Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 31
FÚSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 DV _______351. Tilvera Jonathan Taylor Thomas nítján ára Sá vinsælasti af bræðrunum þremur í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu, Handlaginn heimilisfaðir, Jonathan Taylor Thomas, verður nitján ára. Það var strax ljóst í upphafi seríunnar að hann höfðaði sterkt til krakka og átti Thomas greiða leið í kvikmyndimar þar sem hann hefur leikið nokkur aðal- hlutverk, má þar nefha Man on the Hou- se, Tom and Huck og I’H Be Home for Christmas. Gildir fyrir iaugardaginn 9. september Vatnsberlnn 120. ian.-is. fehr.r , Tíminn læknar öll sár rZM °S þó að þér finnist erfitt að sætta þig við orðinn hlut Uggur leið- nTbrátt upp á við að nýju. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Ekki er óliklegt að þér ^I^Mgræöist fé á næstunni en það mun þó aUs \ ekki verða fyrirhafii- arlaust. Þú ert mun bjartsýnni en þú hefur verið undanfarið. Hrúturinn (21. mars-19. april): Þú skalt nota frítíma Jþinn til að sinna sjúk- um og öldruðum í ná- grenni við þig. Þar er einhver sem virkUega þarfnast að- stoðar þinnar. Nautið 120. apríl-20. maP: Þér hentar betur að , vinna einn í dag en með öðru fóUd. Þú ert reyndar alls ekki í skapi tU að blanda geði við annað fólk. Tvíburarnlr (21, maí-21. iúní): Utanaðkomandi að- 'stæður gætu reynst fremur erfiðar í dag. Ef allir standa saman má auðveldlega leysa þau mál. & skapi tU að fólk. Tvíburarnlr 17 -S(\ ma auðveldi Krabbinn (22. iúní-22. iúlíl: Ekki er víst að auðvelt j reynist að leysa verk- ' efni sem þér verður faUð. Þér hættir tU að taka meira að þér en þú ræður al- mennUega við. Uónið (23. iúlí- 22. áaústl: . Veikindi eða slappleiki ' gætu sett strik í reikning- inn hjá þér og tafið fyrir því sem þú ætlar þér að gera. Greiðasemi þín feUur i góðan jarðveg hjá vinnufélögum þínum. Mevian (23. áeúst-22, sept.l: Þú ferð í óvænt ferða- lag á næstunni sem ^^^^lfc.mun víkka sjóndeUd- ^ F arhring þinn. Þér veit- ist létt aö fá aðra á þitt band. Voein f?3. SRnt.-?3. okt.l: Það verður leitað til þín eftir ráðgjöf í máU þar sem þér er Utið gefið um að láta áUt þift í ljós. Farðu varlega í að feUa dóma um annað fólk. Sporðdrekl (24. okt.-21. nóv.): Þú kynnist nýju og ^ áhugaverðu fólki á ^næstunni. Það skiptir miklu máU að þú komir vel fyrir. Framtíðar- möguleikar þínir eru miklir. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l; .Þér hættir tU að vera IL: ^^Wkærulaus í dag og þú verður að fara varlega í fiármálum. Dagurinn verður fremur viðburðaUtill. Stelngeitin (22. des.-l9. lan.): Einhver atburður hef- ur mikil áhrif á dag- inn og kemur þér úr jafnvægi. Þetta er þó tð hafa áhyggjur af og mun jaftia sig fyrr en varir. Mel B á sök á því að hjónabandið rann út í sandinn: Laumaðist í brjóstaaðgerð AUt er nú tU. Mel B laumaðist tU Los Angeles til að láta stækka að- eins á sér brjóstin. Eiginmaður hennar, Jimmy „göslari" Gulzar, brást þá ókvæða við og bingó, hjónabandið fór upp í loft. „Mel vissi vel að ég var mjög mik- ið á móti þessu af því að það þýddi að hún gæti ekki lengur haft Phoen- ix á brjósti," segir göslarinn og ber sig illa í viðtali við breska blaðið The Sun. Ekki voru liðnir nema þrír mán- uðir frá fæðingu dótturinnar þegar fyrrum tilvonandi tengdadóttir ís- lands lét krukka í brjóstin á sér. „Mér fannst að Phoenix ætti að hafa forgang. Ég vUdi að hún yrði bæði sterk og heilbrigð og aUir sögðu að móðurmjólkin væri best.