Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
Helgarblað
Ben Affleck leikari er orðaður við
hina fíngerðu Gwyneth Paltrow
Það skrýtna er að hann reynir að gera
sem minnst úr sambandi þeirra og segir
að þau séu bara vinir.
Þau eru
bara vinir
Leikararnir Gwyneth Paltrow og
Ben Affleck eru sögð eiga í ástar-
sambandi. Þau hafa verið ljósmynd-
uð í faðmlögum og kossaflensi tals-
vert umfram það sem vinir almennt
gera. Þau eru hins vegar staðráðin i
því að samband þeirra sé aðeins
platónskt. Það þýðir að sambandið
er aðeins andlegt en ekki líkamlegt
eða kynferðislegt. Britney Spears
t.d. á aðeins platónsk ástarsambönd
við karlmenn, að minnsta kosti
þangað til hún ákveður annað.
I viðtali við Entertainment
Weekly lýsa þau sambandi sínu sem
vináttusambandi eingöngu en Pal-
trow segist samt gista hjá Affleck ef
hún á leið um Los Angeles og Af-
fleck segir að vináttusamband
þeirra sé miklu mikilvægara en
nokkurt ástarsamband geti
nokkurn tíma orðið.
DV
Gunnsteinn Ólafsson, tónskáld og hljómsveitarstjóri, og Eygló Ingadóttir
hjúkrunarfræðingur eiga köttinn Sómatínu:
Tónfælin prím
onna
lega fölsk; almennilegheit
tákni að eitthvað annað
búi að baki.
Sómatina hefur sigrað
hjarta okkar. Hún er ein af
fjölskyldunni."
-sm
heyrist í Jakobi
gengur
Sómatína af
fundi með
vandlætingu.
Hún er príma-
donna heimil-
isins og stendur
föst á sínu. Pétur
Már segir að
hún sé
rosa-
Köttur
tónskáldsins þolir
ekki tónlist
„Þegar ég sest viö
flygilinn kemur
Sómatína sér
eins langt í
burtu og hún
kemst.
„Sómatina
kom til okkar
frá bróður
mínum, Pétri
Má, þegar hún
var tveggja ára
gömul. Þá var
henni uppálagt að veiða mýs sem
við höfðum orðið vör við í hús-
inu,“ segir Gunnsteinn Ólafsson,
tónskáld og hljómsveitarstjóri, um
kisuna Sómatínu sem hefur síðan
verið heimilisföst á Álftanesinu, á
heimili hans og Eyglóar Ingadótt-
ur. Sómatína er næstyngst á heim-
ilinu en yngstur er prinsinn, Jak-
ob Fjólar.
Nafnið Sómatína kann að þykja
nýstárlegt en það er ástæða fyrir
nafngiftinni eins og flestu öðru.
Ástæðan er sú að Tómasína, sem
téður Pétur Már átti, hvarf og hef-
ur ekki snúið aftur. Næsti köttur
fékk nafnið frá Valgerði Bene-
diktsdóttur skáldi og er það, eins
og klókir lesendur hafa eflaust
séð, orðaleikur og jafnframt virð-
ingarvottur við hoifna kisu.
Margar mýs á lofti
Þrátt fyrir upphaflegt hlutverk
Sómatínu á Álftanesinu fékk hún
ekki tækifæri til veiða innanhúss
þar sem allar mýsnar veiddust í
músalokur. Þeim var síðan sleppt
út i náttúruna. Mýsnar virða lífgjöf-
ina og hafa haldið sig utan hússins
frá því veiðiskapnum lauk. Hins
vegar hafa mýsnar ekki getað hald-
ið sig alveg frá; þær hafa hætt sér of
nærri húsinu og þá lent i klónum á
hinni slyngu veiðikisu Sómatínu.
„Sómatína hefur hins vegar verið
dugleg að leita uppi mýs og fanga,
aðallega til að leika sér með. Þá
liggur hún á bakinu og kastar þeim
lifandi upp fyrir sig og grípur á
lofti.“
Kræsin kisa
Ferskleiki er okkar fag segir
einhvers staðar og það á vel við
Sómatinu. Hún er vandætin; litur
ekki við dósamat. Nái hún ekki í
ferska mús sem hún getur leikið
sér aðeins með þá er úr vöndu að
ráða. Hún vill helst glænýja lín-
uýsu en lítur til dæmis ekki við
laxi og silungi.
