Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 19
18 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 23 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjórí og útgáfustjórí: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarrítstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Qræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Þjóðlífsröskun Það sem eðlilegt þykir í opnu þjóðfélagi samtímans var fráleitt sjálfsagt í samfélaginu fyrir aldarfjórðungi. Frjáls og óheft miðlun upplýsinga, óháð klafa stjórn- málaflokka og embættismannakerfis, var draumsýn ein. Dagblöð þess tíma voru bundin stjórnmálaflokkum, lituð af skoðunum þeirra sem fóru með völdin í samfélaginu. Hagsmunir almennings skiptu minna máli. Það var í þessu andrúmi sem Dagblaðið varð til en í dag eru rétt 25 ár siðan það kom fyrst á götuna, í bók- staflegri merkingu, því það var hreinlega slegist um það í miðborg Reykjavíkur. Blaðsins var beðið með eftir- væntingu og þeirri von fólks að tilkoma þess markaði tímamót. Alþýða manna skynjaði breytinguna sem í vændum var og knúði á um hana, langþreytt á því ástandi sem fyrir var. Þjóðlíf í kyrrstöðu varð fyrir rösk- un sem vafalaust hitti illa fyrir samansúrrað flokkakerfi en var jákvæð fyrir þegnana. Útkoma blaðsins varð til þess að fjölmiðlun í landinu breyttist smám saman í það horf sem við þekkjum í dag með óhlutdrægari íjölmiðl- um. Önnur bylting varð síðan um miðjan níunda áratug- inn með frelsi ljósvakamiðla. Þessi þörf almennings fyrir frjálst og óháð dagblað varð Dagblaösmönnum ljós þegar á fyrsta degi og um leið sú ábyrgð sem væntingunum fylgdi. Ritstjóri blaðs- ins orðaði það svo að viðtökurnar, jafnt í höfuðborginni sem á landsbyggðinni, væru krafa um að Dagblaðið gerðist ekki flokkspólitískur málaliði né gengi erinda hagsmunasamtaka þeirra sem tröllriðu þjóðinni á flest- um sviðum. Markmið brautryðjendanna var að gefa út blað, óháð stjómmálaflokkum og hagsmunaöflum, ábyrgt blað og heiðarlegt en um leið skemmtilegt og fjörugt. Blaðið stóð lesendum opið. Þeir gátu, hvar í flokki sem þeir stóðu, skipst á skoðunum í lesendabréfum eða kjallaragrein- um. Frá upphafi var áhersla lögð á þjónustu við lesend- ur og neytendamál voru tekin föstum tökum þar sem neytandinn sjálfur og hagsmunir hans voru í fyrirrúmi. Lesendur voru beðnir að fylgjast vel meö Dagblaðinu frá upphafi og kveða upp dóm sinn í ljósi reynslunnar. Sá dómur liggur fýrir löngu fýrir. Lesendur Dagblaðs- ins héldu tryggð við sitt blað og ekki síður eftir að síð- degisblöðin tvö, Dagblaðið og Vísir, sameinuðust í DV á haustdögum 1981. Með sameiningu blaðanna varð til mun öflugri fjölmiðill sem betur gat komið til móts við þarfir lesenda. DV, sem þjónað hefur lesendum í nær tvo áratugi, heldur enn í heiöri þau gildi sem lagt var upp með við við stofnun Dagblaðsins, að blaðið megni að upplýsa þjóðina á heiðarlegan hátt um það sem er að gerast innanlands og utan. í breyttu og opnara samfélagi gildir það enn að hagsmunir almennings séu hafðir í fyr- irrúmi. Þjóðlífsröskunin, sem varð fýrir aldarfjórðungi, varð því til góðs. Fjölmiðlaflóran nú er allt önnur en hún var í septem- ber 1975. Flokksblöð heyra sögunni til en eftir standa þrjú dagblöð, DV, Morgunblaðið og Dagur, auk útvarps- og sjónvarpsstöðva. Þá hafa komið til netmiðlar sem bjóða tæknivæddu nútímasamfélaginu upp á fjölbreytta þjón- ustu en fréttastofur þeirra eru nátengdar dagblöðunum. í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á