Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 11
11 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 PV__________________________________Útlönd Stuttar fréttir Sögulegt handaband Það sem vakti einna mesta athygli á árþúsundamóta- ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í gær var sú staðreynd að að Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Fidel Castro Kúbuforseti heilsuðust með handa- bandi. Forsetamir tókust í hendur er þeir mættust. Enginn minntist þess að Kúbuforseti hefði áður tekið í hönd forseta Bandaríkjanna þau 40 ár sem hann hefur verið við völd. 2 milljónir barna týna lífi Yfir 2 miUjónir barna hafa látið lífið í stríðum á síðasta áratug. Sex milljónir hafa særst, að því er segir í skýrslu Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 1 milljón barna hefur orð- ið munaðarlaus og 20 milljónir hafa orðið að yflrgefa heimili sín. Arafat með boltann Bandarísk yfirvöld reyndu í gær að blása nýju lífi i viðræðurnar um frið í Miðausturlöndum. Ehud Barak, forsætisráðherra israels, sagði boltann vera hjá Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna. Hann þyrfti að samþykkja viðræður um tillögur Bandaríkjamanna um Jerúsalem. Nýbúar ofbeldishneigðari Innflytjendur í Noregi, sem koma frá öðrum löndum en Evrópulönd- um, em ofbeldishneigðari en Norð- menn, að því er ný rannsókn sýnir. Gældi við Leo litla Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók sér hlé frá stj ómmálaumræð- um í gær til þess að gæla við Leo litla Blair, þriggja mán- aða son Tonys Bla- irs, forsætisráð- herra Bretlands. Clinton rabbaði við Cherie Blair, eiginkonu breska forsætisráðherrans, og gekk smá- stund um með bamið áður en Blair sjálfur tók við þeim stutta. Grunaður um njósnir Háttsettur embættismaður í jap- anska hernum var í morgun hand- tekinn fyrir meintar njósnir fyrir Rússa. Hann sást með starfsmanni rússneska sendiráðsins i Japan í gærkvöld. Velgengni í N-Noregi Ný skoðanakönn- lun sýnir að fylgi Framfaraflokks Carls I. Hagens i Noregi nýtur tvö- falt meira fylgis í nyrstu hlutum Nor- egs en Verka- I mannaflokkurinn sem er við völd. í þremur nyrstu fylkjum landsins segjast 39 prósent kjósenda styðja Framfaraflokkinn. Aðeins 19 prósent myndu kjósa Verkamannaflokkinn. Lýsti ótta sínum í bréfi Sex klukkustundum áður en Carlos Caceres frá Puerto Rico var myrtur á V-Tímor ásamt félögum sínum frá Sameinuðu þjóðunum lýsti hann ótta sínum í tölvupósti til félaga síns innan samtakanna. A1 Gore hefur 6 prósentustiga forskot á Bush: Konurnar í lið varaforsetans A1 Gore, forsetaefni demókrata, hefur sex prósentustiga forskot á George W. Bush, forsetaefni repúblikana, að því er fram kemur i nýrri skoðanakönnun fyrir Reuters- fréttastofuna. Gore getur þakkað miklum stuðningi kvenna velgengni sína. Gore nýtur stuðnings 46 prósenta kjósenda en Bush 40 prósenta. Ralph Nader, frambjóðandi Græn- ingja, fær fimm prósenta fylgi í könnuninni en Pat Buchanan, fram- bjóðandi Umbótaflokksins, aðeins tvö prósent. Þegar aðeins var spurt um fylgi Gores og Bush fékk Gore 49 prósent en Bush 43 prósent. Þótt forysta Gores sé ekki mikið yfir skekkjumörkum könnunarinn- ar, sem voru plús eða mínus 3,2 pró- sent, þykir niðurstaðan þó sýna að Gore sé enn í sókn eftir flokksþing Al Gore Bandarískar konur eru hrífnarí af varaforsetanum en ríkisstjóra Texas. demókrata í síðasta mánuði. í könnun sem gerð var skömmu eftir lok flokksþings demókrata var forskot Gores á Bush þrjú prósentu- stig. Stuðningur við Gore hefur síð- an aukist um tvö stig en Bush hefur misst eins stigs fylgi. „Já, ég er sá sem var ólíklegastur