Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 13
13
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
DV
Gott upphaf
Hvað meinar þú eiginlega? Fannst
þér þetta ekki alveg frábært? Hún
leit snöggt af regnblautri götunni á
Nönnu vinkonu sína sem sat hnuss-
andi við hliðina á henni í bílnum.
Þær voru á leið heim af fyrstu tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands
þetta starfsárið. Sérstakur og krefj-
andi fiðlukonsert Síbelíusar á dag-
skrá og svo sinfónían draumóra-
kennda eftir Berlioz. Hvað gat verið
skemmtilegra?
Þessi fiðluleikari, Judith Ingólfs-
son, var hreint yndisleg, sagði Nína.
Hún hefur frábæran tón og hreinan
með afbrigðum. Mér fannst hún hafa
alveg sérstaka töfra þarna á sviðinu.
Nanna ók sér í sætinu. Henni
fannst erfltt að verða að taka mögl-
unarlaust undir dóm Nínu. Nina,
sagði hún svo alvarleg, þú veist vel
að þau eiga að geta spilað fíðlu-
konsert Síbeliusar betm- en þetta.
Það vantaði aila spennu í leik hljóm-
sveitarinnar í fyrsta kaflanum. Það
var ójafnvægi í hljómsveitinni, menn
alls ekki alltaf sáttir við hraðaval
stjórnandans, áttu erfitt með að
halda í við hann á köflum og voru
jafhvel ekki samtaka í hryn - eins og
í upphafl þriðja kafla.
Já, já - en það breytir ekki því að
stúlkan lék hreint yndislega og ekki
við hana að sakast um þau atriði sem
þú nefnir. Heildin var heldur ekki
svo slæm. Sjálfri fannst mér þó ekki síst gaman
að heyra Judith leika aukalega einleikskaflann
eftir Bach. Hún náði alveg ótrúlegri kyrrð og
jafnvægi þessi fáu augnablik.
Nú verð ég að taka undir með þér, sagði Nanna
ögn mýkri á manninn, við eigum nú ekki, kerl-
ingarnar, eftir að heyra oft betur spilað en þá. En
Adam var ekki lengi í Paradís - var það! Þessi óg-
urlegi hávaði eftir hlé kom manni nú aldeilis nið-
ur á jörðina aftur. Hvað í ósköpunum hljóp í
hann Saccani að láta hljóðfæraleikarana taka
hljóðfærin þessum hræðilegu fantatökum?
Góða Nanna, þótt við séum famar að eldast!
Mér fannst þetta bara gaman. Nanna horfði glott-
andi á hana. Svo bætti hún við: Allt í lagi - ég
setti hendurnar aðeins fyrir eyrun þarna í síð-
DV-MYND INGÓ
Judith Ingólfsson
Haföi alveg sérstaka töfra á sviöinu.
asta kaflanum. Þessi sinfónía eftir Berlíoz kallar
bara á svona meðhöndlun. Þetta er svo þekkt
verk að það verður að gera eitthvað til þess að
fólki fmnist það ekki vera að hlusta á einhverja
tuggu.
Kannski það - sagði Nanna - en aulinn hann
Berlioz. Fyrr má nú aldeilis rægja tilvonandi ást-
konu sína og meira að segja eiginkonu. Það er
eins og mig minni að ég hafl lesið að þau hafi
skilið fljótlega eftir þetta. Lái henni hver sem vill.
Ekki vildi ég lifa með svona verk á bakinu i
hjónabandi með höfundinum.
Nanna, þú veist eins vel og ég að aumingja
maðurinn reyndi að afturkalla þessa hræðilegu
sögu um stúlkuna en það tókst bara ekki!
Jæja - mér er sama hvað þú segir um þessa
tónleika. Mér fannst Bach bestur og hana nú!
Nanna mín, sagði Nína hlæjandi, Bachverkið
var alls ekki á dagskránni. Ef manni finnst há-
punktur sinfónískra tónleika vera þegar leiknar
eru nokkrar hendingar úr einleiksverki - hefði
maður þá ekki átt að fara eitthvað annað? Ég
bara spyr.
Æ - ég meina þetta ekki þannig, sagði Nanna,
auðvitað skemmti ég mér konunglega. Ég er satt
best að segja strax farin að hlakka til næstu tón-
leika. Þetta var gott upphaf.
Sigfríður Bjömsdóttir
Sinfóníuhljómsveit íslands 7.9. Jean Sibelius: Fiðlu-
konsert. Einleikari: Judith Ingólfsson. Hector Berlioz:
Symphonie fantastique.Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani.
Dans
í heimi hreyfinganna
Ágústkvöldið var regnvott. Fyrir utan vírnets-
hliðið að porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnar-
húsinu hímdu áhorfendur og biðu þess að sýning-
in á Walkabout Stalk hæfist. Tvær stúlkur gengu
fram fyrir þvöguna, hliðið opnaðist og áhorfend-
ur mjökuðust inn. Þeir fóru þó ekki langt því að
stúlkumar tvær lágu á gangstéttinni og á stein-
steyptu gólfi portsins, svartklæddar en með bera
fætur. Áhorfendur urðu háifráðvilltir þegar
stúlkurnar byrjuðu að hreyfa sig og skriða með
hlykkjum og skrykkjum inn í portið inn á milli
fóta þeirra. Hreyfmgamar voru smáar en skarp-
ar, þó kipptust þær stundum til og sprikluðu og
snerust eins og fiskar á þurru landi.
Dansararnir færðust inn eftir hálfdimmu port-
inu og áhorfendm- fylgdu í humátt á eftir. Portið
er stórt og hvítt. Á innsta veggnum var verið að
sýna myndband þar sem stúlkumar dansa úti við
höfn og speglaðist myndin í glugga á hliðarvegg.
Yfir miðju portsins hangir stærðarinnar ljósa-
kúla og varpar daufri birtu á portið og himin-
geiminn.
Eftir því sem dansinn barst innar í portið jókst
hraðinn og spennan í honum auk þess sem
ljósakúlan skein bjartar. Dansaramir hreyfðust í
áttina að sjálfsmynd sinni á veggnum og allt í
einu, án fyrirvara, tóku áhorfendur kipp og allir
sem einn greikkuðu sporið til að sjá betur. Það
var eins og að vera i hringiðu ofsókna, dansar-
amir leituðu í átt að enda portsins en áhorfend-
ur þrengdu að. Dansaramir létu þó ekki króa sig
svo auðveldlega af heldur héldu áfram að leiða
áhorfendur um rýmið og um heim hreyfinganna.
I klukkutíma fylgdust áhorfendur með hreyfing-
um dansaranna af mikilli athygli allir urðu að sjá
hvað gerast myndi næst, hvert þær færu og hvað
þær gerðu.
Eins og í góðri bíómynd fór hljóðlistin með
DVA1YND ÞÖK
Walkabout Stalk
Frábær nútímadanssýning þar sem kvenleg ofur-
orka og dansgleöi ráöa ríkjum.
nBSflM
mikilvægt hlutverk í þessum
leik. Hún stjórnaði og skapaði
stemninguna í verkinu og hélt
áhorfendum í heljargreipum inn-
an þess. Tónlistin var óræð með
seiðandi, mónótónískum undir-
tón en mjög fjölbreytta áferð sem
byggðist á margvíslegum hljóð-
effektum. Innsetningar, einfald-
ar og hráar, sköpuðu síðan sterk-
an ramma utan um stemningu
verksins þvi að notkun ljósa og
nýting rýmisins var sérlega grip-
andi.
Áhorfendur fóru allan tímann
með mikilvægt hlutverk í sýn-
ingunni, þeir sköpuðu landslag
dansins ásamt innsetningunum.
Staöa og viðbrögð áhorfendanna
höfðu bein áhrif á dansinn sjálf-
an því að dansararnir nýttu sér
síbreytilegt landslagið.
Walkabout Stalk er frábær nú-
tímadanssýning þar sem kvenleg
ofurorka og dansgleði ráða ríkj-
um. Dans Emu Ómarsdóttur og
Riina Saastamoinen var áhrifa-
mikill og samspil dans, tónlistar
og innsetninga gekk mjög vel
upp. Dans Ernu naut sín sérstak-
lega vel í þessu hráa og kalda
umhverfi en hún hefur þjálfað
upp hreyfifærni sem er engu lík.
Sesselja G. Magnúsdóttir
Walkabout Stalk, dansgjörningur
og innsetning, frumsýnt 6.9. sem hluti
af Vindhátföinni í Reykjavík. Dansarar:
Erna Ómarsdóttir og Riina Saasta-
moinen. Hljóölist: Martienes Go
Home. Innsetningar: Architecture en
Scéne.
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Bókmenntahátíð
Bókmenntahá-
tíðin í Reykjavík
hefst í fimmta sinn
á sunnudaginn og
stendur hún fram á
laugardag 16. sept-
ember. Hún er nú
viðameiri en
nokkru sinni fyrr
með flölmörgum er-
lendum gestum, rit-
höfúndum og bóka-
útgefendum.
