Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2000, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000
15
DV
A.S. Byatt er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík:
Hinn hverfuli veruleiki
Einn þekktasti rithöfundurinn
sem nú gistir Bókmenntahátiö í
Reykjavík er breska skáldkonan og
bókmenntafræðingurinn Antonia
Susan Byatt eða A.S. Byatt eins og
hún kallar sig. Hún fæddist árið 1936
í Sheffield í Englandi og gaf út fyrstu
bókina sína, Shadow of a Sun, árið
1964. Þekktust er hún fyrir skáldsög-
una Possession sem kom út 1990 og
fékk Booker verðlaunin bresku en
hún hefur skrifað fjölda annarra
skáldsagna og smásögur hennar eru
líka heillandi lesning.
Rómansa úr tvennum tímum
Possession er sérkennileg skáld-
saga - eins og raunar flest verk
Byatt. Hún segir frá tveimur imgum
bókmenntafræðingum í nútímanum,
pilti og stúlku, sem hvort um sig eru
að rannsaka skáld frá 19. öld, hann
karl, hún konu. Þau kynnast af til-
viljun og verða ástfangin og smám
saman komast þau að því að skáldin
þeirra í fortíðinni þekktust líka og
elskuðu reyndar hvort annað...
Þetta er ekki „skáldsaga" heldur
„rómansa" eða nútímariddarasaga,
segir Byatt og hún segist líka hafa
viljað stæla á sinn hátt ástarsögur
Georgette Heyer sem hún dáði sem
unglingur. Sagan er óhemju
skemmtileg og sýnir vel að ekkert
starf í heimi getur verið æðislegra en
að semja skáldsögur - ef maður hef-
ur hæfíleikana til þess. Örlög persón-
anna vefast og vefjast saman og
fleira og fleira kemur í ljós um fortíðina eins
og í góðri leynilögreglusögu uns lesandinn
sjálfur er kominn á kaf og orðinn þátttakandi
í henni.
Stærsta afrek Byatt í Possession er
þó að hún bæði skrifar bréf og yrkir
heilu ljóöaflokkana í nafni hinna upp-
diktuðu skálda sögunnar og þó að það
séu stælingar á 19. aldar ljóðum sem
Byatt er sérfræðingm- í eru þau furðu
mögnuð mörg, fyrir utan hvað þau eru
ólík innbyrðis eftir því hvort skáldið
hún yrkir fyrir. Þetta gerir bókina auð-
vitað illþýðanlega en ég bið alla skáld-
sagnafíkla og ljóðavini að renna í þessa
bók við fyrsta tækifæri, hafi þeir ekki
þegar lesið hana.
Ævintýrln hellla
Eitt af því sem maður tekur eftir undir eins
við texta Antoníu Byatt er hvað
hinn norræni heimur er henni
nákominn. Hún vitnar í norræn-
ar sögur, ævintýri og goösagnir,
notar norræn nöfn á fólki og stöð-
um og jafnvel norræn orð. Hún
hefur sagt í viðtali að sem bam
hafi hún verið sólgin í ævintýri
og goðsögur og hennar uppá-
haldsbók hafi lengi verið gamalt
enskt rit um norræna goðafræði
sem móðir hennar hafði keypt
sem ungur stúdent þegar hún var
að læra fomíslensku. Biblíusög-
urnar vöktu sáralítinn áhuga
minn, segir hún sakbitin, en ég
var gagntekin af hinum svikula
Loka, Fenrisúlfinum grimma og
Óðni hinum víðförula. Heims-
mynd mín var mótuö af Ásgarði,
grískum goðsögum, Grimmsævin-
týrum og ævintýmm H.C. Ander-
sens.
Hver er ævi manns?
Langt mál mætti skrifa um
sagnaflokk Byatt um stúlkuna
Fredericu Potter sem er fædd um
svipað leyti og höfundurinn. í
þremur bókum, The Virgin in the
Garden, Still Life og Babel Tower,
hefur hún opnað leið inn í flókið
líf Fredericu, fjölskyldu hennar,
vina, ástmanna og annarra sem
hún kynnist og um leið kortlagt í
geysispennandi texta lífshætti
fólks í Englandi á 6. og 7. áratug
aldarinnar.
