Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 32
JL36______ Tilvera FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 I>V Flosasonar Þeir sem ekki eru enn búnir aö fá nóg af djassi falla kannski fyrir hinu valinkunna Tríói Sigurðar Flosason- ar senn er skipaö listamönnunum Pétri Östlund og Þóri Baldurssyni hammondorganista auk forsprakk- ans sjálfs sem leikur á altsaxófón. Vonir standa til þess aö þeir félag- arnir muni framkalla hressilegan hammonddjass. Aögangseyrir er 1000 krónur og hefst uppákoman klukkan 23.00. Klúbbar ■ NOKKVI PS (PLOTUSNUÐUm A SKUGGA Nökkvi sér um tónlistina með Cocain Disco House geðveiki í kvöld. Húsið veröur opnaö á miö- nætti vegna Strákanna á Borginni. Kr. 500 inn til kl. 2 og 1000 kr. inn frá kl. 2 til 4. Snyrtilegri klæðnaður og 22 ára aldurstakmark. Krár ■ HALFT I HVÓRU A KAFFI AKUR- EYRI Hljómsveitin Hálft í hvoru mun spila fyrir noröan í kvöld á Kaffi Ak- ureyri, með Eyjólf Kristjánsson í * broddi fylkingar. Norðlendingar, fram með blankskóna. Hljómsveitin er þekkt fýrir að spila og syngja afar fjölbreytta blöndu af stuðvekjandi lögum. ■ TÚPÍLAKARNIR Á HM-KAFFI Hljómsveitin Túpílakar heldur tón- leika sunnan heiöa f kvöld. Þeir verða nefnilega á HM-kaffi á Sel- fossi og hefja leikinn kl. 23.30. ■ BJARNI OG GRÉTAR Á KRINGLUKRANNI I kvöldveröa þeir Bjarni Arason og Grétar Örvarsson á Kringlukránni. Þeir eru engir viö- vaningar í bransanum og því ávísun á góðan tónlistarflutning og skemmtan. Dansleikur til kl. 3 og þá fara allir heim að sofa. m. Djass ■ KVINTETT KRISTJONU STEF- ÁNSDOTTUR Enn eitt af þessum vel heppnuðu afsprengjum norrænnar samvinnu, Kvintett Kristjönu Stef- ánsdóttur, sem er skipaður jafnt ís- lenskum sem finnskum tónlistar- mönnum, treður upp á djassbúllunni Kaffi Reykjavík klukkan 21.00. Sveitin ■ HÁLFT í HVORU Á KAFFI AKUR- EYRI Það verður almennur glaumur á Kaffi Akureyri þegar gleðipinnarnir í danslagasveitinni Hálft í hvoru koma fólkinu til við sig í tryllta sveiflu. Leikhús P PÁNODIL FYRIR TVO Leikfélag ’ Islands sýnir leikritið Panodil fyrir tvo klukkan 20.00. ■ SEX í SVEIT Á Stóra sviði Borg- arleikhússins eru hafnar á ný sýn- ingar á leikritinu Sex í sveit eftir Marc Camelotti. Miöasalan er opin virka daga frá kl. 12.00 til 18.00, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að syningu sýningardaga. Opnanir ■ HLÁTURGAS 2000 Hláturgas 2000 hefst í dag á Sjúkrahúsf Suð- uriands á Selfossi. Sýningin er unn- in í samstarfi við íslandsdeild nor- •i’ rænna samtaka um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor) sem voru nýlega stofnuð, fýrst sinnar tegundar. Þekktir inn- lendir og erlendir skopteiknarar og hagyrðingar leiöa saman hesta sína en sýningin er nú á ferð á milli 10 sjúkrastofnana landsins. Sýningunni lýkur 7. október, Sjá nánar: Lífið eftir^mTá VísÍJte Finnsk-íslenskur kvintett leikur á Jazzhátíð Reykjavíkur: Draumurinn að gefa út geisladisk bætir við að það hafi verið sett saman með það í huga að spila bæði á íslandi og i Finnlandi. Það var svo i byrjun júlí, í bænum Viitasaari í Finnlandi, á tónlistar- hátíð sem heitir Time of Music, sem fyrstu tónleikarnir voru haldnir. „Við héldum þar þrenna tónleika, það gekk ljómandi vel og var þrælskemmtilegt. Við fengum líka góð ummæli og frábærar við- tökur og vorum síðan svo heppin að komast að á Jazzhátíð Reykja- víkur,“ segir Kristjana. Á tónleikunum i kvöld leikur kvintettinn finnska og íslenska tónlist í bland við þekkt jasslög sem Kristjana og Páivi útsetja sjálfar. Boðið verður upp á dúetta og sóló og segir Krist- jana að á tón- leikunum verði bæði íslensk og finnsk augnablik. Hún nefnir sem dæmi að meðal þeirra íslensku laga sem þau muni taka sé lag eft- ir Tómas R. Einarsson. Hver í sina áttina Draumurinn hjá bandinu er að gefa út geisladisk og segir Krist- jana að stefnan sé að reyna að fá fleiri verkefni, t.d. í Skandinavíu. Hins vegar eru hljómsveitarmeð- limirnir allir á leið hver í sína átt- ina þannig að tónleikarnir i kvöld verða þeir síðustu í bili. Páivi er á leið til Finnlands í nám, Gunnlaugur er atvinnuhljómlistar- maður i Haag i Hollandi, Agnar