flölmiðlamark- aði standa dagblööin vel að vígi. Dagblað er handhægur frétta-, upplýsinga-, auglýsinga- og þjónustumiðill sem nýtist fólki hvenær sem er og hvar sem er þegar notand- anum hentar. J6nas Haraldsson DV Skoðun Stéttarvitund málara ábótavant Kjallari r Frá árinu 1916 til 1928 vantaði það mikið upp á stéttarvitundina hjá málur- um að þeim fannst áhættu- samt aö lofa starfsbræðrum sínum stuðningi við að verja kauptaxta og jafngilti það því aö gerast uppreisn- armaður og eða sósíalisti. Þá var mikil samkeppni um vinnuna. Áttatíu og sex árum seinna hefur þetta snúist við og samkeppni er um fagmanninn og sérstak- lega yfir sumarmánuðina og hefur svo verið um nokkur ár. Bent á bensínstöðvarnar Síöastliðin tíu ár hefur verið stikl- að á stóru í ræðu og riti hvað örygg- is- og aðbúnaðarmál snertir á fjöl- mörgum fundum hjá málarafélaginu. Bent hefur verið á að aðgengi að sal- emi og hreinlætisaðstöðu á vinnu- stað væri frumréttur launamannsins og þá ekki síður málarans, auk þess að geta haft fataskipti og snætt nesti sitt. Aðbúnaður málarans á vinnu- stað hefur verið skelfilegur í fjöl- mörg ár og timi til kominn aö fara eftir lögum um aðbúnað - hollustu- hætti og öryggi á vinnustað. Atli Kraunfjörð málari Ekki er hægt að fullyrða nokkuð um það hvort þess- ar hugleiöingar hafi skilað sér en félagamir töluðu oft um að meistaramir létu þá fara ef þeir hreyfðu máli um öryggi og aðbúnað. Meistarar báðu menn að stýra líkamsþörfum sínum þannig að þær trufluöu ekki vinnuna. Einnig bentu þeir á aðstöðuna sem bens- ínstöðvarnar hefðu upp á að bjóöa. Stundum var alllangt að fara og ef ekki var gengið þurfti að fara úr vinnugalla og aka. Yfir- leitt fer nokkur timi í þetta, o.s.frv. En ekki orð um það meir. Til er reglugerð Það er vert að geta þess að margir meistarar sjá sóma sinn í því að skapa starfsmönnum sínum aðgengi aö salemi. Aðrir sjá einnig um að þeir fái kaffiskúr og geymslu fyrir vinnuföt og efni og eiga þeir hrós fyr- ir og skera sig úr fjöldanum hvað það varðar að fara eftir lögum. Ósjaldan eru skúramir hinir verstu hjallar og óþrifalegir með afbrigðum og yfirleitt vegna lélegrar umgengni. Þvi veldur hver á heldur. Það er til „Meistarar báðu menn að stýra líkamsþörfum sínum þannig að þœr trufluðu ekki vinnuna. Einnig bentu þeir á aðstöðuna sem bensínstöðvamar hefðu upp á að bjóða. Stundum var alllangt að fara og ef ekki var gengið þurfti að fara úr vinnugalla og aka. “ reglugerð um starfsmannahús og það er til reglugerð um skyldur verk- kaupa að sjá um starfsmannahús og eða aðstöðu fyrir starfsmenn á vinnustað. Þetta aðbúnaðarmál á það sameig- inlegt með mælingunni og vinnurétt- inum að þegar fomstumenn félagsins vilja taka á þeim málum vegna ábend- inga færast félagamir undan og vísa á sjálft félagið. Verkalýðsfélag á að gera þetta og hitt en menn gleyma því að þeir era sjálfir félagið og ekkert verð- ur þar gert nema þeir komi sér saman um að standa á rétti sínum. í viðtölum koma oft i hugann upp- hafsorð þessa pistils. Eitt verkalýðs- félag hefur, svo ég viti, gengið eftir því sem kostur er að sjá um að að- búnaðarmál starfsmanna verði sam- Á Torgi hins íslenska siðar Ámi Snævarr fréttamaöur hefur nú ritað yfirvaldinu og vill fá að vita hvemig lögregla ætlar að afsaka at- hæfi sem þjónar hennar sýndu ís- lenskum borgurum nú um daginn, er þeir vildu þóknast Li Peng, sem kom hingað að heimsækja Alþingi. Þótt sinn sé siður í landi hverju, vildi gestur þessi ólmur fá að halda í þær venjur sem hann brúkar í sínu heimalandi - og viti menn - lögregl- an á íslandi var svo sannarlega betri en engin þegar aðstoða þurfti Li Peng við að ýta lýðræði til hliðar um stundarsakir - Árni Snævarr fékk ekki að spyrja gestinn einfaldrar spumingar. Nú er það spurning hvort spumingum Árna til yfirvalda verður svarað eða hvort þær munu týnast á Hlemmtorgi hins himneska friðar. Gestgjafinn Alþlngl Hver býður til sín manni sem er sagður fjöldamorðingi? Og hver býð- ur þessum gesti að ganga á skítugum skónum yfir hvað sem fyrir er? Ég læt lesendum eftir að svara spum- „Ef lögregla á íslandi ætlar ekki að taka starfsháttu gestsins sér til fyrirmyndar, þá gera menn hreint fyrir sínum dymm og svara þeim fyrirspumum sem Ámi Snœvarr hefur borið upp. “ Með og á móti Aö sjálfsögðu j „Svarið er ein- falt: Já, að sjálf- I sögðu og átti IflHDV aldrei aö ganga í þann félagsskap því þeim mun verr reynast herforingjanna ráð sem fleiri koma saman. En í raun ætti að spyrja: Ert þú fylgjandi Birna því aö hafna friðsamlegum Þóröardóttir lausnum? Ert þú fylgjandi biaöamaOur því að sprengja vandamál í .... tætlur í stað þess að leita lífvænlegra lausna? Ert þú fylgjandi því að eitra fyrir fólki með því að sprengja upp olíuhreinsistöðvar og efiiaverksmiðj- ur þannig að eihu-gufur fylli loftið? Ert þú fylgjandi því aö bombardera með klasasprengjum sem dreifast ingunum. En við skulum líta á gestgjafann áðuren við dæmum gestinn. Gest- gjafinn er Alþingi - menn sem á sínum tíma kepptust við aö lýsa andúð á morð- um sem voru framin fyrir ellefu árum, þegar útifund- ur á Torgi hins himneska friðar var sleginn af. En gestgjafi þessi hafði, þegar Li gekk í bæinn, skipt um skoðun, og lofaði nú gestinn með mjúkmælgi og mærð í stað þess að halda til streitu ímugusti sínum og andúð. Og þar eð okkar ágætu alþingismenn vildu að heimsókn Li Peng yrði hin ánægju- legasta fyrir hann sjálfan, var lögg- unni falið að veita honum vemd. Til að skilja eðli vemdar þeirrar sem manninum var boðin er rétt að hafa eftirfarandi í huga: íslensk lög- regla heldur slysalausan dag og þá fara lögregluþjónar útum borg og bý, sýnir sig og sér aðra. Og viti menn, dagurinn verður slysalaus. Svo koma aðrir dagar og þá er of dýrt að hafa löggur á vappi, þannig að í stað þess að koma í veg fyrir slys, eru tryggingafélög látin hækka iðgjöld svo unnt verði að borga brúsann. Slæmir þó Það skyldi því engan undra þótt okkur birtist nöturleg mynd af verk- lagi löggunnar þegar maður - sem sagður er fjöldamorðingi - biður um vemd. En þá fer löggan náttúrulega af stað, kallar út hersingu á auka- vakt og hindrar fréttamenn í að taka myndir og spyrja spuminga. Þetta er tÆívitrt Kristjján Hreinsson skáld mtshafsbandálaginu? Styrkja tengsl okkar viö NATO um og biða þess að lítill fótur stígi óvart á? Ert þú fylgjandi því að kasta úraníumsprengj- um sem valda fæðingargöll- um, krabbameinum og menga jörðina til langframa? Ert þú fylgjandi því að Dóná og umhverfi skuli svo meng- uð eftir loftárásir að þar þrí- fist ekkert kvikt á stóram svæðum? Ert þú fylgjandi “™ upplognum fréttum sem snúa staðreyndum á haus? Þetta er ein- ungis brot af því sem Nató afrekaði í loftárásunum á Júgóslavíu. Enn einu stríðinu til friðar. Svari menn þess- um spumingum játandi skil ég fylgi- spekt við Nató, annars ekki.