Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
x>v
Fréttir
Listamaður vinnur stórt verk fyrir heimabyggðina Súgandafjörð:
Þúsundir glerhluta í listaverkið
DV. PATREKSFIRÐI:____________________
Tólf steindir gluggar verða vígðir
í Suðureyrarkirkju á sunnudag,
listaverk sem Benedikt Gunnarsson
listamaður, Súgfirðingur að ætt og
uppruna, hefur unnið að á vinnu-
stofu sinni í Kópavogi undanfama
átta mánuði. Gluggamir eru gífur-
lega mikið verk, glerhlutamir sem
komið er fyrir í gluggunum skipta
þúsundum. Gluggamir munu verða
kynntir við vígsluna á Suðureyri og
kveikja hvers og eins þeirra rakin í
stuttu máli.
Verkið hefur vísan til ým-
issa atburða, tengdra guðdóm-
inum, en einnig heimabyggðar
listamannsins og guðlegrar
forsjónar sem gefur mönnum
auðlindir til að nýta, jörðina
og lífsbjörgina í hafdjúpunum.
„Ég fer líka fogrum orðum um
skipið út af fyrir sig sem
tækniundur og snilli manns-
ins til að sigrast á hafmu,“
sagði Benedikt Gunnarsson í
spjalli við DV. Hann sagðist afar þegarfrá
spenntur að sjá gluggana sem nú iU áhugi
Benedikt
Gunnarsson.
fylla kórinn í Suðureyr-
arkirkju.
Árið 1998 voru vígðir
fjórir steindir gluggar í
kór kirkjunnar sem
Benedikt hafði unnið. I
framhaldi af því gerði
listamaðurinn uppkast
að verkum í alla 12
glugga kirkjuskipsins.
Ríkti almenn ánægja
með kórgluggana fjóra
upphafi og kom fram mik-
á að fá steint gler eftir
Benedikt í þá glugga sem eftir voru.
í byrjun þessa árs hófu áhuga-
samir aðilar fjársöfnun fyrir verk-
inu, aðallega meðal brottfluttra Súg-
fírðinga. Er skemmst frá því að
segja að söfnunin gekk afar vel og
hafði safnast fyrir öllum gluggunum
síðastliðið vor. Kom mikill hlýhug-
ur í garð Suðureyrarkirkju og átt-
haganna í ljós meðan á söfnun stóð.
Þessi viðburður er liður í hátíðar-
höldum í héraði í tilefni af þúsund
ára kristni á íslandi og hlýtur að
teljast til merkari viðburða á sviði
kirkjulistar á íslandi á þessu ári.
Gluggarnir verða vígðir við guðs-
þjónustu í Suðureyrarkirkju á
sunnudaginn, 10. september, klukk-
an 14.
Við athöfnina á sunnudaginn
þjóna prófastur ísaljarðarprófasts-
dæmis, sr. Agnes M. Sigurðardóttir,
staðarprestur, sr. Valdimar Hreið-
arsson, og fyrrum prófastur, sr.
Baldur Vilhelmsson. Að athöfn lok-
inni býður sóknarnefnd til kaffi-
samsætis í tilefni vígslunnar.
-VH
DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON.
Fyrstur
Sigurður Rúnar Sigurðsson var fyrst-
ur í 5 kílómetra hjólreiðaflokknum.
Brúarhlaupið:
800 keppendur á
öllum aldri
DV, SUÐURLANDI:
Hátt í 800 keppendur tóku þátt í
10. Brúarhlaupinu á Selfossi um
helgina. Keppt var í 4 vegalengdum
í hlaupagreinum og tveim í flokki
hjólreiða. í 2,5 kUómetra hlaupi
náði Heiða Ösp Friðgeirsdóttir
bestum árangri kvenna og Andri
Vigfússon var fyrstur í karlaflokki.
í 5 kUómetra hlaupi var BorghUdur
Valgeirsdóttir fyrst í kvennaUokki
og Jóhann Másson í karlahópnum.
Friðrún Þórðardóttir var með best-
an tíma kvenna í 10 kUómetra
hlaupi en þar var Stefán Ágúst Haf-
steinsson Ujótastur á sprettinum í
karlaUokki. í hálfmaraþoni voru 10
konur skráðar til leiks. Þar var
Andrea Jeeves í fyrsta sæti. 59
karlar tóku þátt í hálfu maraþoni,
það var Björn Margeirsson sem
stóð uppi sem sigurvegari í karla-
Uokknum. Aðstandendur Brúar-
hlaupsins voru hinir ánægðustu
með hlaupið í ár - þátttaka góð og
veðrið lék við þátttakendur og
mótshaldara.
-NH
DV-MYNDIR HÓL
Goðiö birtist
Schmeichel lítur á þröngina fyrir utan búningsklefa Laugardalsvallar og virðist ekkert yfir sig ánægður
Agndofa aðdáendur Schmeichels:
Goðið öskraði „Gá væk!“
Það er erfitt að vera vinsæU og
eftirsóttur. Það fékk Peter Sch-
meichel, landsliðsmarkvörður
Dana, að reyna eftir landsleik ís-
lands og Danmerkur á laugar-
dagskvöldið. Eftir leikinn beið
hans stór hópur ungra, islenskra
aðdáenda sem ætluðu að berja
goðið augum og fá eiginhandará-
ritun.