Aðdáendur Byatt bíða spenntir
eftir boðuðu fjórða bindi þess
sagnaflokks en nýjasta skáldsaga
hennar sem kom út núna í sumar,
The Biographer’s Tale, fjallar um
allt annað fólk. Þar hittmn við
Phineas G., nettan lítinn bók-
menntafræðing sem verður leiður
á kenningum og langar til að fást við stað-
reyndir. Til þess ásetur hann sér að skrifa
ævisögu - því ævi manns er jú sett saman úr
staðreyndum. Hann velur sér að viðfangsefni
virtan ævisagnahöfund en rekur sig fljótlega
á að staðreyndir em svikular. Þessi saga teng-
ist fyrri bókum Byatt ýmislega þvi alltaf hef-
ur hún verið að glíma við hinn hála og hverf-
ula raunveruleika á einhvem hátt en hún er
millispil hjá henni, mun léttari og aðgengi-
legri bók en margar hinna fyrri.
Antonia Byatt les upp í Iðnó í kvöld kl. 20.30
og i hádeginu á morgun spjallar hún um höf-
undarverk sitt við Silju Aðalsteinsdóttur i
Norræna húsinu.
-SA
Ahrifamikil stund
Unaðsfagrar sópranraddir i þaulhugsuðu jafn-
vægi við dýpri raddir karla og kvenna sungu
sálminn Heyr, himna smiður eftir Þorkel Sigur-
bjömsson á tónleikum í Hallgrímskirkju á
mánudagskvöldið. Tónleikamir voru upphaf
fimmta starfsárs Schola cantorum, en stjómandi
kórsins er Hörður Áskelsson. Lag Þorkels er
einhver fegursti sálmur sem saminn hefur verið
og var flutningur kórsins í einu orði sagt frá-
bær, styrkleikajafnvægið fullkomiö og túlkunin
blátt áfram eins og hún átti að vera. Var þetta
einkar áhrifamikil stund, og var andaktin svo
mikil í kirkjunni að enginn þorði að klappa.
Næsta atriði efnisskrárinnar var Drottinn er
minn hirðir eftir Jónas Tómasson. Hófst tónlist-
in á kraftmiklu ákalli sem síðan umhverfðist í
myrka hugleiðslu leitandi tóna. Útkoman var
magnþrungin, enda flutningur kórsins snilldar-
legur.
Ekki síðri var sálmurinn Tum Thee Unto Me
eftir Oliver Kentish, sem byijaði á hæglátum
keðjusöng er vatt upp á sig og fékk að þróast
eðlUega allt til loka. Tónlistin er dimm og seið-
andi, hástemmd og falleg, ávallt samkvæm
sjálfri sér og greinilega innblásin.
Alls vom atriði tónleikanna sjö, og í miðjunni
trónaöi Requiem Jóns Leifs, eitt fegursta verk
tónskáldsins. Það einkennist af innhverfu sam-
spili dúr- og moll-þríunda sem í einfaldleika sín-
um og tilgerðarleysi nær fram ótrúlegum áhrif-
um. Því miður gerði örlítil ónákvæmni vart við
sig í efstu tónum söngs-
ins, en þar fyrir utan
var túlkunin alveg eins
og hún átti að vera og
eðlilegt framhald þess
sem á undan var gengið.
Fljótt lelðlgjarnt
í raun hefðu tónleik-
amir verið fullkomnir
ef kórinn hefði hér látiö
staðar numið. En þrjú
önnur verk vora eftir,
Tignið Drottin eftir Jón
Hlöðver Áskelsson,
Maríukvæði eftir Atla
Heimi Sveinsson og
Sam’s Mass eftir John
A. Speight. Maríukvæði
Atla Heimis er fallegur
sálmur sem er ekkert að
þykjast vera eitthvað
annað en hann er, en
Tignið Drottinn eftir
Jón Hlöðver er að mati undirritaðs ekki eins
merkileg tónlist. Að formi til byggist hún á
þrástefjun, sem er góð og gild tónsmíðaaðferð ef
grannhugmyndimar era innblásnar, en í verki
Jóns Hlöðvers verður maður fljótt leiður á að
heyra sömu hendinguna aftur og aftur. Og þó
flutningur kórsins
hafi verið kraftmikill
og litrikur, dugði það
ekki til.
öllu flóknari
vinnubrögð lágu að
baki tónsmíðar Johns
A. Speight, og var
formuppbygging
verksins hugvitsam-
leg og oft tilkomumik-
il. Sjálfar tónhug-
myndimar voru hins
vegar ekki eins bita-
stæðar, og hinar
miklu tilfinningar
sem era greinilega
kveikjan að sköpun
tónlistarinnar fengu
aldrei útrás í stemn-
ingsaugnablikum eða
laglínum við sitt hæfi.
Hér er ekki verið að
segja að tónsmíöin
hafi veriö tilgerðar-
leg, en hún kemst bara aldrei á flug, þrátt fyrir
góðan flutning kórsins, einsöngvarans Mörtu G.
