Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 33
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
DV
_______3£
Tilvera
Tölvugúrúinn
Halldór Grétar, sem sá um tölvumál,
var önnum kafinn allan þann tíma
sem skáklrnar stóöu yfir.
Ánægðir meö mótið
Eyjólfur Ármannsson „altmuligmaö-
ur“ og Davíö Ólafsson, formaöur
Taflfélagsins Hellis, voru ánægöir
meö framkvæmd
Noröurlandamótsins.
Spáð í stöðuna
Hálfdán Hermannsson og Einar S.
Einarsson, svæöisforseti Norður-
landa, fara yfir stööuna í skákunum.
Meg og Noel
Fréttin um skilnaö þeirra kom á
óvart.
Noel Gallag-
her og Meg
skilin
Hamingjan virtist vera fullkomin
hjá Noel Gallagher, gítarleikaran-
um í Oasis, og eiginkonu hans, Meg
Mathews, í janúar síðastliðnum þeg-
ar þau urðu foreldrar. Nú er öllu
lokið. Breskir fjölmiðlar hafa það
eftir talsmanni Noels að þau hafi
vaxið hvort frá öðru og að ekki sé
hægt að bjarga hjónabandinu.
Noel og Meg hafa verið saman frá
því áður en Oasis sló í gegn. í mars
síðastliðnum lýsti Noel því yfir að
hann elskaði Meg út af lííinu og að
hann hefði verið henni trúr alla tíð.
Hann hefði átt margar vinkonur áð-
ur. Engin önnur hefði komist að eft-
ir að hann hitti Meg. Hann kvaðst
meira að segja vilja vera kvæntur
það sem hann ætti eftir ólifað.
Og þegar Liam, bróöir Noels,
skildi við Patsy Kensit í sumar var
Noel fyrstur til að gagnrýna bróður
sinn. „Liam verður að gera sér
grein fyrir því að fjölskyldan er
mikilvægust," sagði hann þá.
Ýmislegt virðist hafa breyst síðan
hjá Noel og Meg sem eignuðust litla
dóttur, Anais, í janúar.
Svæöismót
Norðurlanda
Svæðismót Norður-
landa hófst í fyrradag í fé-
lagsheimili Taflfélagsins
Hellis i Mjóddinni. Tutt-
ugu og þrír keppendur
eru mættir til leiks og
munu keppa i útsláttar-
keppni fram yfir helgi
svo hver einasta skák
skiptir máli. Allir sterk-
ustu skákmenn á Norður-
löndum eru mættir til
leiks, að undanskildum
stigahæsta skákmannin-
um, Ulf Andersson frá
Svíþjóð, sem mætti
ekki vegna veikinda.
Ljósmyndari DV var á
staðnum og tók mynd-
ir af keppendum og
áhorfendum, sem voru
margir, og greinilegt
var að mikið var spáð
í skákirnar, enda
Menn að störfum
Starfsmenn höfðu í nógu að ,
snúast. A myndinni eru Daöi ^arjpenn
Jónsson og Gunnar Björns-
son, yfirdómari mótsins.
andi og skemmtilegar.
HK
Spenna og slökun
Norömaöurinn Simon Agdestein, sem er fyrrverandi fótboltakappi, lítur
spenntur á skákboröiö á meöan Helgi Ólafsson slakar á milli leikja.
Wc
Símenntun
Opið hús hjá Leikskólum Reykjavíkur á morgun
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er lagður grunnur að menntun
einstaklingsins, ferli sem stendur alla ævi.
Símenntun er hornsteinn metnaðarfullrar starfsmannastefnu Leikskóla
Reykjavíkur. Árlega býðst starfsfólki leikskólanna á sjötta tug námskeiða
sem öll miða að betra skólastarfi, aukinni starfsánægju og betri kjörum.
Komdu, kynntu þér starfsemi leikskólanna og þá möguleika sem felast i
símenntunarstefnu Leikskóla Reykjavikur, í Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17, kl. 9-12 og 13-15.
Nönari upptýsingar veita Anna Hermannsdóttir,
fræöslustjóri Leikskóta Reykjavíkur,
og Ásgeröur Kjartansdóttir fræðslufulttrúi r srma 563 5800.
Leikskólar
Reykjavíkur