Þegar Schmeichel birtist í dyr-
um búningsklefanna ruddist hóp-
urinn að markmanninum með
þeim afleiðingum að hann féU við.
Schmeichel reiddist þessu heift-
arlega og öskraði: „Gá væk!“
Og Schmeichel labbaði síðan
óáreittur inn 'í rútuna en aðdá-
endur hans stóðu agndofa og
örvinglaðir eftir.
-HÓl.
Guðsþjónusta og grillveisla undir Jökli:
„Töðugjöld" á Brimilsvöllum
DV, ÓLAFSVlK:
Það ríkti sannköUuð fjölskyldu-
stemning á BrimUsvöUum í gamla
Fróðárhreppi á SnæfeUsnesi á
sunnudaginn. TUefnið var miklar
endurbætur sem gerðar hafa verið á
kirkjunni sem þar er. Skipt var um
jám á þaki kirkjunnar og tumi og
skipt á fúaspýtum og nýjum. Einnig
var gólfið endumýjað sunnanmegin
í kirkjunni. Efnt var tU guðsþjón-
ustu þennan dag, kl. 17, þar sem
sóknarpresturinn, sr. Óskar Haf-
steinn Óskarsson, þjónaði fyrir alt-
ari og prédikaði. Fjölmargir aðstoð-
uðu einnig í guðsþjónustunni, bæði
við ritningarlestur og bænir, en
kirkjukór Ólafsvíkur stýrði söngn-
um. Að guðsþjónustu lokinni var
slegið upp griUveislu í tjaldi sem
komið var upp í tUefni hátíðarinnar
á túninu við kirkjuna. Siðan samein-
uðust ungir og aldnir í skemmtUeg-
um leikjum á túnmu við kirkjuna.
Að lokum tóku svo aUir hressUega
undir í fjöldasöng við gítarundirleik.
Fjölmargir tóku þátt í þessari fjöl-
skylduhátíð á BrimUsvöUum og nutu
samverunnar í blíðskaparveðri.
Að sögn sr. Óskars var hann afar
ánægður með þátttökuna í þessari
messu i kirkjunni á BrimUsvöUum.
Sagðist hann ekki efast um að þetta
yrði árlegur viðburður í ágúst á
hverju ári hér eftir - nokkurs konar
töðugjöld eftir sumarið og einnig góð
byrjun á vetrarstarfinu í sókninni,
en séra Óskar þjónar einnig Ólafs-
víkurkirkju. Tíðindamaður DV hitti
nokkra kirkjugesti eftir athöfnina og
lýstu þeir mikiUi ánægju með þessa
athöfn á BrimUsvöUum og að einnig
væri kærkomið að nota þessa faUegu
kirkju meira.
-PSJ.
Stuð eftir messu
Slegið var upp mikilli fjölskylduhátíð aö messu lokinni. Hér er hlaupið í skarðiö.
DV-MYND DANIEL V. OLAFSSON
Gera klárt fyrir sláturtíð
Vaskir sveinar af Akranesi, þeir Hall-
dór Ólafsson og Halldór Fannar Hall-
dórsson, vinna við endurbætur.
Miklar endurbætur:
Enginn hörgull
á mannskap
DV, LEIRÁRSVEIT:
Slátrun hefst í sláturhúsinu við
Laxárbrú í Leirársveit á þriðjudag-
inn kemur, að sögn Hallfreðs VU-
hjálmssonar sláturhússtjóra. Ver-
tíðin stendur yfir í 6 vikur og er
áætlað að slátra um 20.000 fjár sem
er svipaður fjöldi og í fyrra.
Um 35 manns munu starfa við
sláturhúsið og að sögn Hallfreðs
hefur gengið vel að manna í aUar
stöðumar. Vaskir smiðir eru þessa
dagana að leggja lokahönd á endur-
bætur og viðhald á húsnæði slátur-
hússins. Bæði er verið að stækka
húsnæðið og bæta aðstöðuna, enda
hefur það legið fyrir að bæta þyrfti
aðgang að húsnæðinu og gera um-
hverfið snyrtUegra og betra.
-DVÓ
Ein gata mal-
bikuð í sumar
Sem ný gata
Framkvæmdir á
fullu við Hverfisgöt-
una fyrir skömmu.
DV, SIGLUFIRÐI:
I sumar hef-
ur verið unniö
að jarðvegs-
skiptum í
einni götu í
bænum og var
hún tilbúin
fyrir lagningu
slitlags i lok
ágúst. Það er
Hverfisgatan
sem nú verður
malbikuð að
loknum tals-
vert umfangs-
miklum breytingum. Lengd götunn-
ar er 240 metrar og kostnaður lið-
lega 20 miUjónir króna. Þetta er
kostnaðarsamasta framkvæmd i ár
á vegum Siglufjarðarbæjar.
Auk jarðvegsskipta voru endur-
nýjaðar aUar lagnir í götunni, skólp,
rafmagn og vatn og settir nýir
ljósastaurar. Þá var gatan breikkuð.
Þar sem gatan er i talsverðum haUa
var nauðsýnlegt að byggja nokkuð
af stoðveggjum sem jók verulega
kostnað við framkvæmdina. Verk-
inu verður lokið á næstu vikum,
þ.e. ýmsum frágangi og þökulagn-
ingu. Aðalverktaki er Bás hf. en
undirverktakar Ólafur Kárason tré-
smiður og Kristján B. Árnason sem
sér um malbikun.
-ÖÞ