Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Page 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
DV
Særöur í sjúkrabíl
Palestínskur unglingur, sem særðist
í átökum við ísraelska hermenn, er
borinn í sjúkrabíl í Ramallah.
Arafat hvetur sína
menn til stillingar
Fjórir Palestínumenn féllu í hörð-
um átökum við ísraelska hermenn á
Vesturbakkanum og Gaza eftir að
bænahaldi múslíma lauk í gær.
Yasser Arafat, forseti Palestínu-
manna, hvatti byssumenn úr röðum
ianda sinna til að hafa hemil á sér
en Ehud Barak, forsætisráðherra
Israels, var ekki seinn á sér að lýsa
því yfir að það væri ekki nóg.
Tiltölulega rólegt var eftir bæna-
hald í al-Aqsa moskunni í Jerúsal-
em þar sem oft hefur komið til
harðra átaka.
Arafat sagði að allt væri gert til að
koma í veg fyrir að skotið yrði á Isra-
elsmenn frá þeim svæðum sem
Palestínumenn ráða alveg yfir.
Barak sagði leiðtogum franskra
gyðinga sem voru í heimsókn í gær
að orðin tóm dygðu ekki, ísraelar
væru að bíða eftir að verkin töluðu.
Bandaríkjaþing
svo til óstarfhæft
Hætta er talin á að Bandaríkja-
þing verði nánast óstarfhæft á
næsta ári vegna þess öngþveitis sem
deilan um talningu atkvæða úr for-
setakosningum i Flórída hefur haft
i fór með sér.
I bandaríska blaðinu Washington
Post kemur fram að næsti forseti,
hvort það verður George W. Bush
eða A1 Gore, verði að hafa mjög
hemil á þeim lagabálkum sem hann
annars hefði viljað koma í gegn um
þingið. Repúblikanar fengu mjög
nauman meirihluta í kosningunum
um daginn og af þeim sökum gæti
reynst erfitt að koma í gegn meiri
háttar stefnubreytingum.
Nautakjötið skoöað
Franskur slátrari skoðar nautakjöt í
kjötgeymslu sinni. Mikill ótti er nú
við kúariðu í Frakklandi.
Ótti við kúariðu
heltekur Frakka
Mikill ótti við kúariðu hefur grip-
ið um sig í Frakklandi. Sala á
nautakjöti hefur hrunið og kokkar á
veitingahúsum breyta matseðlum
sínum. Frakkar héldu þar til fyrir
skömmu að þeim stafaði engin
hætta af kúariðu svo fremi sem þéir
létu ekki ofan í sig breskt nauta-
kjör. Allt breyttist þó þegar kjöt af
kúariðusjúkum grip fór óvart með
ósýktu kjöti í verslanir. Kúariðu-
sýkt kjöt getur valdið heilahrömun-
arsjúkdómnum Creutzfeldt-Jacob
sem er ólæknandi. Italir og
Spánverjar hafa bannað innflutning
á frönsku nautakjöti.
Dómari á Flórída hafnar að handtöldu atkvæðin verði með:
Gore áfrýjar og
þykist sigurviss
Dómari i Flórída veitti forseta-
draumum Als Gores hugsanlega
náðarhöggið þegar hann úrskurðaði
í gær að atkvæði úr forsetakosning-
unum sem verið er að telja í hönd-
unum í ríkinu verði ekki talin með
þegar endanleg úrslit verða kunn-
gerð. Þar með staðfesti hann
ákvörðun innanríkisráðherra Flór-
ída sem demókratar vildu fá
hnekkt.
Stuðningsmenn Gores sögðu að
úrskurði dómarans yrði áfrýjað til
hæstaréttar Flórída og þóttust nokk-
uð vissir um að sjónarmið þeirra
myndu hafa sigur þar.
„Við teljum að íbúar Flórída eigi
ekki aðeins rétt á því að atkvæði
þeirra verði talin í höndunum, held-
ur að þau verði tekin með í kosning-
unum,“ sagði háttsettur ráðgjafi
Gores í gær.