Halldórsdóttur og Daða Kobeinssonar óbóleik-
ara. Var þetta óneitanlega tómlegur endir á tón-
leikum, sem í byrjun lofuðu góðu.
Jónas Sen
________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Bókmenntahátíð
í kvöld kl. 20.30 lesa í MHHMVn
Iðnó rithöfundarnir
Kerstin Ekman, André C
Brink, A.S. Byatt, Mar- ÍL f Wji
grét Lóa Jónsdóttir og W
Einar Kárason. Á morg- H
un kl. 12 eiga þær hádeg- íiÍA-. J|
isspjall í Norræna hús-
inu breska skáldkonan A.S. Byatt og um-
sjónarmaður menningarsíðu DV. Kl. 15
verða þar pallborðsumræður um Arfinn
og Netið - framtíð evrópskra bókmennta
- með þátttöku Noru Ikstena, Ib Michael
frá Danmörku og Andra Snæs Magna-
sonar (á mynd). Annað kvöld lesa upp í
Iðnó kl. 20.30 Monika Fagerholm, Edward
Bunker, Slawomir Mrozek, Bragi ólafs-
son og Guðrún Eva Mínervudóttir.
Því miður kemst fransk-marokkanski
rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun ekki á
hátíðina að þessu sinni af persónulegum
ástæðum. Hann átti að vera í tveimur
dagskrárliðum, upplestri á föstudags-
kvöld og umræðum í hádeginu á laugar-
dag, en af því verður ekki.
Goðsögnin Baldur
Á morgun 14. september, á fæðingar-
degi dr. Sigurðar Nordals, gengst Stofnun
Sigurðar Nordals fyrir fyrirlestri um ís-
lensk fræði. Að þessu sinni flytur John
Lindow, prófessor í norrænum fræðum
og þjóðfræðum við Kalifomíuháskólann í
Berkeley, fyrirlestur um goðsögnina um
Baldur og túlkanir á henni. Fyrirlestur-
inn verður fluttur á ensku og nefnist:
„When disaster struck the gods: Baldr in
Scandinavian mythology." Fyrirlesturinn
verður fluttur í Þjóðarbókhlöðunni og
hefst kl. 17.15.
Heimspeki í
skugga Platóns
Á morgun kl. 17.15 verður fyrsta mál-
stofa haustmisseris haldin á vegum Guð-
fræðistofnunar i V. stofu í aðalbyggingu
Háskóla íslands. Þá mun prófessor Jón
Ma. Ásgeirsson flytja fyrirlesturinn
„Kýnikear og kanónar: Heimspeki í
skugga Platóns".
Síðustu forvöð
í tilefni af gestaleik Þjóðleikhússins á
EXPO 2000 i Hannover verða örfáar sýn-
ingar á Sjálfstæðu fólki á Stóra sviðinu.
Þetta eru allra síðustu sýningar á þessari
rómuðu uppfærslu og þær verða allar á
löngum leikhúsdögum þegar báðir hlutar
verksins eru sýndir á sama degi. Sýning-
ardagar eru fyrirhugaðir 17. september,
23. september, 30. september og 7. október.
Höfundar leikgerðarinnar eru Kjartan
Ragnarsson og Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir, tónlistina samdi Atli Heimir
Sveinsson, höfundur búninga er Þórunn
Elísabet Sveinsdóttir og höfundur leik-
myndar Axel Hallkell. Leikstjóri er Kjart-
an Ragnarsson. Meðal leikenda eru Ingvar
E. Sigurðsson, Amar Jónsson, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Steinunn Óhna Þorsteins-
dóttir og Edda Heiðrún Backman.
Þetta eru allra síðustu forvöð að sjá
Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu og er miða-
sala hafin.
Upp skal
á kjöl klífa
Á laugardaginn 16.9. verður haldin ráð-
stefna um menningartengda ferðaþjón-
ustu að Hólum í Hjaltadal. Til að auka á
gleðina verða skagfirskar hestaréttir og
réttarball sama dag!
Ráðstefnan tengist Evrópuverkefninu
„Guide 2000“ en markmið þess er að efla
menningartengda ferðaþjónustu með sér-
stakri þjálfun starfsfólks. Þátttökulöndin
eru auk íslands, Danmörk, Irland og ítal-
ía. Island stýrir verkefhinu og hefur fyr-
irtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjón-
ustunnar umsjón með því, en Iðnþróun-
arfélag Norðurlandsvestra (INVEST) er
samningsaðili hér á landi. Ráðstefnan
hefst kl. 10 og lýkur kl. 17 með heimsókn
í Staðarréttir. Fundarstjóri er Magnús
Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd.