Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
Skoðun
DV
Spurning dagsins
Ferðu í berjamó?
Sveinlaug Friöriksdóttir
hárgreiöslunemi:
Já, og tek meö mér 2 lítra fötu og
bý svo til úrvals sultu.
Ema Otterstedt afgreiösludama:
Nei, þaö er oröiö langt síöan, ég hef
bara ekki haft tíma til þess.
Kristveig Ósk Jónsdóttir húsmóöir:
Já, en ekki í ár.
Jóhann Þór Guömundsson öryrki:
Nei, ég fer ekki í berjamó.
Hafsteinn Andrésson sjómaður:
Nei, þaö geri ég ekki.
Auöunn Gestsson blaöasali:
Hérna í gamla daga geröi ég þaö
en ekki í dag.
Dagfari
Kálfar í fjósi
Hvaö bíöur þeirra?
Enn ríða hetjur um héruð!
Sif Gunnarsdóttir
skrifar:
Síöastliðinn laugardag var frá-
sögn af svo hræðilegum, harm-
þrungnum og blóði drifnum atburði
á baksíðu DV að menn þurfa að
leita langt aftur í aldir til að finna
jafnherskáa íslendinga og þar er
sagt frá. Söguhetjan er kýr, „svört
og rennileg“ eins og segir í grein-
inni. Þessi kýr (hún er því miður
aldrei nafngreind í greininni, ef til
vill til að lesendur fái ekki of mikla
samúð með henni, oftast reyndar
kölluð belja - eða jafnvel „brjáluð
belja“, þegar frekar er ástæða til að
efast um geðprýði annarra sem hér
koma við sögu) og hennar frelsis-
barátta er efni í ljóð og sögur, jafn-
vel kvikmyndir ef rétt er fariö að. -
Kýrin sem slapp úr sláturhúsinu á
Hvammstanga andartaki fyrir af-
töku flýði á fjall.
Margar sögur eru til um íslensk-
ar hetjur sem þurft hafa að flýja á
fjöll og fara í felur. Gísli Súrsson er
t.d. slík hetja og er meira að segja til
á filmu, svo ekki sé minnst á alla
útilegumennina sem neyddust tU að
ala önn fyrir sér og sínum fjarri
„Með því að elta kúna á
jeppum og þreyta hana og
ýta henni síðan ofan í
skurð tókst þeim loks að
koma á hana böndum
ogfara með hana aftur
í sláturhúsið. “
mannabyggðum vegna skilnings-
leysis og svínsháttar ráðamanna.
Nákvæmlega þannig hefur kúnni
liðið - fjallið eða dauðann.
En það voru ekki menn sýslu-
manns sem riðu á fjall tU að hafa
hendur í hári misindismanns held-
ur hópur af björgunarsveitarmönn-
um (hverjum voru þeir að bjarga?) á
jeppum, vopnaðir byssum sem send-
ir voru á eftir einni kú! Kýrin
fannst í nautastóði í fjaUinu - var
sem sagt búin að koma sér upp upp-
reisnarher, tUbúin að berjast til síð-
asta blóðdropa eins og allar sannar
hetjur. Þegar björgunarsveitarmenn
voru búnir að umkringja hina hug-
prúðu kú neitaði hún uppgjöf og að
láta leiða sig tU slátrunar baráttu-
laust. Því réðst hún gegn böðlum
sínum og þurftu þeir lengi vel að
láta i minni pokann.
Margur skyldi halda að með
þessu öUu hefði hin frækna kýr
unnið sér líf, að það væri orðið
nokkuð ljóst að hún ætti síst skUið
að deyja. Það hefði verið góður end-
ir á spennandi mynd að sjá kúna
baula einu sinni framan í mynda-
vélina og rölta síðan inn í sólarlag-
ið. En kúrekarnir á Hvammstanga
voru komnir með blóðbragð í
munninn.
Með því að elta kúna á jeppum og
þreyta hana og ýta henni síðan ofan
í skurð tókst þeim loks að koma á
hana böndum og fara með hana aft-
ur í sláturhúsið. Þar beið sláturhús-
stjórinn tUbúinn tU aftöku en kúnni
tókst að afvopna kúrekana og brjóta
tennur í stjóranum áður en yfir
lauk.
Ég er viss um að einhvers staðar
i heiminum hafa menn smekk fyrir
svona frelsiselskandi kú og myndu
virða hana sem slíka, en hún var
svo óheppin að fæðast, lifa og deyja
hér.