Fari svo að hæstiréttur Flórída
verði sama sinnis og Terry Lewis,
dómari i Leon-sýslu, bendir flest til
að George W. Bush, ríkisstjóri í
Texas og forsetaefni repúblikana,
verði kjörinn forseti Bandaríkj-
anna.
Lykillinn að forsetaembættinu er
í Flórída. Sá frambjóðendanna sem
fer með sigur af hólmi þar fær alla
25 kjörmenn ríkisins og hefur þar
með tryggt sér forsetaembættið.
Bush hefur 300 atkvæða forskot
miðað við opinbera talningu og
repúblikanar eru nokkuð vissir um
að þeir fái meirihluta rúmlega þrjú
þúsund utankjörfundaratkvæða
sem lokið var að telja snemma í
morgun.
Enda þótt handtalning væri í full-
um gangi í tveimur sýslum úrskurð-
aði Lewis dómari að Katherine
Harris, gallharður repúblikani sem
margir hafa kallað skósvein Bush,
hafi verið í fullum rétti þegar hún
ákvað að handtöldu atkvæðin yrðu
ekki með þegar niðurstöðurnar
yrðu gerðar upp.
„Lögin hafa sigrað,“ sagði James
Baker, fulltrúi Bush í Flórída. Hann
sagðist hafa rætt við Bush og vara-
forsetaefni hans og þeir væru
ánægðir með úrskurð dómarans.
Katherine Harris sagði í yfirlýs-
ingu sem hún sendi frá sér síðdegis
í gær að hún myndi halda sínu
striki og staöfesta úrslit kosning-
anna í dag, laugardag. Það eina sem
gæti komið í veg fyrir það er úr-
skurður hæstaréttar Flórída sem
gengi þvert á úrskurð Lewis dóm-
ara og ákvörðun Harris sjálfrar.
Demókratar vona að hæstiréttur
taki öðruvísi á málinu. Rétturinn
úrskurðaði til dæmis á fimmtudag
að handtalning atkvæða gæti farið
fram eins og demókratar vildu.
Atkvæöin skoöuö í krók og kring
Talningamenn í Palm Beach-sýslu velta vandlega fyrir sér atkvæðaseðli úr forsetakosningunum sem einhver vafi leikur
á að sé góöur og gildur. Handtalning atkvæða hélt áfram í gær þótt dómari hefði úrskuröað aö þau yrðu ekki tekin
með í reikninginn þegar endanleg úrslit forsetakosninganna verða gerð upp. Þeim úrskurði var áfrýjað.
Stíflurnar eru ekki jafnum-
hverfisvænar og af er látið
Stíflur sem byggðar eru til að
geyma vatn eða til raforkufram-
leiðslu eru ekki jafnumhverfisvæn-
ar og hingað til hefur verið talið.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu,
hinni fyrstu sinnar tegundar, sem
gerð var um félagsleg, efnahagsleg
og umhverfisleg áhrif stíflugerðar,
að sögn breska tímaritsins
Economist.
Stíflur eru gjarnan stolt þeirra
þjóða sem byggja þær og ákvarðan-
ir um að reisa þær eru oft af póli-
tískum toga til að skapa atvinnu eða
í þágu einhvers ákveðins hóps. I
skýrslunni, sem gerð var á vegum
alþjóðlegrar stíflunefndar, kemur
fram að áhrif þeirra á vistkerfið eru
aðallega neikvæð.
Þegar byggja þarf stiflur hefur
það oft í fór með sér eyðileggingu í
umhverfinu. Ryðja þarf skóga eða
önnur vistkerfi á þeim svæðum sem
Stíflur varasamar?
Ný skýrsla bendir til að stíflur kunni
að valda skaða á náttúrunni og auki
losun gróðurhúsalofttegunda.
eiga að fara undir vatn. Gróður
safnast oft saman í uppstöðulónun-
um og þegar hann rotnar gefur
hann frá sér koldíoxíð og metan
sem stuðla að frekari gróðurhúsa-
áhrifum.