“ »Ég er alls ekki I þeirrar skoöunar að íslendingar eigi að segja skiliö við NATO. Þvert á móti er það mín skoðun að við eigum miklu fremur að styrkja enn frekar tengsl okk- ar við NATO og láta meira að okkur kveða innan banda- lagsins. Atlantshafsbandalag- ið er langöflugasta öryggis- og friðarbandalag heimsins og samnefiiari fyrir samstarf Vestur-Evrópuþjóða og Bandaríkj- anna í friðar- og öryggismálum. Styrkur bandalagsins felst meðal annars í því að vera samstarfsvett- vangur ríkja beggja vegna Atlants- Siguröur Kári Kristjánsson formaöur Sam- bands ungra sjálf- stæOismanna hafsins og aöild okkar að bandalaginu er þungamiðjan í öryggisgæslu íslensku þjóð- ariimar. Þar við bætist að bandalagið hefur ekki aðeins tryggt friðinn heldur hefúr það einnig skapað skilyrði margvíslegra annarra við- skipta og samstarfs vest- rænna ríkja sem er ein meg- inforsenda þeirrar velmegun- ar sem íslendingar njóta í dag. Þar fyrir utan tel ég að við íslendingar eigum skil- yrðislaust að taka afstöðu í vamar- og öryggismálum en ekki sitja hlut- lausir og áhrifalausir hjá eins og margir vinstrimenn vilja.“ kvæmt lögum og verðlaunað vinnu- staði og fyrirtæki, en það er tré- smiðafélagið. I mörgum tilfellum hafa málarar notið þeirrar aðstöðu þar sem svo háttar og er það vel. Einu er þó ósvarað: Hvers vegna hafa sveinar ekki sett það sem skil- yrði við ráðningu sína, í ljósi eftir- spumar, að viðunandi hreinlætisaö- staða sé fyrir hendi og annar aðbún- aðu hvar sem vinnustaðurinn er hverju sinni? Veik afstaöa Þegar meistarar sögðu upp mál- efnasamningnum og hann var látinn renna út hafði félagið mjög veika stöðu til að standa uppi í hárinu á meisturum: að þeir réðu einungis til vinnu lærða málara og að þeir létu mæla verkin og heföu sem bestan að- búnað fyrir mennina á vinnustað. Meistarar vita það ef til vill ekki að því betri vinnuaðstaða því betur líður starfsmanninum og því meiri afköst og því lærðari og reyndari sem starfmaðurinn er því sneggri er hann að leysa verkefnið af hendi og því meiri afgang fær vinnuveitand- inn, og einnig sveinninn, ef hann fær greitt eftir afköstum og gæðum. Atli Hraunfjörð Ummæli auðvitað aðeins hægt hjá lögreglu sem er stjómað af mönnum sem varla fá þver- fótað fyrir gáfumennum. Og þegar svo margt gáfu- mennið er saman komið á einum stað, hvernig í ósköpunum er þá hægt að ætlast til þess að menn verði færir um að líta í eig- in barm? Fyrst gestgjafinn er fyrir- fram búinn að klúðra partí- inu með því að bjóða til sin glæpamanni, þá gerir lík- lega ekkert til þótt þjónamir klikki á því að gæta hagsmuna gestgjafans. Já, þannig eru gestgjafinn og þjónar hans. Þeir eru kannski ekki svo slæmir ef viðmiðunum er stillt í hóf. En slæmir eru þeir þó. Einfalt aöalatriöi Um gestinn vil ég hafa sem fæst orð. Ég er að reyna að venja mig af því að tala illa um fólk. Aðalatriðið er einfalt: Ef lögregla á íslandi ætlar ekki að taka starfsháttu gestsins sér til fyrirmyndar, þá gera menn hreint fyrir sínum dyrum og svara þeim fyr- irspumum sem Ámi Snævarr hefur borið upp. Og ef íslensk lögregla vill lýðræðinu vel, þá hljóta menn þar á bæ að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á framferði sínu. En ef menn ætla með háttum sínum aö undirstrika aö líkur sæki líkan heim, þá þeir um það. Svör við áleitn- um spumingum verða að koma fram, og Ámi Snævarr biður svaranna ekki einn á Torgi hins íslenska siöar. Kristján Hreinsson Þessa dagana stendur yfir alþjóölegt málþlng á vegum ríkisstjórnar Islands og yfirmanns Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandlagslns í Reykjavík