Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 DV Fréttir Hefur legið í fjörunni í áratug: Stálskipið Örn, sem á sínum tíma var í eigu útgerðarfyrirtækisins Rækjuness í Stykkishólmi, hefur legið í íjörunni við Háey í um ára- tug og hefur látið töluvert á sjá á þeim tíma. Sést skipið af þjóðvegin- um milli Stykkishólms og Búðar- dals og er til lítillar prýði. Sigurjón Helgason, eigandi Háeyjar og fyrr- verandi rekstraraðili Rækjuness, segir að ekki hafi annað komið til greina en hafa skipið þarna í fjör- unni enda hafi leyfi hreppsnefndar fengist fyrir því, á sínum tíma. „Okkur fannst ekki taka þvi að gera bátinn upp og ekki fékkst leyfi til að sökkva honum þannig að við settum hann héma frekar en að hafa hann í höfninni. Hér fer varla nokkur maður um en það er hins vegar fullt af bátum sem valda sjónmengun úr þorpinu sjálfu.“ Ábyrgðin eiganda og sveitarstjórnar Davíð Egilson hjá mengunarsviði Hollustuvemdar segir að náttúru- verndarlög séu ótvíræð hvað þetta varðar. „44. grein kveður á um að hafi skip í fjöru verið skilið eftir í hirðuleysi og grotni þar niður svo að telja verði til lýta eða spjalla á náttúru sé eiganda skylt að fjar- lægja það, en sveitarstjóm skuli annast framkvæmdir á kostnað eig- anda, sinni hann ekki skyldu sinni.“ Davið átti sæti í nefnd um úreldingu, niðurrif og förgun skipa sem skilaði í mars 1999 skýrslu um ástand mála og tillögum til úrbóta til Guðmundar Bjarnasonar, þáver- andi umhverflsráðherra. í skýrsl- segir Sigurjón Helgason, eigandi Háeyjar unni kom m.a. fram að alls lægju 87 skip, þar af 22 stálskip, í reiðileysi í fjörum landsins og sagði Davíð að ástandið væri einna verst við Breiðafjörð. „í skýrslunni koma Skipsflak Örn hefur legiö í fjörunni í um áratug. fram tillögur til þess að ráðast að vandanum. Þetta er virkilega erfitt mál víða og við höfum bent sveitarstjórnum og yfirvöldum umhverfismála á að það verði að ganga í málið en erfitt hefur reynst að fá hlutaðeigandi yf- irvöld til að ganga eftir að lögum sé fylgt, enda oft um umtalsverða fjár- muni að ræða.“ -MT Fékk ekki leyfi til að sökkva bátnum Kvennakórinn endurskipulagður Kvennakór Reykjavíkur hefur hafið vetrarstarf sitt að lokinni end- urskipulagningu, sem fól í sér að hver hópur innan kórsins varð sjálf- stæð rekstrareining. Aðspurð sagði Þuríður Pétursdóttir, formaður kórsins, að aðsókn í kórinn væri með eindæmum góð og að bjart væri fram undan, enda væri rekstur allur léttari eftir skiptinguna. Sér- staklega hefði fjölgað í kór heldri kvenna, Senjorítunum, en þær væru nú um 60 talsins. Á næstu vikum verður kynntur nýr diskur með kvennakómum en einsöngvari á diskinum er Sigrún Hjálmtýsdóttir. -MT Kvennaskólinn í Reykajvík: Nýr skólameist- ari skipaður - þrjár umsóknir bárust Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra hefur skipað Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur í embætti skóla- meistara Kvennaskólans í Reykja- vík til fimm ára. Skipun Ingibjargar gildir frá 1. nóvember en þrjár umsóknir bárust um embættið. Vom þær sendar skólanefnd Kvennaskólans í Reykja- vík til umsagnar og tillögugerðar, skv. 2. mgr. 11. gr. laga um fram- haldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til mennta- málaráðherra einróma með því að Ingibjörgu yrði veitt embættið. Uppbygging komin af stað á Hellu: Ætla að flytja í nýtt hús fyrir veturinn - kom ekki til greina að byggja annars staðar DV, SUDURLANDI: „Við ætlum að flytja inn í nýja húsið í nóv- ember,“ sögðu Heiðrún Ólafsdóttir og Svein- bjöm Jónsson sem eru að hamast við að byggja sér nýtt hús að Freyvangi 12 á Hellu. Hús Heiðrúnar og Sveinbjörns, sem stóð á sama stað, gereyðilagð- ist í þjóðhátíðarskjálft- anum ásamt fleiri hús- um á Hellu. Heiðrún og Sveinbjöm eru lengst komin