til að sigra,“ sagði Bush í gær. „En ég var það strax frá byrjun svo ekk- ert hefur breyst." Ef marka má reynslu fyrri ára hefur sá frambjóðandi ávallt sigrað í forsetakosningunum sem er yfir í fyrstu skoðanakönnuninni eftir bandaríska verkalýðsdaginn sem var síðastliðinn mánudag. Könnun Reuters leiddi í ljós að konur flykkjast að Gore. Hann nýt- ur stuðnings 21 prósentustigs fleiri kvenna en Bush sem á meira fylgi að fagna meðal karlpeningsins. Karl prins Mælir meö skoðunarferöum um Buckinghamhöll. Karl Bretaprins: Heimsækið okkur en ekki Þúsaldar- hvelfinguna Ferðamenn, sem voru i skoðunar- ferð um Buckinghamhöll í gær, voru óvænt hvattir af Karli Breta- prinsi. „Þetta er betra en að skoða Þúsaldarhvelfinguna," sagði prins- inn. Hvelfingin, sem er í suðaustur- hluta London, hefur valdið stjóm- völdum vandræðum. Japönsk sam- steypa, sem ætlaði að kaupa bygg- inguna, er nú að endurskoða þá ákvörðun sína. Dáðst aö drekunum íbúar Singapore búa sig undir árlega Ijóskerahátíö sína í næstu viku. Af því tilefni veröa flutt inn þrjú þúsund Ijósker frá ýmsum héruöum Kína, þar á meöal þessi fallegu drekaljósker. Drekarnir eru aö sjálfsögöu tákn fyrir ár drekans sem nú er í Kína. Milosevic hefur sigurmöguleika Þrátt fyrir að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti njóti minna fylgis en stjórnarandstaðan í skoðana- könnunum fyrir forsetakosningam- ar 24. september næstkomandi hef- ur hann góða möguleika á að sigra í kosningunum. Þetta er mat stjórn- málaskýrandans Markos Bla- gojevics frá einkasamtökum sem ætla að senda eftirlitsmenn til kjör- staða. Blagojevic segir ástæðuna fyrir sigurmöguleikum Milosevic vera þá að leiðtogar Svartfjalialands ætli að hunsa kosningamar. Auk þess sé stjómarandstaðan ekki sam- einuð. Yfirvöld í Belgrad saka banda- rísku leyniþjónustuna um að hafa áhrif á samtök sem gera fylgiskann- anir til að hafa áhrif á óákveðna kjósendur. Slobodan Milosevic Samkvæmt könnunum nýtir Júgóslavíuforseti minna fylgis en stjórnarandstæöingurinn Kostunica. Kallsberg hitti Rob- ertson í Reykjavík Anfinn Kallsberg, lögmað- ur Færeyja, ræddi óform- lega við Robertson lávarð, framkvæmdastjóra NATO, á ráðstefnu um öryggismál í Norður-Atlantshafi 1 Reykja- vík í gær. Þeir ræddu þó ekki öryggismál Færeyja, að því er Kallsberg sagði við færeyska útvarpið í gær. „Á meðan danska stjómin heldur fast í stefnu sina hefst ekkert með því að ræða þetta nánar við NATO,“ sagði Kallsberg. Ekki eru fyrirhugaðir frekari fundir milli færeysku landstjómar- innar og Robertsons. Niels Helveg Petersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, hefur alfarið hafnað því að færeyska landstjórnin ræði við NATO um öryggismál eyj- anna. Hann endursendi land- stjóminni meira að segja bréf til Robertsons lávarðs sem hann var beðinn vun að koma til skila. Danska stjórnin fer með öryggis- og utanríkismái fyrir hönd færeysku þjóðar- Robertson sagði hins vegar í við- tali við íslenska sjónvarpið á mið- vikudag að Færeyingum yrði vel tek- ið ef þeir snera sér til NÁTO. Anfinn Kallsberg. innar. Ulpa og æfingagalli Félagsþjónustan Starfsfólk í heimaþjónustu Okkur bráðvantar duglegt og drífandi starfsfólk í heimaþjónustu að Norðurbrún 1. Þar sem við erum bæði liðlegar og sveigjanlegar hvað varðar vinnutíma er þetta starf t.d. tilvalið fyrir skólafólk og fólk sem óskar eftir hlutastarfi. Aflið ykkur endilega upplýsinga á staðnum hjá Helgu, Maríu eða Pálu, deildarstjórum heimaþjónustu, eða hringið í síma 568-6960. Ó§ iar„ 15CIO Jói útherji knattspyrnuverslun Ármúla 36 - sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.