-75 1. Fyr-
ir þá sem ganga á milli skála ættu
40-45 1 pokar að duga og hæfileg
stærð á dagsferðapokum er 25-30 1.
Göngustafir
Sífellt færist í vöxt að göngugarp-
ar noti stafi á fjöllum. Þessum
göngustöfum svipar mjög til
skíðastafa en þeir eru lengjanlegir
og oftast þrískiptir. Betri stafir eru
með dempara, jafnvel stillanlegum
með mismikilli fjöðrun.
Göngustafimir dreifa álaginu á
göngunni, þ.e. þeir flytja hluta
þungans frá fótum yfir á hendur og
verja þannig hnén sem era ákaflega
viðkvæm. Þeir létta því gönguna og
eru góðir fyrir jafnvægið.
Göngustafir koma sérstaklega að
góðum notum þegar gengið er niður
skriður eða vaðið yfir ár. Stafir með
dempara draga úr álagi á efri hluta
líkamans