Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 28
. 32 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
Tilvera I>V
ÍhgwWH'
t ’n ) flHft Undirbúning-
/ // / ur útkomu
/ // j Ej^m fyrsta tölublaðs
rlJJÆLÆ dagblaðs er snú-
lijiM,ik»ti*iUU ið verkefni og
víst er að eld-
móðinn má ekki
vanta. Og hann var til staðar. En
þegar unginn var einu sinni fædd-
ur var það minnsta mál að búa til
góð blöð daglega um langa hríð.
Mér er minnisstætt að þegar
myndasögur vantaði í blaðið og
skammt til útkomu var mér falið
að komast með einhverju móti til
Kaupmannahafnar og Stokkhólms
til að velja myndasögur hjá um-
boðsmönnum þar. Nú voru í gangi
hefðbundin skæruverkföll i flug-
. inu en einhverra hluta vegna var
flugvél á vegum Air Viking á ferð-
inni með fólk á leið í hópferðir
þennan morgun. Svo vel tókst til
að ég gat narrað flugstjóra vélar-
innar til að leyfa mér að sitja í til
Kaupmannahafnar, enda þótt hon-
um væri bannað samkvæmt stíf-
um reglum þess tíma að taka mig
með. Nú varð að hafa hraðan á og
ekið var allt hvað af tók til flug-
vallarins og vélinni náð, naum-
lega, með tannburstann einn að
farangri.
í Kaupmannahöfn hófst á
fimmtudegi lestur á flma þykkum
þunkum af myndasögum frá PIB -
^en á fostudagsmorgun var flogið
*með Caravellu yflr til Stokkhólms
og frá flugvellinum með leigubíl
inn til bæjarins þar sem Gunnar
Petterson, vinur okkar frá Vísisár-
unum, tók vel á móti blaðamann-
inum. Fyrst af öllu varð að hætta
við hádegisverðarboð
með
stjóm-
endum
Bull’s
Stokk-
hólmi.
Dagurinn
fór í að
lesa og
velja og
panta. Um
6-leytið var
vinnu lokið
- og boði
Gunnars um
að dvelja í
sumarhúsi
hans yfir helg-
ina varð að
hafna. En
Gunnar ók mér
til Arlandaflug-
vallar þar sem ég tók síðustu Cara-
vellu kvöldsins yfir til Kaup-
mannahafnar. I þeirri vél sat ég
1 einn farþega með fjölda flugþjóna
og flugfreyja á fyrsta farrými og
hafði það verulega notalegt. En í
höndunum hafði ég blað - sem
Gunnar Petterson hafði keypt í
sölutumi vallarins og gaukað að
Mikil eftirspurn
Sjaldan hefur önnur eins eftirspurn oröiö eftir dagblaöi og Dagblaöinu á fyrsta útkomudegi þess. Hér er ös í kringum
sölustrák sem er inni í miöri kösinni en ánægöir kaupendur snúa til baka og taka strax til viö lesturinn.
mér. Þetta var Aftonbladet sem
hann sagði til fyrirmyndar í upp-
setningu allri. Einkum benti hann
á mannamyndir sem hafðar
voru með öll-
tíma herbergi Axels aðalræðis-
manns til afnota en íþróttadeildin
við hliðina á hon-
um var í litlum
skáp og þar sátu
Hallarnir tveir.
Þar inn af sátu
menn nánast
hver undir öðr-
um, sjö blaða-
menn sem sagt
var að raðað
væri eftir gild-
leika á hvert
borð. Handan
um
greinum og stærri
fréttum í blaðinu. Það var rétt
hjá Gunnari, þetta blað var flott, af
því mátti margt læra. Og það kom
í góðar þarfir hjá DB.
Óvinsælt oröatiltæki
Ritstjómin okkar i Síðumúlan’-
um, samföst húsi keppinautanna á
Vísi, reyndist fljótt allt of þröng.
Jónas ritstjóri fékk þó með tið og
■r p
e
Gamla bílasalan varö afgreiðsla
Þetta timburhús, þar sem seldir voru smábílar austur-þýskra bílasmiöa, varö
aösetur fyrstu afgreiösiu og skrifstofu Dagbtaösins. Húsakosturinn var
kannski ekki buröugur en líkaöi þó vel og reyndist ungu fyrirtæki hin
ágætasta lausn. Þarna var oft þröng á þingi, enda skiptu krakkarnir hundruö-
um sem þarna biðu eftir blööum sínum.
gangsms
voru 5 blaða-
menn í her-
bergi, eilítið
rýmra, og
viö hliðina
á því höfðu
ljósmynd-
ararnir eilítið
afdrep og myrkraherbergi.