Fréttir af færeyskum frændum okkar
Guðmundur Pétursson
skrifar:
Ekki er langt siðan í DV birtist
lesendabréf undir fyrirsögninni
„Færeyjar í Kaupmannahöfh?". Þar
var vikið að fréttaflutningi RÚV frá
frændum okkar, Færeyingum, og
þeim ósmekk að fréttir RÚV frá
Færeyjum komi mestmegnis gegn-
um fréttaritara RÚV í Kaupmanna-
höfn. Var dæmi tekið af frétt um út-
hlutun Færeyinga á leyfum þeirra
til nokkurra olíufyrirtækja til að
bora eftir olíu þar. Á þetta mál var
einnig minnst í leiðara Mbl. ef ég
man rétt.
„Ég er þeirrar skoðunar að
okkur íslendingum beri að
sýna frœndum okkar, Fœr-
eyingum, þá virðingu að
fréttir frá þeim komi milli-
liðalaust frá Færeyjum en
ekki í gegnum Kaup-
mannahöfn. “
Ég er þeirrar skoðunar að okkur
íslendingum beri að sýna frændum
okkar, Færeyingum, þá virðingu að
fréttir frá þeim komi milliliðalaust
frá Færeyjum en ekki í gegnum
Kaupmannahöfn.
En brátt fara Færeyingar að upp-
skera sinn hlut í borun áðumefndra
olíufyrirtækja og þá má búast við aö
fréttnæmt verði frá Færeyjum, og
það svo um munar.
Vonandi verður þá viðhafður
annar háttur í fréttamennsku frá
Færeyjum. Olían mun bylta öllu hjá
Færeyingum til hins betra. - Skaði
að við íslendingar skulum ekki hafa
farið að fordæmi þeirra, að láta
kanna setlögin á íslenska land-
grunninu.
MhI
Lækkun veiðileyfa
Laxveiði i íslenskum ám í sumar hefur
veriö afar slök og slakari en til margra ára.
Öngulsárum veiðimönnum hefur íjölgað
jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á
sumarið og þeir veiðimenn eru til sem ekki
hafa orðið varir þrátt fyrir ítrekaðar
veiðiferðir.
Veiðileyfin i ánum hafa aldrei verið
dýrari en í sumar. Leigutakar ánna hafa
aldrei þénað meiri peninga en í sumar en
eftir sitja veiðimennimir með auman
afturendann.
Dæmi eru um að einn veiðidagur kosti
um 200 þúsund krónur í dýrustu ánni, Laxá
á Ásum. Reyndar má telja furðulegt að
veiðimenn sktili enn kaupa veiðileyfi á
þessum pris þegar veiðin er ekki meiri en
raun ber vitni. Má reyndar telja furðulegt hve
islenskir veiðimenn hafa látið teyma sig á
asnaeyrunum undanfarin ár. Nú eru blikur á
lofti og líkur á að veiðimenn íslenskir láti ekki
blekkjast lengur. Um allt land heyrir maður á
veiðimönnum að þeir muni sem aldrei fyrr fara
varlega í að kaupa veiðileyfi fyrir næstu vertíð.
Öruggt er að verðin á veiðileyfunum munu
lækka stórlega næsta sumar. Sumar ár landsins
hafa verið slík dauðahöf í sumar að verðlækkun
Effram heldursem horfir mun
þessi ungi veiðimaður geta keypt
sér mun ódýrari veiðileyfi nœst
þegar hann langar í veiðitúr.
er eina trompið sem leigutakarnir hafa uppi í
erminni. Að öðrum kosti munu veiðileyfm ekki
seljast næsta sumar.
Leppamir, en svo eru þeir íslendingar gjaman
nefndir sem kaupa veiðileyfi í skjóli
erlendra auðkýfinga, munu eiga erfiða tíma
á næsta vetri er þeir fara að reyna að selja
leyfi i íslensku árnar. Viðskiptavinimir
spyrja þá auðvitað um aflabrögð í sumar og
fá þá væntanlega staðfestingu á algjöri
hrani í laxveiðinni hér á landi. Það er því
þrátt fyrir allt útlit fyrir að verðið á
veiðileyfunum stórlækki næsta sumar. Því
ber að fagna og þó fyrr hefði verið.
Ein er sú á sem þó hefur staðið í
stykkinu í sumar en það eru Rangámar.
Þar hefur Þröstur nokkur Elliðason ráðið
rikjum undanfarin ár með góðum árangri.