“ Þegar Mel kom heim með ný- strekkt brjóstin vildi Jimmy hins Mel B vansæl Brjóstin voru henni mikilvægari en nýfædd dóttirin og því fór hún í uppherslu vestur til Los Angeles. vegar ekki sjá hana og neitaði að sænga hjá henni í þrjá mánuöi. Að eigin sögn. Honum fannst hún hafa svikið sig með vesturferðinni. Kyn- sveltið varð svo tU þess að brestir komu í hjónabandið, brestir sem stækkuðu bara og stækkuðu uns allt fór fjandans tU. „Mel grátbað mig um að njóta ásta með henni en ég neitaði. Sann- leikurinn var sá að mig langaði ekki tU að sofa hjá henni. Ég hefði ekki einu sinni komið við hana með spýtu eftir að hún sveik mig svona.“ Sjálf sagði Mel í viðtali við blaðið Mirror á fostudag að skilnaðurinn við göslarann heföi nærri gengið af henni dauðri, hún hefði verið svo einmana og yfirbuguð. „Skilnaðurinn var erfiður af því að mig langaði svo til að við yrðum hamingjusöm fiölskylda." Backstreetstrákur í hjónaband Piparsveinunum í Backstreet Boys hefur nú fækkað því að Brian LittreU er genginn í það heUaga. Hin útvalda er leikkonan Leighanne WaUace. Þau buöu um 300 gestum í hefðbundið kirkjubrúðkaup í heimabæ brúðarinnar, AUanta. Þar ætia hjónakornin einnig að búa. Brian hitti Leighanne 1997 þegar hún lék í tónlistarmyndbandi. Ann- ar Backstreetstrákur, Kevin Ric- hardson, gekk einnig út á þessu ári. Hann kvæntist dansmeynni Kristin Wtilits. ■ Sviðsljós Pitt í hlutverk Batmans Brad Pitt íhugar nú hvort hann eigi að taka tilboði um að taka við George Cloo- ney sem Bat- man í næstu kvikmynd um ofurhetj- una, ef marka má frétt breska blaðsins Sun. Samkvæmt frétt blaðsins hefur Brad Pitt átt við- ræður við kvikmyndaframleiðendur í HoUywood um hlutverkið. Hjartaknúsarinn vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðiö hafði sam- band við hann. Þeir sem eru í bransanum segja metaðsókn vísa á næstu mynd leiki Pitt Batman. Daryl Hannah með sviðskrekk Kvikmyndadísin Daryl Hannah hefur lýst þvi yfir að hún kvíði fyr- ir að stíga á svið í Drottningarleik- húsinu í West End í London í október næst- komandi. Hún kveðst aldrei hafa leikið í leikriti áður. Daryl mun leika aðalhlut- verkið í leikrit- inu The Seven Yar Itch sem kyn- bomban Marilyn Monroe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Daryl Hannah segist ekki ætla að herma eftir MarUyn. Hún vísaði einnig á bug orðrómi um að hún ætlaði að taka við af Jerry HaU í leikritinu The Graduate. Bíógagnrýni Sam-bíöin - íslenski draumurinn: ★ ★ ■* Helgarpabbi selur orkusígarettur Horft á fótboltaleik í sjónvarpi. Fremstir eru Valli (Jón Gnarr) og Tóti (Þórhaiiur Sverrisson), miklir aödáendur Vals og Mancherster United. Þaö eru ferskir straumar í ís- lenskri kvikmyndagerð þessa dag- ana og einn boðberi þessara strauma er Robert I. Douglas. Síð- ustu ár hefur Robert verið virkur í gerð stuttmynda og verið verðlaun- aður fyrir, meðal annars fyrir tvær myndir sem fiaUa um Tóta, aðalper- sónu íslenska draumsins, fyrstu kvikmyndar Roberts í fullri lengd. Persónan hefur lengi búið með hon- um og er orðin fuUmótuð eins og sjá má í myndinni sem fiaUar um skrautlegt tímabU í lífi Tóta þar sem hann fer nánast upp og niður allan skalann í mannlegum sam- skiptum. Það er samt nokkur annað að búa tU kvikmynd í fttilri lengd um per- sónu sem fær nánast aUa upp á móti sér en stuttmynd um sama mann því Tóti er maður sem ekki