er á förum til New York jasspíanóleikara, Larry Goldings, sem hefur spilað með jassstjörnum á borð við Pat Metheny og Michael Brecker, og Aussi stundar nám í Amsterdam. Kristjana hefur verið við nám í Hollandi en hún lauk námi í vor sem jasssöngkona frá Konunglega tónlistarháskólanum í Haag. Krist- jana fékk 9,5+ í lokaeinkunn, sem er hæsta einkunn sem gefin er í skólanum, en hún er tíundi söngv- arinn í þrjátíu ára sögu hans sem fær þá einkunn. Gunnlaugur fékk einnig sömu einkunn þegar hann útskrifaðist úr sama skóla. Kristjana er ekki hætt öllu söngnámi því í janúar ætlar hún að flytja til Bretlands þar sem hún mun fara í einkatíma í söng og reyna fyrir sér á söngbrautinni. -MA Það voru finnskir og íslenskir jasstónar sem blaðamaður DV fékk að heyra þegar hann leit inn á æfmgu hjá jasssveitinni Finnsk- íslenskur kvintett í vikunni. Kvin- tettinn mun halda tónleika á Kaffi Reykjavík i kvöld, klukkan níu, en þeir eru hluti af Jazzhátíð Reykja- víkur. „Þetta er finnsk-íslenskur kvintett sem var stofnaöur í ár af ungu tónlistarfólki sem var í námi í Listaháskólanum i Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólan- um í Haag,“ segir Kristjana Stef- ánsdóttir sem er önnur söngkonan í bandinu. Hin söngkonan er Páivi Turpeinen frá Finnlandi og hljóð- færarleikarar eru Gunnlaugur Guðmundsson, sem leikur á bassa, Agnar Már Magnússon, á píanó og Finninn Aussi Einar Lethivuori sem spilar á trommur. Dúettar og sóló „Þetta er mjög skemmtilegt band,“ seg- ir Krist- jana og DV-MYND INGÓ Ungt tónlistarfólk Kvintett sem leikur finnska og íslenska tónlist í bland viö þekkt jasslög. Skrímslið í baðherberginu María Schneider heitir kona sem er ein af stjömunum í stórsveitardjassi nú á dögum. Hún kom, sá og sigraði er hún stjómaði Stórsveit Reykjavíkur á tónleikum í íslensku óperunni á mið- vikudagskvöldið var. Flest verkin vora samin af henni sjálfri og það fer ekki milli mála að sem stjómandi kann hún á þetta hljóðfæri sem stórsveit í raun er. Verk á borð við Hang-Gliding og Dance, You Monster to My Sweet Song hafa örugglega ekki verið auðveld viðureignar og ekki heldur verkið um Skrímslið í baðherberginu!!! Já, þau em víst til, en kannski bara í hugum kvenna. Nútímadjassmúsík fyrir stór- sveit er vandasöm en það var ekki annað að heyra en okkar menn réðu við það sem fyrir þá hafði verið lagt. Allir áttu einleikaramir góðar upp- ákomur og nægir að nefha leik Ólafs Jónssonar í Spartakusi, Stefáns S. í Waltz for Toots og Birkis Freys í loka- laginu My Ideal sem er gamalt, rólegt svingnúmer og útsetningin frá skólaár- um stjómandans. Annars hafði ekki bólað á svingi fyrr en í sólókafla í verki númer tvö eftir hlé, Green Piece (Peace? Peas?). Jafnari rokk- og bræð- ingshrynjandi átti ^VV IA77U ATfH meira upp á pall- JjLJf|(ð lHLLW fl I ItJ REYKJAVlKUR oalgengt þegar um > -«. ný stórsveitarverk er að ræða. Þannig var það gjaman hjá Gerry Mulligan heitnum er hann brá fyrir sig stærri hljómsveitum. Margar konur myndu eflaust vilja óska sér að geta haft átján karlmenn í hendi sér og fá þá til að fram- kvæma alla þá dynti sem þeim dettur í hug ... á tónlistarsviðinu, vel að merkja. En til þess þarf líklega ofurkonu, svona eins og Maríu Schneider. Þetta var krefjandi tónlist en um leið mjög gefandi. Á kafi í Reykjavík, nánar tiltekið: á Kom, sá og sigraöi Maria Schneider og Stórsveit Reykjavíkur. KafFi Reykjavík, lék þetta sama kvöld tríóið FLÍS; framlag íslands í nor- rænni keppni ungra djasshljómsveita sem haldin er í Norræna húsinu á fóstudaginn. FLÍS skipa Davíð Þór Jónsson píanóleikari af guðs náð, Valdimar Kolbeinn Siguijónsson sem leikur á bassa og Helgi Svavar Helga- son trommari. Helgi veiktist en sæti hans tók Matthías Hemstock sem mér skilst að sé reyndar kennari Helga. Óskar Guðjónsson var gestaspilari síð- ari helming tónleikanna og sá kann að láta hitna í kolunum. Kannski vom þeir orðnir heitir áður, en hvað um það. Þetta er hörkuhljómsveit og þeir félagar óhræddir við að skoða músík- ina ffá nýjum sjónarhomum og snúa henni á ýmsa kanta. Ingvi Þór Kormáksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.