I grein Economist kemur fram að
ekki sé vitað hve stórtækar stiflur
eru í losun gróðurhúsalofttegunda.
Sumir áætla þó að þær geti sent frá
sér allt að fjórðung þessara loftteg-
unda sem fara út i andrúmsloftið.
Talið var að vatnsorkuver myndu
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda vegna þess að þær brenna
ekki jafðefnaeldsneyti. Nú þarf hins
vegar að endurmeta hvort sú sé
raunin í hitabeltislöndum.
Þar við bætist að stíflur geta
breytt náttúrulegum flóðum og
þannig haft áhrif á lífríki áa og
vatna. Og þær geta verið gróðrar-
stía sjúkdóma á borð við malaríu.
Fogh að forsætisráðherra
Anders Fogh
Rasmussen, leiðtogi
danska íhalds-
flokksins Venstre, á
sér þann draum
æðstan að velta öðr-
um Rasmussen úr
sessi, sjálfum Poul j
Nyrup, forsætisráð-
herra Danmerkur. Michael Kristi-
ansen, nýr blaðafulltrúi flokksins,
hefur nú fengið það verkefni að
reyna að gera þennan draum leið-
togans að veruleika.
Franskar á röngum stað
Hin tólf ára gamla Ansche Hed-
gepeth hafði ekki heppnina með sér
um daginn þegar henni varð á að
borða franskar kartöflur á jarðlest-
arstöð í Washington DC. Það er víst
bannað og var stúlkan því handtek-
in. Hún var fyrsta fómarlamb her-
ferðar yfirvalda gegn sóðaskap í
jarðlestakerfmu.
Schröder skammaður
Þýskir Sölmiðlar veittust að Ger-
hard Schröder kanslara í gær fyrir
að reka ekki samgönguráðherrann
sem sagði sjálfur af sér vegna ásak-
ana um fjársvik. Stjórnmála-
skýrendur telja að atvikið eigi ekki
eftir að skaða Schröder, enda hefur
hann fengið viðurnefnið teflon-
kanslarinn.
Ráðist inn í hóruhús
Lögregluþjónar SÞ og hermenn
NATO réðust inn í fjölda vændis-
húsa í Kosovo í gær þar sem
serbneskir og albanskir glæpahópar
hafa stundað eiturlyfjasölu og versl-
að með kynlifsþræla.
Einu haldið, öðru sleppt
■ Niels Helveg Pet-
ersen, utanríkisráð-
herra Danmerkur,
sagði í gær að ef
Danir héldu fast í
þá kröfu sína að fá
einn mann í fram-
kvæmdastjóm Evr-
óþusambandsins
gætu þeir þurft að gjalda þess á öðr-
um vettvangi. Stóru löndin innan
ESB eru því andvíg að öll aðildar-
löndin fái framkvæmdastjóra.
Marxistar undir grun
Útlæg marxistasamtök, GRAPO,
eru grunuð um að hafa skotið lög-
regluþjón til bana í úthverfi Ma-
drídar, höfuðborgar Spánar, í gær.
Nýr kafli I samskiptum
Bill Clinton
Bandaríkjaforseti
sagði i gær að með
sögulegri heimsókn
sinni til Hanoi væri
hafrnn nýr kafli í
samskiptum Banda-
ríkjanna og Víet-
nams, eftir harm-
leiki Víetnamstríðsins sem lauk fyrir
aldarfjórðungi. Clinton ávarpaði ví-
etnömsku þjóðina í sjónvarpi. Það er
heiður sem engum öðmm erlendum
þjóðarleiðtoga hefur hlotnast.
Pútín til Síberíu
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
kom til snæviþakinnar Síberíu í
gær úr hitamollunni í soldánsrík-
inu Brúnei og fullvissaði íbúana um
að stjómvöld í Moskvu hefðu ekki
gleymt þeim. Pútín sagði að stjóm-
völd í Moskvu þyrftu að endurmeta
stefnu sína í Síberíu.