„Ég lít svo á að eitthvað hafi
misfarist í uppeldi hennar hjá
bróður mínum. Ég hef vissar
áhyggjur fyrir hönd sona hans.“
Foröast flygilinn
Heimili Gunnsteins og
Eyglóar er tónelskt, mikið
er hlustað á tónlist og leik-
ið á hljóðfæri. En
Sómatína er príma-
donna sem er viðkvæm
fyrir tónlist.
„Þegar ég sest við
flygilinn kemur
Sómatína sér eins
langt í burtu og
hún kemst. Helst
fer hún út en ef
henni eru allar
bjargir bannaðar
skríður hún í
felur í hinum
enda hússins.
Ragnhildur mág-
kona min leikur á
fiðlu og á meðan
Sómatína var búsett
hjá henni sá hún að
eina gagnið í tónlistarflutn-
ingi væri að þá gæti hún skrið-
ið ofan í fiðlukassann."
Ein af okkur
Sómatína litur ekki við barninu
á heimilinu
„Hún sér það ekki. Ef eitthvað
Hallgrímur Helgason
Endurminning frá Austur-Berlín
Hallgrímur
Helgason
skrifar
Ég er búinn að vera nokkra daga
i Berlín þegar ég átta mig á því að
ég sakna Austur-Berlínar. Ég geng í
sæluvímu inn í þau port sem tíminn
hefur ekið hjá á sínum svarta Audi;
þar sem hinn illa þefjandi anda Ho-
neckers er enn að finna. Nú þegar
terrorinn er horfinn úr Austur-
Berlín blasir fegurð hennar við; hin
hrollkalda, gráleita, fyrirskipaða
fegurð. Helfór í steypu og gler.
Bauhaus-martröðin. Og það er eitt-
hvað magnað við hana.
En hvers vegna þessi nostalgía?
Mystík kommúnismans? Kannski
langar mig bara aftur í austur-þýskt
fangelsi?
Ég var handtekinn í Berlín árið
’79, nítján ára listnemi á götóttum
jakka með myndavél að taka mynd
af múrnum austan frá. í gegnum að-
dráttarlinsuna sá ég varðmann í
tumi sem stóð á milli múranna
tveggja. (Berlínarmúrinn var tvö-
faldur með jarðsprengjuakri á
milli.) Hann horfði á mig úr kíki.
Skömmu síðar stóðu tveir alvopnað-
ir hermenn við hlið mér og færðu
mig inn á milli múra og vörpuðu
mér í dýflissu í kjallara varðturns-
ins eftir að hafa tekið af mér
myndavélina og töskuna. Á 40 stiga
heitum sumardegi sat ég heilan
klukkutíma í illa þefjandi skellótt-
um steypukjallara undir sjálfu Jám-
tjaldinu og taldi víst að ég ætti ekki
afturkvæmt vestur yfir. Kannski
yrði ég látinn laus í skiptum fyrir
Boris Spassky? Wolf Bierman? Eða
kúbanska kvennalandsliðið i blaki?
Nei, líklega ekki. Ég var í raun far-
inn að sætta mig við að ganga í
Kúnstakademíu austur-þýska hers-
ins og gerast sannur DDR-ari, fá að
sýna í galleríunum í Karl-Marx-
Stadt og skrifa smásögur um fasana-
veiðar með foringjunum í skógun-
um útí Potsdam. Mín framtíð var
orðin mjög rauð þegar hermaður
birtist niður stiga með filmulausa
myndavél og skipaði mér að fylgja
sér. Út.
Sólin skein á milli múra, á þenn-
an kirkjugarð sem fólk þurfti að
hlaupa yfir til þess að komast í kjöt-
borðin og bítlabúðirnar fyrir vest-
an. Hér lágu 70 lík á milli jarð-
sprengja. Ég gekk hægt á undan
hermanninum eftir þurrgulum
sprengjuakrinum og fann hitann frá
moldinni í gegnum ódýra skósól-
ana. Ég var annaðhvort á leið útí
frelsið eða í alvöra fangelsi.
Við stóðum á götunni fyrir utan.