Á dagskránni
verða upplestrar,
Giinter Grass árit-
ar bækur sínar hjá
Eymundsson í
Austurstræti kl.
17.30-18.30 í
dag.
fyririestrar og umræður um bókmenntir
í Norræna húsinu og bókmenntakvöld í
Iðnó, hið fyrsta kl. 20.30 á sunnudags-
kvöldið. Þar les sjálfúr jöfur evrópskra
bókmennta nú um stundir, Gúnter
Grass, nóbelsverðlaunahafi í bókmennt-
um 1999, Erlend Loe frá Noregi, Ólafúr
Jóhann Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir
og Thor Vilhjáimsson.
í hádeginu á mánudag hittast Gtinter
Grass, Pólverjinn Slawomir Mrozek
(sem við birtum grein um á menningar-
síðu 29. ág. sl.) og Matthías Johannessen
í Norræna húsinu. Kl. 13 þann dag verð-
ur fundur íslenskra og norrænna útgef-
enda á sama stað og kl. 15 verður um-
ræðufúndur um norrænar samtímabók-
menntir, einnig í Norræna húsinu. Um
kvöldið lesa í Iðnó Linn UUmann, Ingo
Schuize, Didda og Ingibjörg Haraldsdótt-
ir. Stundaskrá hátíðarinnar alla vikuna
birtist í helgarblaði DV á morgun.
Bókmenntahátiðin í Reykjavík var
valin á dagskrá Reykjavíkur menningar-
borgar Evrópu. Aðgangur er ókeypis að
öllum dagskrárliðum.
íslenskar bókmenntir í
Þýskalandi
Nokkrir góðir höfundar verða iila
flarri góðu gamni hér heima á sunnu-
daginn því þá verður kynnt í Þýskalandi
myndarleg bók með þýddum sögum og
ljóðum eftir um sjötiu íslenska höfúnda.
Ritstjórar eru Sigurður A. Magnússon,
Franz Gíslason og Wolfgang Schiffer.
Bókin hefst á efni eftir kynslóðina
sem fædd er á 3. áratug aldarinnar og
kom fram um hana miðja, Thor Vil-
hjálmsson, Indriða G. Þorsteinsson,
Hannes Sigfússon og Sigfús Daðason,
þræðir síðan kynslóðimar hverja af
annarri og endar á yngstu sagnamönn-
um og skáldum. Þau sem kynna bókina
í Þýskalandi eru Baldur Óskarsson, Ein-
ar Kárason, Gerður Kristný, Sindri
Freysson og Þórarinn Eldjám.
Vindhátíð
Walkabout Stalk sýningin á Vindhá-
tíð verður í Hafharhúsinu i kvöid kl. 22,
en kl. 20.45 verður þar fyrirlestur um
vind og landeyðingu. Síðasti dagur há-
tíðarinnar er á morgun og verður þá
fluttur gjömingur Hannesar Lámssonar
kl. 16.30 á þaki Faxaskála. Kl. 20.30 verð-
ur tískusýningin Faldafeykir og 21.30
dansverkið 12 vindstig.
Kammermúsíkklúbbur
Fyrstu tónleikar
Kammermúsíkklúbbs-
ins verða á sunnudags-
kvöldið kl. 20 í Bústaða-
kirkju. Þar verður leik-
inn Strengjakvartett
eftir Helga Pálsson
(1899-1964) sem hefur undirtitilinn „Eig-
ið tema með varíasjónum og fúgu“ frá
1939. Helgi var alinn upp við aðstæður
þar sem „nótnabækur vora jafnsjaldgæf-
ar og heilagur andi“, svo vitnað sé í Pál
ísólfsson, en á þó sinn sess í íslenskri
tónlistarsögu fyrir að innleiða pólýfón-
stíl í kammermúsík hér á landi.
Einnig verða leiknir strengjalcvartett-
ar eftir Beethoven og Johannes Brahms.
Flytjendur era EÞOS-kvartettinn sem
skipaður er Auði Hafsteinsdóttur, Gretu
Guðnadóttur, Guðmundi Kristmunds-
syni og Bryndísi Höllu Gylfadóttur.
Óvænt samkeppni
Frést hefúr að Kjartan
Ragnarsson og Þórhildur
Þorleifsdóttir hafi bæði
sótt um leikhússtjóra-
stöðu við Borgarleikhús-
ið í Örebro í Svíþjóð - og
bæði verið kölluð í viðtal
vegna starfsins. Hvoragt
þeirra mun hafa vitað af umsókn hins...