af þeim sem eru að byggja ný hús á Hellu. Búið er að rífa nokkúr hús og graflð hefur verið fyrir nýjum húsum á skjálftasvæð- inu. Heiðrún og Svein- björn eru ekki meö neinn beyg af að byggja sér aftur hús á sama stað og húsið sem eyði- lagðist stóð. „Þetta er eini staðurinn sem kemur til greina ef maður ætlar að vera héma. Við hefðum ekki farið út í að byggja eða kaupa annars staðar, við vinnum hér rétt hjá og staðurinn er yndis- legur og skýlt og gott umhverfi,“ sögðu Heiörún og Sveinbjöm. Þau DV-MYND NJORÐUR HELGASON Framkvæmdafólk Þau Heiörún og Sveinbjörn voru aö Ijúka viö jarölagnirnar í grunni nýja hússins síns á þriöjudagskvöldiö. eru að verða langt komin með und- irstöður nýja hússins. Búið er að steypa upp grunnveggina og fylla í grunninn en eftir er að leggja jám í gólfið og steypa plötuna. Heiðrún og Sveinbjörn ætla síðan að reisa sér einingahús á grunninum og flytja inn í það fyrir veturinn. -NH ___________Simsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Öðruvísi honum áður brá Geir Jón Þóris- son, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, þykir harður í horn að taka þegar lögreglumál eru annars vegar. Ólyginn segir að fyrir nokkrum árum hafi kapp- inn unnið hart að því að leggja nið- ur umferðardeildina hjá Reykjavík- urlöggu því þeir hefðu hvort sem er ekkert að gera. Mun hann hafa skapað sér mikla óvild, ekki síst mótorhjólamanna á deildinni, með afstöðu sinni. Þá var umferðardeild- in með veglega aðstöðu í lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu og stórt og rúmgott herbergi til umráða. Þykir því æði skondið að maðurinn sem vildi deildina feiga skuli nú vera orðinn yfirmaður hennar og meira að segja búinn að leggja aðalaðsetur deildarinnar undir sig og koma þar fyrir huggulegri skrifstofu... Allir í síma Farsímakerfl af ýmsum toga spretta nú upp á íslandi og samn- ingar eru gerðir um allan heim svo tryggt sé að hvergi skyggi á sambandið. Þá eru uppi áform um að fjölga tölu- stöfum í númer- unum svo hægt sé að bæta við tugum milljóna símanúmera. ís- lendingar eru þegar orðn- ir heimsmeistarar i gemsavæðingu og sumir töldu það ótrúlegan árang- ur á skömmum tíma. Nú þykir þó ljóst að íslensk símamálayfirvöld ætla sér enn stóra hluti með mikilli fjölgun símanúmera. Gárungar segja ljóst að bráðum verði hvert einasta mannsbam á íslandi með í það minnsta einn ef ekki tvo síma og símaþjónusta verði helsta at- vinnugrein þjóðarinnar... Hvað gera Danir? Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ datt það snjallræði í hug að selja í forsölu miða á landsleikinn við Dani með því skilyrði að um leið væru keyptir miðar á landsleik við Norður-íra. Ekki lagðist þetta vel í alla. Ljóst er að margir hafa engann áhuga á leiknum við Norður-íra og þá eiga margir hreinlega ekki möguleika á að mæta. Þannig voru 40 Danir í viðskiptaerindum hér á landi keyptu miða í forsölu og þar með miða á íraleikinn. Það verða því a.m.k. 40 sæti laus á leiknum, nema Danir mæti svo rétt til að kætast enn yfir vinum sínum íslenska landsliðinu... Bros óskast Laxveiðimenn eru ekkert sérstak- lega hrifnir yfir afrakstri sumars- ins úr íslenskum ám. Sagt er að Orri Vigfússon laxavinur, Sverrir Hermannsson lax- veiðigarpur og fleiri góðir menn sé fyrir löngu þreyttir á að koma með öngul í rassi heim til byggða með þá sögu að sá stóri hafi sloppið. Nú ku þeir vera búnir að koma sér upp nýrri sögu sem er á þá leið að laxinn sé orðinn svo taugaveiklaður og hræddur að hann veigri sér við að ganga upp í árnar. Velta menn því fyrir sér hvort það séu einhver ægileg skrímsli í hafinu sem valdi þessu eða hvort veiðimenn þurfi einfaldlega að taka niður fýlusvip- inn og setja upp bros þótt lítið veiðist...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.