Þar hefur verð á leyfum og aflabrögð farið
ágætlega saman enda eru veiðimenn
reiðubúnir til að greiða nokkuð hátt verð
fyrir veiðileyfi í á sem gefur fiska.
Þeir em til sem gert hafa gys að Þresti og
Rangánum hefur verið líkt við eldisker. Þessir
menn eru á villigötum. íslenskir veiðimenn vilja
einfaldlega miklu frekar veiða í ám sem gefa afla
og sleppt hefur verið í miklu magni af
gönguseiðum en hanga lon og don yfir öðrum
ám þar sem varla verður vart við fisk mánuðum
saman. _ n .
T>&$XA.fu
Þýskir kratar
og íslenskir
j?JLMagnússon skrifar:
Þýskir kratar era nokkuð vinsælir
hér á landi þessa dagana, gagnstætt
hinum íslensku, sem þó njóta góðs af
flokksbræðrum sínum þýskum. í stað
Li Pengs, sem var ekki aufúsugestur
hér, kom Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, og enginn krati má vatni
halda vegna komu hans. í fréttatíma
hjá RÚV var hins vegar fengin þýsk
blaðakona að láni til að „segja frá“
Schröder og bera saman Þýskaland
nú og á dögum Helmuts Kohls, fyrrv.
kanslara. Sú dró nú ekki af sér í lof-
inu á krataforingjanum Schröder. En
þeim mun meira ólmaðist hún út í
fyrrverandi kanslara. - En með leyfi
að spyrja: Margfaldaðist góðærið í
Þýskalandi ekki á meðan Kohl var í
fyrrrúmi? En þetta matreiðir RÚV í
íslenska skyldugjaldendur sína!
Sigursteins saknað
Jóhann Sigurðsson skrifar:
Skjár einn hef-
ur skorið sig tals-
vert úr hinum
sjónvarpsstöðvun-
um vegna frum-
legs fréttaflutn-
ings og kafað eilít-
ið dýpra undir yf-
irborðið í við-
kvæmum málum
eða þeim sem ekki
áttu greiða leið
hjá hinum ljós-
vakamiðlunum.
Sigursteinn
Másson
Meö fréttanef
sem nær langt.
Nú er Sigursteinn víst hættur hjá
Skjá einum. Maður saknar Sigur-
steins. Kannski er þetta upphaf að
endalokum frétta á Skjá einum eins
og ýjað var að í frétt um málið fyrir
nokkra. Vonandi hefur frétt Sigur-
steins um að Landhelgisgæslan sé í
fikniefnarannsókn ekki leitt til brott-
vikningar hans. - Því rannsókn sem
Gæslan og Tollgæslan hefur nú beðið
um felur einnig í sér að kanna hvem-
ig það komst til fjölmiðla.
Flugfrelsið má
ekki rýra
Erlendur skrifar:
Einhver mesta búbót sem íslensk-
um almenningi hefur hlotnast á
seinni árum er lággjaldaferlið sem
þeir hjá Samvinnuferðum-Landsýn
kalla „flugfrelsi". Þetta hefur leitt til
þess að almenningur hér á landi hef-
ur t.d. getað keypt flugfarseðla á um
17 þús. kr. til einnar borgar i Evrópu
og flogið heim frá annarri án þess að
greiða krónu meira. Flugleiðir bjóða
engin slík kjör en auglýsa nú það sem
þær kalla grannfargjöld til nokkurra
borga frá rúmlega 25. þús. kr. til allt
að rúmlega 29 þús. kr. Maður vonar
bara að flugfrelsi þeirra S/L-manna
haldist jafhvel þótt Jón Ólafsson eða
einhver verði þar í forsvari.
Rétt hjá Valgerði
Fnörik Árnason hringdi:
Ég vil koma á
framfæri viður-
kenningu minni á
orðum Valgerðar
Sverrisdóttur við-
skiptaráðherra
þegar hún lætur
þau ummæli falla,
að ræða þurfi
sameiningu Bún-
aðarbanka og
Landsbanka á
mjög breiðum
grundvelli. Þetta
er hárrétt hjá Val-
gerði, því alltof margir aðilar eiga
þarna hagsmuna aö gæta og á ég þá
einfaldlega við þær tugþúsundir við-
skiptavina sem eiga þama hagsmuna
að gæta. Best væri aö ráðherrann
stuðlaði að því að þessir bankar verði
ekki sameinaðir í nánustu framtíð,
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 ReyHiavik.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Valgerður
Sverrisdóttir
Á að gæta ríkis-
bankanna vel.