Allt var þetta eins einfalt og mögu-
legt var. Máltækið „þröngt mega
sáttir sitja“ heyrðist hundrað
sinnum á dag þegar fólk kom að
sinna erindum við blaðið. Hef ég
haft vægt ofnæmi fyrir þeim orð-
um allar götur síðan.
Dagblaðið var allt frá fyrsta degi
sigurvegari. Blaðið náði forystu í
keppninni um síðdegismarkaðinn.
Vísir stóð sig engu að síður vel.
Dagblaðið fékk fljúgandi start og
fína útbreiðslu sem var mun meiri
en keppinauturinn hafði. Smám
saman tókst vaxandi ritstjóm að
næla í stærra rými í Síðumúlan-
um og einhvern veginn rúmaðist
starfsemin á þessum fáu fermetr-
mn og starfsmenn unnu í sérlega
góðri sátt og samlyndi. Án efa hef-
ur andinn á ritstjóm þess tíma
leitt til þess að blaðinu farnaðist
svo vel. Sumir töldu að þar væri
mikið reykt og enn meira drukkið.
Auðvitað var það ofsögum sagt.
Aðalatriðið var að þama starfaði
saman samhentur og glaðlyndur
hópur sem náði saman í þvi verk-
efni að skapa gott dagblað.
Dagblaðið, sem nú er aldarfjórð-
ungs gamalt, hefur reynst lands-
mönnum vel í gegnum tíðina og ég
óska blaðinu til hamingju með
árin 25. Það var þess virði að taka
til hendinni við stofnun þess.
Jón Birgir Pétursson
Jafnvel
stjörn-
urnar
okkur
í hag
Nýtt dagblað er fætt. Hver
skyldi stjörnuspáin véra
fyrir gærdaginn. Jú, hún er
svona: „Framfarir á þessu
ári verða gúðar. Kæruleysi i
peningamálum virðist liggja
i ioftinu í ársiokin. Varastu
ðfi áform um að verða rfkur
„á einni náttu”. Tákn eru á
lofti um stúrkostiega vináttu
við þig.”
Jd, við væntum framfara
og þeirra mikilia. Ekki mun
okkur verða brigiiað um
kæruleysi f fjármálum, og
við vitum vel að við verðum
ekki rikir á einnf ndttu. Vin-
áttan er vonandi sú vinátta,
sem við bindum vonir við að
eiga við lesendur okkar. Sú
vinátta og það samband sem
verður milii okkar og les-
enda er fruraforsenda þess
að blaðið okkar verði gott
blað.
Eins og heitar lummur
Svo vildi til aö heimilissýning stóö yfir í Laugardalshöll þegar DB hóf starf-
semi sína. Þá sýningu nýtti blaöiö sér vel.
Spenna var í loftinu á ísafirði þegar beð-
ið var eftir fyrsta tölublaði Dagblaðsins:
Blaðið var
tætt út
„Ég man að það var
mikil trafflk, gekk mikið á
og spenna í loftinu,“ segir
Úlfar Ágústsson, sem var
umboðsmaður Dagblaðs-
ins á ísafirði þegar það
kom fyrst út fýrir réttum
25 árum, þegar hann var
beðinn að riíja upp dag-
inn. „Ég var umboðsmað-
ur Morgunblaðsins, Al-
þýðublaðsins og Vísis og
svo kom þetta eins og
sprengja og náði strax
miklum vinsældum fyrir
vestan, enda var blaðið allt öðru-
vísi, miklu hressilegra og frískara
en menn áttu að venjast. Það passar
vel fyrir Vestflrðinga því þeir eru
ekkert venjulegir og eru bestir þeg-
ar allt er á öðrum endanum.“
Blaðið kom með flugi og Úlfar
beið inni á flugvelli eftir að vélin
kæmi. „Ég fór svo með blaðið í bæ-
Ulfar Agústsson
inn og stillti þvl upp til
sölu í versluninni hjá
mér,“ segir Úlfar sem þá
rak matvöruverslun á ísa-
firði með sjoppuhomi þar
sem blöðin vora seld. „Það
var fúllt af fólki að bíða
eftir þessu og rosaleg
spenna. Blaðið var svo
tætt út með miklum lát-
um. Ég man svo ekki bet-
ur en að einhverjir áskrif-
endur hafl komið mn
leið.“
Fyrstu dagana seldist
Dagblaðið alveg gríðarlega fyrir
vestan en svo dró aðeins úr sölunni.
„Það var samt alltaf miklu stærra
en Visir var fyrir,“ segir Úlfar. „Ég
hafði gert átak til að auka út-
breiðslu Vísis fyrir vestan þegar ég
tók við honum. Hann varð hins veg-
ar aldrei neinn spútnikk eins og
Dagblaðið varð svo þegar það kom.“