Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 I>V Flosi Eiríksson, oddviti Kópavogslistans: Sveitarfélag ber út íbúa sína - fyrirhugaðar framkvæmdir ávísun á stórskemmdir á svæðinu Flosi Eiríksson, oddviti Kópa- vogslistans í Kópavogi, kvaðst í samtali við DV í gær ekki vilja tjá sig um eignarnámssáttarsamning- inn sem slíkan. Hitt væri ljóst að þegar matsnefnd eignarnámsbóta væri búin að samþykkja hann yfir- tæki Kópavogskaupstaður öll rétt- indi, skyldur og kvaðir gagnvart íbúum svæðisins. „Þetta þýðir að þeir sem fengu uppsögn á lóðarleigusamningum um síðustu áramót verða bomir út af heimilum sínum í desember nk. Fyrsti útburðurinn verður 13. des- ember. Það er mjög einkennilegt þegar sveitarfélag fer að standa í því að bera út íbúa sína,“ sagði Flosi Hann sagði bæjaryfirvöld hafa gætt fjárhagslegra hagsmuna Kópa- vogskaupstaðar. Þau hefðu gætt mjög vel hagsmuna landeigenda. Hins vegar hefði í engu hefði verið gætt hagsmuna allra þeirra sem byggju á svæðinu og hinna sem not- uðu það til útivistar. „Mér finnst þessi fyrirhugaða byggð of mikil og þétt,“ sagði Flosi sem bætti við að bæjaryfirvöld hefðu alltaf fyrirhugað einhverja byggð á svæðinu, enda eina bygg- ingarland bæjarins sem eftir væri. Nú væru þetta allt í einu orðnar áætlan- ir um þétta byggð mjög nærri vatninu og 32 ein- býlishús fyrir neðan veg í stað 10 sem upphaflegar hugmyndir hefðu gert ráð fyrir. Flosi sagði að ef þessar skipulagstiliögur næðu fram að ganga væri það ávísun á stórskemmdir á svaeðinu. Á fundi bæjarráðs Kópavogs i gær gerðu bæjarfulltúar Kópavogs- Rosi Eiríksson. Fyrsti útburðurinn 13. desember. listans kröfu um að fá of- angreindan samning, meirihiutinn gerði grein fyrir hvar hann stæði í ferlinu, hvaða afgreiðslu hann ætti að fá, sem og hverjir hefðu setið samn- ingafundi við landeigend- ur fyrir hönd bæjarins þar sem eignarnámssáttin hefði orðið til. Varðandi samskipti við ibúa á svæðinu sagði ..... Flosi að tillaga um breyt- ingu á aðalskipulagi og deiliskipu- lagi hefði verið auglýst í einu dag- blaði um verslunarmannahelgina sl. Minnihlutinn hefði lagt til á síðasta bæjarráðsfundi að frestur íbúa til að gera athugasemdir yrði fram- lengdur til 15. september nk., en hann hefði átt að renna út 1. þess mánaðar. í millitíðinni myndi bæj- arskipulag gangast fyrir opnum kynningarfundi með íbúunum um málið. „Það náðist sátt í bæjarráði um að gera þetta. Síðan er upplýst á bæjarráðsfundinum nú að kynning- arfundurinn skuli haldinn 14. sept- ember, kvöldið áður en fresturimi rennur út. Það er bara verið að hía á fólk með þessu.“ -JSS Eignarnámssátt viö landeigendur - Vatnsendaeigendur fá hundruð milljóna, lóðir og byggingarrétt á íbúðum og hesthúsalengjum Samningur vegna eignamáms Kópavogsbæjar á 90,5 ha. land- spildu úr landi Vatnsenda í Kópa- vogi gerir ráð fyrir að núverandi landeigendur fái greiddar 290 millj- ónir króna, að frádregnum yfir- teknum skuldum upp á ríflega 52 milljónir króna. Þá fái þeir byggingarrétt fyrir 113 ibúðir í Vatnsendalandi en greiði hvorki yfirtökugjöld né gatnagerðargjöld vegna þeirra. Loks gerir samningurinn ráð fyrir að Kópavogsbær afsali land- eigendum svokölluðum Vatnsenda- króki sem er ríflega 14 hektarar. Einnig að bærinn afsali þeim svo- nefndri Miðmundarmýri sem er tæplega 18 hektarar að stærð. Þess- ar spildur afhendast kvaða- og veð- bandalausar. Enn fremur segir í samningnum að skipulögð verði af bæjarskipu- lagi Kópavogs svokölluð „byggð við vatniö“, í landi Vatnsenda, sem falli til eins af landeigendum. Þar er um að ræða 32 lóðir sem ekki þarf að greiða gatnagerðargjöld af. Loks fá landeigendur að byggja, án gatnagerðargjalda, a.m.k. 15 hesthúsalengjur við Heimsenda, eins og þær sem eru þar fyrir. Eignamámssáttin var undirrit- uð af Sigurði Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, og landeigendum Vatns- enda 1. ágúst sl. Samkomulagið hefur enn hvorki verið samþykkt af bæjarstjóm, bæjarráði né matsnefnd eignar- námsbóta. -JSS i Elliðavatn Skipulagsyfirlit Kortið sýnir hluta af svonefndum F-reit, þar sem Kópavogsbær hefur skipulagt byggð á íbúðarhúsnæði. Lituðu svæðin sýna fýrirhugaðar byggingar. Á þessu svæði ergert ráö fyrir 113 íbúðum og 32 einbýlishúsum. —•\l_y ) s í i l!///,96000 \\ iML—i; Veðrið í kvöld Sólargangur og sjávarfoll REYKJAVIK AKUREYRI t— Norðlæg átt Norðlæg átt, víða 13 til 18 m/s. Rigning á norðanverðu landinu en að mestu þurrt sunnan til. Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun 20.18 06.34 20.10 06.15 Síðdegisflóð 15.13 19.46 Ardegisflóð á morgun 03.38 08.11 Skýringar á veðurtáknum ^♦'■.VINDÁTT < HITI íx -10° \VINDSTVRKUR V _„„c, í metnim' á sekúnda rnua i HEIÐSKÍRT IÉTTSKÝJAÐ 43 HÁLF- SKÝJAÐ 43 SKVJAÐ ö ALSKÝJAÐ í? RIGNING SKÚRIR 0 SLYDDA ö SNJÓKOMA Q ÉUAGANGUR 9 ÞRUMU- VEÐUR 3^ SKAF- RENNINGUR Þ0KA Bjart veður Minnkandi norðan- og norðvestanátt á morgun. Bjart veður sunnan- og vestanlands og styttir upp norðaustan til er kemur fram á daginn. Hiti 6 til 12 stig, miidast syöst. Fremur hæg suftvestlæg átt. Smáskúrlr vestanlands en léttskýjaö á austanvcrðu landlnu. Hiti 8 tll 12 stlg. rVjamidá EM Vindur: 5-8 m/r. Hiti 8° tii 15 Sunnan 5-8 m/s. Súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands en bjartviðri norðaustan tll. Hitl 8 tll 15 stlg, mlldast norðaustanlands. Suðlæg átt og fremur hlýtt. Vætusamt, elnkum sunnan- og vestanlands. | Veörið kl. 6 |í,3 AKUREYRI rigning 8 BERGSTAÐIR rigning 6 BOLUNGARVÍK rigning 6 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 10 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÖFN súld 7 REYKJAVÍK súld 9 STÓRHÖFÐI rigning 9 BERGEN hálfskýjaö 13 HELSINKI alskýjaö 12 KAUPMANNAHOFN alskýjaö 13 OSLÓ skýjað 12 STOKKHÓLMUR skúr 13 ÞÓRSHÖFN skúrir 11 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 14 ALGARVE heiöskírt 22 AMSTERDAM súld 17 BARCEL0NA þokumóöa 20 BERLÍN skýjaö 13 CHICAGO léttskýjað 23 DUBLIN alskýjað 13 HALIFAX léttskýjað 12 FRANKFURT úrkoma 12 HAMB0RG rigning 14 JAN MAYEN rigning 9 L0ND0N skýjaö 19 LÚXEMBORG skýjaö 11 MALLORCA léttskýjað 18 MONTREAL heiðskírt 18 NARSSARSSUAQ heiðskírt 4 NEWYORK heiöskírt 17 ORLANDO heiöskírt 24 PARÍS skýjaö 16 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON heiöskírt 11 WINNIPEG heiöskírt 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.