er svo auð- veldur viðureignar. Hann malar út í eitt aUa myndina, er á skjön við flest fólk og skoðanir hans á tilgangi lifs- ins myndu gera flesta brjálaða. TU að slík myndi nái tUgangi sínum sem gráglettin gamanmynd þarf fyrst og fremst snjatian texta og einn helsti aðaU íslenska draumsins er einmitt einstaklega líflegt og skemmtUegt handrit sem er uppfuUt af fyndnum orðaleikjum og lúmsku háði. Draumur Tóta er draumur margra íslendinga, að meika það í viðskiptum án þess að hafa mjög mtitið fyrir því, og töfralausnin hjá honum eru búlgarskar sígarettur sem hann hefur flutt tti landsins. Þetta er ekki beint traustur grunn- ur fyrir framtíðarmann í viðskipt- um þar sem vamaðarorð gegn sígar- ettureykingum eru á hverju homi. En Tóti hefur ofurtrú á sjálfum sér og smáatriði eins og peningar tU að leysa út gáminn með sígarettunum eða leyfi tU innflutnings vefiast ekki fyrir okkar manni og af stað heldur hann ótrauður. Ekki gengur salan vel, ja hún gengur bara ekki neitt. Það er nú samt ekki vert að erfiða of mikið, áhugamálið, fótboltinn, verður að ganga fyrir öUu. Úr rætist hjá Tóta þegar hann fær ttilögu er- lendis frá um selja sígarettumar sem orkusígarettur. í einum hveUi er hann orðinn eins og aðrir ungir, íslenskir viðskiptajöfrar, keyrir um á flottum lúxusjeppa, íklæddur klæðskerasaumuðum fotum og gef- ur gjafir á báða bóga. Ekki er samt allt gifil sem glóir eins og Tóti kemst að og þá ekki síður viðskipta- vinir hans. Tóti er í besta faUi draumóramað- ur sem reynir að lifa á kerfinu, hann hefur óbUandi sjálfstraust í fyrstu, sem birtist í hroka gagnvart öðrum. ÞórhaUur Sverrisson túlkar hann af mikUli list, nær að tengja persónuna einstaklega vel við tU- veruna í kringum sig og stendur upp úr hvað sem á dynur. Textinn er kjarnmikUl og fer ÞórhaUur vel með hann og er kjölfesta myndar- innar. Þar sem myndin byggist nán- ast að öUu leyti á eintali og samtöl- um þá verður að vera jafnvægi á mtili Tóta og annarra persóna sem margar hverjar eru sérlega vel gerð- ar frá höfundar hendi. Má þar nefna VaUa (Jón Gnarr), fótboltafélaga Tóta, Tony (Matt Keeslar), amerísk- an kærasta, barnsmóður Tóta, föður hennar (Gunnar Eyjólfsson), sem skrifar upp á vixU fyrir Tóta og fær víxilinn í hausinn, Dagmar (Hafdis Huld), bamunga kærustu Tóta, sem þeir félagar kenna um að Valur tap- aði, þar sem hún hafði ekki áhuga á fótbolta, og fleiri skemmtilegar per- sónur sem aUar hafa sérstöðu í at- burðarásinni. Styrkleiki myndarinnar er kannski einnig helsti veikleikinn. Persónumar eru mikið að tala i " myndavélina og þótt handritið bjóði upp á skemmtUeg tUsvör og orða- leiki þar sem góðir leikarar skapa eftirminnUegar persónur og fara vel með textann þá er ekki laust við að atburðarásin hafi hæðir og lægðir, stundum er eins og málæöið sé orð- ið fuUmikið án þess að vera veru- lega fyndið. Þegar upp er staöið eru hæðirnar samt fleiri og þegar á heUdina er litiö ræður Robert I. Douglas vel við formið. íslenski draumurinn lofar góðu um framtíð- ina hjá honum. . Leikstjórn, handrit og klipping: Róbert I. Douglas. Kvikmyndataka: Júlíus Kemp. Lelkmynd og búnlngar: Birta Þrastardótt- ir og Ragnar Kjartansson. Tónlist: Jó- hann Jóhannsson. Helstu hlutverk: Þór- hallur Sverrisson, Jón Gnarr, Hafdís Huld, Laufey Brá Jónsdóttir, Felix Bergs- son, Gunnar Eyjólfsson, Guörún Gísla- dóttir og Matt Keeslar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.