Hann skipaði mér að bíöa hjá sér og
talaði í talstöð á óskiljanlegri
kommúnísku. Stuttu síðar kom her-
trukkur með segluðum palli. Fanga-
flutningabíllinn. Bilstjórinn talaði
út um opna rúðu. Ég skildi að þeir
voru að ráðskast með næstu tuttugu
árin í mínu lífi. Þeir voru að ákveða
það hvort þessi pistill yrði skrifaður
á íslensku eða þýsku. Hallgrímur
eða Holzengrim. Þeir þjörkuðu
nokkra stund og virtust ósammála.
Ég horfði út yfir traböntuð torgin og
hugsaði um mömmu og ísland, Me-
gas og Norður-Kjallara. Aldrei
myndi ég sjá það allt aftur.
Að lokum klykkti bilstjórinn út
með því að hann væri á leið á fót-
boltaæfingu hjá hemum og hann
mætti ekki vera að því að skutlast
með vestrænan njósnara dulbúinn
sem listnema. Trukkurinn hvarf
með drunum. Eftir stóðum við; ég
og hermaður. Hann var svo svekkt-
ur að ég var næstum búinn að bjóða
honum að skjóta mig á staðnum. En
sleppti því þó. Og hann síðan mér.
Ég eyddi því sem eftir lifði af
mér og deginum í Austur-Berlín,
dáldið taugaóstyrkur en jafnframt
heillaður af því að hafa loksins
fundið fyrir LÍFINU.
Ósköp var allt hér dapurlegt.
Húsin í niðumíöslu, allt svo skítugt
og andlitin öll hernumin af Sovét-
mönnum. Jafnvel stelpumar voru
hér ekki eins sætar og fyrir vestan,
og var þetta þó sami kynstofn, sömu
stelpur. Hvernig stóð á því? Var feg-
urð óhugsandi án meik-öpps og
maskara? Yfirlæti vesturlandabúa
var þó jafn dapurlegt: Á götu mættu
mér þrjár v-þýskar skólastúlkur og
vildu gefa mér alvöru þýsk mörk af
því það væri „svo erfitt hjá ykkur
hér fyrir austan". Einhvernveginn
hafði handtakan gert mig að algjör-
um DDR-ara. Ég var kominn með
kúgunarsvipinn. Ég reiddist ölmus-
unni og hvæsti að þeim á full-
kominni amerísku „fuck off!“ (í
fyrsta sinn sem íslendingur notaði
það snjalla orðatiltæki á erlendri
grund.)
Um kvöldið var ég handtekinn í
annað sinn.
Ég hafði bæjarleyfi til miðnætt-
is. Kl. 00.00 áttu allir útlenskir gest-
ir að vera mættir í Checkpoint
Charlie. Ég sat á veitingastaö við
Alexanderplatz þegar ég áttaði mig
á þvi að klukkuna vantaði bara
korter í tólf. Ég hljóp yfir torgið og
inn í brautarstöðina en áttaði mig
þar á því að ég hafði gleymt treflin-
um á veitingastaðnum. Ég hljóp aft-
ur yfir torgið til að ná í hann. Þeg-
ar ég kom hlaupandi í þriðja sinn
yfir torgið á innan við þremur mín-
útum var okkar mönnum nóg boðið.
Borgaraleg vanhegðun. Úr skúma-
skoti vatt sér að mér hermaður og
bað um passann. Talaði svo í tal-
stöð. Var þetta kannski maðurinn
sem var að taka myndir af múrnum
í dag? Mér leið eins og óvini ríkis-
ins númer eitt.
Klukkuna vantaði fimm mínút-
ur í tólf þegar hann sleppti mér. Ég
kom tveimur mínútum of seint á
Checkpoint Charlie, náfólur og
skjálfandi á beinum, þess fullviss að
ég væri fallinn á tíma og fengi
aldrei að sjá „Prúðuleikarana“ á ný.
Landamæravörðurinn brosti -
fyrsta og eina brosinu sem ég sá í
Austur-Berlín - og sagði:
„Því miður, vinur, þú kemur of
seint. Það er búið að loka Járntjald-
inu.“
Það leið yfir mig. Ég rankaði við
mér i amerískum hersjúkrabíl með
rödd íslenska sendiherrans í Bonn í
öðru eyranu.
Síðan hef ég alltaf kosið í öllum
þing-, forseta- og sveitarstjórnar-
kosningum.