um framtíð öryggismála á Norður-Atlantshafi. Sú spurning vaknar því enn og aftur hvort íslandl eigi aö vera í Atlantshafsbandalaglnu. Aö hverju leita þeir? „Það hefur svolítið verið viðhorfið á ís- landi, að matur sé til að seðja hungur - og það sé fráleitt að bjóða útlendingum upp á einhvem frum- stæðan mat eða gam- aldags ... En það er kannski einmitt það sem margir ferðamenn era að leita að; að kynnast fólkinu, hvemig það hefur lifað, hvað það hefur borð- að o.s.frv. Fólk fræðist um leið og það seður hungur sitt og styður þannig hið staðbundna samfélag með þvi að kaupa það sem framleitt er á staðn- um.“ Stefán Gíslason umhverfisstjórnunar- fræöingur í Degi 7. sept. Miðborg Reykjavíkur „Miðborg Reykja- víkur höfðar sterkt til okkar og þar hefur verið talsverð fram- þróun og fjárfesting einkaaðila í nýjum fasteignum. En upp- byggingin er rétt að byrja. Búast má við mikilli uppbygg- ingu á næstu árum. í nágrenni mið- borgarinnar býr aftur á móti lítill hluti borgarbúa og álag á umferðar- mannvirki verður þeim mun meira. Það er ljóst, að á næstu áratugum þarf að færa út mörk miðborgarinnar. Þá þarf að horfa yfir Hringbraut til Vatnsmýrarinnar.” Þorkell Sigurlaugssson vióskiptafr. í Viðskiptablaðinu 6. sept. Einkaframtakið „Samherji hf. á Akureyri er einka- framtakið á íslandi í sinni beztu mynd. Uppbygging þessa útgerðarfyrirtækis á síðasta einum og hálfum áratug undir forystu nokkurra ungra og kraftmikilla manna er ævintýri líkust. Samherji er skýrt dæmi um að ævintýrin gerast enn i íslenzkum sjávarútvegi." Úr forystugreinum Mbl. 7. sept. Miskunnlausi Samherjinn „Er Samherjum kannski innanbrjósts eins og Gunnari á Hliðarenda, að vinátta íslendinga sé þeim loks meira virði en gjafir þeirra og fagur fiskur í sjó? Era heil- brigðu skilyrðin kannski þau málalok, að þjóðin heimti aftur kvótann sinn og ráðstafi sjálf svo greinin „fái vonandi að vaxa og dafna“ eftir fimmtán ára þrælkun í fjötrum kvótans ... Óhætt er að taka undir með miskunnlausa Sam- herjanum, að heilbrigði má ekki vanta í vonina til að vaxa og dafrta." Ásgeir Hannes Eiríksson í Degi 7. sept. lúíit áS Itfa á bágcndum snnwrQ InY uppskrift N/rLlD YKKUR I SLFrrm rf blR* SNRUÖUM PÓL- VEtfJUM LEIfflÐ B HÆSTBJÓ HNDfl DRRórÐ LÖÖBOBNR SKffrifl FRfl RF&RN6INUM (Kr.... STELID7 BEIM/ lShí HTN&lí) , ,;ÍFLE6fl < HELMIN&I LflUNfl . ÍJEIRRflí EKjINN VRSfl OfirHF RVÍ ÍRDERil ENírH? VEH7ULF61R 8KÍT* HÆLRR SEMHR&flSÉR SVOMR ífl DIRFrSTENfrlNN LIFflNDI MR9UR RDLJÓSTfifl UPP MRFNI MflNNS Kviksyndi í Kólumbíu Á dögunum var vendi- punktur í bandarískri utan- ríkispólitík sem undarlega fáir viröast hafa veitt at- hygli. Bandaríkjaþing sam- þykkti, og Clinton forseti staðfesti, lög þess efnis að veita 1300 milljónir dollara til hernaðaraðstoðar við her- inn í Kólumbíu, auk þess sem hundruð hemaðarráð- gjafa verða send þangað ásamt um 60 nýjum þyrlum. Þetta er liður í því sem kall- að hefur verið stríð gegn eit- urlyfjum og ætlunin er að stöðva kókaínframleiðslu í Kólumbíu. Það vita þó allir sem vita vilja að meðan eftirspurnin í Bandaríkjunum er jafn mikil og raun ber vitni mun þeirri eftirspurn verða fullnægt. Þetta eiturlyfjastríð hefur í raun snúist upp í stríð gegn bandarískum fátæklingum. Um tvær milljónir manna sitja í fangelsi í Bandaríkjun- um og um þriðjungur þeirra fyrir það eitt að hafa eiturlyf í fórum sín- um. Langflestir era blökkumenn og nær allir örfátækir. Framboö á kóka- íni og heróíni hefur þó aldrei verið meira og stöðugra þrátt fyrir þetta stríð. Kannanir hafa margsannað að meðferð eiturlyfiasjúklinga er a.m.k. 10 sinnum hagkvæmari heldur en tilraunir til að stöðva smygl. En almenningsálitið ræöur ferð. Á bak við þessa hemaðaraðstoð er ekki rökrétt hugsun heldur banda- rísk innanlandspólitík. Clinton vissi að ef hann undirritaði ekki fiárveit- inguna yrði hann (og Gore) sakaður um linkind í eiturlyfiamálum sem er álíka skammaryrði og linka gangvart kommúnisma var á sínum tíma. Borgarastríð í Kólumbíu hafa geisað ýmis borg- arastríð í áratugi. Þar eigast nú við vinstrisinnaður skæruliðaher, FARC, sem ræður suðurhéruðum landsins, þar sem kókaplantan er ræktuð, og kólumbíski herinn sem hefur lauslega samvinnu við hægris- innaða skæruliðahópa. Þeir skæru- liðahópar era alræmdir fyrir morð- sveitir sínar og þeir hafa framið mörg fiöldamorð á óbreyttum borg- uram sem granaðir era um stuðning við FARC. Allur þessi hernaður gengur fyrir eiturlyfiagróða. Áætlaö er að FÁRC hafi á síðasta ári haft um 600 milljón dollara tekjur af kókaíni og morösveitir hægrimanna hafa fengið tugi milljóna. Við þetta bætist spilling í hemum sjálfrun. Mannréttindi eru lítils virði í Kól- umbíu og landið er á lista utanríkis- ráðuneytisins yfir ríki sem uppfylla ekki mannréttindaskilyrði fyrir að Gunnar Eyþórsson blaOamaOur fá bandaríska aðstoð. Clinton undirritaði sér- staka imdanþágu frá þessu til að unnt væri að veita aðstoðina, mannréttinda- frömuðum til mikillar hrellingar og þvert á yfir- lýsta eigin stefnu Banda- rikjanna. Skuldbinding Það er augljóst að þegar risaveldi á borð við Banda- ríkin er búið að skuld- binda sig á þennan hátt verður ekki aftur snúið. Þessir 1,3 milljarðar núna geta ekki orðið nema fyrsta afborgun í herkostnað- inum og enginn endir er í sjónmáli. Þetta era mestu hernaðarskuldbind- ingar sem Bandaríkin hafa tekið á sig síðan í stríðunum í Nikaragúa og E1 Salvador á níunda áratugnum. Þegar hundruð hemaðarráðgjafa eru komin á vettvang, undir stjóm bandarísks hershöfðingja, fer ástandið að minna ískyggilega mikið á upphaf Víetnamstriðsins. En í borgarastríðinu í Kólmnbíu er ekki barist um sljómarhætti held- ur vilja í raun og veru allir, nema forsetinn og ríkisstjómin, sem er valdalítil og undir hæl hersins, að ástandið haldist óbreytt. Stríðsaðilar hagnast á ástandinu eins og það er og enginn er í raun og veru að reyna að leggja undir sig allt landið nema hugsanlega hluti hersins. Tilgangur hernaðaríhlutunar Bandaríkjamanna er að losa það kverkatak sem FARC hefur á kóka- ræktunarhéruðunum og helst eyði- leggja alla uppskeru. Það þykir fáum raunhæft markmið. En hvað gera þeir smábændur sem hafa lífsviður- væri sitt af því að rækta kóka þegar þeir eru settir á vonarvöl? Annað- hvort ganga þeir til liðs viö FARC eða flýja til næsta lands. Nágranna- ríkin Ekvador og Brasilía eru á nál- um og óttast að hernaðurinn í Suð- ur-Kólumbíu breiðist út. íhlutun Bandaríkjanna er á röng- um forsendum. Eina raunhæfa lausnin er að draga úr eftirspum- inni, ekki að taka þátt í suðuramer- isku borgarastríði. Þetta stríö verður að heyja á bandarískri grund, ekki í kólumbískum frumskógi. Gunnar Eyþórsson „Tilgangur hemaðaríhlutunar Bandaríkjamanna er að losa það kverkatak sem FARC hefur á kókarœktunar- hémðunum og helst eyðileggja alla uppskem. Það þyk- ir fáum raunhœft markmið. “ - Clinton kynnir sér bar- áttuaðferðir í Kólumbíu gegn fíkniefnadreifingu. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.